Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 2 .
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrnjir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Krin^Iunni 1, 103 Reykjavík. SfMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkerí 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
S VALBARÐADEILAN
ISLENZKU fiskiskipin, sem gert hafa tilraun til veiða á Svalbarða-
svæðinu eru á heimleið eftir harkalegar aðgerðir norsku
strandgæzlunnar gegn þeim sl. laugardag og um helgina. Niður-
staða skipstjóra og útgerðarmanna er sú, að framferði norsku skip-
anna hafi verið svo háskalegt, að mannslífum hafi verið stofnað í
hættu og yrði stofnað í hættu, og svo yrði áfram, ef reynt yrði að
halda veiðum til streitu. Sjómennimir spyija, til hvaða ráðstafana
ríkisstjómin hyggst gripa.
Ríkisstjómin getur ekki gripið til neinna ráða, sem leiða til skjótr-
ar lausnar eða tryggja íslenzkum skipum rétt til fískveiða á þessu
svæði á næstu dögum, vikum eða mánuðum. Til hvaða ráða getur
ríkisstjómin gripið? í fyrsta lagi getur hún auðvitað sent varðskip til
vemdar íslenzkum fískiskipum á Svalbarðasvæðinu. Væntanlega dett-
ur engum í hug að grípa til slíkra aðgerða. Hvorki höfum við íslend-
ingar bolmagn til þess né væri það í samræmi við samstarf Norður-
landaþjóða að bregðast við á þann hátt. í öðru lagi getur ríkisstjóm-
in óskað eftir samningaviðræðum við Norðmenn um málið. Norðmenn
neita því að setjast að samningaborði og þá er auðvitað ljóst, að ís-
lenzk stjómvöld geta ekki knúið þá til þess. Í þriðja lagi geta íslend-
ingar farið dómstólaleiðina. Útgerðarménn hafa þegar ákveðið að
höfða mál fyrir norskum dómstólum en auðvitað tekur tíma að kanna
möguleika á málshöfðun fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.
Það skiptir miklu máli fyrir framtíðarhagsmuni okkar að takast
megi að tryggja íslenzkum skipum rétt til fiskveiða í Smugunni og
á Svalbarðasvæðinu. Við skulum ekki gleyma því, að það tók aldar-
fjórðung frá útfærsiunni í 4 sjómílur að tryggja yfirráð okkar yfír
fiskimiðunum við ísland. Hagsmunir okkar á Svalbarðasvæðinu og
í Smugunni eru þeir að tryggja fiskveiðirétt okkar þar til frambúð-
ar. Það getur kostað tíma og töluvert samningaþjark áður en árang-
ur næst. En eins og nú er komið málum er ljóst, að það hlýtur að
vera eitt helzta verkefnið í utanríkismálum okkar á næstu mánuðum
og misserum að tryggja þessi réttindi. Við höfum alltaf unnið þær
fiskveiðideilur, sem við höfum staðið í, við samningaborðið, þótt
undanfari samninga hafi verið harkaleg átök á fiskimiðunum. Fisk-
veiðiréttur okkar við Svalbarða og í Smugunni verður ekki tryggður
nema við samningaborðið. Þess vegna eigum við að leggja klla áherzlu
á þá hlið málsins á næstunni, énda er augljóst, að Smugan er ekki
síður alþjóðlegt hafsvæði en karfamið okkar utan 200 sjómílnanna,
og nokkurt hik er á norskum íjölmiðlum, þegar fullyrt er, að Norð-
menn eigi allan rétt á Svalbarðamiðum, t.a.m. vék Aftenposten að
því nýlega í forystygrein. Það segir einnig sína sögu, að Norðmenn
hafa forðazt eins og heitan eldinn, að taka íslenzka togara og færa
þá til hafnar og kæra íslenzka skipstjóra. Það er öllum ljóst, að
réttur Norðmanna á þessu úthafssvæði er engan veginn ótvíræður
og mátti m.a. lesa það út úr ummælum sem einn helzti hafréttarffæð-
ingur heims, Jens Evensen, viðhafði nýlega þegar hann svaraði spum-
ingum um þessi atriði í Aftenposten, en þar tók hann fram að lönd-
in ættu að koma sér saman um niðurstöðu byggða á lögum og rétti.
Auðvitað tökum við íslendingar það nærri okkur að standa í slík-
um deilum við Norðmenn. Yfiriýsingar norskra sijómmálamanna
hafa verið harðorðar, i sumum tilfellum óviðeigandi eins og um-
mæli norska forsætisráðherrans um helgina, og hafa norskir fjölmiðl-
ar fjallað af mun meiri ábyrgðartilfinningu og skilningi um þorska-
stríðið við íslendinga en ráðherrar Verkamannaflokksins. A þingi
norska Verkamannaflokksins 18: júní sl. notaði Gro Harlem Brundt-
land Svalbarðadeiluna til að hvetja Norðmenn að samþykkja aðild
að ESB. Fiskveiðistefha okkar, sagði hún, hefur orðið til þess að
margir íslendingar eru famir að íhuga hvort ekki sé tímabært að
sækja um aðild (að ESB). En þá verða íslendingar að bæta ráð sitt.
Þær sjóræningjaveiðar sem nú era stundaðar, era allavega ekki ESB
að skapi.
Vemdarlögsaga mun ekki vera til sem lögfræðilegt hugtak í al-
þjóðlegum rétti. Við höfum áður veitt i Barentshafi og teljum okkur
eiga rétt á kvóta á Svalbarðasvæðinu rétt eins og ESB-lönd. Hvað
sem forsætisráðherra Noregs segir, styngi það í stúf við yfirlýsta
stefnu ESB, ef það legði blessun sína yfir úthafsveiðibann á óskil-
greindri vemdarlögsögu, enda hafa skip ESB veitt á viðkvæmum
miðum utan 200 mílna lögsögu og bandalagið hefur mótmælt vemda-
raðgerðum Kanadamanna á siíkum svæðum. Tvískinnungur getur
varla verið stefna ESB í hafréttarmálum.
Ákvarðanir norskra stjómvalda hafa verið vanhugsaðar. Það var
of langt gengið að hefja aðgerðir gegn íslenzku skipunum í þann
mund, sem konungur Noregs var að koma í heimsókn til íslands í
tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisins. Aðgerðir norsku
strandgæzlunnar, sem auðvitað era samkvæmt fyrirmælum norskra
stjómvalda, ganga lengra en góðu hófi gegnir, þegar Ijóst er að
bæði hefur verið ógnað með ásiglingum, sem hefðu getað haft ófyr-
irsjáanlegar afleiðingar, og eins þegar reynt er að gera skipin vélar-
vana norður í höfum, en þessar aðferðir minna helzt á ásiglingatil-
raunir Breta í þorskastríðum og það var ekki þeim að þakka, að
ekki hlutust af stórslys. Hið sama má segja nú og mættu Norðmenn
minnast þess, að slys á íslenzkum sjómönnum vegna fantabragða á
hafinu yrðu ekki aftur tekin. Þá ættu Norðmenn fremur að íhuga
ummæli konungs síns á Þingvöllum 17. júní sl.
En þá skulum við einnig minnast þess, að við vinnum ekki rétt
okkar á miðunum með uppnámi og æsingi, heldur þrautseigju og
þolinmæði. íslenzku sjómennirnir hafa með framgöngu sinni náð
þeim árangri, að fiskveiðiréttur á þessum tveimur svæðum er orðinn
eitt helzta viðfangsefni íslenzkra stjómvalda og verður svo áfram
þar til upp er staðið með viðunandi samninga og gætu þeir þá tengzt
samningum um norsk-íslenzku síldina, sem nú þarf að rækta upp
og vemda jafnframt því sem hún er nýtt á ný.
Þ JÓÐVEG AHÁTÍÐIN
Hvað
dvaldi
ormiim
langa?
Nefnd mun athuga hvað fór úrskeiðis 17.
júní, þegar þúsundir sátu í bílum sínum
og komust seint eða ekki á Þingvelli.
Ragnhildur Sverrisdóttir kannaði
hvaða skoðanir eru uppi.
Þjóðhátíðamefnd hefur óskað
eftir að forsætisráðherra
láti fara fram athugun á
því hvað aflaga fór og
hvers vegna, við skipulag og stjómun
umferðarmála til og frá Þingvöllum
á þjóðhátíðinni 17. júní. Líklegt þyk-
ir að Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, skipi nefnd fulltrúa forsætis-
ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og
samgönguráðuneytis, til að rannsaka
málíð. Viðmælendur Morgunblaðsins
eru ekki sammála um hvað hafi vald-
ið gífurlegum töfum á umferð til
Þingvalla, en nefna til _____________
dæmis afl ekki hefði átt
að loka veginum um Mos-
fellsdal um tíma eins og
gert var, skipulag í þjóð-
garðinum hafi farið úr
skorðum, almenningur hafí lagt bif-
reiðum sínum þannig að bílar gátu
ekki mæst og lögreglu hafi skort
yfirsýn, þar sem eftiriitsflug hafi
verið takmarkað, til dæmis var flug-
bann yflr þjóðgarðinum sjáifum.
Þær þúsundir, sem eyddu þjóðhá-
tíðardeginum fastar í bflum á leið til
Þingvalla og töluðu um þjóðvega-
hátíð í stað þjóðhátíðar, vilja eðlilega
fá skýringu á því hvers vegna um-
ferðin fór svo gjörsamlega úr bönd-
um, þótt búast hefði mátt við miklum
fjölda. Fyrstu viðbrögð þeirra, sem
taldir voru ábyrgir, virtust vera að
benda á næsta mann og fengust fá
svör við fjölmörgum spumingum um
umferðarskipulagið. I greinargerð,
sem Þjóðhátíðamefnd hefur sent frá
sér, kemur fram að nefndin hafi sam-
kvæmt skipunarbréfi frá forsætisráð-
herra haft það hlutverk eitt og af-
markað að hafa yfirumsjón með
framkvæmd dagskrár á Þingvöllum,
en stjóm umferðar hafi lögum sam-
kvæmt verið í höndum lögreglu-
stjóraembættisins í Ámessýslu og
lögreglustjóraembættisins í Reykja-
Vegakerfið
innan Þing-
valla slæmt
vík. í bréfi til forsætisráðherra segir
að Þjóðhátíðamefnd telji mikilvægt
að fram komi ábendingar um hvað
gera þurfi í umferðarmálum höfuð-
borgarsvæðisins til að koma í veg
fyrir að slíkir atburðir (þ.e. umferð-
artafir) endurtaki sig.
Lögreglan í Ámessýslu fór með
stjóm umferðarmála á Þingvalla-
svæðinu, en lögregian í Reykjavík
ber ábyrgð á umferð úr Reykjavík
og austur fyrir Mosfellsheiði. Það er
þó vart hægt að segja að þessi emb-
ætti hafi brugðist á sjálfan þjóðhátíð-
ardaginn, þvi ekki verður séð að fyr-
irfram hafi verið gripið til allra þeirra
ráða, sem möguleg vora til að tryggja
að umferðin gæti gengið hratt og
eðlilega.
Þjóðhátíðarnefndin var skipuð í
september í fyrra og hafði því níu
mánuði til að skipuleggja hátíðar-
höldin. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu-
þjónn, benti á það í sjónvarpsviðtali
um helgina að árið 1972 hefði þegar
_________ verið ákveðið hvemig
standa ætti að vegafram-
kvæmdum vegna hátíð-
arinnar miklu á Þingvöllum
tveimur árum síðar. Þá var
■ Gjábakkavegur lagður,
sem gerði gæfumuninn í umferðar-
stjóm á þeirri hátíð. Lögreglan í
Reykjavík hafði ein umsjón með
umferðarmálum þeirrar hátíðar, en
nú var um samvinnu embættanna
tveggja að ræða. Bent hefur verið á
að vegakerfið innan þjóðgarðsins
hafí alls ekki borið umferðarþungann
nú og nauðsynlegt hefði verið að
huga að endurbótum á því.
Lögreglustjóraembættin tvö hafa
að miklu leyti fírrt sig ábyrgð.vegna
umferðarvandans. Þannig hefur yfír-
lögregluþjónninn í Ámessýslu, Jón-
mundur Kjartansson, sagt að lögregl-
an ráði ekki við það þegar allir leggi
af stað í einu, en viðurkennir að
hans menn hafí eklri áttað sig á
umferðartappanum við Gjábakka
fyrr en um seinan. Þar hafí fólk lagt
bflum sínum hér og þar við veginn,
sem tafíð hafí umferð og algjört öng-
þveiti skapast. Jónmundur telur að
flytja hefði þurft þjóðhöfðingjana,
sem sóttu íslendinga heim á þjóðhá-
tíðardaginn, með þyrlum, í stað þess
að loka veginum um Mosfellsdal til
Þingvalla tvisvar sinnum jrfir daginn.
Morgunblaðið/RAX
Þá hafí umferð inni á svæðinu verið
miklu meiri en þjóðhátíðamefnd hafí
talið lögreglunni trú um.
Jakob S. Þórarinsson, varðstjóri í
lögreglunni í Reykjavík, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið á sunnudag,
að umferðarþunginn hefði ekki komið
á óvart og öngþveitið á Þingvöllum
hafí orsakast af skipulagi á hátíðar-
svæðinu og vegakerfi þar. Guðmund-
ur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn í
Reykjavík, sagði í gær að lokun veg-
arins um Mosfellsdal hefði ekki gert
gæfumuninn, því nauðsynlegt hefði
verið að loka honum hvort sem er til
að snúa einstefnuumferð um hann
við. Þá hafi það valdið miklum vand-
ræðum þegar úrhelli var á Þingvöllum
og fjölmargir lagt af stað til Reykja-
víkur.
En það var ekki ein-
göngu í nágrenni Þingvalla
sem öngþveiti skapaðist.
Innan Reykjavíkur voru
langar bílalestir og um-
ferðartappar mynduðust í stærri
hverfum, eins og Breiðholti og Graf-
arvogi. Þar var lögregla ekki sjáan-
leg, en Guðmundur Guðjónsson segir
að hringtorg í Mosfellsbæ, sem eru
hugsuð sem hraðahindrun, hafí
stjómað hraða umferðar út úr borg-
inni. Um tíma hafi lögreglan velt
fyrir sér að hafa einstefnu á Vestur-
landsvegi, en þá hafi það mikil teppa
verið komin við Þingvelli að slíkt
hefði ekki þjónað neinum tilgangi.
Guðmundur segir samstarf lögreglu-
embættanna tveggja hafa verið mjög
gott.
I bréfi Þjóðhátíðamefndar til for-
sætisráðherra, þar sem óskað er
rannsóknar á umferðarmálunum,
segir að ekki sé aðeins um að ræða
umferðarmál á Þingvöllum, heldur
einnig og ekki síður mál sem hafi
mikla þýðingu fyrir almannavamir
og þar með öryggi íbúa höfuðborgar-
svaeðisins. Hafþór Jónsson, aðalfull-
trúi Almarinavama ríkisins, segir að
öngþveitið 17. júní sé þó ekki til
marks um hvemig ástandið yrði ef
flytja þyrfti alla íbúa höfuðborgar-
4-
svæðisins á brott „Við myndum auð-
vitað aldrei flytja alla út úr borginni
og inn í hana aftur á sama degi, auk
þess sem skip og flugvélar myndu
verða notuð," segir Hafþór. Hann
segir að höfuðborgarsvæðinu yrði
skipt upp í reitá og fólk flutt skipu-
lega á brott af hvetjum reit fyrir sig.
Hafþór segir að ekki hafi verið leitað
til almannavama vegna umferðar-
skipulags 17. júní. „Það hefði verið
til bóta að hafa góða yfirsýn með
þyrium og flugvélum, en það var
einnig greinilegt að margir virtu ekki
fyrirmæli um hvemig ætti að leggja
bflum á Þingvöllum. Mér fannst ljós-
vakamiðlamir ekki notaðir nóg til
að brýna þetta fyrir fóiki. Ég held
þó að það sé augljóst að það er eng-
inn einn sökudólgur í þessu.
Þeir sem gerst þekkja um-
ferðarmál hefðu þó átt að
gera ráðstafanir miðað við
þann fjölda sem stefnt var
á Þingvelii. Það hefði einnig
verið skynsamlegra að byija á því
að fylla bílastæði næst Þingvöllum,
í stað þess að fólk lagði fyrst fjærst
og var svo á gangi fyrir umferðinni,
sem var beint nær þjóðgarðinum.
Hinn eiginlegi umferðartappi var þó
Þingvellir sjálfir og þar skoiti öfluga
stjómun á bílastæðunum.“
Helgi Haligrímsson, vegamála-
stjóri, segir að ekki hafi verið leitað
til Vegagerðar ríkisins um skipulg
umferðarmála. Hann kveðst telja
eðlilegt að gerð verði úttekt á mál-
inu, því með því móti megi læra af
mistökunum, sem skipti mestu núna.
„Það hefur litla þýðingu að leita að
sökudólgi og nær að reyna að læra
af reynslunni," segir hann.
Það er ljóst að Helgi hefur rétt
fyrir sér og mikilvægt er að menn
læri af reynslunni, því ekld er ráð
nema í tíma sé tekið og búast má
við fjölmenni til Þingvalla á 1000 ára
afmæli kristnitöku á íslandi, árið
2000. Vonandi vetður engin „þjóð-
vegahátíð" þá, enda væri slíkt ekki
afsakanlegt að fenginni reynslu.
Enginn einn
sökudólgur í
málinu
*
Ahafnir íslenskra togara segja að strandgæsluskipið Senja hafí stefnt lífí
sjómanna í stórhættu og verið hársbreidd frá því að sökkva Drangey SK
VARÐSKIP norsku strandgæslunnar öslar framhjá íslenskum togara á Svalbarðasvæðinu á fullri ferð. Morgunbiaða/sigurður Kristjánsson
„Mikil heppni að
það var ekki einhver
drepinn í nótt“
Atburðimir um helgina
hafa verið mikið í frétt-
um hér og í Noregi.
---------------------
Omar Friðriksson
kynnti sér málið og
ræddi við skipstjóra og
útgerðarmenn.
Hér í nótt hafa skeð hreint
ótrúlegir atburðir og er
mesta mildi að einhveiju
skipanna hafi ekki verið
sökkt, segir í símskeyti sem Bjöm
Jónasson, skipstjóri á Drangey SK,
sendi útgerð skipsins aðfaranótt
sunnudags af Svalbarðasvæðinu.
Áhöfnum íslensku skipanna á svæð-
inu ber saman um að lífi sjómanna
hafí verið stefnt í stórhættu þegar
norska strandgæsluskipið Senja
sigldi á mikilli ferð inn í hóp íslensku
skipanna um nóttina, og gert ítrek-
aðar tilraunir til að klippa á togvíra
Más frá Ólafsvík. Skipið hafi stefnt
beint á stefni Drangeyjar, sem tókst
að bakka í tæka tíð, en þá hafi Senja
siglt á fullri ferð aðeins 2-3 metrum
fyrir framan togarann. Lífi sjómanna
á Má hafi einnig verið stefnt í stór-
hættu, en þeir voru við vinnu á dekk-
inu.
Yfirmaður hjá norsku strandgæsl-
unni sagði að hvorki. strandgæslan
né skipstjóri Senju vildu svara ásök-
unum íslensku sjómannanna og vís-
aði á norska vamarmálaráðuneytið í
samtali við Morgunblaðið i gær.
Islensku skipin fimm vora í einum
hnapp þegar strandgæslan lét til
skarar skríða, sagði Bjöm í samtali
við Morgunblaðið. Már frá Ólafsvík
hefði þá verið eina skipið sem var
með veiðarfærin úti, en hin fjögur
voru hringinn i kringum Má þegar
Senja, eitt stærsta skip norsku
strandgæslunnar, sigldi á fullri ferð
inn í hópinn miiii Más og Stakfellsins
í 1-2 metra íjarlægö aftan við skut
Más og náði að klippa á annan tog-
vír togarans. „Við héldum að þá
væri nóg komið og hann hefði náð
sínu fram og vomm hættir að fylgj-
ast með honum, en hann gerði ítrek-
aðar tilraunir til að slíta trollið af
Má þótt mennimir væru uppi á
dekki," sagði Bjöm.
í skeytinu lýsir Bjöm atvikinu
þannig að strandgæsluskipið hafi
siglt á 15-18 sjómílna hraða, ekki
virt neinar siglingareglur, komið
þvert á bakborðshlið Drangeyjar og
ste&t á skipið framan við brúna.
Bjöm segist hafa sett á eins mikla
ferð aftur á bak og framast var unnt
án þess að drepa á vélinni og hafi
þá Senja skriðið á mikilli ferð 2—3
metrum fyrir framan Drangeyna. „Ef
skipið hefði ekki verið svona fljótt
að taka við sér aftur á bak hefði
hann sniðið framendann af og menn-
ina sem vom sofandi fram í hefði
hann steindrepið. Ykkur finnst þetta
sjálfsagt ótrúlegt og ekki hefði ég
trúað þessum lýsingum ef ég hefði
ekki orðið vitni að þessu en þetta var
allt tekið upp á myndband á öllum
skipunum," segir í skeytinu.
Hefði keyrt beint inn í íbúðirnar
„Stýrimaðurinn kallaði á mig og
við sáum að hann stefndi á okkur á
fullri ferð bakborðsmegin," sagði
Bjöm í samtali við Morgunblaðið.
„Við hefðum aldrei sloppið fram fýr-
ir hann svo við bökkuðum bara á
fullri ferð. Hann fór rétt framan við
stefnið. Ef hann hefði keyrt á fram-
endann á skipinu, þá hefði hann keyrt
beint inn í íbúðimar sem era alveg
frammi í stefninu. Þá þverbeygði
hann í stjór til að reyna að draga
vírinn undir dallinn. Ég veit ekki
hvort hann hefur ætlað- sér að reyna
að koma honum í skrúfuna, en þetta
sama gerði hann við Blika. Hann fór
svona fram fyrir hann, þverbeygði
um leið og hann kom fram fyrir hann
til þess að reyna að draga vírinn
undir," sagði Bjöm í samtali við
Morgunblaðið.
Aðspurður sagði hann að öllum
skipunum hefði stafað hætta af at-
höfnum varðskipsins. Senja væri
mjög stórt skip og stefni þess byggt
sem ísbijótur. „Það myndi sjálfsagt
ekki gera meira en að rispa af honum
málninguna ef hann færi í gegnum
svona dall,“ sagði Bjöm.
Hann sagði að atburðarásin hefði
staðið yfir í um það bil 20 mínútur
og að skipstjóri Senju hefði ekki virt
neinar siglingareglur, hann hefði
sagst vera á norsku yfirráðasvæði
og myndi haga sér eins og honum
sýndisL Ljóst hafí verið að strand-
gæslan svifist enskis og myndi ekki
hika við að keyra íslensku skipin nið-
ur. Því væri ekki forsvaranlegt að
tefla mannslífum í hættu við áfram-
haldandi veiðar.
„... nú verður háttvirt ríkisstjóm
að gera eitthvað annað en að tala
um að þetta verði kært. Það var
heppni og það mikil heppni að það
var ekki einhver drepinn í nótt,“ seg-
ir í lok skeytisins sem Bjöm sendi
frá sér fyrir hönd skipstjóranna að-
faranótt sl. sunnudags.
Á heimleið
„Þegar svona stór og mikil skip
koma í tíu metra nálasgð á mikilli
ferð má ekkert út af bera. Þetta eru
alveg forkastanleg vinnubrögð. Þeir
lýsa yfir að þeir hafi fyrirskipun eða
leyfí til þess að hreinsa svæðið. Menn
sem horfa upp á þetta trúa þeim til
alls og þar af leiðandi drógum við
okkur út úr þessum darraðardansi
og teljum ekki veijandi að horfa upp
á það að menn ógni lífi sjómannanna
okkar hvað eftir annað,“ sagði Ottó
Jakobsson, framkvæmdastjóri Blika
frá Dalvík, í samtali við Morgunblað-
ið, en áhöfn skipsins fylgdist með
aðgjerðum Senju.
011 íslensku skipin lögðu af stað
heimleiðis á sunnudagskvöldið nema
Skúmur, sem sigldi áleiðis í Smug-
una. í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu útgerða íslensku skipanna sem
send var á sunnudag segir að vegna
þess að Norðmenn stofni mannslífum
í mikla hættu treysti ísiensku útgerð-
irnar sér ekki til að halda áfram
veiðum og stofna mannslífum sjó-
mannanna í hættu. Því hafi verið
ákveðið að senda skipin burt af Sval-
barðasvæðinu.
Einar Svansson, framkvæmdastjóri '
Fiskiðjunnar Skagfirðings, sem gerir
út togarana Drangey og Hegranes,
segir að ekki liggi fyrir mat á því tjóni
sem aðgerðir Norðmanna hafi valdið
á veiðarfæram og vegna þess að skip-
in gátu ekki stundað veiðar. Lögfiæð-
ingar undirbúi málssókn á hendur
Norðmönnum og muni reikna út tjón-
ið þegar gerð verði skaðabótakrafa
fyrir rétti, en Skagfírðingur og útgerð
Blika frá Dalvík standa sameiginlega
að skaðabótamálinu.
Sjópróf ákveðin
Ottó Jakobsson sagði að ákveðið
hefði verið að halda sjópróf vegna
framferðis norsku strandgæslunnar^
gagnvart íslensku skipunum og verði®
þau væntanlega haldin á Akureyri
eftir að skipin koma heim undir lok
vikunnar. „Við munum líka fara fram
á að það verði haldin sjópróf í Nor-
egi yfír þessum kapteinum norsku
strandgæslunnar, sem sýndu þessi
forkastanlegu vinnubrögð og virtu
hvorki alþjóðalög né nokkur mann-
réttindi á hafínu," sagði hann.
„Við teljum okkur hafa ýmislegt
í höndunum. Við erum með mynd-
bandsspólur og segulbandsspólur,
sem geyma samskipti norsku strand-
gæslumannanna í gegnum talstöðv-
ar,“ sagði Ottó ennfremur.
Svavar Þorsteinsson, útgerðar-
stjóri Más frá Ólafsvík, sagði íslensku-**-
sjómennina hneykslaða á íslenskum
stjórnvöldum fyrir að sýna engin við-
brögð vegna athæfis Norðmanna.
Sagði hann að skipið hefði ekki misst
veiðarfæri þrátt fyrir klippingar
varðskipsins og tjón útgerðarinnar
fælist aðallega í kostnaði við að senda
skipið á svæðið því það hefði verið
truflað við veiðar á aiþjóðlegu svæði.
Sagði hann að útgerðin myndi
eflaust kæra framferði Norðmann-
anna en nú væri beðið eftir niður-
stöðu fundar rikisstjómarinnar í dag,
„ef þeir gera eitthvað annað en að
íýsa yfír áhyggjum. Í rauninni e^*
fiirðulegt að þjóð sem er að halda
upp á 50 ára afmæli sem frjáls þjóð
skuli lympast svona niður fyrir árás-
um Norðmanna, það er hreint ótrú-
legt,“ sagði Svavar.
Reiknað er með að ríkisstjórnin
muni ræða atvikin á Svalbarðasvæð-
inu og hugsanleg viðbrögð á funríjtA.
sínum fyrir hádegi í dag.