Morgunblaðið - 23.06.1994, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tíu kolateikningar Kjarvals finnast í gamla Stýrimannaskólanum
Merkileg viðbót
í sögu íslenskrar
myndlistar
TÍU stórar kolateikningar eftir Jóhannes Kjarval listmálara fundust á
háalofti Stýrimannaskólans síðastliðinn mánudag. Páll V. Bjarnason arki-
tekt segir það forréttindi að hafa uppgötvað myndirnar, en hann hefur
yfirumsjón með endurbyggingu á húsinu fyrir Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu. Segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fundinn merkileg-
an fyrir sögu íslenskrar myndlistar, ekki síst vegna þess að hluti teikning-
anna sýni glögglega forvinnu fyrir málverkið Fiskstöflun í Landsbanka
Íslands, sem sé ein fyrsta veggmynd íslensks listamanns sem unnin hafí
verið sérstaklega fyrir opinbera byggingu.
Vel varðveittar
Um er að ræða tíu stórar kola-
teikningar og stúdíur sem flestar
hafa verið límdar á léreft og eru í
góðu ásigkomulagi, að sögn Aðal-
steins Ingólfssonar listfræðings.
Ekki er talið líklegt að listamaður-
inn hafí gengið þannig frá þeim
sjálfur og eru uppi getgátur um að
þeim hafi verið komið fyrir sérstak-
lega í húsinu svo þær mættu geym-
ast. Að sögn Aðalsteins eru þijár
teikninganna sláandi líkar lands-
lagsmyndum frá Þingvöllum um
1930 sem hanga í Listasafni Is-
lands. Hinar sjö eru að sögn greini-
leg forvinna fyrir málverkið Fisk-
stöflun. Hefur Jóhannes S. Kjarval,
sonarsonur málarans, farið þess á
leit að Listasafn íslands varðveiti
myndimar, að sögn Aðalsteins.
Fundu stranga af tilviljun
Tildrög þess að teikningarnar
fundust voru þau að Páll bað smiði
að tæma háaloftið, sem þarfnast
einangrunar, til að vinsa úr því sem
fyndist og sjá hvort þar væri eitt-
hvað sem vert væri að hirða. „Með-
al þess sem kom í leitirnar voru
strangar af pappír og ýmiss konar
pappa og einn greinilega með kola-
teikningum. Ég rúllaði stranganum
út og sá að þarna var enginn við-
vaningur á ferð,“ segir Páll sem
ákvað að fara heim með strangann
og skoða teikningamar nánar. Seg-
ist hann hafa rennt gmn í hvers
kyns var og hringt í Aðalstein Ing-
ólfsson listfræðing sem komið hafí
að vörmu spori og staðfest að um
væri að ræða teikningar eftir Kjarv-
al. „Ég get ekki neitað því að þeg-
ar þetta var staðfest þurfti ég að
setjast niður. Vissi hreinlega ekki
hvaðan á mig stóð veðrið," segir
Páll.
Tengsl við Kjarval
Því má bæta við, að húsvörður
Stýrimannaskólans við Öldugötu
var Ingimar Benediktsson, bróðir
Sigurðar uppboðshaldara, sem var
einkavinur Kjarvals og mikill bóka-
og málverkasafnari. Meðal þess
sem fannst með myndum Kjarvals
var bunki af Daily Post, sem Sigurð-
ur gaf út fyrir herinn í stríðinu,
ásamt Stundinni, sem hann stofnaði
einnig og gaf út um tíma, eftir að
hann hætti útgáfu Vikunnar. Ingi-
mar Benediktsson geymdi ýmislegt
dót fyrir Sigurð bróður sinn um og
eftir 1950. Nokkm eftir að Sigurð-
ur lést, í desember 1970, tók Ingi-
mar geymsludót þetta saman og
afhenti ættingjum Sigurðar, það,
sem enn var í hans vörslu. Þar vom
engar fmmmyndir að verkum
Kjarvals, sem nú hafa fundist, Fisk-
stöflun eða Þingvallamyndum.
Morgunblaðinu er kunnugt um, að
ættingjar þeirra bræðra hafa aldrei
heyrt fmmmyndanna getið, en þó
gætu þessi tengsl við Kjarval hugs-
anlega skýrt tilvist myndanna á
þessum stað.
Morgunblaðið/Arnar Þór Hafþórsson
EINS og sjá má eru nokkrar vikur í að þessi vegur verði fær.
Myndin var tekin á Syðri-Fjallabaksleið fyrir skömmu. Það er
Hafþór Ferdinandsson sem stendur við vegskiltið.
Mikill snjór á hálendinu
ÓVENJULEGA mikill snjór er
víða á hálendinu og bendir flest
til að helstu hálendisleiðir verði
opnaðar heldur seinna en í með-
aiári. Kjölur verður opnaður fyr-
ir jeppaumferð um næstu helgi,
en samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni verða Sprengi-
sandsleið og leiðin í Landmanna-
laugar ekki opnaðar fyrr en eftir
mánaðamót.
Mikil snjóalög eru á Syðri-
Fjallabaksleið og í Landmanna-
laugum. Talsvert mikill snjór er
einnig á Sprengisandi og á Kili,
en þó alls ekki meiri en í meðal-
ári. Að sögn Hafþórs Ferdinands-
sonar, áhugamanns um fjalla-
ferðir, er jörð þurr þegar hún
kemur undan snjónum. Hann
sagði að spjór hopi hins vegar
hægt og ljóst sé t.d. að nokkuð
langt sé í að Syðri-Fjallabaksleið
verði fær.
Þó að Kjalvegur verði opnaður
fyrir jeppaumferð um helgina er
rétt að taka fram að vegurinn
er víða varasamur. Vegagerðin
mun lagfæra veginn næstu daga,
m.a. bera í hann þar sem þess
þarf.
Erlendir ferðalangar bíða þess
margir með óþreyju að geta farið
inn á hálendið. Sumir fara þó af
stað þó að bannað sé að aka á
bilum inn á hálendisvegina. Þann-
ig fór einn útlendingur á hjóli inn
að Hveravöllum um síðustu helgi.
»» 1 g* i Morgunblaðið/Golli
Sogulegur fundur
EIN kolateikninganna tíu, sem er uppkast að málverkinu Fisk-
stöflun, og er í Landsbankanum.
Morgunblaðið/Bjarni
Veggmyndin Fiskstöflun, sem Kjarval málaði á vegg í Lands-,
bankanum við Austurstræti.
Staða prófessors í fiskifræðum við HÍ
Hæfniskröfum
fylgt út í æsar
MEÐAL umsækjenda um stöðu prófessors í fískifræðum við líffræði-
skor Háskóla íslands voru margir virtir vísindamenn en dómnefnd komst
þó að þeirri niðurstöðu að enginn þeirra uppfyllti sett skilyrði. „Okkur
er mjög í mun að þetta verði allt saman mjög vel gert og þess vegna tel
ég að dómnefndin hafí tekið hlutverk sitt mjög alvarlega," sagði Sigurð-
ur Steinþórsson, forseti raunvísindadeildar Háskólans.
Staðan var auglýst innanlands og
í tímaritunum Nature og Science en
í dómnefndinni sátu Agnar Ingólfs-
son prófessor fyrir hönd Háskólans,
og tveir virtir erlendir vistfræðingar,
Jörgen Fyhn frá Bergen og Joseph
Horwood frá Bretlandi. Ellefu um-
sóknir bárust en fimm drógu um-
sóknir sínar til baka. Komu því sex
til álita dómnefndar en meðal þeirra
voru þrír íslendingar; Sigfús A.
Schopka, fiskifræðingur á Hafrann-
sóknastofnun, Sigurður Snorrason,
Aðferð við
bólu setn-
ingu þróuð
FYRIRTÆKIÐ Lyfjaþróun hf. vinn-
ur nú að lokaátaki í rannsóknar- og
þróunarverkefni á sviði lyfjafræði.
Er verið að þróa nýja aðferð við bólu-
setningu og ónæmisaðgerðir. Ef já-
kvæður árangur næst er talið að stór
markaður geti opnast.
Atvinnumálanefnd Reykjavíkur
samþykkti á fundi sínum nýlega að
styrkja þetta verkefni með 500 þús-
und krónum. Í umsögn Aflvaka
Reykjavíkur hf. um þetta mál segir
að svo virðist sem þessi tilraun geti
leitt af sér „nýja og byltingarkennda
aðferð við ónæmisaðgerðir og bólu-
setningu."
dósent í líffræði við Háskóla ís-
lands, og Skúli Skúlason, vatnalíf-
fræðingur á Hólum. Þá voru þrír
erlendir vísindamenn frá Kanada,
Bandaríkjunum og Indlandi meðal
umsækjenda.
Að sögn Sigurðar var dómnefnd-
inni gerð grein fyrir þeim reglum
sem gilda um þær kröfur sem gerð-
ar eru um hæfí umsækjenda um
prófessorsembætti. Skiptir þrennt
einkum máli í því sambandi; í fyrsta
lagi að rannsóknir og störf umsækj-
enda hafí verið á sama sviði og aug-
lýst prófessorsstaða, þ.e. á sviði
stofnvistfræði sjávarfíska. í öðru
lagi var lögð áhersla á að umsækj-
endur gætu sýnt fram á að þeir
hefðu birt margar greinar í alþjóð-
legum fagtímaritum og sýnt fram á
að þeir væru virkir í rannsóknum á
því sviði og í þriðja Iagi voru gerðar
kröfur um reynslu af kennslu.
Stigagjöf
Sigurður sagði að nefndin hefði
fylgt leiðbeiningunum út í æsar og
umsækjendur hefðu þurft að ná til-
teknum fjölda stiga yfír fjölda birtra
greina í erlendum tímaritum, rann-
sóknir og kennslu sem nefndin hafí
stuðst við. Enginn umsækjendanna
sex uppfyllti öll þessi hæfisskilyrði.
Líklegt er að staðan verði auglýst
aftur eftir einhvern tíma en að sögn
Sigurðar hefur líffræðiskor verið
falið að gera tillögur um framhald
málsins. Einnig er hugsanlegt að
auglýst verið kennaraembætti í stað
prófessorsstöðu.
Athöfn
ásatrúar-
manna
frestað
EKKERT verður
af innsetningu
nýs allsheijar-
goða á Þingvöll-
um í dag eins og
ráðgert hafði
verið. Ástæðan
er ágreiningur á
milli Þingvalla-
nefndar og for-
ystumanna ása-
trúarsafnaðarins um hvar at-
höfnin eigi að fara fram.
Ásatrúarsöfnuðurinn hafði
undirbúið að setja nýjan alls-
herjargoða inn í embætti með
formlegum hætti í dag, en þenn-
an dag kalla heiðnir menn Þórs-
dag. Athöfnin átti að fara fram
í Almannagjá við lúðraþyt og
helgiathafnir að heiðnum sið.
Þingvallanefnd frétti af þess-
ari athöfn í útvarpi fyrir nokkr-
um dögum og mun það hafa
hleypt ákveðinni stífni í sam-
skipti nefndarinnar og forystu-
manna ásatrúarsafnaðarins.
Nefndin bauð söfnuðinum að
vera með sína athöfn utan helg-
ustu staða þjóðgarðsins, en því
höfnuðu ásatrúarmenn og
ákváðu að fresta athöfninni um
ótiltekinn tíma.
Hluthafa-
fundur boð-
aður 2.júlí
SAMKOMULAG hefur tekist
milli stærstu hluthafa í íslenska
útvarpsfélaginu um að hluthafa-
fundur í félaginu verði haldinn
2. júlí. Samkomulagið tókst fyrir
milligöngu viðskiptaráðuneytis-
ins.
Nýr meirihluti í félaginu hafði
óskað eftir því við viðskiptaráð-
herra að hann boðaði hluthafa-
fund. Ráðherra hafði lýst því yfir
að hann myndi verða við þeirri
ósk sem sett var fram á grund-
velli lagaákvæða í hlutafélaga-
lögum. Stjóm félagsins hafði
ákveðið að boða til hluthafafund-
arins en formgalli var á boðun
hans. Samtöl sem ráðuneytið átti
við lögfræðinga stærstu hluthafa
í félaginu leiddu síðan til þess
að samkomulag náðist um dag-
setningu og fyrirkomulag fund-
arins og verður því fundurinn
haldinn á vegum fráfarandi
stjómar félagsins. Þorkell Helga-
son, ráðuneytisstjóri í viðskipta^-
ráðuneytinu, sagði að ráðuneytið
muni ekki hafa frekari afskipti
af málinu.
Oddi braut
samkeppn-
islög
SAMKEPPNISSTOFNUN hef-
ur beint þeim tilmælum til
Prentsmiðjunnar Odda að hún
Iáti nú þegar af ummælum um
samkeppnisaðila sinn, Kristján
Gissurarson. Stofnunin telur að
ummæli sem Oddi viðhafði um
pappír sem Kristján Gissurarson
selur samræmist ekki 20. og 21.
grein samkeppnislaganna.
Þau ummæli sem hér um
ræðir voru viðhöfð í dreifibréfi
sem Oddi sendi viðskiptamönn-
um sínum. Oddi fullyrti þar að
náttúruvænn pappír sem Krist-
ján Gissurarson selur væri mun
iakari að gæðum en pappír sem
Oddi selur.