Morgunblaðið - 23.06.1994, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.1994, Side 1
72 SÍÐUR B/C/D 139. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kjarn- orku- áætlun frestað Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gærkvöld, að stjórn- völd í Norður-Kóreu hefðu fallist á að fresta áætlunum sínum í kjarn- orkumálum. Hefur Bandaríkjastjórn í framhaldi af því ákveðið að taka upp viðræður við stjórnina í Pyongy- ang og hætta um sinn að minnsta kosti undirbúningi refsiaðgerða í öi-yggisráði Sameinuðu þjóðanna. „I dag höfum við fengið formlega staðfestingu á því, að stjórnvöld í Norður-Kóreu ætla að fresta í meg- inatriðum kjarnorkuáætlunum sín- um eða á meðan nýjar viðræður milli ríkisstjórnanna fara fram,“ sagði Clinton á fréttamannafundi í Hvíta húsinu. „Við höfum svarað þessu með tilkynningu um, að við séum tiibúnir til að hefja nýjar við- ræður í Genf í næsta mánuði." Eldsneyti ekki endurunnið Clinton sagði, að Norður-Kóreu- stjórn hefði tilkynnt, að kjarnakljúf- urinn í Yongbyon yrði ekki endur- hlaðinn kjarnorkueldsneyti og fyrra eldsneytið ekki endurunnið. Þá yrði eftirlitsmönnum Alþjóðakjamorku- málastofnunarinnar, IABA, leyft að vera áfram í landinu. Leyniþjónustur á Vesturlöndum telja, að í Yongbyon hafi verið framleitt efni í kjarnorku- sprengjur. Að sögn Ciintons munu viðræð- urnar við Norðuf-Kóreustjórn snúast um öryggis- og efnahagsmál og stjórnmálaleg samskipti og sagði að hann lokum: „Við fögnum þessari jákvæðu þróun og vegna hennar munum við fresta tilraunum okkar til að fá refsiaðgerðir samþykktar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna." ESB-fund- ur á Korfú LEIÐTOGAFUNDUR Evrópu- sambandsríkjanna hefst á grísku eynni Korfú á morgun og verður haldinn í höll þeirra dýrlinganna Milqáls og Georgs. Verður þar meðal annars gengið frá samstarfssamningum við Rússa og undirritaðir verða að- ildarsamningar Austurríkis- manna, Svía, Norðmanna og Finna. Þeir fyrstnefndu hafa þegar samþykkt þá í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Frakkar fara með her inn í Rúanda Samþykkt í öryggisráðinu en efasemdir um afskiptin Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær, að Frakkar sendu herlið til Rúanda til að stöðva manndrápin í landinu, en talið er, að um hálf milljón manna hafi látið þar lífið. Búist var við, að um 2.500 franskir hermenn færu inn í Rúanda nú í morgun frá Zaire. Reuter Rússar gerast aðilar að Friðarsamstarfi Atlantshaf sbandalagsr í kj a Samþykkja stækkun NATO Bill Clinton og Boris Jeltsín hittast á leiðtogafundi í september Edouard Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, sagði í gær, að franska ríkisstjórnin hefði ákveðið þessa aðgerð vegna þess, að önnur ríki hefðu látið undir höfuð leggj- ast „að stöðva einn mesta harm- leik síðari tíma“. Sagði hann, að frönsku hermennirnir yrðu fyrst sendir til svæðis þar sem lífi tútsí- manna væri ógnað af vopnuðum sveitum hútúmanna. Burt fyrir júlílok Balladur sagði, að frönsku her- mennirnir yrðu ekki í Rúanda leng- ur en út júlímánuð og þeir myndu ekki skipta sér af átökum stjórnar- hersins og uppreisnarmanna en verjast ef á þá yrði ráðist. Fimmtán ríki eiga sæti í örygg- isráðinu og voru 10 samþykk því að Frakkar skærust í leikinn en fimm sátu hjá. Gætir verulegra efa- semda um þessa aðgerð Frakka og skýrir það hve mörg ríki sátu hjá en þau voru Brazilía, Kína, Nýja Sjáland, Nígería og Pakistan. í Frakklandi eru skoðanir einnig skiptar og á þingi hefur verið spurt hvað gert verði, leysi eftirlitssveitir SÞ franska herliðið ekki af hólmi fyrir júlílok. Óttast sumir, að Frakk- ar muni ekki uppskera neitt þakk- læti fyrir hjálpina og lenda í sömu ormagryfjunni og Bandaríkjamenn í Sómalíu. Hefur franski kommún- istaflokkurinn boðað til útifundar til að mótmæla afskiptunum af ástandinu í Rúanda. Hóta að ráðast gegn frönsku hermönnunum Uppreisnarmenn í Föðurlands- fylkingu Rúanda, sem er aðallega skipuð tútsímönnum, eru einnig andsnúnir afskiptum Frakka og óttast, að þeir muni koma í veg fyrir sigur þeirra á stjórnarhernum. Hafa þeir hótað að snúast gegn frönsku hermönnunum. Þá vara þeir einnig við því, að afskipti Frakka geti orðið til að stríðið ber- ist yfir til nágrannaríkjanna. ANDREI Kozyrev ásamt Sergio Balanzino, aðstoðarframkvæmda- stjóra NATO, í aðalstöðvum bandalagsins í Brussel. ANDREI Kozyrev utanríkisráð- herra Rússlands tjáði fastafull- trúum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í gær að Rússar sam- þykktu fyrir sitt leyti stækkun NATO til austurs en þeir teldu þó að stækkun af því tagi ætti að bíða enn um sinn. Kozyrev undirritaði í gær sam- komulag um aðild Rússa að Friðar- samstarfi NATO en það felur í sér nána samvinnu í öryggismálum. Við þetta tækifæri sagði Koz- yrev fastafulltrúunum að Rússar kynnu enn að hafa áhuga á fullri aðild að Atlantshafsbandalaginu en þó ekki fyrr en eftir að önnur ríki Austur-Evrópu væru gengin til liðs við það. „Hann hljómaði mjög sáttfús og féllst á hugmyndina um stækkun NATO,“ sagði einn af yfirmönnum bandalagsins sem bað um að njóta nafnleyndar. „Við erum í sjöunda himni," bætti hann við. Allt til þessa hafa Rússar lagst af hörku gegn því að fyrrverandi bandalagsríkjum þeirra, svo sem Póllandi og Ungverjalandi, yrði boðin aðild að NATO. Bandalagið hefur fyrir sitt leyti samþykkt að bjóða nýjum ríkjum aðild en hvorki tímasett hvenær né nefnt þau sem til greina kæmu. í samtölum við fastafulltrúana sagðist Kozyrev þeirrar skoðunar að ekki bæri að stækka bandalagið fyrr en reynsla væri komin á Friðarsamstarfið. í yfirlýsingu sem gefin var út í höfuðstöðvum NATO í gær sagði að náðst hefði samkomulag um víðtækt samráð og samstarf við Rússa bæði innan og utan Friðar- samstarfsins. Næði það til sviða þar sem „framlag Rússa væri bæði einstakt og mikilvægt“. Leiðtogafundur Skýrt var frá því í Moskvu og Washington í gær að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefði þegið boð um að koma til leiðtogafundar við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Washington í september. Risasamn- ingur um olíuvinnslu Moskvu. Reuter. LÍKLEGT þykir, að samningar náist á þessu ári milli Rússa og ýmissa vestrænna olíufélaga um sameiginlega olíuvinnslu í norð- urhéruðum Rússlands. Talsmaður rússneska orku- málaráðurieytisins sagði, að lík- lega yrði gengið endanlega frá samstarfsverkefninu fyrir árslok en að því standa auk Rússa olíu- félögin Texaeo, Norsk Hydro, Exxon og Amoeo. Er samning- urinn upp á 45 til 58 milljarða dollara og á að standa í 47 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.