Morgunblaðið - 21.06.1994, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 21.06.1994, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Oheimilt að veðsetja haf- beitarlax sem eldisfisk Dómurinn hefur áhrif á önnur mál vegna láns til Vogalax HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð skiptaréttar Gullbringusýslu frá 1991 um að hafbeitarlax sé ekki veðhæfur á sama hátt og eldisfiskur. Um hafbeitarlax gildi sömu veðreglur og um afla, hann má einungis veð- setja til eins árs, en eldisfisk í kvíum er hægt að veðsetja til lengri tíma. Vogalax hf. gaf 25. júlí 1989 út tryggingarbréf til tryggingar greiðslu skuldar við Verslunarbank- ann, sem síðar varð hluti íslands- banka hf. Með tryggingarbréfinu var allur hafbeitarlax Vogalax hf. sem endurheimtist sumurin 1989- 1992 veðsettur með 2. veðrétti. Vogalax hf. var tekinn til gjald- þrotaskipta 1990 og tók sérstakur skiptastjóri þá afstöðu að krafa ís- landsbanka hf., sem þá hljóðaði upp á 15.818.840 krónur, skyldi njóta veðsins og greiðast utan skuldarað- ar. Aðrir kröfuhafar í þrotabú Vogalax hf. mótmæltu þessari af- stöðu og var ákveðið að flytja sér- stakt skiptaréttarmál. Niðurstaða skiptaréttar var sem fyrr greinir að veðsetning á hafbeitarlaxi til fjögurra ára hafi verið óheimil. Kröfu Islandsbanka hf. var því skip- að sem almennri kröfu. Hæstiréttur staðfestir íslandsbanki hf. skaut málinu til Hæstaréttar 1991 og krafðist þess að krafan væri viðurkennd sem krafa utan skuidaraðar og að auki málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur dæmdi að úrskurður héraðsdóms skyldi vera óraskaður um annað en málskostn- að. íslandsbanki hf. var dæmdur til að greiða stefnda 200 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Hrafn Bragason, Garð- ar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guðmundsson og Har- aldur Henrysson. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun þessi dómsniður- staða væntanlega hafa áhrif á þrjú önnur mál vegna láns frá Þróunar- félagi íslands til Vogalax hf. þar sem íslandsbanki hf. og Féfang hf. höfðu hvor um sig ábyrgst lánið að einum þriðja og um sambærilegt veð var að ræða. Lán þetta var árið 1990 alls tæpar 43 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristinn Guðfríður meistarí GUÐFRÍÐUR Lilja Grétarsdóttir er íslandsmeistari kvenna í skák. Guð- fríður Lilja sigraði í gærkvöldi í ein- vígi við Guðnýju Hrund Karlsdóttur um titilinn. Tefla átti 4 skákir í einvíginu sem hófst á laugardag og átti því að ljúka í dag. Guðfríður Lilja sigraði þrjár fyrstu skákimar og var því ljóst í gærkvöldi að hún hreppti titilinn. Á heimstíminu SVALBARÐAMÁLIÐ verður rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Togarinn Drangey sést hér á heimstíminu í gær, en flestir íslensku togaramir sem verið hafa við Svalbarða era á heimleið. Nokkur skip héldu í Smuguna. Haldin verða sjópróf í þeim tilvikum sem sló í brýnu með norskum varðskipum og ís- lenskum togurum. ■ Mikil heppni/17 NTB Dollarinn fellur Lækkun spáð hér á landi „GENGI íslensku krónunnar lækkar væntanlega eitthvað með dollaranum gagnvart þýsku marki," sagði Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri í gærkvöldi þegar hann var inntur eftir áhrifum af lækkandi gengi Bandaríkjadollars á gjaldeyris- mörkuðum. Eiríkur sagði erfitt að spá nákvæmlega fyrir um áhrif af falli dollarans, en hann vegur 18% í gengiskörfu krónunnar, ECU 76% og japanska jenið 6%. Reikna má með eitthvað lægi'a dollaragengi hér á landi. „Þetta veldur vonbrigðum hjá þeim sem velta fyrir sér efnahagsmálum í heiminum. Flestir áttu von á sterkari dollar með jákvæðri efnahagsþróun í Bandaríkjun- um,“ sagði Eiríkur. ■ Dollar lækkar/17 Forseti heilsar Björk BJÖRK Guðmundsdóttir hélt vel heppnaða tónleika í Laugardals- höll á sunnudag, en tónleikana hélt Smekkleysa s.m. hf. í sam- vinnu við Morgunblaðið. Áhorf- endur i Laugardalshöll voru á sjötta þúsund og kunnu þeir vel að meta að Björk söng lögin með íslenskum textum en ekki ensk- um eins og á tónleikum sínum víða um heimsbyggðina. Fyrr um daginn sáu á áttunda þúsund manns Björk stökkva í fallhlíf niður á gervigrasið í Laugar- dalnum, þar sem hún söng síðan fyrir mannfjöldann. Meðal gesta á tónleikunum í Laugardalshöll var frú Vigdis Finnbogadóttir forseti Islands og ræddust þær Björk við drjúga stund eftir tón- leikana. Sagði Vigdís tónleikana hafa verið skemmtilega. ■ Annir hjá Björk/24 Höfuðpaur stóra fíkniefnamálsins hlaut 4V2 árs fangelsi 15 dæmdirog 3 sýknaðir Fallhlífar- stökkvari slasaðist á Sandskeiði FALLHLÍFARSTÖKKV ARI slasaðist á Sandskeiði rétt um miðnætti í gærkvöldi. Um 10 metrafall Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun fallhlífarstökkv- arinn hafa fallið sem svarar 10 metrum og slasast talsvert. Kallað var á sjúkralið og lögreglu og var hinn slasaði á leið á slysadeild Borgarspítal- ans þegar blaðið fór í prentun. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 15 manns til fangels- isvistar en sýknaði þijá af ákærum um aðild að stóra fíkniefnamálinu, sem snerist um ætlaðan innflutning á allt að 40 kg af hassi og 6 kg af amfetamíni. Meintur höfuðpaur málsins, Ólafur Gunnarsson, 39 ára, var dæmdur í 410 árs fangelsi. Hann var sýknaður af 4 af 13 ákæru- atriðum en dæmdur fyrir aðild að innflutningi á 19,6 kg af hassi og 1.8 kg af amfetamíni og tilraun til innflutnings á um 900 grömmum af amfetamíni til viðbótar. Þorgeir Jón Sigurðsson, 30 ára, var dæmdur til 3 V2 árs fangelsis- vistar fyrir aðild að innflutningi á 18.8 kg af hassi og 1,9 kg af am- fetamíni. 54 ára gamall maður hlaut 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa bor- ið inn til landsins 7,3 kg af hassi og 800 g af amfetamíni. Ellefu manns til viðbótar hlutu 60 daga til 18 mánaða fangelsis- dóma. Tvær konur í hópi ákærðu voru sýknaðar af ákærum um að hafa tekið að sér að bera fíkniefni inn til landsins. I gær var einnig felldur dómur í máli sænsks ríkisborgara sem sakaður var um aðild að misferli hinna. Hann hafði verið framseldur til landsins meðan málið var á rann- sóknarstigi og handtekinn að nýju í Svíþjóð og sendur til landsins eft- ir að málið kom fyrir dóm. Hann var sýknaður af öllum ákærum. Ríkið greiði 10 af 12 milljónum til verjenda Með dómi Héraðsdóms var ríkis- sjóður dæmdur til að greiða 10 milljónir króna af þeim rúmu 12 milljónum sem vetjendum sakborn- inganna voru dæmdar í málsvarn- arlaun, þar á meðal 40% af máls- varnarlaunum Ólafs Gunnarssonar, 25% af málsvarnarlaunum 4 sak- borninga, 90% af kostnaði annarra sem sakfelldir voru að hluta en öll málsvarnarlaun þeir/a sem alfarið voru sýknaðir greiðast úr ríkissjóði. í dómi Héraðsdóms segir að þátt- ur sumra ákærðu í málinu hafi verið lítill og hefði í sumum tilvik- um verið heimilt að Ijúka þætti þeirra í samræmi við ákvæði rétt- arfarslaga um játningamál. Þyki því ósanngjarnt að dæma þá sem sakfelldir hafi verið að til að greiða málsvarnarlaun að öllu leyti. í málinu voru alls 18 manns sakaðir um innflutning á nær 40 kg af hassi og 6 kg af amfetamíni. ■ Höfuðpaurinn/6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.