Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 33 AÐSENDAR GREINAR Alnæmi og ókeypis sprautur VÍÐA erlendis hefur umræða um ókeypis dreifingu á sprautum stað- ið í mörg ár. Sænska ríkisstjórnin ákvað 1993 að hætta við að koma á ókeypis dreifingu á sprautum til fíkla. Akvörðun þeirra byggðist á rannsókn Sten 0. Rönneberg við Stokkhólmsháskóla sem gaf til kynna að dreifing á ókeypis spraut- um hefði engin áhrif á útbreiðslu alnæmisveirunnar. í Svíþjóð er sprautum aðeins dreift ókeypis í Málmey og Lundi. Ef útbreiðsla alnæmis þar er borin saman við Stokkhólm og Gautaborg þar sem sprautur fást ekki ókeypis kemur í ljós að nýgengi alnæmis minnkar í Stokkhólmi og Gautaborg en eykst í Málmey og Lundi. í sænskum skýrslum um áhrif þess að gefa sprautur, sem komu út á árunum 1988-1991, kemur fram að einungis tókst að ná til fárra neytenda (ca. 6%) og ekki tókst að ná til þyngsta neytenda- hópsins sem er stærsti áhættuhóp- urinn. Þetta gefur vísbendingu um að gj afasprautufyrirkomulagið hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Er meðferð árangurslaus? Samkvæmt upplýsingum SÁA komu 307 sprautufíklar í meðferð á stofnanir þeirra árin 1991-1993. Þar af sprautuðu 188 sig reglu- lega. Samkvæmt ágiskunum SÁÁ sprauta u.þ.b. 300 manns sig reglu- lega. Þetta segir að tveir þriðju allra sem sprauta _ sig reglulega hafa komið til SÁÁ í meðferð á aðeins þremur árum. Þetta háa hlutfall ætti að gefa mikla möguleika á að fækka veru- lega í hópi sprautufíkla í landinu. Til þess að það takist þarf meðferð að skila árangri. Hver er ár- angurinn nú? Getur verið að endurnýjun (nýliðunin) í hópi sprautufíkla jafni út árangur meðferðar SÁÁ? Skilar meðferð e.t.v. litlum sem engum árangri? Það er slæmt m.a. með tilliti til hinna miklu fjármuna sem varið er til meðferðar- mála. Leysa gjafasprautur vanda? Hvernig berst 'alnæmisveiran á milli manna með sprautum/nálum? Hún berst á milli við það að fleiri en einn noti sömu nál. Hvers vegna sameinast menn um sömu sprautu/nál? 1. Vegna þess að þeir þekkja ekki hættuna? Gjafasprautur skipta engu máli. 2. Vegna þess að þeim er sama um hættuna? Gjafasprautur skipta engu máli. 3. Vegna þess að þeir hafa ekki efni á nægilega mörgum nálum til þess að hver og einn noti eigin nál?. Einnota sprauta með nál kost- ar 10 krónur í apóteki. Er það hugsanleg hindrun? Gramm af amfetamíni kostar 4.500-5.000 krónur. Ætla má að notuð séu 0,1-0,2 gr að lágmarki í hvert sinn. Hver neysla kostarþví 500-1.000 kr. í hvert sinn. (Áhrif skammts vara í 3-4 klukkustundir). Þeir sem hafa notað amfetamín um tíma og myndað þol gagnvart því þurfa meira magn en þetta. Kostnaður vegna sprautukaupa vegur því ekki þungt í neyslunni. Gjafasp- rautur skipta engu máli. 4. Vegna þess að þeir geta ekki komist yfír sprautur með þægilegum hætti? Hægt er að fá spraut- ur í apótekum á opn- unartíma þeirra kl. 9-23 og jafnvel utan hans. Gjafasprautur skipta engu máli. 5. Vegna þess að það er heppilegra/hagkvæmara að blanda skammt fyrir fleiri en einn í hvetja sprautu? Gjafasprautur skipta engu máli. 6. Vegna þess að það er hluti af athöfninni að sprauta sig, að nota sömu nál, tákn um samkennd og vináttu? Gjafasprautur skipta engu máli. 7. Vegna þess að löngunin/fíknin í efnið yfirskyggir allt annað á þeirri stundu sem efnið er notað? Gjafasprautur skipta engu máli. Viðhorfið og vitneskjan Útbreiðsla alnæmis hefur orðið mun hægari en óttast var í byijun. Um ástæðu þess er erfitt að full- yrða. Hugsanlega hefur mikið upp- lýsingastarf og áróður um smit- hættu haft áhrif; hugsanlega skilar greining smitbera þeim árangri að viðkomandi breytir kynhegðan sinni sem veldur langmestu um útbreiðslu alnæmis. Því fyrr sem Árni Einarsson Almenn og mikil fíkni- -- - - 1 .. y--- efnaneysla, segir Arni Einarsson, gerir að- gerðir eins og gjafa- sprautur tilgangslausar. smitberi greinist þeim mun meiri líkur eru á að koma í veg fyrir að hann smiti aðra. Við hljótum að gera ráð fyrir því að fæstir geri sér að leik að kalla þann dóm sem felst í alnæmi yfír aðra. I Morgunblaðinu 18. maí 1994 er bent á sprautupartí sem opna smitleið B-lifrarbólgu og þá um leið fyrir alnæmisveiruna. Hvernig er hugsanlegt að gjafasprautur breyti einhveiju um það? Er hægt að sjá fyrir sér að fíkniefnaneytend- ur leggi á sig nauðsynlegt vesen og fyrirhöfn við að skipta skammti upp í marga minni skammta, einn í hverja sprautu, í þannig partíum? Varla. Tvöföld skilaboð Hvernig stenst það gagnvart lög- um og opinberri stefnu að dreifa ókeypis sprautum til eiturlyfjaneyt- enda? Felst ekki töluverð tvöfeldni í því að banna neyslu eiturlyfja með lögum en standa jafnframt fyrir dreifingu á ókeypis tækjum til neyslunnar til þeirra sem vilja neyta þeirra áfram. Reynslan af tilraunum með gjafasprautur er- lendis sýnir að aðeins um helming- ur þeirra skilar sér aftur. Hinar liggja væntanlega einhvers staðar á víðavangi ataðar blóði sprautufík- ils. Hvernig er hægt að bera ábyrgð á því að dreifa sprautum við þær aðstæður? Vanhugsaðar aðgerðir íslenska heilbrigðiskerfið er vel uppbyggt. Við þurfum að nýta til fullnustu möguleika meðferðar til þess að draga úr fíkniefnaneyslu sem er grunnáhættuþátturinn vegna útbreiðslu alnæmis við sprautunotkun. Þar þarf að koma að rækilegum áróðri og fræðslu auk þess að herða grimman og grímulausan áróður fyrir áhætt- unni. Sprautufíklar eru sérstakur hópur sem ekki er víst að meðtaki fræðslu og upplýsingar með sama hætti og aðrir hópar. Er tekið tillit til þess í upplýsingastarfinu? Er ekki líklegt að langt leiddur eiturly- Ú'aneytandi sem jafnvel hefur brennt allar brýr að baki sér meti hættuna á alnæmissmiti öðruvísi en aðrir? Almenn og mikil fíkniefnaneysla gerir aðgerðir eins og gjafaspraut- ur tilgangslausar. Það er mögulegt að með því að leggja áherslu á ókeypis sprautur sem lausn á smit- hættu sprautufíkla séu gefin fölsk skilaboð, skilaboð um falskt ör- yggi. Eftir sem áður er kynhegðun fólks aðaláhættuþátturinn. Er hugsanlegt að vitundin um hann slævist við það að beina athygli sprautufíkla að öðru? Vanhugsuð viðbrögð við vágesti sem alnæmi eru stórhættuleg. Höfunduv er framkvæmdasíjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Gröfueigendur Dýptarmælir fyrir skurðgröfur eykur gæöi og afköst. Kristján Eiríksson hjá Bergbroti hf. hefur notað mælinn t ár og segir hann hafa komið í stað hjálparmanns. Kristján er nú engum háður á löngum vinnudegi. Mælirinn passar á belta-, hjóla- og traktorsgröfur. Til afgreiðslu strax. íslensk tæki, sími 91-683 675 Mazda 626 GLX árg. 1986/1987. Tilboðsverð frá kr. 330.000. Daihatsu Charade árg. 1991, ek. 57 þ. km. Verð kr. 770.000, nú aðeins kr. 650.000. Honda Prelude 2 stk. árg. 1987/1988. Tilboð kr. 750.000/990.000. Saab 900i árg. 1987, ek. 81 þ. km. Góður bíll. Tilboðsverð kr. 550.000. Bílaumboðið UTSALA U SUMARUTSALA Mazda 323 LX árg. 1988, ek. 107 þ. km., sjálfsk. Verð kr. 450.000. Daihatsu Charade árg. 1990, ek. 67 þ. km. Tilboðsverð á tveim eintökum kr. 490.000. Chrysler Saratoga árg. 1991, ek. 51 þ. km. Tilboðsverð aðeins kr. 1.380.000. Saab 99 árg. 1981, ek. 140 þ. km. Verð aðeins kr. 130.000. Chevy Monza Classic árg. 1988, ek. 56 þ. km. Toppeintak. Tilboðsverð kr. 480.000. Lada Sport árg. 1989, ek. 85 þ., 5 gíra, léttstýri. Gjafverð kr. 290.000. Honda Civic árg. 1991, ek. 46 þ. km., sjálfsk. Tilboð kr. 670.000. Nissan Vanette árg. 1987, ek. 98 þ. km., sæti f. 7. Tilboð kr. 450.000. Subaru árg. 1985/1987/1988, turbo. Verð frá kr. 490.000 til kr. 890.000. Renault21 TXE árg. 1988, ek. 73 þ. km., rafm. í öllu. Verð aðeins kr. 590.000. VW Golf GT árg. 1989, sóllúga o.fl. Tilboð aðeins kr. 690.000. Krókháisi 1, Reykjavík, sími 876633. Bílasalan Krókhálsi, 0PIÐ VIRKADAGA KL:10 -18. LAUARDAGA12-16 Suzuki Swift árg. 1988, 2 ein- tök. Tilboðsverð frá kr. 250.000. Tilboðslisti árg. stgr. tilb.verð kenault IIA, sjálfsk., I988 450.000,- 350.000,- Ford Sierra I.6 1986 290.000,- 230.000,- BMW 325i 1987 .150.000,- 900.000,- Lada station 1991 410.000,- 310.000,- Renault I9 GTS 1990 670.000,- 590.000,- Skoda Favorit 1991 360.000,- 295.000,- Peugeot 205XR 1987 340.000,- 290.000,- Volvo 240 GL 1990 1.250.000,- 1.090.000,- Ford Econoline 1987 1.800.000,- 1.250.000,- MMC Colt 1988 530.000,- 390.000,- BMW S20ÍA 1987 790.000,- 690.000,- BMW 3I6 1988 750.000,- 690.000,- BMW 520ÍA 1984 350.000,- 290.000,- Fiat Uno 45S 1988 220.000,- 190.000,- Subaru justy 1987 350.000,- 250.000,- MMC Lancer GIX 1990 690.000,- 590.000,- Toyota Corolla 1987 390.000,- 340.000,- Citroen AX I4 1988 370.000,- 330.000,- BMW 520i 1989 1.690.000,- 1.490.000,- Euro/Visa raðgreiðsiur Skuldabréf til allt að 36 mánaða Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 676833.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.