Morgunblaðið - 21.06.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 21.06.1994, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Uppboð Sotheby’s MARGT spennandi er á boðstól- um hjá Sotheby’s í London í sumar og í tilkynningum frá fyrirtækinu má rekast á ýmsa merka hluti. Handrit frá miðöldum um lyf fyrir hesta sem var skrifað og skreytt fyrir Napólíkonung á milli 1475 og 1480 verður t.d. til sölu á uppboði á vestrænum handritum og smá- myndum sem haldið verður í dag. Handritið er mjög sérstakt af því það fjallar um veraldlega en ekki trúarlega hluti og er undirritað af skrifaranum. Reiknað er með að handritið fari fyrir 80,000-120,000 pund. Sotheby’s hefur séð um sölu þessa handrits áður, árið 1882 var það selt fyrir 43 pund en 116 pund árið 1904. Vaxtöflur og skinnhandrit Á sama uppboði verður bókhalds- bók frá 14. öld og blaðsíða úr hol- lensku skinnhandriti frá 15. öld til sölu. Bókhaldsbókin er sértök að því leyti að hún samanstendur af vaxtöflum. Slíkar töflur voru mikið notaðar á miðöldum en örfáar hafa varðveist. Talið er að bókin seljist á 15,000-20,000 pund. Blaðsíðan sem er boðin upp var tekin sem minjagripur af enskum ferðamanni úr hollenskri Biblíu á 17. öld. Handritið af þessari Biblíu er talið eitt af fegurstu handritum Hollendinga og er búist við að blað- síðan seljist á 4,000-6,000 pund. Konungleg málverk Á Jónsmessu opnar hjá Sothe- by’s sýning á vatnslitamyndum eft- Gullmedalíur skautakóngsins Johns Currys verða boðnar upp hjá Sotheby’s í sumar. ir Karl Bretaprins í St. George Stre- et Gallery. Sýningin, sem er farand- sýning, er haldin til að minnast þess að 25 ár eru liðin síðan Karl var formlega útr.efndur sem arftaki Elísabetar drottningar. Á sýningu eru 50 vatnslitamynd- ir eftir Karl. Flestar eru landlags- myndir frá Englandi, Norður Ir- landi, Skotlandi og Wales. Ágóði af sýningunni rennur til „The Prince of Wales’s Charities Trust.“ Gullmedalíur Í byijun júlí geta íþróttaáhuga- menn keypt þijár gullmedalíur sem tilheyrðu breska skautakónginum John Curry. Hann vann allar medal- íurnar árið 1976. Þær eru fyrir fyrsta sæti á Olympíuleikunum í Innsbruck, Evrópumeistaramótinu í Genf og Heimsmeistaramótinu í Gothenburg. Medalíurnar verða all- ar seldar saman og talið að yfir 10,000 pund fáist fyrir þær. LISTIR Táknræn epli við Vitastíg MYNPLIST LI s t h ú s i ö Grcip MÁLVERK EVA G. SIGURÐAR- DÓTTIR Opið frá 14-16, lokað mánudaga til 6. júlí. Aðgangur ókeypis. LISTASPÍRAN heitir Eva og nam við MHÍ á árunum 1985-89, og síðan fagurlistaskólanum í Lyon, í Frans, 1990-91. Hún hefur haldið eina sýningu í veit- ingahúsinu „le Petit Gadin“, Ly- on 1991, og heldur nú sína fyrstu einkasýningu á heimaslóðum í Listhúsinu Greip á horni Vita- stígs og Hverfisgötu. Listakonan unga virðist um þessar mundir vera mjög upptek- in af nafni sínu í Ijósi sköpunar- sögunnar og jafnframt lífskvik- unni sjálfri. Leggur þannig út af á einblöðungi er liggur frammi: „í hinum vestræna heimi eru mörg innihaldsrík tákn með mjög neikvæða og einhæfa merkingu í huga fólks. Ég leita að því margræða sem býr innan hverrar manneskju, leita að því sem gefur lífinu gildi en alltof oft liggur í leyni eða er drepið niður. Ég íeita að lífinu í manneskj- unni. Mitt eigið nafn Eva er táknrænt fyrir lífið sjálft en samt sem áður er Eva hin synduga kona. Er lífið synd!? Eða eru ótal minni í lífinu sem einungis eru til að halda aftur af fólki, halda fólki niðri svo það sé fangar síns eigin vanmáttar. Með því að þekkja sinn eigin vanmátt styrkjum við sjálf okk- ur, en það er vinna sem enginn vinnur fyrir fram. Hver maður er í raun gullslegin kista full af „eplum" og það er okkar að hlú að þeim og rækta, því að lífið er ekki forréttindi fyrir fáa út- valda. Við erum ekki bara hluti af lífinu, við erum lífið.“ Þessi heim- speki er svo alveg fullgild sem myndefni og hefur svo verið um aldir, og þá einnig myndefni Evu sem öll tengjast eplum og erfða- syndinni að meira eða minna leyti. í skuggaleynum liggur æpandi kona og tvær slöngur vefjast að henni, trúður á hækj- um sér er tengdur epli með hvít- um þræði og draumar opinberast í veruleikans heimi. Myndirnar fímm eru málaðar með olíulitum á dúk eða krossvið og stundum nefnist þetta blönd- uð tækni á striga eða krossvið. það vekur helst athygli hve myndirnar eru vel málaðar og mikið nostur liggur að baki þeim, - tæknin bæði forn sem ný og mikið unnið í myndflötinn til að ná virkri áferð. Sýningin er um Eitt verka Evu G. Sigurð- ardóttur. margt óvenjuleg á þessum stað og einnig óvenjuleg í þessari borg og það telst styrkur henn- ar, jafnframt því sem mikil ein- lægni og djúp lifun prýðir vinnu- brögðin. Semsagt sérstæð og athyglis- verð frumraun. Bragi Ásgeirsson. DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafcn 9-108 Reykjavík Slmi (9 I)689822 • Fax (91)689865 VIÐ STÖNDUM VIÐ SKULDBINDINGAR ÞÍNAR 24 stunda þjónusta DHL er nú í boði á milli íslands og annarra Evrópulanda. Hún felur það í sér að hlutur er afhentur móttakanda innan 24 klukkustunda. Gildir þetta jafnt um sendingu til eða frá Islandi. Meiri flýtir, meiri hagræðing, meiri sparnaður og betri markaðsstaða fyrir inn- og útflytjendur. Nánari uþplýsingar á skrifstofu DHL Morgunblaðið/Golli JOHN Greer og skúlptúrar hans í Gallerí 11. Menning og náttúra SÝNING á skúlptúrum myndlistarmannsins Johns Gre- ers stendur nú yfir í Gallerí 11. Á sýninginni sem er á vegum Listahátíðar í Reykjavík eru fjórtán skúlptúrar. Sýningin er 37. einkasýning Greers en hann hefur starfað sem listamaður í um 30 ár. Síðustu 14 árin hefur hann kennt við The Nova Scot- ia College of Art and Design og er nú deildarstjóri högg- myndadeildarinnar. Rósaknúppar og hraun Sjö verkanna á sýningunni eru steypt í mót lokaðra rósa- knúppa á stærð við mannshöfuð og húðaðir dökkblárri patínu. Við hlið hvers rósaknúpps er svartur hraunhnullungur. Að sögn Greers eru verkin á sýn- ingunni myndlíking fyrir sam- band menningar og náttúru, Menningin skapar og mótar manninn eins og náttúran hraunhnullungana, og menning og náttúra hafa jafnframt áhrif hvort á annað. Greer sagði þetta sæist í Iöndum eins og Islandi þar sem náttúran hafí sterk áhrif og menningin sé kraftmikil. Ef menningin staðn- aði yrði maðurinn varnarlaus og ómótaður. Að sögn Greers bauð eigandi Gallerí 11, Hannes Lárusson, honum að sýna á íslandi. Greer kynntist Hannesi þegar hann var í námi erlendis og hafa þeir haldið sambandi síðan. En Greer hefur mikinn áhuga á íslenskri menningu. Hann hafði eingöngu _tækifæri til að dvelja í viku á íslandi í þetta skiptið en var hrifinn af því sem hann hafði séð af landi og þjóð. Hann sagðist gjarnan vilja koma aftur til að halda aðra sýningu og ferðast meira um landið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.