Morgunblaðið - 21.06.1994, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
H3& VA! þAÞ \ f ée veit!... ég T
l/A/e gKJC/ ) V/LP! AÞ HÚN DYm\
FAILB0A / í FÖKAKPOt- L / /
SA&TJ J
Æ —Slx. txusl 1—ÍEð
Smáfólk
50 HERE I AM ONTHE
0ACK OFMOM'5 0ICYCLE
ON THE LOAVTOTHE
GR0CER.Y 5TORE..
s 'zc
PEOAL HARC7,
MOM! HAKPER!
THAT'5 THE WAY!
Og hér er ég aftan á reið- Stígðu fast, mamna!
hjóli mömmu minnar á leið Fastara! Það var lóðið!
í matvörubúðina...
Gættu þín á garðsláttu-
vélinni!
Gott! Við erum komin út
úr bílskúrnum!
BRÉF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Þjóð á tímamótum
Frá Ólafi Ormssyni:
VIÐ LIFUM á tímum örra breyt-
inga. Þróun mála í Evrópu er með
ólíkindum og flest í upplausn þar
sem áður ríkti stöðugleiki. Evrópa
er á tímamótum og nú er einmitt
verið að gera tilraun til að þjappa
allri álfunni saman undir mið-
stjórnarvald Evrópubandalagsins í
Brussel með þeim afleiðingum að
ekki þarf að spyija að leikslokum
fyrir smáþjóð eins og okkur íslend-
inga ef við skyldum kjósa það hlut-
skipti að vera með í selskapnum
og hverfa þar með sem þjóð inn í
stærri heild þaðan sem ekki verður
aftur snúið, þar sem við verðum
að lúta vilja þeirra sterku og vold-
ugu.
Víða finnast vandamál
Á sama tíma og þessi þróun á
sér stað í Evrópu eru að rísa efna-
hagsleg stórveldi í Asíu og margt
bendir til þess að vænta megi veru-
legs efnahagsbata í Bandaríkjunum
eftir langvarandi samdráttarskeið
þar í iandi. Og því ekki að reyna
að ná hagstæðum efnahagssamn-
ingi við stórveldið í vesturheimi t.d.
með fríverslunarsamningi milli ís-
lands og Bandaríkjanna? Það eru
fleiri álfur á landakortinu en Evrópa
þar sem allt er meira eða minna í
upplausn, þar sem atvinnuleysi og
glæpir fara vaxandi og hreyfíngar
nýnasista og fasista njóta aukins
fylgis og kynþáttahatarar láta æ
meira á sér bera.
Það sem snýr að okkur íslending-
um þegar aðeins eru um það bil sex
ár til aldamóta eru tímamót í flest-
um skilningi. Gegndarlaus sóun og
eyðsla, skuldasöfnun við erlenda
lánadrottna hefur einkennt þjóðar-
búskapinn um áratugaskeið. Við
höfum lifað um efni fram og haldið
uppi falskri velmegun enda skuldir
heimilanna í landinu þvílíkar að
auðvitað verður aldrei hægt að
borga þær nema til komi algjört
endurmat á því lífsgæðakapphlaupi
sem er á góðri leið með að sundra
þúsundum heimila á íslandi.
Hægjum ferðina
Kapphlaupið um hin efnahags-
legu gæði hefur einkennt þjóðlíf
íslendinga og sannarlega er komið
að því að hægja á ferðinni og ekki
er hamingjuna að finna í ríkidæmi
eða veraldlegum gæðum. Það er
fátt sem bendir til þess að þjóðin
hafi áttað sig á staðreyndum.
Græðgin er ráðandi og það vill helst
enginn fórna neinu fyrir þjóðarhag.
Það er sífellt heimtað meira og
meira og sparnaður er orð sem
fyrirfinnst varla í máli íslendinga á
fimmtíu ára afmæli íslenska lýð-
veldisins.
Siðleysi og ábyrgðarleysi í fjár-
málum er slíkt að þjóðarvakningu
þarf til að snúa við af óheillabraut.
Siðlausa fjármálamenn er víða að
finna í okkar samfélagi, menn sem
gera það að gamni sínu að verða
gjaldþrota. - Það má alltaf stofna
nýtt fyrirtæki, skipta um nafn og
númer og róa á önnur mið, segja
þeir. - Hvað er eitt gjaldþrot á
milli vina? spyija þeir með bros á
vör og verða sér úti um nýja papp-
íra og eru mættir í hanastélsboðið
að kvöldi dags.
Það ber svo einnig vott um sið-
ferðislega hnignun að það færist í
vöxt að stolið er undan skatti og
gefnar upp rangar tekjur á skatta-
framtali. Nýlega kom fram I um-
ræðum á alþingi að ríkissjóður verð-
ur árlega af fimmtán milljörðum
sem stolið er undan skatti. Þeir eru
sannarlega til sem hreykja sér af
ao vera í svokallaðri „svartri vinnu",
þar sem ekki þarf að gefa upp tekj-
ur til skatts.
Á tímamótum
íslenska þjóðin er á tímamótum
og margt að breytast í samfélaginu
til verri vegar. Það eru komnar til
sögunnar nýjar áherslur, ný gildi á
mannleg verðmæti, á mannlega
reisn. Það ber æ meira á illindum,
tortryggni, hroka og yfirborðs-
mennsku í mannlegum samskipt-
um. Það er eins og kærleikurinn
hafí vikið. Boðskapur Krists um að
elska náungann eins og sjálfan sig
er varla lengur að fínna í okkar
þjóðlífi.
Við íslendingar höfum talið það
okkur til gildis að vera bókmennta-
þjóð. Hér á landi hefur lengi verið
almennur áhugi fyrir bókmenntum.
Sá áhugi virðist því miður fara dvín-
andi. Virðisaukaskatturinn sem
lagður var á bækur á síðastliðnu
ári af núverandi ríkisstjórn er á
góðri leið með að ganga af bókaút-
gáfunni dauðri. Hvert bókaforlagið
af öðru er um það bil að verða gjald-
þrota og önnur beijast í bökkum
og halda þetta ekki út mikið leng-
ur. Ríkisstjórnin virðist eiga öflugan
bandamann í aðförinni að bóka-
útgáfunni sem eru nýjar sjónvarps-
rásir sem Islenska útvarpsfélagið á
heiðurinn af að hafa átt forgöngu
um að leiða til hásætis á íslenskum
heimilum. Stöð 2 heiðrar íslenska
lýðveldið á fimmtíu ára afmæli þess
með þremur glæpamyndum, hroll-
vekjum, ofbeldismyndum og engu
líkara en að sú deild sem sér um
dagskrána hafi aldrei heyrt getið
um lýðveldishátíðina á Þingvöllum
17. júní 1944. Og svo er stöðugt
verið að segja fréttir í fjölmiðlum
af því hvemig baráttan gangi um
hlutabréfm í Islenska útvarpsfélag-
inu. Hver hafí myndað meirihluta
með hveijum og hvernig. Eins og
sá skollaleikur skipti öllu máli í ís-
lensku viðskiptalífí.
Á meðan þessu fer fram er stöð-
ugt vegið að íslenskri bókaútgáfu,
íslenskri menningu og íslenskir
stjórnmálamenn tala opinskátt um
nauðsyn þess að Islendingar gerist
aðilar að Evrópusambandinu. Og
Þórarinn Eldjárn, skáld og rithöf-
undur, segir í þætti í DV 11. júní
síðastliðinn að hann hafí vaknað
einn morgun eftir erfiða nótt með
hræðilegum draumförum, martröð.
Það eru síðustu forvöð að snúast
til varnar íslensku sjálfstæði, ís-
lenskri menningu og til þess þarf
samtakamátt allra þeirra sem
skynja hættuna.
ÓLAFUR ORMSSON,
rithöfundur,
Eskihlíð 16a, Reykjavík.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljaSt samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fýrirvari
hér að lúlándi.