Morgunblaðið - 21.06.1994, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
b
LISTIR
Sinfónían og* Sunnukórinn
með tónleika á Isafirði
ísafirði. Morgiinblaðið.
SUNNUKÓRINN á ísafirði og
Sinfóníuhljómsveit íslands halda í
dag sameiginlega tónleika í hinu
nýja íþróttahúsi Isfirðinga. Tilefn-
ið er 60 ára afmæli Sunnukórsins
og koma ísfirskir tónlistarmenn
við sögu með tónsmíðum sínum
og einsöng: Guðrún Jónsdóttir
syngur þijár óperuaríur og flutt
verða verk eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson og Jónas Tómasson eldri
og svo sonarson hans og nafna.
Auk þess verða leikin verk eftir
Dvorak, Puccini, Donisetti og Jo-
hann Strauss. Stjórnandi tónleik-
anna er Bernharður Wilkinsson.
Tónleikarnir hefjast á sinfóníu
Dvoraks nr. 9 frá Nýja heiminum
en eftir hlé verður flutt verk
Hjálmars H. Ragnarssonar,
Áfangar, sem samið er við sam-
nefnt ljóð Jóns Helgasonar. Því
næst koma tvö lög eftir Jónas
Tómasson yngri og útsetningar
Ingvars Jónassonar á sálmalögum
eftir Jónas Tómasson eldri. Hann
var aðalhvatamaður kórsins og
stjórnandi fyrstu 20 árin. Þá syng-
ur Guðrún Jónsdóttir söngkona frá
ísafirði aríur eftir Puccini, Doniz-
etti og Strauss og tónleikunum
lýkur á að tónlistarmennirnir og
gestir flytja saman lag Jónasar, I
faðmi fjalla blárra.
Hjálmar H. Ragnarsson segir
um Áfanga að tónverkið hafi fyrst
verið flutt árið 1988 á landsmóti
blandaðra kóra og tileinkað Ás-
geiri Sigurðssyni sem söng um
áraraðir í Sunnukórnum. „Verkið
er samið fyrir áhugakór," segir
hann, „og ber kannski keim af
þeim ættjarðarlögum sem við
þekkjum vel. Kvæði Jóns er ellefu
erindi og ég hef gert mér far um
að lýsa þeim í tónlistinni og undir-
strika textann sem best.“
Söngstjóri Sunnukórsins, Beata
Joó, segir æfingar fyrir tónleikana
hafa staðið frá því í mars og geng-
ið vel. Beata er ættuð frá Ung-
veijalandi og kom fyrir átta árum
til organistastarfa við ísafjarðar-
REYNIR Ingason kórformaður, Beata Joó stjórnandi Sunnukórs-
ins og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld.
kirkju og Súðarvíkur-
kirkju. Hún hefur
jafnframt stjórnað
kórnum þessi ár.
Einsöngvarinn
Guðrún Jónsdóttir er
ísfirðingur, fiðluleik-
ari upphaflega og síð-
ar söngkennari frá
Söngskólanum í
Reykjavík og enn-
fremur lærð í Eng-
landi og á Ítalíu. Hún
tók í fyrra þátt í upp-
færslu Leikfélags
Akureyrar á Leður-
blökunni.
Bernharður Wilk-
inson hljómsveitar-
stjóri hefur starfað
sem flautuleikari og
stjórnandi hjá Sinfóníunni síðan
1975. Hann hóf tónlistarferil sinn
sem kórdrengur í Westminster
Abbey kirkjunni í Lundúnum en
síðar tók við flautunám í tónlistar-
háskólanum í Manchester. Bern-
harður hefur komið fram sem ein-
leikari með Sinfóníuhljómsveitinni
og leiðbeint á námskeiðum Sinfó-
Bernharður Wilk-
inson stjórnar Sin-
fóníunni á ísafjarð-
artónleikunum.
níuhljómsveitar æskunnar. Hann
er félagi í Blásarakvintett Reykja-
víkur.
Sinfónían kom síðast til Vest-
fjarða fyrir fimm árum og heldur
til Reykjavíkur á ný þegar að lokn-
um tónleikunum til að undirbúa
þriggja daga ferð sína til Færeyja
í lok mánaðarins.
Guðrún Jóns-
dóttir syngur
einsöng.
Bláir
rósahnappar
MYNDLIST A
LISTAHÁTÍÐ
Listhúsið cinn cinn
INNSETNING
JOHN GREER
Opið milli kl. 14 og 18 alla daga
til 26júní. Aðgangur ókeypis.
FRAMLAG Listhússins einn
einn að Skólavörðustíg 4a, til lista-
hátíðar, er innsetning á verkum
kanadíska listamannsins John
Greer, sem hann hefur útfært sér-
staklega í tilefni hátíðarinnar.
Meginuppistaða sýningarinnar
er þannig verk sem
Greer nefnir „Biáum
rósahnöppum dreift á
ísland“. Samanstendur
hún af sjö tilbúnum
hlutum og sjö stein-
hnullungum sem hann
hefur tínt upp á ferð
sinni um landið. „Til-
búnu hlutirnir hafa
form af harðlokuðum
rósahnöppum í svipaðri
stærð og mannshöfuð
og eru öll úr sama
mótinu, máluð dökk-
fjólublá og eins og hél-
uð eða léttfrosin. Þeim er svo dreift
um gólfrýmið með hinum fundnu
steinhnullungum, sem sækja upp-
runa sinn til eldfjallaeyjunnar.
Hugsunin að baki gjörningsins
er að hluta til hið brædda harðn-
andi efni og hið fljótandi storkn-
andi hraun. Fljótandi hraunkvika
úr iðrum jarðar - sem streymir frá
bráðnandi kjarna. Kæling hrauns-
ins gefur landinu sinn náttúrulega
og eðlislæga svip. Kæling hins
brædda málms í hinu sérstaka
móti gefur honum hins vegar svip
af tilbúinni rós, sem telst afkvæmi
menningarinnar. Rósin verður tákn
hámenningar og er græðlingur
árþúsunda. Þéttleiki og eðlismassi
hraunsins. Hið hola og tónandi
bronz. Notkun sýrunnar og hins
upphitaða málms gefur litnum svip
af dökku næturskýi. Eldgosið
temprað í kulda og snjó. Heitt og
kalt, ljóst og dimmt. Hið kalda
Atlantshaf sem hefur sleikt storkn-
aða hraunsteinana. Minning elds,
píslarsaga fjölþættrar grófrar mót-
unar. Blómum dreift kringum
gróft, nakið hraun. Innri máttur,
í tengslum við viðkvæmt hold,
bendlað ímyndinni. Gólfrými í list-
húsi, sjónhringur, hlutir í sjón-
hringnum, blanda menningarhluta
við form lands. Mannleg athöfn í
fornu landi“.
Á þann veg útlistar listamaður-
inn John Greer gjörning sinn og
er þetta í lauslegri þýðingu minni.
Án útskýringanna þyrfti skoðand-
inn að vera nokkuð sleipur í get-
speki, ef sýningin á ekki að missa
marks, en hún er mjög hugmynds-
fræðileg svo sem orðanna hljóðan
er til marks um. Um leið eru út-
skýringarnar eins og olnbogaskot
í þá mörgu sem leyfa sér að setja
upp svipaðar sýningar án þess að
opna skoðandanum leið til skiln-
ings.
Hugmyndin er góðra gjalda verð
og er burðarás framkvæmdarinn-
ar, og án hennar væri ris sýningar-
innar sýnu minna, því sjónrænn
hrifmáttur gjörningsins er ekki
mikill á staðnum. Til þess hefur
maður séð of mikið af skyldum
tiltektum.
Með hliðsjón af listahátíð er
naumast nógu vel staðið að fram-
kvæmdinni og einkum hefði verið
auðvelt að snara textanum á ís-
lenzku.
Bragi Ásgeirsson
EITT verka John Greer í Listhúsinu
einn einn.
/
i/i
Einsetinn íþróttaskóli
íþróttaskólinn Sumarbúðir í borg er sniðinn fyrir stúlkur og
drengi á aldrinum 6-12 ára. Meginmarkmið skólans er að skapa
börnunum góða alhliða grunnþjálfun, öruggt og félagslega gott
umhverfi. Skráning á næstu námskeið er í fullum gangi á
skrifstofu Vals að Hlíðarenda.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í sima 12187 og 623730.
Námskeiðin verða sem hér segir:
20. júní - 1. júlí, 10 dagar.kr. 9.800.
4. júlí - 15. júlí, 10 dagar.kr. 9.800.
18. júlí - 29. júlí, 10 dagar.kr. 9.800.
✓ Sama verð fjórða árið í röð
✓ Fjölbreytt íþróttanámskeið fyrir stráka og stelpur
✓ Samfelld dagskrá frá kl. 9-16
✓ Gæsla frá kl. 8-9 og 16-17 er innifalin í verði
✓ HEITUR MATUR INNIFALINN í VERÐI
✓ Góðir leiðbeinendur
✓ 10% systkinaafsláttur
✓ 10% afsláttur ef faríð er á fleiri en eitt námskeið
✓ Visa - Eurocard
i/ Allir fá sumarbúðabol, húfu og viðurkenningarskjal
✓ NÝJUNG, REGLULEGAR STUNDIR í FRIÐRIKSKAPELLU
Ljóðalestur
og tónlist á 22 .
„Lengstur
dagur“
DAGSKRÁ til minningar um Dag
Sigurðarson verður haldin á veit-
ingahúsinu 22 í kvöld, þriðjudaginn
21. júní. Meðal þeirra sem ætla að
heiðra minningu Dags eru Nína
Björk Árnadóttir, Jón H. Stefáns-
son, Elías Mar, Didda, Sigfús
Bjartmarsson, Einar Ólafsson, Sjón,
Steinar Jóhannsson, Bragi Olafs-
son, Einar Melax, Atli Jósefsson,
Þorri Jóhannsson og Jón Proppé.
í fréttatilkynningu segir: „Dagur
hafði gaman af sólinni, hún gaf
honum kraft, þess vegna verður
minning hans heiðruð á sumarnótt
þegar sólin skín í heilan sólarhring."
- kjarni málsins!
þ
I
i
I
i
í
t
I
í
I
I
í
t
I
í
r
»
i
»
i
i
I
i
L
I
I
I
í*
I