Morgunblaðið - 21.06.1994, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Andstæð-
ingar ESB
úr stjórn
llelsinki. Morgunbladid.
KRISTILEGI flokkurinn
finnski, sem er andvígur
áformum um að Finnar gangi
í Evrópusambandið (ESB),
hefur sagt skilið við sam-
steypustjóm Eskos Ahos, for-
sætisráðherra. Brottför
Kristilega flokksins mun þó
ekki valda teljandi vandræð-
um fyrir stjómina, sem enn
hefur 108 sæti af 200 á þingi.
Eini ráðherra Kristilega
flokksins, Toimi Kankaanniemi,
sem var ráðherra þróunar-
aðstoðar, afhenti Martti Ahtisa-
ari, forseta, og Aho, afsagnar-
beiðni sína í gær. Forseti lands-
ins þarf að veita formlegt sam-
þykki við afsögninni.
Finnar ráðgera að ganga í
ESB um næstu áramót, um
leið og Noregur, Svíþjóð og
Austurríki, verði aðild sam-
þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
þann 16. október. Niðurstöður
skoðanakannana benda til þess
að 47% landsmanna séu hlynnt
aðild, rúmlega 30% andvíg.
Clinton ósammála Carter um að hættan sé liðin hjá á Kóreuskaga
„Jákvæð teikn“ en efa-
semdir um tilganginn
Washington, Seoul, Tókýó. Reuter, The Daily Telegraph.
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær,
að ýmis teikn væru á lofti um, að ekki þyrfti að
koma til átaka út af kjamorkuáætlunum Norður-
Kóreustjómar en lagði áherslu á, að hún yrði að
leggja þær á hilluna um sinn ættu viðræður að
geta hafist. Japanska stjórnin tók í sama streng
en á sunnudag sagði Jimmy Carter, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, eftir viðræður við stjórnvöld í
Pyongyang, að þau vildu hætta framleiðslu kjarn-
orkueldsneytis og leyfa eftirlit með kjamorkustöðv-
um. Sagði Carter, að því væri „hættan liðin hjá“.
Rússar sögðu á laugardag, að Norður-Kóreumenn
ættu mörg ár enn í smíði kjarnasprengju.
Carter sagði í viðtali við NBC-sjónvarpsstöð-
ina, að ýmislegt jákvætt hefði komið fram síð-
ustu daga en vildi þó ekki taka jafnt djúpt í ár-
inni og Carter og segja að hættan væri liðin hjá.
„Það, sem öllu máli skiptir, er hvort Norður-Kór-
eustjóm ætlar að hætta vinnu við kjarnorkuáætl-
unina. Verði það gert, þá getum við farið að
ræða saman,“ sagði Clinton.
Japansstjórn fagnaði í gær hugsanlegum við-
ræðum við N-Kóreustjórn en kvaðst mundu fylgj-
ast vel með viðbrögðum hennar og hafa náið
samráð við stjórnvöld í Washington og Seoul.
Áfram yrði unnið að undirbúningi refsiaðgerða
og til þeirra gripið ef þurfa þætti.
Carter ekki í umboði Bandaríkjastjórnar
Á fundi sínum með Kim Il-sung, forseta N-
Kóreu, sagði Carter, að Bandaríkjastjórn ætlaði
að bíða með að krefjast refsiaðgerða en Clinton
vísaði því á bug sl. föstudag og sagði, að áfram
væri unnið að undirbúningi þeirra. Robert Galucci,
aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og sá,
sem hefur haft mest með N-Kóreumálið að gera,
lagði áherslu, að þótt Bandaríkjastjórn hefði fall-
ist á einkaheimsókn Carters til N-Kóreu, hefði
hann ekki haft umboð til að tala máli stjórnarinn-
ar. Hefði hann heldur ekki flutt Kim Il-sung nein
boð frá Clinton. Talsmaður Kim Young-sams,
forseta S-Kóreu, sagði einnig á laugardag, að
Bandaríkjastjórn hefði tilkynnt, að yfirlýsingar
Carters væru ekki það sama og afstaða hennar.
Kóreumálið prófsteinn á Clinton
í Bandaríkjunum er mikið rætt um hugsanlegt
Kóreustríð og greinir menn mjög á um hvernig
gangur þess gæti orðið. Sumir telja, að 37.000
bandarískir hermenn og suður-kóreski herinn
muni verða yfirbugaðir á skömmum tíma af millj-
ón manna her Norður-Kóreu en aðrir telja að
norður-kóreski herinn verði orðinn eldsneytis- og
matarlaus eftir þrjá daga. Brent Scowcroft, fyrr-
verandi ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í öryggismál-
um, er kunnur fyrir að vera varkár en nú hefur
hann skipað sér í hóp mestu haukanna. Hvetur
hann til tafarlausra árása á kjarnorkustöðvar í
Norður-Kóreu en aðrir segja, að þar með væri
nýtt Kóreustríð staðreynd.
Einna mesta athygli hefur vakið grein eftir
Karen Elliott House, sem er kunn fyrir skrif sín
um utanríkismál, í Wall Street Journal í síðustu
viku en þar segir hún, að engir góðir kostir séu
til. Segir hún, að komi til stríðs muni það geta
staðið lengi og því verði Bandaríkjamenn að beita
hermætti sínum af alefli til að tryggja sigur.
Fari hins vegar svo, að þeir gefist upp, þá muni
allt núverandi öryggiskerfi í Austur-Asíu hrynja
og kjarnorkuvopnakapphlaupið taka einnig til
Suður-Kóreu og Japans. Kóreumálið sé því próf-
steinn á Clinton og muni niðurstaðan geta haft
mikil áhrif á framtíðarskipan mála við Kyrrahaf
og hlutverk Bandaríkjanna.
Reuter
Eiturlyfj abrenna
MEIRA en eitt tonn af eiturlyfjum var brennt í inum. Var haft svona mikið við til að leggja áherslu
Tælandi í gær og það var sjálfur aðstoðarforsætis- á, að viðurlög við eiturlyfjasmygli eru afar mikil
ráðherra landsins, sem bar eldinn að eiturlyfjakest- í Iandinu og ekki stendur til að gefa neitt eftir.
Fiskverndarsvæðið við Svalbarða
Engin afstaða
til yfirráða
segir Martti Ahtisaari Finnlandsfor-
seti um Svalbarðadeiluna
„VIÐ höfum ekki tekið afstöðu til landgrunnsréttar eða yfirráða á verndar-
svæðinu við Svalbarða," sagði Martti Ahtisaari forseti Finnlands á blaða-
mannafundi á Hótel Sögu föstudaginn 17. júní.
nú í ár. Hvað varðar landgrunns-
svæðið og verndarsvæðið þá höfum
við ekki tekið neina afstöðu til
þeirra sem slíkra, hvorki tii lané-
grunnsréttar eða yfirráða á vernd-
arsvæðinu. Afstaða okkar til sam-
komulagsins í öndverðu mótaðist
fyrst og fremst af umhverfissjón-
armiðum," sagði Ahtisaari.
„Auðvitað vona ég nú að þessi
deila leysist, að hægt verði að ræði
saman og semja um lausn deilunnar
með friðsamlegum hætti. Málið
hefur ekki verið á dagskrá hér, alla
vega hvað mig áhrærir og það hef-
ur ekki borið á góma í samtölum
mínum við íslenska eða erlenda
ráðamenn," sagði Finnlandsforseti.
Hann var spurður að því hvort
hann hefði einhveijar tillögur um
með hvaða hætti
setja mætti nið-
ur deilu Norð-
manna og ís-
lendinga um
fiskveiðar við
Svalbarða þar
sem Finnar
hefðu einir þjóða
viðurkennt yfir-
ráð Norðmanna
á Svalbarða-
svæðinu.
„Við höfum verið aðilar að Sval-
barðasamkomulaginu frá byrjun.
íslendingar gerðust aðilar að því
Martti
Ahtisaari
GALLI:
Ekki er hægt að monta sig MIKIÐ af útlitinu einu
saman í jeppaferðum eða meðal félaga sinna.
K0STUR:
Hreint ágætur bíll, sem skilar þér á áfangastað,
á sama hátt og dýru jepparnir.
LflDA SP0RT
798.000 kr.
...fjárfe s
ÍÍMtaN
40
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36