Morgunblaðið - 21.06.1994, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Aðalsteinn Guð-
mundsson var
fæddur í Reykjavík
8. ágúst 1903. Hann
andaðist á Borgar-
spítalanum að
kvðldi 13. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Matthí-
asson, f. 22. sept-
ember 1874 í Nikn-
lásarkoti í Reykja-
vík, d. 27. apríl
1949, og Pálína
Magnúsdóttir, f. 12.
janúar 1873 í
Steinabæ á Bráð-
ræðisholti í Reykjavík, d. 8.
júli 1919. Foreldrar Aðalsteins
eignuðust fimm böm, er vora:
Anna Guðrún, f. 1896, d. 1897;
Agnes, f. 1898, d. 1900; Guð-
mundur, f. 1901, d. 1902; Aðal-
steinn, f. 1903, d. 1994; Magn-
ús, f. 1905, d. 1983. Síðar
kvæntíst faðir þeirra Sigur-
rósu Þorsteinsdóttur er fædd
var á Horni, Hornafirði, 16.
júh' 1896, en lést 11. júlí 1971.
Eignuðust þau scx börn: Matt-
hías, f. 1922, d. 1992; Þor-
steinn, f. 1923; Gunnar, f. 1924;
Anna, f. 1926; Pálína, f. 1928
og Rósa, f. 1930. Árið 1925
kvæntíst Aðalsteinn eftirlif-
andi konu sinni, Vilborgu Jóns-
dóttur, f, 24. febrúar 1908 á
BQdudal. Foreldrar hennar
voru Níels Jón Sigurðsson, f.
9. júnl 1859 að Hofsstöðum í
Gufudalssveit, d. 4. mars 1921
á Bðdudal, og Halldóra Bjarn-
ey Magnúsdóttír, f. 12. október
1869 á Felli í Tálknafirði, d.
17. aprfl 1937 á Bfldudal. Börn
Aðalsteins og Vilborgar eru:
Pálina, f. 1925, gift Valberg
Gislasyni fyrrv. matsveini;
HaUdóra, f. 1927, gift Magnúsi
Þorbjörassyni prentara, þau
eiga tvö böra; Agnes, f. 1935,
gift Brynjólfi Sandhoit yfir-
dýralækni, þau eiga þijú böra;
Guðmundur, framkvæmda-
stjóri, f. 1942, kvæntur Stein-
unni Aðalsteinsdóttur, þau eiga
þrjá syni. Árið 1919 hóf Aðal-
steinn störf hjá Landsverslun
við afgreiðslu á kolum og olíu
og vann þar tíl þess er Lands-
verslunin var lögð niður 1928
er hann var ráðinn af Héðni
Valdimarssyni tð Olmverslnn-
ar íslands hf., sem hann starf-
aði hjá allt til ársins 1978.
Hafði hann þá unnið óslitið við
afgreiðslu á oliu í 59 ár. Útför
Aðalsteins fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag.
FALLINN er frá ástkær tengdafað-
ir minn og vinur um 45 ára skeið,
háaldraður. Margs er að minnast
frá þessum tíma, en mikið og gott
samband var ávallt á milli fjöl-
skyldu minnar og þeirra hjóna,
Aðalsteins og Vilborgar konu hans,
en hún lifir nú mann sinn háöldr-
uð. Þau giftust 23. maí 1925 og
hófu búskap í húsi föður hans við
Lindargötu 23 hér í
borg, en þar var Aðal-
steinn fæddur. Árið
1937 fluttust þau að
Hofsvallagötu 15 í
nýja íbúð og áttu þar
heimili allt þar tíl þau
fengu inni í Dvalar-
heimili aldraðra sjó-
manna, farin að heilsu.
Síðustu jól voru þau
sjötugustu sem þau
áttu saman. Langt
samlíf það.
Alla tíð var Lindar-
gatan og umhverfí
hennar ofarlega í huga
Aðaisteins og þeir voru
margir sunnudagsmorgnamir sem
hann gekk inneftir til þess að rifja
upp liðinn tíma á æskustöðvunum
og það þótt allt hans fólk væri
löngu farið þaðan. Hann var manna
kunnugastur þar, þekkti sögu hús-
anna, vissi hvar gömlu bæimir
höfðu staðið sem horfnir vom,
hveijir byggðu húsin og hveijir ólu
þar aldur sinn, og jafnvel hvaðan
þetta fólk var upprunníð. Ættfræði
var mikið áhugamál hjá honum
þótt leynt færi. Marga stundina
átti hann á Þjóðskjalasafninu, leit-
andi þar að forfeðrum sínum, konu
sinnar og jafnvel kunningja sinna
og annarra er í hugann komu.
Hann var sérlega minnugur alla tíð
og það fram til síðustu stundar.
Aðalsteinn var ekki ánægður þegar
hann sá á prenti umsagnir um Lind-
argötuna, ef þar var ekki farið rétt
með, en hlédrægni hans kom í veg
fyrir að hann kæmi leiðréttingum
á framfæri.
Ungur fór Aðalsteinn að vinna
fyrir sér og fyrstu störf hans vom
er hann gerðist sendill á Landssím-
anum og bar út símskeyti. Áratug-
um seinna vildi svo til að sá er
þetta ritar fetaði í fótspor hans og
vann við skeytaútburð í fjögur ár
sem fyrstu störf. Seinna vann Aðal-
steinn hjá Landsverslun með föður
sínum. Þegar svo Oiíuverslun ís-
lands hf. var stofnuð 1928 réðst
hann þar til starfa sem verkamað-
ur, seinna verkstjóri við útkeyrslu
á olíu, m.a. til húshitunar bæði í
bænum og til sveita.
Margan góðkunningjann eignað-
ist hann í gegnum slmann I þá
daga. Stundum kom það fyrir að
bændur komu við hjá honum er
þeir áttu leið til Reykjavíkur tíl að
forvitnast um hvemig þessi kunn-
ingi þeirra liti út og urðu þá fagnað-
arfundir er báðir höfðu ánægju af.
Hjá Olíuverslun íslands vann
Aðalsteinn yfir 50 ár og ég held
að fáir ef bara nokkur maður hafi
þekkt betur sögu fyrirtækisfns en
hann. Þama líkaði honum vel, bæði
við yfínnenn og aðra samstarfs-
menn. Ég tel mig vita það líka að
hann var vel liðinn af félögum sín-
um. Samviskusemi hans og skyldu-
rækni gagnvart fyrirtækinu var
með ólíkindum. Nokkuð var það,
að eitt sinn er spurst hafði að ein-
hverjir starfsmenn væm á förum
frá því, birtist forstjórinn, Héðinn
Valdimarsson, einn daginn inni á
eldhúsgólfi hjá Aðalsteini og spurði
hreint út og var töluvert niðri fyr-
ir, hvort hann væri á fömm frá
sér. Hinn hélt nú ekki, slíkt hefði
ekki hvarflað að sér. Héðinn sagð-
ist treysta orðum hans og hækkaði
launin hans þama á staðnum, hélt
að það tryggði betur vem hans
áfram.
Héðinn var sú persóna sem Aðal-
steinn bar ávallt mikla virðingu
fyrir og átti einnig að góðum vini.
Hann hafði ávallt gert vel við
starfsmenn sína, stofnaði Iífeyris-
sjóð innan fyrirtækisins löngu áður
en slíkt þekktist almennt. Hann
hvatti menn sína til þess að koma
þaki yfir höfuðið og lánaði Aðal-
steini og fleiram peninga svo þeir
gætu greitt fyrstu greiðslur af
íbúðum sínum er þeir hófu þátttöku
í byggingu V erkamannabústað-
anna 1936. Þeir urðu þrír vinnufé-
lagamir er byggðu saman á Hofs-
vallagötu 15 og bjuggu þar allir til
enda sinna Iífdaga. Ferðalög og
skemmtanir er Héðinn stóð fyrir
innan fyrirtækisins voro til fyrir-
myndar og rómuðu hjónin oft þá
tíma I eyru okkar.
Eitt var það sem mér þótti ein-
stakt og það var hve Aðalsteinn
var glöggur á bæjamöfn og ömefni
er við áttum samleið um nærsveit-
imar. Hann ferðaðist ekki mikið,
en las þeim mun meira og mundi
það vel. Einnig kynntist hann bæj-
um af tali sínu við bílstjóra fyrir-
tækisins er hann sendi út og suður
með olíufarma. Hann vissi oftast
hveijir bjuggju á þessum bæjum
og tengdi þá oft við söguna.
Flestir frítímar hans fóm í lestur
góðra bóka um menn og málefni
lands og lýðs, og á Hrafnistu var
hann sílesandi þar til þrem vikum
fyrir andlátið, en þá brast sjónin
snögglega svo sjáanlegt var að
hveiju stefndi. Seinni árin var hann
bundinn við hjólastól svo lítt gat
hann hreyft sig. Oft spurði hann
um húsin á Lindargötunni, hvort
þau stæðu ennþá, leitaði frétta af
bamabömunum, systkinum sínum
o.fl. sem honum var hugleiknast.
Hann fylgdist vel með og eitt það
síðasta sem hann spurði um var
hvemig Jóni og Jóhönnu hefði sam-
ið í Keflavík daginn áður en hann
lést, en Alþýðuflokknum held ég
að þau Vilborg hafi fylgt alla tíð.
Áðalsteinn lést á Borgarspítalan-
um að kvöldi 13. þ.m. Er við hjón-
in kvöddum hann klukkutíma áður
en hann lést héldum við að við
myndum eiga eftir að sjá hann á
lífi nokkra daga enn, en sú varð
ekki raunin.
Ég þakka hér með fyrir hönd
aðstandenda Aðalsteins hjúkranar-
fólki og læknum hjá Dvalarheimili
aldraðra sjómanna einstaka hjúkr-
un og vináttu við hann og konu
hans þessi ár sem þau hafa dvalið
þar. Það er ómetanlegt fyrir að-
standendur að kynnast því hve
framkoma þessa fólks er einiæg
og góð þegar ástand gamla fólksins
er orðið bágborið.
Nú er þessi ágæti maður horfinn
sjónum okkar um tíma og er hans
sárt saknað af konu hans og öðmm
aðstandendum. Þegar komið er að
leiðarlokum er margs að minnast,
en hæst ber þó hjá mér að hafa
kynnst þessum mæta manni og átt
með honum góðar stundir. Dauðinn
er alltaf sár hjá eftirlifendum,
hvemig sem hann ber að, en í
trausti þess að Aðalsteins bíði góð-
ar stundir í næsta Iífi, herðum við
okkur upp og þökkum honum sam-
fylgdina.
Blessuð sé minning Aðalsteins
Guðmundssonar. _
Magnús Þorbjörnsson.
Mágur minn Aðaisteinn Guð-
mundsson er fallinn frá níræður,
að kalla má saddur lífdaga. Mér
er bæði Ijúft og skylt að minnast
hans, þessa einstaka sóma- og
ágætismanns. Aðalsteinn var
sprottin úr jarðvegi ört vaxandi
höfuðstaðar og spannaði ævi hans
nánast alla öldina. Hann kynntist
þannig sögu lifandi samtíðar, lagði
á minnið og vann úr með þeim
hætti minningartengsla, sem hon-
um var lagið. Um leið varð hann
mörgum kunnur, framan af einkum
í athafnalífinu, lengst af sem aðal-
afgreiðslumaður meginstöðvar 01-
íuverslunar íslands, og þá gjaman
með styttingu í Lalli í BP eða í
Olís, en það gælunafn var heima-
fengið. Með timanum lærðist einnig
mörgum að leita til hans sem
fræðaþular um umhverfi sitt og
samtímamenn. Mannkostir Aðal-
steins vora að sjálfsögðu heima-
fenginn baggí og skýrt dæmi um
þann manndóm, sem gat vaxið upp
hér „á mölinni", að sjálfsögðu með
rætur lengra aftur í svertamenning-
unni.
Starfskraftar Aðalsteins leituðu
í sama farveg og Guðmundar föður
hans Matthíassonar, sem vann við
Thomsens Magasín í minnst aldar-
fjórðung og síðan sem verkstjóri
hjá Kolum og salti, áður en þeir
feðgar gengu til liðs við Landsversl-
un og fylgdu síðan Héðni yfir í
Olíuverslun (BP), þar sem Aðal-
steinn varð verkstjóri og aðal-
afgreiðslumaður. Þarna var fengist
við helstu orkugjafa rísandi vél-
væðingar til lands og sjávar og
grandvöll stórtækra atvinnuhátta,
með ört vaxandi veltu, mannvirkj-
um og tæknibúnaði í birgðahaldi
og umsetningu þessara orkugjafa.
Þannig var ósmár hlutur þeirra
feðga í umsköpun atvinnulífs og
mannlífs, frá því að Guðmundur
var hinn trausti og úrræðagóði
fylgdarmaður Thomsens í fyrsta
bílnum, um nærfellt sex áratuga
starf Aðalsteins að olíudreifingu
og firam til þess að yngsti bróðirinn
Gunnar byggði upp vinnuvéla- og
þungaflutningafyrirtækið GG.
Leiðir okkar Aðalsteins lágu
saman síðsumars 1946, er ég tók
að stunda Rósu yngstu systur hans,
en milli þeirra hins elsta af fyrra
hjónabandi og hinnar yngstu af
síðara hjónabandi vora nærri 27
ár. Mér varð þegar ljós sérstaða
hans sem helstu stoðar og ráðgjafa
fjölskyídunnar samhliða því að fað-
ir þeirra var allmjög tekinn að
reskjast, en hann var jafnaldri
stjórnarskrárinnar og gekk fulltíða
maður um garða á landshöfðingja-
tímanum. Sorgarskuggi bama-
dauðans hafði hvílt yfir Qölskyld-
unni, og þeir bræðumir tveir því
einstaklega dýrmæt vonareign í
bemsku. Við það bættist móður-
missirinn á unglingsáram þeirra.
Enda þótt þeir eignuðust góða
fóstra í Sigurós, tengdamóður
minni, var Aðalsteinn of fullvaxinn
til þess að taka við nýju móðemi.
Honum varð þetta sjálfsagt eggjun
til að fullorðnast snemma og taka
á málum að hætti fullþroska
manns. Hann var því talinn til eldri
kynslóðar en systídnahópurinn al-
mennt, enda eldri dætur þeirra
Vilborgar heldur eldri en hálfsystur
hans. Bemskuhéimilið við Lindar-
götu var menningarlegt, með góð-
um kosti lesinna bóka og samgangi
við menntað fólk, en Pálína hús-
freyja var Kvennaskólagengin.
Hélst heimilið á sama stað, órofið
að munum, minjum og erfðum í tíð
Sigurrósar, og stóð bú þeirra Aðal-
steins og Vilborgar í því húsi fyrstu
tylft ára. Er að vonum, að þetta
samhengi hefur rótfest tryggð hans
við staðinn og hverfíð og afburða
kunnugteika hans af því, og því
fremur sem vinnustaður hans var
beint niður undar, á Klöpp við Skú-
lagötu. Málsmetandi menn hafa
tekið svo til orða, að húsin við Lind-
argötuna hafí sál. Sú fannst manni
að minnsta kosti raunin, þegar þau
kviknuðu til nýs lífs í samtölum
fjölmiðlamanna við Aðalstein.
Aðalsteinn bar með sér þá mann-
kosti, sem sjálft nafnið bendir til,
sá meginklettur sem byggja mátti
á, stilltur, grandvar og velviljaður,
en fastur fyrir og óhagganlegur frá
réttu máli. Svo minnugur, áreiðan-
legur og orðheldinn, að af bar og
ekki þurfti frekar vitnanna við.
„Orð skulu standa“ var meginregl-
an í einkalífí jafnt sem starfi. Þessu
kynntist ég betur, þegar ég varð
samstarfsmaður hans á námsáran-
um 1947-50 og tók við afgreiðslum
stöðvarinnar til vinnslu á skrifstof-
Islenskur efnlviður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
I
S. HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
AÐALSTEINN
GUÐMUNDSSON
unni. Óreynt ungmenni kom ég til
starfa með hinum harða og dug-
mikia kjarna, sem haldið hafði sam-
an undir stjóm Héðins frá Lands-
verslunaráranum, ásamt öðram
yngri. Andinn var góður og sam-
heldni traust, og listrænn blær yfir
sumum. Á stöðinni vora Lalli, Keli
og Doddar tveir, en fullum nöfnum
var ógjaman spanderað á menn í
erli dagsins. í mínu upphafi þama
hvolfdist yfir okkur holskefla af-
greiðslna til olíuþyrsts þjóðar-
búskapar eftir um fimm vikna verk-
fall. Við slíkar aðstæður komu
kostimir best í Ijós, allt afgreitt af
fumlausu öryggi og skýr og viliu-
laus grein gerð fyrir, og bar það
skýrast mark Aðalsteins að öðrum
ólöstuðum. Bókfest er, að fyrstu
22 árin hjá Olíuverslun vantaði
Aðalstein aldrei til vinnu sinnar,
og mér er til efs, að hann hafi
nokkra sinni mætt of seint, en það
hefur þá verið af meira en gfldri
ástæðu. Hann lagði mikla stund á
að ganga til vinnu sinnar frá Hof-
svallagötunni frá 1937, en með
fiutningi olíustöðvarinnar í Laugar-
nes breyttust starfsaðstæður, að
flestu tfl hins betra en úr dagiegu
göngufæri að heiman. Göngur á
bemskuslóðimar lögðust góðu
heilli hins vegar ekki af. Þau hjón-
in urðu ekki að marki snortin af
einkabflismanum, komust allra
sinna ferða á fæti og með almenn-
ingsfarartækjum, þar tfl bömin
fóra að taka þau upp L Þar með
héldu þau nokkru svigrúmi til
menningariífs, einkum bóklestrar
og leikhúsferða. En aUt þeirra
heimilishald var mótað af strangri,
nánast útreiknaðri ráðdeild og út-
sjónarsemi. Svo dyggðugt lífemi
sem þeirra verður varla skýrt með
öðra en að þau hafi gert dyggðina
að ljúfum leik.
Fjölskyldan festi nýjar rætur í
knöppum verkamannabústað á
Hofsvallagötu 15, svo entist ævina,
í nábýli við starfsfélaga og síðar í
grennd við styttu Héðins, for-
göngumanns slíkra bygginga og
trúnararvinar fjölskyldunnar. Er
dijúgur þáttur lífssögu þeirra og
heimilisrekstrar rakinn í bók Sig-
urðar G. Magnússonar, „Lífshættir
í Reykjavík 1930-1940“, sagn- og
þjóðháttafræðflegri könnun á hög-
um fimm Qölskyldna, sem gátu
reitt fram nægilega glöggar heim-
fldir til verksins. Allt er þar tíundað
af nákvæmni og skýrleika, og til-
greint upp á krónu hvað hver hlut-
ur kostaði langt aftur í tímann.
Frásögnin þótti þess verð að vera
endursögð í íslenskum söguatlas,
3. bindi, og stendur þar sem skýrt
dæmi um dyggðuga og ráðdeildars-
ama alþýðuflölskyldu fram að
seinna stríðL
Aðalsteinn stundaði knattspymu
á fyrstu manndómsárum sínum og
var í því liði Vals, sem fyrst vann
keppni fyrir það féiag. Vinnuslys
olli endalokum þeirrar ástundunar
og varð honum varanlega til baga.
En löngu síðar mátti oft sjá mið-
aldra mann leiða ungan son sér við
hlið á knattspymuleikL Feðgasam-
bandið var náið og innilegt, bæði
upp til föður og niður til sonar. Til
þess var tekið, hve miklum tíma
þau hjónin vörðu með bömunum,
og trúarieg rækt og kirkjugöngur
skipuðu sinn sess. Hið sama átti
raunar við um ríka ræktarsemi við
alla stóifyölskylduna, sem ágerðist
með árunum, þótt engri tilfmninga-
semi væri flíkað. Aðalsteinn tók á
sig að rannsaka sögu fíölskyldunn-
ar og rekja ættir hennar til ýmissa
landshluta, svo og sögu húsa og
fólks, sem við þá sögu hafa komið.
Þetta reifaði hann í löngum minnis-
greinum og bréfum til systkina
sinna.
Þau Aðalsteinn og Vilborg hafa
skilað mikilli og góðri arfleifð í
manndómi og menntun niðja sinna
og öllum þeim góðu verkum og
áhrifum, sem af þeim hefur leitt.
Um leið og við kveðjum Aðalstein
með kærri þökk og biðjum honum
blessunar, vottum við Vflborgu og
flölskyldunni innilega samúð.
Bjarni Bragi Jónsson.