Morgunblaðið - 21.06.1994, Page 37

Morgunblaðið - 21.06.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 37 MIIMNINGAR RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR + Ragnheiður Brynjólfsdóttir var fædd í Brodda- nesi á Ströndum 22. maí 1901. Hún lést á Borgarspítalanum 10. júní síðastliðinn og var jarðsett frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 18. júní. ÉG ÆTLA að skrifa nokkur fátækleg orð um Ragnheiði ömmu mína sem lést 10. júní sl. Mikið á ég eftir að sakna þessarar yndis- legu konu, sem var mér svo góð, kenndi mér svo margt og bar svo skilyrðislausa elsku til mín. Þær eru óteljandi stundirnar sem ég hef átt með henni á síðastliðnum 35 árum og er ég lít til baka þá finnst mér þær allar hafa verið kennslu- stundir á einn eða annan hátt. Ég fékk aldrei nóg af því að sitja hjá henni og hlusta á hana segja frá lífi sínu, gömlum þjóðfélagsháttum og hugsanagangi liðinna áratuga. Amma mín var mikil andans kona, óhemju næm og oft sagði hún mér drauma sína, suma hafði hana dreymt þegar hún var unglingur, slíkt var minni hennar. Hún sagði að sig hafði dreymt fyrir öllum stór- viðburðum í sínu lífi og fengið viðvörun í draumi og ég er sann- færð um að margar góðar og gagnlegar verur fylgdu henni um æviveginn. Það voru mikil for- réttindi að fá að vera samvistum við hana og kynnast henni svona vel og það eru mörg ár síðan ég uppgötvaði hversu gott ég átti að eiga hana fyrir ömmu. í bernsku upplifði ég hana sem bústna, hlýja og yndislega ömmu sem passaði mig og sagði mér sög- ur. Síðar á ævinni, þegar ég var að lifa mín manndómsár, uppgötvaði ég hana á alveg nýjan hátt. Þá kynntist ég hinni miklu greind og þekkingu sem hún bjó yfir og ég gat setið tímum og dögum saman og talað við hana. Hún var sem uppspretta af fróðleik og alltaf hafði hún skoðanir á öllum málum. Oft deildum við og rökræddum um hvað væri list og hvað ekki og um þýð- ingu „fegurðarinnar“ í heimi mynd- listar og annarra listgreina. Hún amma elskaði fegurðina í manneskj- unni, í náttúrunni og í heimi lista og var að mínum dómi listamaður af Guðs náð. í þau átta ár sem ég bjó í Reykja- vík, hjá henni eða ÍJiæsta nágrenni við hana, dundaði ég mér oft við að sauma íslenska þjóðbúninginn með henni. Ilún var hafsjór af fróðleik um þjóðbúninginn okkar og það var yndislegt að fá að læra handbragðið hjá henni og á það eftir að fylgja mér alla ævi. Þegar ég loks get sest niður og minnst Ragnheiðar ömmu minnar finn ég að ég get skrifað endalaust, af svo mörgu er að taka. Bestu og ljúfustu minningarnar um þig, elsku amma mín, geymum við í hjörtum okkar og munum hafa að leiðarljósi í gegnum lífið. Megi góður Guð lýsa þér veginn í hinum nýju heimkynn- um, ég veit að þar mun þér líða vel og þar munum við að lok'um hittast aftur. Ragnheiður Þórsdóttir. Unglingsstúlka gekk upp með ánni við Ytri-Ey, upp melana - móti vindinum. Þegar hún kom að stóru klettunum, Hrafnabríg, sem gnæfðu upp hvor sínum megin ár- innar, sá hún langa, mjóa brú liggja milli þeirra. Hún fetaði sig eftir brúnni, skref fyrir skref, en þegar hún var komin miðja vegu tók brúin að vagga ískyggilega og átti ungl- ingsstúlkan fullt í fangi með að halda sér. Hún bjóst við að falla niður í straumþunga ána á hverri stundu en tókst eftir langa mæðu að feta sig nær klettinum. Smám saman dró úr sveiflunni og komst unglings- stúlkan í örugga höfn á Hrafnabríg. Þá tóku við þúfur og mýri og hún tifaði léttfætt í áttina að Ytri-Ey, sem blasti við í fjarska. Flóinn var handan bæjarins og í andvaranum settist stúlkan á þúfu og horfði á sólina setjast í vestri við Stranda- fjöll. Grasið blakti í gjólunni, friður náttúrunnar umlukti vitin og tár glitruðu í hvörmum. Sýnin var stór- kostleg. Þennan draum sagði amma mér . á haustmánuðum, þegar grænt gras- ið blakti ekki lengur í kvöldsólinni. Svipur ömmu bar vott um depurð og þegar ég spurði hverju það sætti sagðist hún sár yfir því að hafa ekki fengið að fara þegar grasið var grænt og vel sprottið. Hún var áhyggjufull yfir því að þurfa hugsan- lega að lifa annan vetur og kveið löngum kvöldum á spítalanum. Kvtð- inn stafaði ekki af einmanaleika eða sinnuleysi annarra gagnvart henni, heldur þráði hún hvíld. Amma var stúlkan í draumnum sem hana dreymdi þegar hún var unglingsstúlka á Ytri-Ey. Hún var fædd í Standasýslu en flutti hálfs mánaðar gömul á Ytri-Ey í Vindhæl- ishreppi á Skagaströnd. Móðir henn- ar réð drauminn, sagði þetta vera lífsgöngu hennar sem yrði full af mótvindi, beljandi straumum og erf- iðleikum. Draumurinn var ofarlega í huga ömmu þegar ég strauk lífs- reynda hönd hennar og skynjaði hvað hafði verið lagt á herðar þess- arar einstöku konu. Hún var þess fullviss að græna grasið sem blakti í andvaranum væri tákn þess að hún hyrft brott úr þessum heimi um sum- armál. Hún hafði á réttu að standa. Með ömmu er horfin ein af dætr- um þessarar þjóðar - íslenska konan SIGMUNDUR G UÐMUNDSSON + Sigmundur Guð- mundsson, síðast til heimilis á Dvalar- hcimilinu Hlíð á Ak- ureyri, fæddist á Melum í Arneshreppi á Ströndum 26. jan- úar árið 1908, eitt tólf barna hjónanna Elísabetar Guð- mundsdóttur frá Ófeigsfirði og Guð- mundar Guðmunds- sonar frá Melum. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri að morgni 12. júní. Sig- mundur lauk prófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árið 1928 og var bóndi á Melum frá 1939 til 1962. Síðari ár bjó hann á Akureyri. Sigmundur kvæntist árið 1931, Sigrúnu Guðmunds- dóttur frá Olafsvík, uppeldis- dóttur prestshjónanna Ingi- bjargar Jónasdóttur og Sveins Guðmundssonar. Sigmundur og Sigrún eignuðust fjögur börn. Þau eru: Sveinn Björgvin, f. 1932, Rúnar Heiðar, f. 1933, Guðmundur Pétur, f. 1934, og Elísabet, f. 1936. Barnabörn Sig- mundar og Sigrúnar eru 11 og barnabarnabörn eru orðin 24 að tölu. Sigmundur verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag. TÁRIN sem blikaði á í augum mín- um að morgni annars sunnudags í júní, voru blandin gleði. Gamli mað- urinn var fallinn frá. Þessi sterklegi Strandamaður, sem lengst af eirði ekki við neitt nema erfiða vinnu, fékk nú loks skilið við aðgerðaleysi elliáranna. Hann gat aftur lagt af stað. Tómlæti ævikvöldsins fór bein- línis í taugarnar á honum. Hann var enda maður þeirrar kynslóðar sem naut þess að vinna. Hvíldin var hon- um framandi, iðjuleysi óþekkt og letin í hans huga eins og hver önnur fötlun. Þegar vjð bættist konumissir, margra ára söknuður, varð sálin meyr. Sigmundur ólst upp við þeirra tíma kröpp kjör í einhverri afskekkt- ustu sveit á Islandi, í Árneshreppi á Ströndum. Sú staðreynd var stolt hans. Þessi afkomandi meintra galdramanna og magnaðra hákarla- fangara var ekki hár í loftinu þegar honum lærðust leikreglur lífs- ins. Innan um tignar- leg Strandafjöllin, ofan í Trékyllisvíkinni var björgin beggja vegna fjöru og hún varð að- eins sótt með einu móti: af krafti og kappi. Sigmundur og systkini hans ellefu voru öll innan við tví- tugt þegar þau misstu föður sinn. Það kom því í hlut hans og ann- arra eldri systkina að vinna fyrir heimilinu og hjálpa móð- ur sinni að rata fram úr aðsteðjandi vandræðum. Æskuheimilið var Mel- ar, lítið en fjarska líflegt. Það átti fyrir Sigmundi að liggja að yrkja þá jörðina þegar tímar liðu fram. Hann settist á skólabekk á Bænda- skólanum á Hvanneyri haustið 1926 og eftir tveggja ára nám tók hans sig til og gekk einsamall alla heim- leiðina norður í Árneshrepp. Dágóð- ur spölur, en dugurinn nægur. Fyrst um sinn sá hann um búskap á kirkju- jörðinni Árnesi og þar k'ynntist hann Sigrúnu, verðandi eiginkonu sinni. Hlýlegri, traustari og gáfaðri kona var vandfundin. Þau gengu í hjóna- band árið 1931 og á næstu fimm árum varð þeim fjögurra frísklegra barna auðið. Stuttu síðar fluttu þau búferlum að æskujörðinni Melum, þar sem Guðmundur bróðir Sig- mundar hafði búskap með höndum. Sigmundur byggði upp nýbýli og hafa Melar æ síðan verið myndarlegt tvíbýli. Sigrún bjó fjölskyldu sinni afskap- lega vistlegt heimili, þar sem iðja, nýtni og listfengi var í fyrirrúmi. Sigmundur var krafturinn, hún var hlýjan. Saman bættu þau hvort ann- að upp og gagnkvæm virðing og ómæld ást skilaði sér beint til krakk- anna. Þau voru glæsileg hjón. , Búskapurinn átti hug Sigmundar allan. Hann elskaði stritið og naut þess að finna svitann leka af sér, þeim mun vissari að vinnan skilaði árangri. Þeir bræður, Guðmundur og Sigmundur, gerðu Mela að myndarbýli, þar sem allir voru au- fúsugestir og í engu vantaði kostinn þegar komið var um langan veg. Sigmundur fluttist ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1962. Þá voru börnin farin hvert í sína áttina. Og hjónin gátu horft stolt á eftir þeim. Þrátt fyrir einangrunina heima í Trékyllisvík höfðu þau komið þeim öllum til mennta, sem var hvorki auðsótt né sjálfgefið á þeim tíma. Sigrún Guðmundsdóttir féll frá árið 1973. Þar fór ein gáfaðasta og hlýjasta kona sem ég hef kynnst, kona sem uppfyllt hafði allar óskir eiginmanns síns um tryggan föru- naut. Söknuður afa míns var mest- ur, og hörð skelin, sem veðrast hafði um árabil, varð þynnri fyrir vikið. Ég kveð ekki aðeins afa minn í dag, heldur og þessa góðu konu sem var hans gersemi. I minningunni verða þau alltaf saman. Hann kenndi mér að vinna, hún kenndi mér að yrkja. Og til samans kenndu þau mér að virða lífið, virða fólk. Fullur stolts get ég því sagst vera Stranda- maður. Og fullur stolts get ég sagst vera gleðimaður, þeirrar góðu merk- ingar sem afi minn lagði í það orð. Hann naut þess að gleðjast með góðu fólki, jafnan hrókur alls fagn- aðar og hlýtt brosið sem lék um andlit hans var bráðsmitandi. Kostu- leg kímnin var hans annað eðli. Nafni sagði mér eitt sinn að þrennt væri mikilvægast af öllu í lífinu. Það væri iðjusemi, bjartsýni og Fram- sóknarflokkurinn. Ég hef reynt að halda í heiðri tvennt það fyrrnefnda, þess fullviss að gamli maðurinn bar virðingu fyrir sjálfstæðri skoðana- myndun minni. Og sjálfur segi ég þetta að lokum: Lífinu þakkar maður foreldrum sínum, sem sjálfir eiga svo foreldrum sínum allt að þakka. Nafna á ég margt að þakka og svo er einnig um ótal marga sem kveðja hann með mér í dag. En mest er um vert að minningin um mætan mann mun lifa. Sigmundur Ernir Rúnarsson. Okkur systurnar langar að minn- ast Sigmundar afa okkar með nokkr- um orðum. Hann bjó stærstan hluta ævi sinnar norður í Árneshreppi á Ströndum en flutti til Akureyrar árið 1962. Við þær eldri bjuggum á Norðurfirði fyrstu ár ævinnar, en vorum þá það ungar að við munum ekki mikið eftir afa og ömmu á þess- um árum. Okkur hefur þó verið sagt frá ýmsu sem liggur háifgleymt í minningunni frá þessum tíma en glittir þó í þegar betur er að gáð. Þeim mun betur munum við eftir afa og ömmu eftir að þau höfðu hætt búskap á Melum og voru flutt norður á Akureyri. Þá var það fast- ur liður að fara til Akureyrar um hveija páska og gista hjá þeim á meðan amma lifði. Þessar heimsókn- ir voru í huga okkar hveiju sinni eins og önnur jól, slík var ætíð til- hlökkunin yfir því að hitta þau og dvelja hjá þeim nokkra daga. Eftir því sem árin liðu þá breytt- ust aðstæður og heimsóknirnar urðu stijálli. Afi dvaldi seinustu ár ævinn- ar á dvalarheimilinu Hlíð og átti þar góða daga. Við minnumst hans sein- ustu árin sem myndarlegs eldri manns, sem bar aldurinn vel og lét skoðanir sínar umbúðalaust í Ijós á því sem honum þótti ástæða til. Bestu þakkir fyrir allt bæði fyrr og síðar. Blessuð sé minning þín. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfír mér. Lára, Sigrún og Katrín. sem hvergi mátti aumur sjá. Hún spurðist fregna af sínu venslafólki áður en hún fékkst til að segja frá sinni líðan. Hún breiddi út faðminn og hjúfraði þá að sér sem vildu hvíl- ast í örmum hennar, en á stundum bar svipur hennar vott um áhyggjur af hennar nánustu, enda oft ærin ástæða til. Þegar slíkar áhyggjur sóttu á hana fyrir rúmum tveimur árum leitaði hún ásjár Guðs á eftir- farandi hátt. Guð minn, gefðu mér frið og ró gefðu mér svefn frá sorg og neyð. Eg sé ekki lengur til sólar. Sendi hjálp þar sem sárið er stærst því stundum úr neyðinni getur ræst. Svo sjái' ég aftur til sólar. Amma í stóra húsinu á Blönduósi stóð allt af sér eins og sorfið bjarg sem stórsjór og brim fengu ekki grandað. Þótt hún liti stundum um öxl, yfir það sem hefði bugað marga, var henni ekki að skapi að kveinka sér. Það var gott að þegja í návist ömmu á spítalanum, skynja sterkan persónuleika hennar, stijúka hruf- óttar hendurnar og lesa úr augunum. Við skiptumst á skoðunum um það sem tæki við að þessu jarðvist- arsvæði loknu og ekki var laust við að dálítils spennings gætti hjá ömmu. Henni fannst athyglisvert að hlusta á mitt álit á lífinu eftir lífið. Núna hefur hún komist að hinu sanna og stendur augliti til auglitis við sjálfa sig, svo undarlega sem það kann að hljóma. Skilur tilgang lífsins til fullnustu og ef ég þekki hana rétt væri henni mikið í mun að miðla þeim skilningi og þeirri trúfestu til þeirra sem þyrftu helst á því að halda. Amma hefur öðlast hvíld og frið og er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari göfuglyndu konu. Mér verður ætíð hugsað til ömmu þegar ég hlýði á ljóðlínur Ómars Ragnarssonar í laginu Islenska kon- an, því hún var einpiitt, sú kona sem vakti’ er hún svaf. I ljóðinu eru eftir- taldar ljóðlínur meðal annars: Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’ og stritaði gleðisnauð ár. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún er íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Hvíl í friði. Þorgrímur Þráinsson. ■■■■■i mmmmm mmmmm mmmmmm I VARANLEG I VIÐGERÐ! ! Þessa viðgerð framkvæmir Þú best með PLASTIC PADDING ELASTIC! Rýrnar ekki, springur ekki Grimmsterkt á 10 mínútum. | FYLLIR-LÍMIR-ÞÉTTIR Afmæli úti í garöi eöa t.d. á Þingvöllum? Sýningar, sala, fyrirtækjaveislur, móttökur. Hvar sem er, hvenær sem er. Tjaldaleigan, Bíldshöfða 8, sími 91-876777.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.