Morgunblaðið - 21.06.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 15
LÝÐVELDISAFMÆLIÐ
Um vindheim víðan - frumútgáfa íslenskra ljóða á norsku
Lýð veldisafmælið
haldið hátíðlegt í Ósló
EINS og áður hefur komið fram hér
í blaðinu skrifuðu norsk blöð allmik-
ið um þorskastríðið við Svalbarða
og var tónninn í forystugreinum
þeirra yfirleitt mildari en ummæli
norskra ráðamanna. Á fimmtíu ára
afmæli lýðveldisins birtu norsk blöð
einnig allmargar greinar um land
og þjóð og voru þær afar vinsamleg-
ar í garð íslendinga.
í forystugreinum blaða eins og
Aftenposten andaði hlýju til okkar
og lögð var áhersla á frændsemi og
vináttu þjóðanna og raunar minnt á
að íslendingar stæðu Norðmönnum
nær en aðr-ar þjóðir enda hefðu þeir
varðveitt arfleifðina öðrum fremur
og þá ekki síst fyrri tíðar sögu Norð-
manna. Meðan á þessu stóð_ þurfti
Eiður Guðnason sendiherra Islands
í Noregi að túlka afstöðu íslendinga
til fiskveiðideilunnar, tala við norska
ráðamenn og taka á móti Haraldi
Noregskonungi og drottningu hans
eftir íslandsförina. Jafnvel mátti í
norskum blöðum sjá undrun yfir því
að norsk stjórnvöld skyldu hafa látið
til skarar skríða gegn íslenskum
fiskimönnum skömmu fyrir lýð-
veldishátíðina og íslandsferð Nor-
egskonungs.
Fjölmenn skrúðganga
Þjóðhátíðardaginn var efnt til
skrúðgöngu um Ósló og gengið frá
Akerhúss-höll um miðborgina, þ. á.
m. um aðalgötuna, Karl Jóhann. Á
annað þúsund manns tók þátt í
göngunni og fjöldi vegfarenda fylgd-
ist með henni. Lúðrasveit lék í farar-
broddi og gengið var undir íslenskum
fánum. Margar konur voru í þjóð-
búningum og börnin báru íslenska
fána. Þótti skrúðgangan takast hið
besta og vakti athygli, ekki síst
vegna þess hvernig á stóð.
Að göngunni lokinni var hátíðar-
dagskrá með hornablæstri og ræðu-
höldum þar sem formaður íslend-
ingafélagsins í Ósló, Ólafur R. Egg-
ertsson, og sendiherrann fluttu mál
sitt, auk ávarps íjallkonunnar.
Kirkjukór Breiðholts söng og að lok-
um var skemmtidagskrá fyrir börn-
in.
Að útihátíðinni lokinni var lýð-
veldismessa í Hallarkirkjunni og
prédikaði sr. Gísli Jónasson, en
kirkjukór Breiðholts söng.
Þá var hátíðardagskrá í Ólafssal
hallarinnar þar sem Forsvarets
stabsmusikkorps lék undir stjórn
Björns Mellembergs, m.a. Suite
Arctica eftir Pál P. Pálsson. Borgar
Garðarsson og Hjalti Rögnvaldsson
fóru með Hárbarðsljóð úr Eddu og
norsku leikararnir Ánne Marie Ott-
ersen og Lasse Lindtner fluttu kafla
úr Hærmænderne pá Helgeland eftir
Henrik Ibsen.
Að lokum lásu Knut Odegárd og
Matthías Johannessen ljóð úr nýrri
ljóðabók eftir hinn síðarnefnda, í
N.T.B.
MATTHÍAS Johannessen og Knut Ödegárd og skoða bókina nýút-
komna hjá Cappelen í Osló, 17. júní sl.
norskum búningi Knuts, en bókin
kom út þennan sama dag hjá forlagi
Cappelens. Er þetta frumútgáfa ljóð-
anna þar sem þau hafa ekki birst
áður á íslensku. Formála að bókinni
skrifar Lars Roar Langslet, fyrrum
menntamálaráðherra Noregs. Bókin
er 54 bls. að stærð og er titill henn-
ar sóttur í Völuspá, Om vindhem
vide. I kynningu forlagsins segir
m.a. að bók Matthíasar sé gefin út
í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins
og sé með útgáfu hennar lögð
áhersla á gamalgróin tengsl land-
anna og þá ekki síst íslenskra skálda
við Noreg fyrr á öldum.
Mikill
fréttaflutn-
ingur af
lýðveldisaf-
mælinu
Þórshöfn. Morgunblaðið.
FRÉTTAFLUTNINGUR í Færeyj-
um hefur alla síðustu viku ein-
kennst _af lýðveldisafmæli Islend-
inga. Útvárp Foroya hefur flutt
viðtöl við Islendinga og leikið ís-
lenska tónlist.
Sjónvarp Foroya hefur sýnt stutt
innskot um lýðveldisafmlið og dag-
blöð, sérstaklega Dimmalætting,
hafa skrifað um það. Meðal þess
sem skrifað var um var tímabilið
frá 1918 til upphafs heimsstyijald-
arinnar síðari og fullveldi Islend-
inga.
I tengslum við afmælið fóru
fimm færeyskir blaðamenn til ís-
lands og sendu mikið blaðaefni, auk
þess sem beinar útsendingar hafa
verið í sjónvarpi og útvarpi. Þá
hefur íslenski fáninn prýtt strætis-
vagna á eyjunum.
17. júní voru beinar útsendingar
frá hátíðahöldunum, auk þess sem
útvarpað var efni um ísland, aðeins
vag leikin íslensk tónlist í útvarpi
og íslendingum til heiðurs var óslit-
in útsending allan daginn. Gerður
verður sjónvarpsþáttur um hátíða-
höldin í tilefni lýðveldisafmælisins.
Þá má að lokum nefna að pró-
fessor Hans Jacob Debes hefur í
tengslum vjð afmælið gefið út bók-
ina „Saga Islands". Er hún skrifuð
á færeysku og hugsuð sem
kennslubók.
-------♦ ♦ ♦-------
AFS-fjölskyldu-
hátíð í Viðey
SKIPTINEMASAMTÖKIN AFS
halda fjölskylduhátíð í Viðeysunnu-
daginn 28. júní frá kl. 14. í Viðey
verður heitt í kolunum allan dag-
inn, leikir og létt gaman fyrir unga
sem aldna. Fjölmennt veður í stað-
arskoðun undir leiðsögn staðarhald-
ara frá kl. 15.15 og einnig er mögu-
leiki á reiðtúr um eyjuna. Áætluð
brottför út í Viðey er með feiju frá
Sundahöfn kl. 14 en eftir það geng-
ur feijan á klukkutíma fresti. AFS-
samtökin bjóða alla hjartanlega
velkomna á fjölskylduhátíð út í Við-
ey þennan dag.
22.-25. JUNI
LEGGINGS 0G BOLUR
ÁÐUR 3.990.-
MÚ 2210.-
KLÚTAR
ÁÐUR 1.290.-
MÚ (fiO-
♦ \
COSMO
--------------...........-_i__
Laugavegi 44, Kringlunni
MEIRIHÁTTAR SUMARKJÓLAR
ÁÐUR 5.990.-
mú i.m-
KRUMPUPILS
ÁÐUR 3.990.-
mú i.m-
FRÁBÆRAR KAKÍ STUTTBUXUR
ÁÐUR 2.990.-
mú i.m-