Morgunblaðið - 21.06.1994, Qupperneq 46
ÍMý farmúla,
aukin i/irkni
Metol FX1 notað ..
m.a. af Nato, JPÍ1|
Breska hernum
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Bylting i smurtæhm
wais&i-ass /coot-THfiP-r
„petta. tni venjuleqir vláskJpta-
h»ettir. "
GUÐRÚN Kristjana Ragnarsdóttir, Sara Katrín
Pálsdóttir, Sif Pálsdóttir og Berglind Gunnarsdótt-
ir efndu til hlutaveltu og færðu Styrktarfélagi
Krabbameinssjúkra barna ágóðann, 4.223 krónur.
Háþróað
smurbætiefni,
búið til af
NASA
Víkverji skrifar...
j Sex sinnum minna
núningsviðnám.
J Eldsneytissparnaður 5-20%
j Veruleg aflaukning 8-20%
j Mun minni
utblástursmengun
j Allt að 90% minna
vélarslit og tæring.
j Fullvirk smurning við
kaldræsingu vélar.
Metol FX1 fæst á öllum smurstöðvum landsins,
bensínafgreiðslum Skeljungs og víðar.
TVjóðin virðist vera í uppnámi út
XT af samgönguvandamálum á
Þingvallaleið á þjóðhátíðardaginn.
Víkveiji er einn þeirra, sem var við-
staddur stofnun lýðveldisins íslands
17. júní 1944. Helzta minning hans
frá þeim degi er að sitja fastur í bíl
á leiðinni frá Þingvöllum, í roki og
rigningu og bíllinn komst ekkert
áleiðis vegna samgönguerfiðleika.
Þeir samgönguerfiðleikar stöf-
uðu af því, að vegakerfið fyrir 50
árum dugði ekki fyrir þann mikla
fjölda bíla, sem þá voru á leið til
og frá Þingvöllum. Það hefur ekk-
ert breytzt á hálfri öld! Hvers vegna
ætti eitthvað að hafa breytzt? Það
eru að vísu fleiri bílar nú en þá og
betri vegir nú en þá, en dugar samt
ekki til. Og hér skal því spáð, að
hið sama gerist árið 2000, þegar
við höldum upp á kristnitökuna.
M
argrét Þórhildur Danadrottn-
ing nýtur sérstöðu í hugum
okkar íslendinga, þegar við hlýðum
á og fylgjumst með þjóðhöfðingjum
annarra Norðurlanda. Hún talar
afburða fallega dönsku og flytur
mál sitt með augljósri og einlægri
hlýju í garð íslendinga. Þessir eigin-
leikar komu vel í ljós í ræðu hennar
á Þingvöllum.
Það er mikil reisn yfir hinni
dönsku drottningu og hún hefur nú
sem fyrr, þegar við íslendingar
höfum séð hana í návígi eignast
marga aðdáendur hér á landi.
Það var athyglisvert að fylgjast
með þeim fagnaðarlátum, sem
mættu Vigdísi Finnbogadóttur,
þegar hún gekk í ræðustól á Þing-
völlum. Ekki fór á milli mála, að
forsetinn nýtur mikilla vinsælda
með þjóðinni. Enda hefur hún stað-
ið sig með miklum sóma í embætti
og ef nokkuð er hefur virðing henn-
ar aukizt, eftir því, sem liðið hefur
á forsetatíð hennar.
Eitt skemmtilegasta dagskrár-
atriðið á Þingvöllum var
söngur barnakórsins undir stjórn
Garðars Cortes. Gaman var að
fylgjast með piltunum tveimur, sem
sungu tvísöng og lítilli stúlku, sem
söng einsöng með kórnum. Það
þarf mikinn kjark til að standa einn
við hljóðnemann frammi fyrir allri
þjóðinni og syngja.
xxx
Steinn Lárusson, framkvæmda-
stjóri þjóðhátíðarnefndar hef-
ur staðið í ströngu eftir hátíðahöld-
in við að halda uppi vörnum vegna
samgönguvandamála og hrein-
lætisaðstöðu. Það er auðvelt að
halda uppi gagnrýni eftir á, en
framkvæmdastjóri þjóðhátíðar-
nefndar hefur talað fijálslega og
hispurslaust um afskipti nefndar-
innar af þessum málum og haldið
sínum hlut og vel það.
PI0NER
PLASTBATAR
• 6EIRI
I DAG
með tvöfalda
byrðingnum
H
Skeifunni 13 — sími 91-887660
fax 91-814775
sas
EMPARAR
PARA- OG PÚSTKERFAÞJÓNUSTAI
SKAK
Umsjón M a r (i c i r
Pétursson
INDVERJINN eldsnöggi,
Vyswanathan Anand
(2.715) sigraði á PCA-
atskákmótinu sem haldið
var í Kreml í Moskvu í vor.
Hann lagði Kramnik að velli
í úrslitum, en leiðin þangað
var þyrnum stráð fyrir Ind-
veijann. Atskákum hans við
Ilya Smirin (2.615) frá
ísrael í fyrstu umferð lykt-
aði 1-1 svo tefla þurfti
hraðskák um það hvor
þeirra kæmist áfram. An-
and hafði svart og dugði
jafntefli. Hann lenti í
gertöpuðu peðsendatafli, en
í þessari stöðu var Smirin
að enda við að leika af sér
með 66. Kd2-e2?? í staðinn
fyrir 66. Kc3!
ð seljum
mparana
g setjum þá í
staönum
Verslið hjá
fagmanninum.
Athugið
SÉRSMÍDUM
PÚSTKERFI
Bíbvörubú6in
FJÖDRIN
Skeifunni 2,
verksfæði símí 81 34 70
verslun sími 81 29 44
Nú fann Anand laglega
jafnteflisleið: 66. - f3+!,
67. gxf3+ - Kf4, 68. Kel
- Kxf3, 69. Kfl - h5, 70.
Kgl - Kf4, 71. Kg2 - h4,
72. Kgl - Ke4, 73. Kfl -
Kf3, 74. Kel - Kg2!, 75.
f4 - Kxh3, 76. f5 - Kg2,
77. f6 - h3, 78. f7 - h2,
79. f8=D - hl=D. Jafn-
tefli. Næsta atskákmót
PCA fer fram í New York
nú í lok júní.
Pennavinir
ÁTJÁN ára suður-afrísk
stúlka með áhuga á tónlist,
kvikmyndum, ætlar sér að
verða snyrtifræðingur.
Fakie Khatoon,
P.O. box 5535,
Lenasia,
1820 Transwaal,
South Africa.
GRÍSK 25 ára stúlka með
áhuga á dansi, sundi, segl-
brettasiglingum, safnar
frímerkjum og póstkortum:
Tina Koroli,
M. Alexandrou 41,
17121 Athens,
Greece.
DÖNSK 59 ára kona vill
skiptast á frímerkjum og
spilum:
Grethe Jespersen,
Skodborg Engvej 4,
DK-6630 Redding,
Danmrk
ÞÝSK kona, 28 ára, jarð-
fræðinemi:
Anrita Hintenberg,
Germaniastrasse 162,
1000 Berlin 42,
Germany.
LEIÐRÉTT
Röng
Biblíutilvitnun
GÍSLI Jónsson sendir
þessa leiðréttingu: í grein
minni um árið 1918 (17.
júní) urðu mér á þau
vondu ritglöp að sítera
skakkt í Biblíuna. Texti
sr. Haralds Níelssonar 13.
okt. var Lúkas 12
o.s.frv., en ekki „Lúkas
22“.
Farsi
H eir
MRE-í
SAM-
LOkA
kr.ZOO^
VELVAKANDI
svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Taska tapaðist á
Reykjavíkur-
flugvelli
LÍTIL svört taska tapað-
ist á Reykjavíkurflugvelli
sl. sunnudagskvöld eftir
flug frá Akureyri. Sá
sem veit um töskuna er
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 670546.
Týnthjól
LJÓSBLEIKT þriggja
gíra kvenreiðhjól af gerð-
inni Kalkoff með svörtu
barnasæti aftan á hvarf
frá Hólavaliagötu 9
seinnipart sl. sunnudags.
Hafi einhver orðið var
við hjólið er hann vin-
samlega beðinn að
hringja í síma 20375 eða
697100. Þórhildur.
Filma fannst
ÁTEKIN filma fannst við
Tjörnina 17. júní. Eig-
andi hafi samband í síma
687215.
Úr fannst
KVENÚR fannst á
göngustíg í Heiðmörk að
kvöldi 17. júní. Upplýs-
ingar í síma 671913.
Hlutavelta
ÞESSI ÞRJÚ börn efndu til hlutaveltu til styrkt-
ar Hjálparsjóði Rauða kross íslands og söfnuðu
alls 1.500 krónum. Þau eru, talin frá hægri:
Fannar, Guðrún Margrét og Jón.