Morgunblaðið - 21.06.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.06.1994, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐVELDISAFMÆLIÐ Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis Þegar minnst er merkisatburða stefna Islendingar til Þingvalla SALOME Þorkelsdóttir forseti Alþingis heilsar Margréti Danadrottningu og Henrik prins við upp- haf þingfundar á Þingvöllum 17. júní FUNDUR er settur í Alþingi — að Lögbergi á Þingvöllum við Öxará. Forseti íslands, háttvirtir al- þingismenn, erlendir gestir, góðir Islendingar! Þegar minnst er merkisatburða í sögu íslensku þjóðarinnar stefna íslendingar til Þingvalla þar sem ættfeður okkar stofnuðu alls- heijarríki fyrir meira en árþús- undi. Svo er enn. í fjórða sinn síðan Alþingi var endurreist í Reykjavík fyrir nærri því einni og hálfri öld er haldinn þingfundur á Þingvöll- um. Við fögnum því að 50 ár, hálf öld, er liðin frá því að lokasig- ur vannst í langri sjálfstæðisbar- áttu. Við erum komin hingað, á hinn fornhelga og fagra þingstað, til að minnast þessa atburðar. Á fundi Alþingis á Lögbergi 17. júní 1944 lýsti þáverandi forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveins- son, yfír því að stjórnarskrá Lýð- veldisins íslands væri gengin í gildi. Æðsta vald í málefnum þjóðarinnar var frá þeirri stundu í höndum okkar Islendinga til frambúðar. Þá var einnig í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar kjörinn innlend- ur forseti og hér sór hann emb- ættiseið. Þessi gleðistund í lífí þjóðarinn- ar var sem skær logi í svartnætti heimsófriðar allt í kringum okkur, ógurlegustu hernaðarátaka sög- unnar. Forustumenn þjóðarinnar héldu fram löglegum rétti hennar til sjálfstæðis á árinu 1944, þrátt fyrir vábresti að utan, og vildu ekki tefla sjálfstæðismálinu í tví- sýnu við styrjaldarlok. Á þessari stundu minnumst við árvekni þeirra og staðfestu og fögnum því hve farsæl sú stefna var. Svo er sagt að sjálfstæðisbar- átta þjóðar, einkum smáþjóðar, sé eilíf barátta. Það er rétt, en mikilvægast í þeirri baráttu er að þjóðin hafí vopn sín, hafí stjórnar- form sjálfstæðs ríkis og ráði óskorað málum sínum sjálf. En hún þarf einnig baráttuanda, vilja og þrek til að stjórna eigin málum, vilja og þrek til að leysa sjálf þann vanda sem á vegi verður. Þann vilja eigum við íslendingar, ekki síst fyrir þá sök að baráttu- þrekið getum við endurnýjað við nægtabrunn sögu okkar, tungu, lands og hafs. Við viljum á þingfundi á þessum stað og á þessari stundu lýsa yfir þeim ásetningi okkar að taka til endurskoðunar mikilvægan kafla stjórnarskrárinnar, sem meðal annars geymir ákvæði hennar um mannréttindi, í því skyni að treysta enn betur rétt einstakl- ingsins og festa í grundvallarlög þjóðarinnar ýmis ný ákvæði sem felast í alþjóðasáttmálum um mannréttindi sem við höfum gerst aðilar að. Við viijum einnig hyggja að rótum sjálfstæðrar tilveru þjóðar- innar og efla rannsóknir á forða- búri hafsins, sem guð gaf okkur til að búa við, og styrkja þá sem yrkja akur íslenskrar tungu. Það er Alþingi mikill heiður að hafa hér sem sérstaka gesti þjóð- höfðingja allra bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum, hennar hátign Margréti Þórhildi Danadrottningu og Henrik prins, hans hátign Karl Gústaf Svíakonung og Silvíu drottningu, hans hátign Harald Noregskonung og Sonju drottn- ingu og forseta Finnlands, herra Martti Athisaari, og frú Athisa- ari. Slíkan virðingar- og vináttu- vott sýna okkur þær þjóðir sem næst okkur standa. Fyrir hönd Alþingis færi ég þeim þakkir. Enn fremur er það Aiþingi mik- ill heiður að þingforsetar ná- grannalanda okkar, sem öll hafa búið við eða byggja á langri lýð- ræðis- og þingræðishefð, hafa þegið boð um að vera viðstaddir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum af þessu tilefni. Fyrir hönd Alþingis færi ég þeim einnig þakkir. Góðir íslendingar! Við sem áttum því láni að fagna á ungum aldri að standa hér á flötunum fyrir 50 árum og hlýða á forseta sameinaðs Alþingis lýsa yfír gildistöku stjórnarskrár Lýð- veldisins íslands og hlýða á ávarpsorð hins nýkjörna forseta lýðveldisins gleymum aldrei þeirri stund. Sú minning greyptist í huga okkar og er meðal þeirra dýrmætustu sem við eigum. Gleði- tárin spruttu fram á þeirri stundu og „regnið streymdi um herðar þér og augu og skírði þig og land- ið til dýrðar nýjum vonum þann dag er klukkur slógu“ eins og við heyrðum sungið áðan. Skeyti og heillaóskir Kristjáns Finnar, Danir, Norðmenn og Svíar munu taka þátt í skógrækt- arátaki í Vinaskógi við Þingvelli og munu löndin hvert fyrir sig láta gróðursetja þar eitt þúsund tré. Þjóðhöfðingjar landanna hafa þegar gróðursett fyrstu tréin. Framlög í menningarsjóði Finnar og íslendingar hafa haft sameiginlegan menningarmálasjóð síðan 1974 og láta Finnar af hendi rakna 1 milljón króna til hans í til- efni af afmælinu. Kristján Andri segir að Norðmenn leggi fram 10 milljónir í menningarsjóð íslands og Noregs, Svíar 30 milljónir í konungs X., fyrir hönd dönsku þjóðarinnar sem þá var í Ijötrum, geymum við en gleymum aldrei. Þetta ár er tileinkað fjölskyld- unni, og er vel. í dag eiga fjöl- skyldur dýrmætt tækifæri til að lifa saman gleðilega stund. Nú geta mæður og feður, afar og ömmur hjálpað uppvaxandi kyn- slóð að skilja betur tengsl hennar við söguna og landið. Eins og við lifðum atburðina 17. júní 1944 með foreldrum okkar, ömmum og öfum mun yngsta kynslóðin síðar segja sínum börnum frá hátíðinni í dag. Þannig brúum við í sífellu bilið milli kynslóðanna og varð- veitum samhengi fortíðar og nú- tíðar. í dag er hátíðisdagur í lífí ís- lensku þjóðarinnar, minningar- dagur um gleðilega stund. Því er Alþingi hér saman komið á Þing- völlum á ný af miklu tilefni. (Vegna mistaka féll niður seinni hluti ræðu Salome Þorkelsdóttur í blaðinu sl. sunnudag og birtist 'hún hér í heild. Morgunblaðið bið- ur Salome velvirðingar á þessum mistökum.) menningarsjóð íslands og Svíþjóðar og að Danir leggi fram 10 milljónir í sjóð frá 1959, sem á að efla sam- vinnu íslands og Danmerkur. Færeyingar gáfu íslendingum málverk eftir Ingólf af Reini og frá Álandseyjum barst bók. Grænlend- ingar gáfu íslendingum kajak, sem búið er að koma fyrir í geymslu en hann verður til sýnis eftir að Þjóðar- bókhlaðan opnar undir lok ársins. Auk alls þessa hefur íslendingum borist fjöldi heillaóskaskeyta en Kristján Andri segir að ekki hafi enn gefist tími til að fara í gegnum þau öll. sl. Átján fá heiðurs- merki FORSETI íslands hefur sæmt átján íslendinga heiðursmerkj- um hinnar íslensku fálkaorðu samkvæmt tillögum orðu- nefndar. Þeir eru: Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður, Eskifirði, stór- riddarakross fyrir störf að at- vinnumálum. Bogi Þorsteinsson, fyrrv. flugumferðarstjóri, Njarðvík, riddararkoss fyrir íþrótta- og félagsstörf. Bryndís Zoéga, fóstra, Reykjavík, ridd- arakross fyrir störf að málefn- um barna. Brynjólfur Bjarna- son, forstjóri, Reykjavík, ridd- arakross fyrir störf að atvinnu- málum. Elísabet Hermannsdótt- ir, formaður Kvenfélagsins Hringsins, Reykjavík, riddara- kross fyrir störf að heilbrigðis- málum barna. Engilbert Hann- esson, bóndi, Ölfushreppi, ridd- arakross fyrir störf að félags- málum. Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur, Reykjavík, riddara- kross fyrir ritstörf. Guðmundur Skaftason, lögfræðingur, Reykjavík, stórriddarakross fyr- ir störf í opinbera þágu. Hall- dóra S. Jónsdóttir, húsmóðir, Siglufirði, riddarakross fyrir störf að félagsmálum. Hörður Guðmundsson, flugmaður, ísafirði, riddarakross fyrir sjúkraflutninga. Jóhanna Bóel Sigurðardóttir, fyrrv. deildar- stjóri og þroskaþjálfi, Kópavogi, riddarakross fyrir störf að mál- efnum þroskaheftra. Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, Reykjavík, riddarakross fyrir sönglist. Loftur Þorsteinsson, verkfræðingur, Reykjavík, ridd- arakross fyrir eflingu verkfræði á íslandi. Orri Vigfússon, for- stjóri Reykjavík, riddarakross fyrir störf að umhverfismálum, Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf að rann- sóknarmálum. Víkingur Heiðar Arnórsson, barnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir læknisstörf í þágu barna. Þor- kell Jóhannesson, prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir vísindastörf. Þorsteinn Gylfa- son, prófessor, Reykjavík, ridd- arakross fyrir ritstörf og fræði- mennsku. ✓ Traktorstengdar þvingunarhrærivélar. ✓ Mötun auðveld með traktor. Mikil afköst. ✓ Tvær stærðir: 2ja og 3ja poka. ÁRMÚLA 11 - SÍMI B81BOO íslendingum bárust gjafir á lýðveldisafmælinu Peningar, bók, málverk og kajak ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurlandanna létu sér ekki nægja að heim- sækja ísland í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins heldur gáfu þeir íslendingum einnig gjafir. Kristján Andri Stefánsson, fulltrúi í forsætisráðuneytinu, segir að gjafirnar hafi bæði verið hlutir og einnig peningar til að styrkja tengsl milli þjóða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.