Morgunblaðið - 21.06.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 19
Samper fagnar
Neitar
ásökunum
um eitur-
lyfjafé
ERNESTO Samper, sigurveg-
arinn í forsetakosningunum í
Kólombíu, neitaði í gær ásök-
unum Andres Pastrana, keppi-
nauts síns í kosningunum, um
að kólombísku eiturlyfjakóngam-
ir hefðu stutt hann með fjárfram-
lögum. Gaf Pastrana það í skyn
þegar hann viðurkenndi ósigur
sinn en hann fékk 48,6% at-
kvæða en Samper 50,3%. Pastr-
ana kvaðst hafa sent Samper
bréf í síðustu viku þar sem hann
hefði lagt til, að þeir særu opin-
berlega að hafa ekki þegið fé frá
eiturlyfjasölum og hétu að segja
af sér kæmi annað í ljós en því
hefði Samper ekki svarað. Lög-
reglumenn, sem beijast gegn eit-
urlyfjasölunum, segja raunar
ólíklegt, að eiturlyfjafé hafi ekki
með einhveijum hætti fundið sér
leið inn kosningabaráttu allra
helstu frambjóðendanna.
Clinton hafn-
ar 91%-lausn
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hafnaði í gær svokallaðri
91%-lausn í heilsugæslumálun-
um og sagði, að stefnan væri,
að allir landsmenn nytu sjúkra-
trygginga. A sunnudag sagði
Daniel Moynihan, öldungadeild-
arþingmaður demókrata frá
New York, að það þing, sem nú
sæti, myndi ekki afgreiða
sjúkratryggingar fyrir alla en
Clinton sagði, að það ætti að
gerast á nokkrum árum.
Oánægja með
listsýningu
LISTSÝNING undir beru lofti í
miðri Kaupmannahöfn, 20 bíl-
flök og strætisvagn á hvolfi,
hefur hneykslað marga Dani en
sumir telja hana hafa boðskap
að flytja. Sýningin, sem kallast
„Útbrunnið", er á milli Óperunn-
ar og Hotel d’Angleterre á
Kóngsins nýjatorgi og hafa
margir haft samband við lög-
regluna og tilkynnt um meiri-
háttar umferðarslys. Jens Horw-
itz, hótelstjóri á d’Angleterre,
vill bílahrúguna burt og segir
það ótrúlegt, að nokkur skuli
geta kallað hana listaverk en
þeir eru til, sem telja hana góða
áminningu til ökumanna.
Herferð gegn
hundum
YFIRVÖLD í Shanghai í Kína
ætla að lóga hundruðum þúsunda
húnda til að ' hindra útbreiðslu
hundaæðis í borginni en á síðustu
árum hefur það komist í tísku
hjá þeim, sem betur mega sín,
að eiga hund. Á síðasta ári dóu
níu manns í Shanghai úr hunda-
æði. í fyrri herferðum gegn ólög-
legu hundahaldi hafa verið settar
á stofn sérstakar sveitir, sem
hafa drepið hundana með kylfu
hvar sem til þeirra næst og hvort
sem þeir eru með eiganda sínum
eða ekki.
Reuter
Rússnesk skím
ÞAÐ verður æ algengara í Rússlandi að börn séu skírð trúar-
legri skírn en það var litið heldur illu auga í tíð kommúnista.
Hér er einn presta rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar að ausa
barn vatni í borginni Ryazan.
Rocard settur af sem leiðtogi
franska Sósíalistaflokksins
Nýi leiðtoginn
vill fiokkinn
lengra til vinstri
París. Reuter.
HENRI Emmanuelli hefur tekið við af Michel Rocard sem leiðtogi
franska Sósíalistaflokksins. Flokksmenn vonast til þess að nýi leiðtog-
inn, sem er vinstrisinnaðri en forveri hans, hðfði meira til kjósenda
og takist að auka fylgi flokksins í forsetakosningum sem verða á
næsta ári. Flokkurinn hlaut hrikalega útreið í nýafstöðnum kosningum
til Evrópuþingsins og fékk einungis um 14% atkvæða. Margir binda
vonir við að Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins (ESB) verði frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum.
Emmánuelli er 49
ára gamall og fyrrum
þingforseti. Hann er
alræmdur fyrir skap-
vonsku og þykir ekki
efni í forseta landsins.
Hann var gjaldkeri
flokksins og nú stendur
yfir rannsókn á meintri
aðild hans að fjármála-
spillingu. Hann mun
verða leiðtogi sósíalista
uns flokkurinn heldur
þing sitt undir lok árs-
ins. Margir flokksmenn
binda vonir við að Del-
ors, sem mun láta af
embætti forseta fram-
kvsemdastjómar ESB í
janúar, verði næsti forseti, en skoð-
anakannanir benda til að hann sé
eini vinstrimaðurinn sem gæti átt
einhveija möguleika í forsetakosn-
ingunum. Sjálfur hefur Deloi’s neit-
að að tjá sig um innanlandsmál í
Frakklandi á meðan hann gegnir
embætti forseta ESB, en mun i
einkasamtölum ítrekað hafa neitað
því að hafa áhuga á forsetaembætt-
inu.
Að áliti margra innanbúðar-
manna í Sósíalistaflokknum er
brottvikning Rocards nýjasti þátt-
urinn í eijum sem staðið hafa innan
flokksins undanfarin 25 ár. Stuðn-
ingsmenn Francois Mitterrands
áttu stærstan þátt í að bola Rocard
burtu, en deilur hafa staðið milli
þeirra alla tíð síðan þeir buðu sig
báðir fram til forseta undir merkj-
um vinstrimanna árið 1969.
Nú, þegar stjórnmálaferli Mit-
terrands er að ljúka áleit Rocard
að sinn tími væri kominn. En af-
hroð flokksins í kosningunum til
Evrópuþingsins vakti ugg meðal
flokksmanna, og þeir ákváðu að
Rocárd skyldi taka pokann sinn.
Hann sagðist vera að nokkru
ábyrgur, og hefði ekki barist í kosn-
ingunum af nægilegri
hörku gegn kapít-
alisma. Hann er ekki
mikill ræðuskörungur,
og skorti þann inn-
blástur sem franskir
kjósendur vænta nú á
tímum kreppu og at-
vinnuleysis.
Lengra til vinstri
Emmanuelli sagði
nýlega í viðtali við Le
Figaro að Sósíalista-
flokkurinn hefði misst
tengsl við marga kjós-
endur sína, og þjónaði
einungis hagsmunum
þröngs hóps. Hann
hygðist sveigja stefnuna til vinstri
og vonaðist til að vinna aftur
„traust þeirra vinstrimanna og
kvenn'a sem þykir orðið sem flokk-
urinn tali ekki lengur máli þeirra."
Emmanuelli hefur sagt að sú frjáls-
lynda hagstefna sem forveri hans
var hlynntur hafi ekki reynst not-
hæf í baráttunni við atvinnuleysi,
sem er erfiðasta vandamálið sem
Frakkar standa frammi fyrir.
Balladur og Chirac takast á
Eduard Balladur, forsætisráð-
herra, aflýsti í gær ráðgerðu við-
tali við franska ríkissjónvarpið Fr-
ance-2, þar sem hann hugðist ræða
um hveijar áætlanir hann hefði
fyrir næstu mánuði. Einkastöðin
TFl ákvað að hafa á sama tíma
viðtal við Jaeques Chirac, borgar-
stjóra í París, og þá hætti Balladur
við fyrirhugað viðtal. Þeir tveir,
báðir félagar í flokki ný-Gaullista
(RPR), há nú baktjaldabaráttu um
að komast í framboð til forseta
landsins. Balladur hefur ekki sagt
opinberlega að hann hafi hug á
framboði, en skoðanakannanir
benda til að hann njóti meira fylg-
is en Chirac.
Henri
Emmanuelli
Báðir stríðsaðilar í Jemen segjast vilja vopnahlé
Sunnanmenn hafna til-
lögu um eitt herráð
Kaíró, Aden. Reuter.
STJÓRNIN í Norður-Jemen lagði í
gær til við sendimann Sameinuðu
þjóðanna (SÞ), Lakhdar Brahimi,
hvernig koma mætti á friði í Jein-
en, en sendinefnd Suður-Jemena
yfirgaf fundarstaðinn, Kaíró, með
þeim orðum að tillögur norðan-
manna um sameiginlegt herráð
væru bara tímasóun.
Brahimi reyndi á sunnudag að
fá norðan og sunnanmenn saman
til fundar í fyrsta skipti síðan ófrið-
ur braust út á milli þeirra í maíbyij-
un. Fundurinn fór út um þúfur og
Brahimi hélt til New York í gær,
að gefa framkvæmdastjóra SÞ
skýrslu um framvindu mála. Sagði
Brahimi að deiluaðilar væru sam-
mála um að vopnahlé væri nauð-
synlegt, en gætu ekki sæst á að-
ferð til þess að tryggja að friður
héldist.
Sendinefnd norðanmanna fund-
aði aftur með Brahimi í gær, og
sagði einn nefndarmanna, Ahmed
al-Iryani, við Reuters að þeir hefðu
lagt fram tillögur að samkomulagi
um vopahlé. Þær væru miðaðar við
að sameiginlegt herráð yrði endur-
reist, en ekki væri unnt að greina
frá smáatriðum tillagnanna. Sunn-
anmenn hafa ítrekað hafnað tillög-
um um að endurreisa herráðið.
Samið Hefur verið um vopnahlé
fimm sinnum síðan stríðið byrjaði,
og hafa aðilar sakað hvor annan
um að hafa rofið þau. Stjórnin í
Aden hefur átt undir högg að sækja
í vopnaviðskiptunum, og æskir
þess að SÞ sendi lið til friðar-
gæslu. Brahimi sagðist ekki myndu
mæla með því að refsiaðgerðum
eða vopnavaldi yrði beitt gegn þeim
aðila sem yrði til þess að rjúfa
vopnahlé.
Fordæma
morðá
kaþólikkum
Boston, Dublin, London. Reuter. The Daily
Telegraph
ALBERT Reynolds, forsætisráð-
herra írlands, fordæmdi á sunnu-
dag morð á sex kaþólskum fót-
boltaáhugamönnum á N-írlandi.
Tveir hryðjuverkamenn mótmæl-
enda skutu mennina er þeir fylgd-
ust með knattspyrnuleik.
Reynolds, sem er staddur í
Bandaríkjunum, sagði að stuðning-
ur við mótmælendur ykist ekki við
hina „vitfirrtu villimennsku“ sem
morðin væru. Spurði hann livort
það væri dauðasök yfir 88 ára göml-
um manni að vera kaþólskrar trúar.
Reynolds hittir væntanlega John
Major í lok vikunnar á fundi Evr-
ópusambandsins á Korfu.
i