Morgunblaðið - 21.06.1994, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir
okkar,
ÓLI VESTMANN EINARSSON
prentari,
Hagamel 20,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans
19. júní.
Jóna Einarsdóttir,
Álfheiður Óladóttir,
Eygló Óladóttir,
Sigrún Óiadóttir.
t
Faðir okkar,
KRISTINN JÓNSSON,
Akralandi 3,
Reykjavik,
lést í Landspítalanum þann 16. júní.
Páli'na S. Kristinsdóttir,
Þráinn Kristinsson,
Ásta Kristinsdóttir,
Ásgeir Þ. Kristinsson.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
ÖRN H. MATTHÍASSON,
sem lést þann 13. júní sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 22. júní kl. 13.30.
Ólafur Örn Arnarson, Kristin Sólveig Jónsdóttir,
Sylvía Arnardóttir, Magnús Snorrason,
Ingólfur Arnarson, Halldóra Haraldsdóttir.
t
Eiginkona mín,
ÁSBJÖRG TEITSDÓTTIR,
Laugarvatni,
er lést í Sjúkrahúsi Selfoss 15. júní, verður jarðsungin frá Selfoss-
kirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda, .
Eiríkur Eyvindsson.
t
Maðurinn minn,
HERMANN JÓNSSON,
Smáratúni 20,
Selfossi,
’ áðurbóndi,
Norðurhvammi, Mýrdal,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 19. þ.m.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Guðný Bergrós Jónasdóttir.
Móðir okkar, t
INGVELDUR ÁMUNDADÓTTIR
frá Kambi f Flóa,
lést að morgni 17. júní.
Hulda Hjörleifsdóttir,
Guðrún Hjörleifsdóttir,
Bergný Hjörleifsdóttir,
Steindór Hjörleifsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
CAMILLA E. PROPPÉ,
Einarsnesi 34,
Reykjavík,
lést f Borgarspítalanum 8. þessa
mánaðar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, er
studdu hana og önnuðust í veikindum
hennar.
Svava Aradóttir, Ari Þorleifsson,
Jón Friðrik Arason.Marisa N. Arason,
Þórhallur Arason, Þráinn Þórhallsson.
ARNGUNNUR JÓNSDÓTTIR
sett í Reykjavík ásamt fjölskyld-
um sínum: Ársæll, Svava Krist-
ín, Anna Guðrún (d. 1978) og
Þórgunnur. Ung að árum giftist
Arngunnur Þórði Jónssyni og
eignuðust þau tvö börn: Mar-
gréti, sem gift er Friðriki Þór
Halldórssyni, en þau hjón eiga
eina dóttur og starfa bæði á
Stöð 2, og Steingrím Jón, mark-
aðsfræðing, sem er ókvæntur.
Amgunnur og Þórður slitu sam-
vistum. Seinni maður Arngunn-
ar er Páll Ólafsson rafvirki. Þau
eignuðst eina dóttur, Maríu
Erlu. Hún er 19 ára, í föðurhús-
um, og er nemi í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Áður en þau
Páll kynntust eignaðist Arn-
gunnur son, Ragnar Heiðarsson.
Hann er búsettur á Akureyri.
Utför Arngunnar fer fram frá
Innri-Njarðvíkurkirkju í dag.
HÚN fæddist í Vesturbænum í
Reykjavík og ólst þar upp. Vestur-
bærinn var auðvitað besti og
skemmtilegasti staðurinn í allri
Reykjavík, að hennar mati. Þar eign-
aðist hún vini sem entust henni
ævilangt. Bernskan var
björt og skemmtileg.
Henni var lagið að segja
skemmtilega frá, þann-
ig að hún hreif fólk með
sér á vit ævintýranna.
Hjólreiðatúrar langt út
fyrir borgarmörkin voru
ekki óalgengir. Hún var
í fimleikum ásamt vin-
konum sínum og náði
langt í þeim. Hún var
svo heppin að eignast
vinkonur sem hún hafði
samband við fram á síð-
asta dag. Þá voru riíjað-
ar upp skemmtilegar
stundir frá þessum áhyggjulausu
tímum.
Hjónaband Páls og Arngunnar var
gott og fallegt. Þau söfnuðu ekki
veraldlegum auði, en lögðu inn á
þann banka sem hollt væri okkur
öllum að leggja inn á. Þau áttu sam-
eiginlegt að vera bæði listræn og
smekkvís. Arngnnnur var feikilega
góður teiknari, en lagði ekki næga
rækt við þá gáfu.
Öll eigum við okkar sorgir og fór
Arngunnur ekki varhluta af þeim.
Um árabil réð Bakkus gjörðum
hennar. Það voru erfið ár fyrir hana
og alla hennar vini og vandamenn.
Hún barðist við Bakkus og vann svo
sigur árið 1978. Hún vann um ára-
bil hjá SÁÁ. Þar sem annars staðar
kynntist hún ijölda fólks sem átti
við sama vandmál að stríða. Það var
stórmerkilegt að hlusta á hana tala
um þennan válega sjúkdóm. Hún
lagði Bakkus að velli með reisn.
Hún vann við afgreiðslustörf hjá
Pósti og síma í Reykjavík í nokkur
ár. Seinustu störf hennar sem úti-
vinnandi voru við afgreiðslu í Frí-
höfninni. Alls staðar eignaðist hún
vini. Hún var glaðlynd, skemmtileg
og hjálpsöm.
Hún átti við mikið heilsuleysi að
stríða um árabil, en barðist eins og
hetja. Oft var hún veikari en svo að
hún hefði átt að mæta í vinnu, en
áfram skyldi haldið. Brosið hennar
fallega plataði okkur oft. Seinustu
tvö árin og rúmlega það var hún
meira og minna kvalin vegna
krabbameins, sem leiddi hana svo
til dauða. Baráttan var geysilega
erfið henni og fjölskyldunni. Páll
maður hennar sýndi henni og gaf
alla þá ást og umönnun sem unnt
var. Árngunur vissi að hveiju stefndi
en brotnaði aidrei. Hún vildi frekar
hugga en að vera hugguð.
Sú sem þessar línur skrifar kynnt-
ist Arngunni fyrir 22 árum og hefur
búið í nálægð við hana í öll þau ár.
Eg tel mig því geta sagt með sanni
að hún var góð manneskja. Arn-
gunnur var búin mörgum þeim kost-
um sem eftirsóknarverðastir eru í
lífi hvers manns. Hún var mjög vel
greind, vönduð í orði, glaðlynd. Hún
var falleg kona og vinsæl.
Hún kvaddi okkur með reisn. Við
sem eftir erum söknum hennar og
óskum þess að börnin hennar öll
megi erfa alla þá góðu kosti sem
Amgunnur átti í ríkum mæli. Páli
og börnunum öllum vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
Guðbjörg Þórhallsdóttir.
Okkur elskulega vinkona er dáin.
Hún lést langt fyrir aldur fram eftir
harða baráttu við krabbamein. Við
unnum saman í Fríhöfninni á Kefla-
víkurflugvelli og tókst með okkur
góður vinskapur sem hélst til hinstu
stundar.
Arngunnur var góður félagi og
bar tilfinningar sínar ekki á torg.
Hún var létt í lund og alltaf stutt í
hláturinn, en við vitum að undir niðri
sló viðkvæmt hjarta.
Það er alltaf sárt að sjá á bak
góðum vin, en það er huggun harmi
gegn að eiga góðar minningar. Þær
munu seint gleymast.
Elsku Palli, María Erla, Ragnar
og aðrir aðstandendur, megi góður
Guð gefa ykkur styrk á þessari
sorgarstund.
Við þökkum Amgunni samfylgd-
ina og kveðjum góða vinkonu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu Arngunnar
Jónsdóttur._
Ásthildur Hermann,
Sigurbjörg Ólafsdóttir.
t
Bróðir okkar,
FRIÐRIK PÁLMAR BENEDIKTSSON,
andaðist á elliheimilinu Grund 17. júní.
Systkini hins látna.
t
Systir mín, mágkona og frænka okkar,
KLARA HELGADÓTTIR,
Ásvallagötu 26,
Reykjavík,
sem lést í Borgarspítalanum hinn 9. júní
sl., verður jarðsungin fró Dómkirkjunni
í Reykjavík miðvikudaginn 22. júní
kl. 13.30.
■4* Arngunnur Jóns-
* dóttir fæddist í
Reykjavík 13. júlí
1942. Hún lést á
Landspítalanum. 10.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þórg-
unnur Ársælsdóttir
og Jón Steingríms-
son. Þórgunnur lést
í janúar 1972. Jón
giftist aftur og býr
í Keflavík. Arngunn-
ur átti fjögur systk-
ini og eru þijú
þeirra á lífi, öll bú-
Þorsteinn R. Helgason, Annie Schweitz Helgason,
Helgi Schweitz Þorsteinsson, Marfa Björk Wendel,
Jakob Schweitz Þorsteinsson, Erla Ruth Haröardóttir,
Þorsteinn Schweitz Þorsteinsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ENGELHARTSVENDSEN,
Dvergholti 10,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn fró Lágafellskirkju
miðvikudaginn 22. júní kl. 13.30.
Jónina Valdimarsdóttir,
Hafþór Svendsen,
Hrafnhildur Svendsen, Daníel Olsen,
Valdimar Svendsen,
Engelhart Þór Svendsen
og barnabörn.
LEGSTEINAR
H€lLUHfiflUNI 14, HflFNflfiFlfiÐI, SÍMI 91-652707
Látin er í Reykjavík mágkona
mín, Arngunnur Jónsdóttir. Mann-
kostir hennar voru miklir og komu
skýrar í ljós eftir því, sem á ævina
leið. í viðræðum okkar rak ég mig
einatt á hvemig lífsreynsla hennar
hafði mótað hana og dýpkað skilning
hennar á hvers kyns mannlegum
vandamálum og viðbrögðum fólks
við breytilegum aðstæðum. í návist
hennar þurfti enginn að sýnast vera
annar en hann sjálfur.
Víðsýni og umburðarlyndi eru
sjaldnast meðfæddir eiginleikar
heldur áunnir með því að manneskj-
an sjálf hefur tekist á við viðfangs-
efni sín og sigrað. I skóla lífsins
þreytti Arngunnur sínar prófraunir,
1 I _ I _ Krossar
lll aleilii
I viSarlit og málaoir
Mismunandi mynslur, vönduo vinna.
Simi 91-35929 oq 35735
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N
sími 620200