Morgunblaðið - 21.06.1994, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
—r
Samtaka nú!
Nokkur góð ráð til að verjast bankamafíunni
BANKAR landsins kvarta sáran
undan slæmri afkomu. Þeir hafa
samt byggt glæsileg útibú um allt
land, skreytt dýrindis málverkum,
rándýrum marmara og palisander.
Laun líttmenntaðra bankastjóra
jafnast á við laun átta háskólapró-
fessora. Samt sem áður er rekstur
bankanna talinn svo slæmur að nú
á að grípa til blóðugra aðgerða í
formi færslugjalda.
Aður fyrr, þegar afí minn lagði
saman færslur á tékkareikningum
í Utvegsbankanum sáluga með
handafli, meðan tölvur voru ekki
til og miklu fleira fólk vann í bönk-
unum, þurfti ekkert færslugjald.
Ávísanahefti voru afhent fólki í
bunkum, því að kostnaðarlausu.
Það er því uppspuni að bankar
þurfí á færslugjaldi að halda. Þetta
er bara mjög þægileg leið fyrir
bankana að hirða peninga úr þínum
vasa og setja í sinn.
Bankarnir sem búa til leikregl-
•—^urnar fá að leika sér með helming
launa allra landsmanna nánast
ókeypis. Um mánaðamót er obbinn
af launum landsmanna lagður inn
á ávísanareikninga, en í mánaðar-
lok má ætla að þeir séu um það
bil tómir. Vextir eru reiknaðir út
frá lágmarksinnstæðu á tímabilinu
og eru því nánast engir en að með-
altali eru um hálf laun landsmanna
3M
Til lækninga
inni á ávísanareikning-
um. Hér er um millj-
arða króna að ræða og
bankarnir græða auð-
vitað vel á því að lána
út þetta fé.
Áður fyrr kunnu
bankar vel að meta
sína viðskiptamenn,
því þeir vissu að þeir
lifðu á innstæðum
þeirra og gera reyndar
enn, þótt þeir vilji ekki
viðurkenna það. Nú
halda þeir að þeir séu
ómissandi peninga-
verðir.
Hér að neðan éru
talin upp nokkur vam-
arbrögð sem þú getur notað til að
spara þér stórfé á ári hvetju. Þú
getur sparað nokkra tugi þúsunda
á ári, því að meðaltali borgar hver
reikningseigandi um 15.000 krónur
á ári til bankans.
Lesandi góður: Launin þín eru
auðvitað algjörir smámunir fyrir
bankann. Þú einn getur ekki farið
fram á eitt eða neitt í bankanum,
því að hann telur sig hafa vald
yfír greiðslukerfi landsmanna. En
samanlögð laun okkar allra eru lifí-
brauð bankans, hverju svo sem
hann vill láta okkur trúa.
Sex sparnaðarleiðir
Það er svívirðilega dýrt að nota
ávísanir eftir upptöku færslugjalds.
Auk þess að greiða 29 krónur fyrir
hveija ávísun, þarf ennfremur að
framvísa debetkorti því annað tekur
bankinn ekki gilt, þrátt fyrir að
önnur persónuskilríki séu tekin góð
og gild annars staðar.
1. Afpantaðu mán-
aðarleg yfirlit frá
bankanum til að spara
45 krónur, 495 krónur
á ári.
Ef þú þarft að vita
stöðuna getur þú notað
bankalínuna í síma 62
44 44. Bankalínan var
ágæt en hefur stórum
versnað upp á síðkast-
ið með auknu álagi.
Fyrir alla muni, ^kki
hringja í bankann og
spyija um stöðuna, það
kostar þig 45 krónur
og getur valdið því að
ekki sé til fyrir næstu
ávísun. Það kostar þig
um 500 krónur í „FIT“ kostnað.
Með öðrum orðum: Hættu að nota
ávísanir nema í neyðartilfellum.
2. Samkvæmt gömlum íslenskum
lögum, sem ég vona að kommissör-
um bankanna hafí ekki tekist að
ógilda, er atvinnurekendum á ís-
landi skylt að greiða út laun í pen-
ingum, óski launþeginn eftir því.
Farðu fram á þetta við launagreið-
anda þinn. Verði peningar eftir um
næstu mánaðamót legðu þá inn á
bankabók sem gefur vexti eða
kauptu skuldabréf ríkissjóðs.
Þú munt brátt uppgötva að það
er miklu þægilegra og fljótlegra að
greiða með góðu gömlu íslensku
peningunum heldur en með debet-
korti eða ávísun.
Með því að hafa peningana heima
munt þú verða sparsamari. Taktu
bara með þér þá upphæð sem næg-
ir fyrir því sem þú ætlar að kaupa.
Með heftinu eða debetkorti getur
þú leyft þér að kaupa óþarfahluti
Kristján
Ingvarsson
SIEMENS
Tveir góðir á útsöluverði!
KS 24V00
• 140 x 55 x 60 sm(hxbxd)
• 169 I kælirými
• 58 I fjögurra stjörnu
frystirými
• 2 hurðir
Áður kr. 60s4&0.-
Nú kr. 55.707.- stgr.
KS 26V01
• 148 x 60 x 60 sm (hxbxd)
• 188 I kælirými
• 68 I fjögurra stjörnu
frystirými
• 2 hurðir
Áður kr.
niú kr. 59.427.- stnr.
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Hellissandur:
Blómsturvellir
Grundarfjörður:
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Asubúð
ísafjörðun
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Sigluhörður:
Torgio
Fjölbreytt úrvat annarra kælí- og frystitækja
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 628300
VUjir þú endingu og gæði-
Samkvæmt lögum er
atvinnurekendum skylt
að greiða út laun í pen-
ingum, segir Kristján
Ingvarsson, óski laun-
þeginn eftir því.
og í hita augnabliksins er það oft
freistandi.
Peningastaðan verður alltaf á
hreinu, því það er einfalt að telja
peningana í krúsinni. Ef þú hefur
haft það fyrir vana að nota svunt-
umar í heftinu til að fylgjast með
eyðslunni, þá fást ágætis litlar
blokkir sem komast í veskið, þar
sem þú getur punktað niður upphæð
í hvert skipti sem þú verslar.
3. Það er visst öryggi í að hafa
peningana í banka, en það er dýrt
geymslugjald, eftir upptöku færslu-
gjalda.
Taktu frekar út peninga í hrað-
banka. Það er einfalt, þægilegt og
gjaldalaust en til þess þarf debet-
kort. Vafalaust munu bankarnir
bindast samböndum um að taka
gjald fyrir það líka. Ef þú heldur
að þeir rotti sig ekki saman, hug-
aðu þá að því að færslugjald ávís-
ana er kr. 19,00 í öllum bönkum,
nokkuð sem Samkeppnisstofnun
ætti að rannsaka.
4. Ef þú kærir þig ekki um að
eiga debetkort, en vilt samt ekki
hafa peninga heima, geymdu þá
peningana þína inni á ávísanareikn-
ingi en notaðu ekki ávísanir, heldur
taktu peninga út af ávísanareikn-
ingnum með úttektarseðli í bankan-
um. Þú getur tekið út peninga í
hvaða útibúi bankans þíns sem er.
5. Þegar þú borgar mánaðarlegu
reikningana, notaðu ekki ávísun,
heldur úttektarseðil. Ef bankarnir
ákveða að hafa færslugjald fyrir
það, er engin önnur leið til en að
geyma peningana heima.
6. Ef þú átt kreditkort, t.d. VISA
eða EURO, notaðu þau til að borga
fastar mánaðarlegar afborganir.
Borgaðu svo kreditkortið mánaðar-
lega með úttektarseðli í banka.
Debetkortið er stórkostleg hag-
ræðing, en bankakerfíð á Islandi
vill nota það í sína þágu. Það getur
haldið áfram að nota peningana
þína án þess að borga þér vexti og
hirt af þér gjald í hvert sinn sem
þú notar debetkortið eða ávísun.
Eini ávinningur þinn af notkun
debetkorts er að nú getur þú eytt
öllum peningunum þínum í skyndi.
Hverslags ávinningur er það?
Það er vafamál hvort bankar
hafí yfirleitt leyfí til að hirða út af
reikningi þínum útskriftargjöld og
færslugjöld. Til dæmis taka þeir nú
45 krónur fyrir útskrift, án þess
að þú hafir gefíð leyfí og samþykkt
úttektina af reikningi þínum.
Það er óveijandi að íslenskir
bankar skuli ætla að gera debet-
kort og notkun ávísana að mikilli
gróðastarfsemi, nóg græða þeir á
peningunum þínum. Vonandi sjá
bankarnir að sér og hætta við
færslugjöldin.
Bankarnir taka hér áhættu, því
vel má vera að þú snúir ekki aftur
til þeirra eftir að uppgötva hversu
gott það er að nota venjulega ís-
lenska peninga, sem gefnir eru út
af Seðlabanka íslands.
Lokaorð
Á erfíðum samdráttartímum er
nauðsynlegt fyrir almenning að
standa saman og gæta sín vel í
flóknu þjóðfélagi, þar sem sérfræð-
ingar bankanna koma daglega með
nýjar aðferðir til að féfletta fólk.
Núverandi bankakerfi, sem ein-
kennist af lúxusbyggingum, of-
borguðum bankastjórum og bruðli
með almannafé, er þungur baggi á
landsmönnum. Þessi uppþornuðu
pólitísku gamalmenni, sem stjórna
bönkunum, verða að læra að spara
og haga sér eins og aðrir borgarar
í landinu.
Ef ekki verður ráðin bót á þessu
ófremdarástandi er aðeins ein leið
fyrir almenning til að veijast ásælni
og yfirgangi bankamafíunnar. Það
er að geyma peningana sína undir
koddanum heima.
Höfundur er verkfræðingur.
SPORT