Morgunblaðið - 21.06.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 43
FRETTIR
Magnús Jón Árnason um reikninga
Hafnarfjarðarbæjar
Utlit ívið verra en
reiknað var með
MAGNÚS Jón Árnason bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að reikningar
bæjarins fyrir árið 1993, sem lagðir hafa verið fram til fyrri um-
ræðu, sýni m.a. að peningaleg staða bæjarins sýndi rúmlega 876
millj. króna halla umfram tekjur. „Útlitið er ívið verra en við höfðum
reiknað með,“ sagði Magnús Jón.
Magnús Jón sagði að í
ljós hafi komið að á árinu
1993 hafi peningalegur
halli bæjarsjóðs verið rúm-
lega 876 millj. og jafnframt
að rekstur bæjarins án
vaxta taki 87% af skatttekj-
um. „Það er allt of hátt hlut-
fall og þarf að fara niður í
70 til 72% svo að þokkalegt
þyki,“ sagði Magnús Jón.
Sagði hann að miðað við
upphaflega áætlun Alþýðu-
flokksins mætti segja að
Útgjöld hafi í heild hækkað
um 19,6%.
Úttekt á stöðunni
„Eitt af okkar fyrstu verk-
um verður að biðja um út-
tekt á stöðu bæjarins fýrstu
tmánuði ársins og fram til
15. júní,“ sagði bæjarstjór-
inn. „Óneitanlega höfum við séð að
miklum framkvæmdum hefur verið
ýtt af stað fyrir kosningar og marg-
ar þeirra höfum við ekki tök á að
stöðva. Þannig að við óttumst að
staðan sé jafnvel ekki í samræmi
við fjárhagsáætlunina en maður
þorir ekki að fullyrða neitt um það
fyrr en úttektin hefur farið fram.“
Á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjar-
stjórnar varr einnig farið fram á
heildarúttekt á stöðu bæjarsjóðs
Morgunblaðið/Golli
MAGNÚS Jón Árnason tók við sem
bæjarstjóri í Hafnarfirði á fyrst fundi
bæjarstjórnar. Ellert Borgar Þor-
valdsson var kosinn forseti bæjar-
sljórnar.
eins báðir flokkar lögðu áherslu á
að gert yrði í kosningabaráttunni.
„Það er forsenda þess að hægt sé
að hald áfram uppbyggingu að vita
hver staðan er,“ sagði Magnús Jón.
„Hafnarfjörður er öflugt sveitarfé-
lag og við höfum fulla trú á að með
því að horfast í augu við vandan
þá sé hægt að takast á við hann.“
Síðari umræða um reikningana
fara fram á næsta bæjarstjórnar-
fundi, sem fram fer 28. júní næst-
komandi. '
Gaf íslending-
um pálmatré
PULLTRÚI Pálmasamfélagsins
frá Florída í Bandaríkjunum, J.
D. Rowell, hefur afhent grasa-
garðinum í Laugardal pálmatré
að gjöf. „Innan Pálmasamfélags-
ins er ein deild, sem reynir sér-
staklega að fá pálmatré til að vaxa
á svæðum, þar sem þau vaxa ann-
ars ekki,“ sagði J. D. Rowell í
samtali við Morgunblaðið.
Pálmatréið, sem hann gaf gra-
sagarðinum, er af gerðinni trachy-
cartus excelsa. Þessi tegund er frá
Kína og Japan og er mjög harð-
gerð. Tegundin getur þrifist við
mikinn kulda, allt niður í mínus
20°C og þrífst ágætlega við mínus
5°C að sögn J. D. Rowells. Til-
gangur Pálmasamfélagsins er að
stuðla að sem mestri útbreiðslu
pálmatijáa. Hann gaf Skógrækt-
arfélagi Iteykjavíkur annað ein-
tak, sem var gróðursett við hús
félagsins.
Morgunblaðið/Þorkell
J. D. Rowell við pálmatréið í
grasagarðinum í Laugardal.
Vinningstölur 1 8. júní 1994.
(jTh 303^33)^^
(35j(37j (36)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 „ 1 4.347.928
2. 42tb# <5 86.831
3. 4 af 5 86 8.708
4. 3a15 3.006 581
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
7.277.457 kr.
UPPLVSINGARSIMSVARI91 -681511 LUKKULINA991002
í Kaupmannahöfit
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
■ ÁTTA nýir leikarar voru braut-
skráðir frá Leiklistarskóla íslands
nú í vor. Fjöldi gesta var við athöfn-
ina, bæði afmælisárgangar og vel-
unnarar skólans. Að þessu sinni
brautskráðust Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir, Halla Margrét Jó-
hannesdóttir, Margrét Vilhjálms-
dóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Katrín
Þorkelsdóttir, Benedikt Erlings-
son, Þórhallur Gunnarsson og
Hilmir Snær Guðnason, Síðasta
verkefni ársins var Sumargestir
eftir Maxím Gorkí í ieikstjórn
Kjartans Ragnarssonar. Átta nýir
nemendur hefja nám í haust og
voru þeir valdir úr hópi 100 ein-
staklinga sem þreyttu inntökupróf
í vor. Skólastjóri Leiklistarskólans
er Gísli Alfreðsson.
Fáðu þér
öfluga framtíðartölvu
t a
dig
DECpc LPv+
- lægri rekstrarkostnaður
- þriggja ára ábyrgð
DECpc LPv+
i486,25 - 66 MHz
4-64 MB minni
170 eða 340 MB harður diskur
S -VGA litaskjár
Intel SLe örgjörvi
Pentiutn uppfæranleg
Local Bus og S3 805 skjáhraðall
Windows fyrir Workgroup 3.11
DOS 6.2.
Energy Star
Digital tölvan leggst í dvala
(„sleep mode") þegar hún er
ekki í vinnslu. Þá notar hún
minna en 25 wött.
Flestar PC vélar nota hinsvegar
200 wött. Rafinagnskostnaður
íyrirtækja lækkar því til muna,
ekki síst hjá þeim sem nota
margar tölvur.
ORTOLVUTÆKNI
hefiir selt yfir 1000 DECpc
tölvur á árinu og gemr nú
í fyrsta sinn annað eftirspurn.
Leitið frekari upplýsinga um
DECpc LPv+ og aðrar gerðir
DECpc tölva hjá sölumönnum
okkar Skeifimni 17 eða í síma
687220 og 811111
Þekking - þróun * þjónusta
TTST
■wr
ORTOLVUTÆKNI