Morgunblaðið - 21.06.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 21.06.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 17 Gjaldeyrismarkadir Dollar lækkar í tæplega 1,60 þýskmörk Gengi hans hefur lækkað um tæplega 5% í verði á einni viku og hefur ekki verið eins lágt skráð síðan 14. október í fyrra Þjóðverjar vilja WTO Genf. Reuter. ÞJÓÐVERJAR munu fara þess formlega á leit að aðsetur Al- þjóðaviðskiptstofnunarinnar WTO’ verði í Þýzkalandi í stað Sviss — þótt tilraunin virðist dæmd til að mistakast — og æ fleiri gefa kost á sér í stöðu for- stöðumanns stofnunarinnar. Stjórnarerindrekar 'segja að hér sé um að ræða margslungna togstreitu stórvelda og smáríkja um framtíð alþjóðastofnana, sem verði að leysa á næstu vik- um. Val leiðtoga Evrópusam- bandsins og OECD í París bland- ast inn í reiptogið um WTO, sem tekur við hlutverki GATT á næsta ári. Lönd eins og Brazilía, Nýja Sjáland og Kanada og Belgía, Italía, Bretland, Holland og Mexíkó taka þátt í miklum hrossakaupum. Þjóðveijar viður- kenna að litlar líkur séu á því að WTO flytjist til Bonn, þar sem margar stjómarbyggingar munu standa auðar þegar höfuðborgin verður flutt til Berlínar 1996. DOLLARINN lækkaði í innan við 1,60 mörk í gær, mánudag, og gjaldeyrismiðlarar reyndu að kanna hve staðráðnir seðlabankastjórar væru í að halda bandaríska gjald- miðlinum á floti. Dollarinn hefur ekki verið eins lágt skráður í átta mánuði og lækk- aði snemma dags í innan við 1,60 mörk, sem hefur verið eins konar „sálfræðilegur múr“ á peninga- mörkuðum. Dollarinn hefur lækkað um tæplega 5% í verði á einni viku og hefur ekki verið eins lágt skráð- ur síðan 14. október í fyrra, Miðlarar sögðu að bandaríska seðlabankanum mundi reynast erf- itt að sannfæra aðra seðlabanka, einkum Bundesbank í Þýzkalandi, að tímabært sé orðið að skerast í leikinn í sameiningu til þess að styrkja dollarann. „Eg held að skor- izt verði í leikinn, en ég veit ekki að hve miklu leyti og hvenær það mun gerast," sagði Masamichi Yasuda, yfirmiðlari hjá Bank of Tokyo í London. Verið getur að seðlabankar komi ekki dollaranum til hjálpar fyrr en í ljós komi að hann hafi ótvírætt lækkað í innan við 1,60 eða 1,59 mörk, að sögn miðlara. Dollarinn selst nú fyrir þriggja pfenninga lægra verð en þegar seðlabankar skárust sameiginlega í leikinn í maí, en tiltölulega traust staða doll- arsins gagnvart japanska jeninu kann að aftra seðlabönkum frá því að grípa of fljótt inn í. A föstudaginn var því spáð að dollarinn mundi lækka um 10% á næstu 18 mánuðum og sú spá leiddi til þess að lækkun á verði dollars úr 1,63 mörkum hófst. Talið er ólík- legt að opinberir, þýzkir vextir lækki frekar og veik staða banda- rískra ríkisskuldabréfa hefur einnig ýtt undir hnignun dollarans. Bundesbankinn kann að vera tregur til þess að skerast í leikinn nú, þar sem sterkt mark mundi vega á móti vaxandi áhyggjum af auknu, þýzku peningamagni og hækkandi hrávöruverði. Víðtæk hækkun á hrávöruverði - verð á gulli og olíu íhámarki Hrávórur Álverð hærra en það hefur verið í þijú ár London. Reuter. VERÐ á hráefnum og hrávöru hefur haldið áfram að hækka, verð á sumum hrávamingi hefur náð nýju hámarki og sérfræðingar segja að fátt bendi til þess að lát verði á verðhækkuninni. Verð á olíu hefur ekki verið eins hátt í rúmt ár, verð á málmum hefur ekki verið hærra í allt að þijú ár og verð á gulli í þijá mánuði. Eins hátt verð hefur ekki fengizt að undanförnu fyrir margan annan hrávaming, allt frá kaffí til pálmolíu, síðan í lok síðasta áratugar. Verð á málmum hefur náð nýju hámarki vegna aukinnar eftirspurnar sem efnahagsbati á Vesturlöndum hefur í för með sér. Um tíma í gær, mánudag, var verð á áli hærra en það hefur verið í þijú ár og verð á kopar var nálægt því að vera hærra en það hefur verið í tvö ár. Seinna lækkaði verð á málm- mörkuðum, en búizt er við meiri verð- hækkunum síðar. Álverð í 1.500 dollara Kopar seldist á 2.475 dollara tonn- ið áður en verðið lækkaði á ný, en búizt er við að það fari í 2.500 doll- ara. Álið komst hæst í 1.485 dollara tonnið, en búizt er við að verðið hækki í 1.500 dollara. Verð á blýi hækkaði í 568 dollara tonnið og hef- ur ekki verið hærra í 20 mánuði. Sérfræðingar segja að verð á flest- um hráefnum og hrávörum muni sennilega hækka meir vegna fram- boðs og eftirspurnar og vegna þess að verð- og hlutabréfa fjárfestar reyni að hagnast á ástandinu. Hrá- vöruverð náði síðast hámarki upp úr 1980, en verðhækkunin nú er miklu minni en þá. Veik staða dollars og á verðbréfa- mörkuðum ýta undir hærra verð á gulli, sem hækkaði um 4 dollara í um 392,40 dollara. Sérfræðingar segja að vafasamt sé að gera ráð fyrir að veik staða dollarans muni stuðla að hækkuðu verði hrávöru, sem er verðlögð í dollurum. Við að- stæður eins og nú, haldist verð í dollurm yfirleitt stöðugt og verð í annarri mynt lagi sig eftir því. Við- varandi lækkun dollarsins muni hins vegar stuðla að áukinni eftirspurn eftir sumum hrávörum eins og korni. Mikil verðhækkun á hrávöru á þessu ári hefur valdið vaxandi ugg um aukna verðbólgu. Þótt sérfræð- ingar segi að verð sé lágt í sögulegu ljósi kunni ótti við verðbólgu að leiða til hækkaðs smásöluverðs. Þetta eigi einkum við þar sem olía sé aftur farin að hækka í verði. Vegna aukinnar eftirspurnar í Bandaríkjunum og framleiðslukvóta OPEC hefur olíuverð ekki verið eins hátt og nú í rúmt ár. Spenna í Kóreu og borgarastríð í olíuframleiðsluland- inu Jemen valda einnig óvissu. Fiskréttartilboð matreióslumeistarans KR. 850,- OJnbökuð smálúða með osti og sperglum KR. 950,- iSr Gufusoðinn regnbogasilungur með eplum og banönum í karrí-engifersósu KR. 95O,- Glóðarsteikt blálanga i appelsínusósu KR. 95O,- Súpa og heimabakaó brauðjylgir öllum réttum dagsins. Skólcibrii Simi 624455 Verðbólgu- hraðinn 2,5% LÁNSKJARAVÍSITALA júlímán- aðar er 3358 sem er 0,21% hærra en vísitalan í júní. Það jafngildir 2,5% hækkun á heilu ári, en v£si- tala sl. þijá mánuði hefur hækkað um 1,4%, síðustu sex mánuði um 0,9% og síðasta árið um 2,3%. Launavísitala júnímánaðar er óbreytt frá fyrra mánuði. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði hins vegar um 0,5% frá maí og saman- lagt síðustu þijá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 0,7% sem jafn- gildir 2,7% verðbólgu á heilu ári. Síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hins vegar hækkað um 2,7%. Svíþjóð Stórfyrirtæki í mik- illi uppsveiflu FRAMLEIÐSLA mikils hluta sænskra iðnfyrirtækja er í há- marki, en lítil og meðalstór fyrir- tæki hafa orðið óþyrmilega fyrir barðinu á samdrætti samkvæmt skýrslu samtaka sænskra iðn- framleiðenda. Framleiðendur, sem selja vöru sína öðrum fyrirtækjum, eiga erf- itt uppdráttar vegna lítilla afkasta eftir niðurskurð og lokanir. Fram- leiðsla stærri fyrirtækja stendur þó með blóma og nemur að meðal- tali 90.5% af afkastagetu þeirra — sem er 5% aukning á einu ári. Þar sem stórfyrirtæki hyggjast auka fjárfestingar um 30% gera þau ráð fyrir að auka framleiðsl- una um 7-8%. Talið er að upp- sveiflan muni hafa jákvæð áhrif á útflutning fyrirtækjanna, sem reikna má með að hafi aukizt um 25% 1993 miðað við árið á undan. Samdrátturinn kemur hart niður á smærri fyrirtækjum Þótt samdrátturinn hafi ekki skaðað stórfyrirtæki hefur hann komið hart niður á smærri fyrir- tækjum. í skýrslunni segir að „flöskuhálsar" hafi myndazt og íeitt til aukins innflutnings. I mörgum tilfellum er um að ræða fyrirtæki, sem selja framleiðsluna stórfýrirtækjum, eru ekki eins sveigjanleg og þau og eiga erfitt með laga sig að hagsveiflum nógu fljótt. Þessi frétt færði okkur í raun ekki nein ný sannindi enda staðfesting á því sem við vissum fyrir. Morgunblaðið er þarna að vísa til könnunar breska dagblaðsins European á gæðum og áreiðanleika bíla. Honda lenti í efsta sæti en aðeins fjórir af hverjum hundrað bílum biluðu. Bílar næsta samkeppnisaðila biluðu fimmfalt meira. M IHIdMXr JljJFIl Vatnagörðum - Sími 689900 -klikkar ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.