Morgunblaðið - 21.06.1994, Síða 45

Morgunblaðið - 21.06.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ1994 45 BREF TIL BLAÐSINS * Island ísland er hjarta raitt, rautt eins og blessað blóð, það brennur eitt kveld í geislum og verður þá ljóð. Ekkert land á eins fíngerð og fðgur hljóð, - fiðla míns lands er röddin þín, móðir góð. ísland er sjálfur ég, þegar ég brosi bezt með blikandi vín á glasi og fallegan hest, og hún og ég erum bæði í söðulinn setzt og sumarblómin og fuglamir hylla sinn gest. ísland er líf mitt: sál mín í sólskinsmynd, sóley og fífill, engi, hvammur og lind. Úr blámanum stekkur ljóssins háfætta hind og hoppar niður þess pllna öræfatind. ísland er þetta, sem enginn heyrir né sér, en aðeins lifir og hrærist í bijóstinu á mér, hver blær frá þess væng sem ljómandi eilífðin er, - ísland er landið, sem framtíðin gefur þér. Kvæði þetta eftir Jóhannes úr Kötlum er birt aftur vegna meinlegrar villu sem var í því í Morgunblaðinu 17. júní. Umhugsunarefni Að búa til eitt- hvað úr engu Frá ívari Valgarðssyni: KVEIKJAN að grein þessari eru nið- urlagsorð umfjöllunar Eiríks Þor- lákssonar í Morgunblaðinu 7. þ.m. um yfirstandandi sýningu hafnfirska listmálarans Sveins Bjömssonar í Hafnarborg. Niðurlagið hljómar svo orðrétt: „Sú orka sem felst í list Sveins Björnssonar nú sem endranær ætti að verða ungu listafólki sérstaklega umhugsunarefni, þegar sífellt fleiri hefja feril sinn í litlausri grámuggu undir yfirskyni misgamallar hug- myndarfræði, sem oft skilar sér illa til áhorfandans, sem síðan kærir sig jafnvel kollóttann, en finnur aftur á móti lífsnæringu og gleði í verkum ess sem hefur unnið að listinni til liðar við önnur störf frá því um miðja öldina.“ Það er ekki ætlun mín að gera verk eða sýningu Sveins Björnssonar tortryggilega, eða leggja listrænt mat þar á, enda hef ég ávallt samúð með þeim sem taka skrefið fram á við, frá hlutbundnu málverki yfir í óhlutbundið, þó seint sé. Hitt er al- varlegra að maður sem gefur sig að því að fjalla um myndlist og hefur til þess menntun, reynir að telja les- endum trú um að abstrakt list hafi ekkert með hugmyndafræði að gera, öðruvísi get ég ekki skilið orð hans. 'Er Eiríkur búinn að gleyma lærdómi :SÍnum af þeim heiftarlegu átökum sem áttu sér stað um miðja öldina á íslandi. Við gerum okkur öll einhverjar hugmyndir um hlutina, þar er mynd- ,list ekkert undanskilin og vissulega tökum við margar hugmyndir frá öðrum, enginn er eyland. En eftir því sem þekkingin er víðtækari, þeim mun hæfari ættum við að vera til að skapa eigin hugmyndir af fordó- maleysi, þó ég fallist vissulega á að slíkt eitt sér geri menn ekki að lista- mönnum. Svo ég nefni nokkur dæmi, þá skömmuðust hinir frægu abstract expressionistar sín ekki fyrir að byggja á misgömlum hugmyndum, ullt frá frumbyggjum Ameríku til surrealismans. Hinir „skelfilegu" Minimalistar svokallaðir sem koi.'u fram á sjöunda áratugnum en eru á íslandi dæmi um eina örgustu fram- úrstefnu nútímans, skömmuðust sín ekki heldur fyrir að nota sér misg- amlar hugmyndir frekar en Sveinn Björnsson. Má þar nefna hugmyndir frá rússnesku suprema- og construc- tivistunum, Bauhaus í Þýskalandi og De Stijl í Hollandi og abstract ex- pressionistunum í New York og jafn- vel dada-hreyfingunni í Evrópu. Vissulega bættu þeir einhveiju við og endurskoðuðu, hver á sinn hátt, það gerði þá líka einstaka í sögulegu samhengi og viðmiðun fyrir fram- vinduna. Engum dettur í hug að Karl Kvaran eða Svavar Guðnason hafi fundið upp abstraktlistina á ís- landi, svo nefndir séu tveir ástsælir listamenn sem standa okkur nær. Þetta á bæði við um hlutbundna og óhlutbundna myndlist. Það sem gerir gæfumuninn, er hvemig einstakl- ingnum tekst að vinna sannfærandi úr þeim hugmyndum sem hann viðar að sér. Það er kostulegt til þess að hugsa að sú áttræða hugmyndafræði sem hangir nú í sölum Hafnarborgar, hafí valdið hér slíkri heift um miðja öldina. Eftir að Eiríkur hefur skoðað þá litlausu grámuggu undir yfirskini misgamallar hugmyndafræði sem sí- fellt fleiri ungir listamenn hefja feril sinn í, þá finnur hann aftur á móti til lífsnæringar og gleði, gagnvart verkum sem nokkrum áratugum fyrr hefðu hlotið sæmdarheitið „klessu- málverk". Þetta ætti að vera ungu listafólki umhugsunarefni. Kæri Eiríkur, nýir tímar heimta nýjar áherslut. Það er ekkert óeðli- legt við það þó þú eða aðrir séu ekki alltaf með á nótunum og ekki skal ég fullyrða að allt sé merkilegt þó það sé óaðgengilegt fyrir þig. Hins veger skulum við leggja eyrun við og fagna hverri nýrri tilraun og áhrerslu, því hver veit, eftir fimmtíu ár getur einhver fundið lífsnæringu og gleði í verkum þess sem unnið hefur í „litlausri grámuggu" til hliðar við önnur störf í hálfa öld. ÍVAR VALGARÐSSON, myndlistarmaður, Hverfisgötu 39, Reykjavík. Frá Gunnlaugi Jónssyni: ÞEGAR rætt hefur verið um at- vinnuleysi á opinberum vettvangi á síðustu misserum stingur það mann oft hve margir eru haldnir ranghug- myndum um ástæður atvinnuleysis- ins og hvernig hægt sé að losna við það. í raun eru lögmálin sem um atvinnuleysið gilda ekki flókin. Hagfræðin lítur á vinnuafl sem hveija aðra venjulega vöru. At- vinnuleysi er offramboð og lausnin á offramboði er verðlækkun - launalækkun þegar talað er um vinnuafl. Launalækkunin getur ver- ið bein eða það getur átt sér stað kaupmáttarrýrnun fyrir sakir verð- bólgu. Margir, þ.m.t. stjórnmálamenn, eru haldnir þeim misskilningi að ríkið eða sveitarfélög geti skapað atvinnu (á annan máta en að fram- kalla verðbólgu). Þeir telja nauðsyn- legt að ríkið standi fyrir atvinnu- skapandi aðgerðum, t.a.m. með því að láta grafa skurði og moka ofan í þá aftur eða þá með því að láta fólk leika sér að legókubbum og leikfangabílum gegn gjaldi. Slík háttsemi er tilgangslaus, jafnvel þó að einhverjum kunni að þykja gam- an að leika sér að legókubbum. Það er ekki hægt að búa eitthvað til úr engu. Það sem mönnum sést yfir er að þeir peningar sem fara í þetta koma annars staðar frá, eru teknir með sköttum frá einkageir- anum. Þar verða því minni peningar eftir og fólk missir vinnu. Aðgerðin hefur þá aðeins slæm áhrif því það er ábyggilega meiri verðmætasköp- un sem á sér stað í einkageiranum, þar sem menn eru að ráðstafa sínu eigin fé en við gerviframkvæmdir ríkisins. Atvinnubótahagfræðin er hagfræði þeirra sem vilja reyna að búa til eitthvað úr engu. Slíkt hefur aldrei tekist fremur en mönnum hefur tekist að búa til gull með því að blanda saman hveiti og mjólk. Varanlega lausnin á atvinnuleys- inu er fijáls vinnumarkaður. Sé atvinnuleysi ríkjandi á slíkum markaði síga laun niður uns jafn- vægi er náð. Arðbært er að ráða í störf sem áður voru óarðbær. Óþarfi er að leggja verkalýðsfélög niður. Þau vinna að sjálfsögðu áfram að hagsmunamálum launafólks og ein- stakra launamanna, líkt og Neyt- endasamtökin gera. Þó að Neyt- endasamtökin hefðu aðstöðu til þess væri mjög óskynsamlegt af þeim að þvinga vöruverð niður, því að framboð vara myndi þá ekki full- nægja þörfum neytenda. í raun er þetta það sama og þegar laun eru þvinguð upp, framboð vinnu full- nægir þá ekki þörfum vinnufærra manna. En hvað með hina sem verða að þola lægri laun en þeir hafa nú? Telst þetta ekki óréttlátt gagnvart þeim? Varla. Fremur má telja að það sé óréttlátt að menn fái að nýta einokunaraðstöðu sína á vinnumarkaðnum til að halda laun- um sínum uppi og halda hinum at- vinnulausu þannig frá vinnu. Auk þess skal bent á að ef atvinnuleysi hverfur hlýtur verðmætasköpun að aukast þar sem allt vinnuafl nýtist og smám saman hlýtur kaupmáttar- aukningin við það að bæta upp launalækkunina. Einhveijir kynnu að telja að á fijálsum vinnumarkaði muni laun lækka umfram það sem nauðsyn- legt er til að leysa atvinnuleysis- vandann. Þetta væri því aðeins rétt ef atvinnurekendur hefðu einok- LOFTRÆSTIVIFTUR FYRIR O O.ERRE HVERS KONAR HÚSNÆÐI M: BORÐVIFTUR fyrsta flokks Ö frá i«F MIKIÐ URVAL GOTT VERÐ /rOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Jöhn Partndge stangveiðikeppni kvenna! Hver veiðir stærsta laxinn og stœrsta silunginn 1994? Taktu þátt í keppninni. Þátttökutilkynningar liggja frammi í verslun okkar. Verðlaunin í báðum flokkum eru John Partridge kvenfatnaður fyrir 30 þúsutid krónur. Jolin Partridge er þekkt fyrirframleiðslu á sígildum gœðafatnaði bœðifyrir dömur og herra. Þú fmnurgott úrval afjohn Partridge fatnaði í fatadeildinni okkar. B HAFNARSTRÆTl 5 • REYKJAVÍK. ■ SÍMAR 91-16760 & 91-14800 unaraðstöðu, en hér á landi er svo ekki. Hér ríkir samkeppni um vinnuafl, ef einhver lækkar laun starfsmanna sinna of mikið missir hann þá til annarra. Þessi einok- unaraðstaða var þó til á árum áður og stofnun verkalýðsfélaganna var þá nauðsynleg. Nútíma verkalýðs- - félög ættu að starfa á annan máta en þann að krefjast lágmarkslauna og vinna þannig betur að hagsmun- um skjólstæðinga sinna. Að lokum skal tekið fram að hér er ekki verið að boða lagasetningu um starfsemi verkalýðsfélaga. Slíkt teldist skerðing á því einstaklings- frelsi sem okkur flestum ætti að vera annt um. GUNNLAUGUR JÓNSSON, nemi, Stigahlíð 63, Reykjavík. Bílamarkadurinn Isuzu Rodeo LS v-6 ’91 f grænsans, sjálfsk., ek. 65 þ., sóllúga, rafm. í öllu, álfelgur, útvarp + geislasp. Vandaður jeppi. V. 2450 þús. Mazda 323 GLX 16v Sedan '90, stein- grár, sjálfsk., ek. 80 þ., rafm. rúður, saml., allur ný yfirfarinn. V. 750 þús. Einnig: Mazda 323 F 16v Fastback '92, rauður, 5 g., ek. 41 þ.km., rafm. í öllu, hiti í sætum o.fl. Tilb. 980 þús. Toyota Double Cab SR5 '92, hvítur, ek. 44 þ km. Gott eintak. V. 1.830 þús. MMC Lancer GLXi hlaðbakur 4x4 '91, raður, 5 g., ek 60 þ. km., sportfelgur, low profile dekk o.fl. V. 1.090 þ. VW Vento GL 20001 '93, hvítur, 5 g., ek. 23 þ. km., spoiler, centrallæsing. V. 1.490 þús. Peugeot 205 Junior '91, 5 dyra, 4 g., ek. aðeins 37 þ. km. V. 550 þús. Tilboðsverð kr. 490 þús. Ford Econoline 150 4 x 4 '85, v-6, sjálfsk., ek. 50 þ. mílur. Innróttaður ferðabíll. V. 1550 þús. (Vantar jeppa). BMW 518i '91, 5 g., m/öllu, ek. 40 þ. V. 1950 þús. MMC Galant GLSi '89, 5 g., ek. 90 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 970 þús., sk. á ód. Cherokee Laredo 4.0L ’87, 4ra dyra, blár, 5 g., ek. 130 þ. Gott eintak. V. 1300 þús. Fiat Dugato sendibíll '91, 5 g., ek. 21 þ. V. 1190 þús. Subaru Legacy 2200 '91, sjálfsk., ek. 68 þ.km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1750 þús. Einnig Subaru Legacy station 1.8 '90, 5 g., ek. 61 þ.km. V. 1260 þús. Ford Econoline 250 7.3 diesel, Club Wagon ’89, 12 manna, blár/grár, sjálfsk., ek. 56 þ. mílur, m/spili o.fl. Gott eintak. V. tilboð. Mazda 323 Doc turbo 16v '91, 5 g., ek. 53 þ., sóllúga, álflegur, ABS, rafm. í öllu. V. 1290 þús. Toyota Carina E 2000i '93, sjálfsk., ek. 35 þ., ABS, álflegur, rafm. í öllu. V. 1720 þús. Toyota Landcruiser '88, stuttur, bensín, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1250 þús. Toyota Corolla XL '90, rauður, 5 dyra, 5 g., ek. 65 þ. km. V. 720 þús. Toyota Camry 2000 XLl '88, blár, sjálfsk., ek. 105 þ. km. V. 830 þús. Toyota Corolla XL Sedan '91, blár, 5 g., ek. 44 þ. km., rafmagn í rúðum o.fl. V. 790 þús., sk. á ód. Nissan Sunny 1600 SLX '91, steingrár, 5 dyra, 5 g., ek. 47 þ. km., rafmagn í rúð- um, central læsing. V. 860 þús., sk. á ód. TILBOÐSVERÐ Á MÖRGUM BIFREIÐUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.