Morgunblaðið - 23.06.1994, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ
8 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
FRETTIR
Maríulox borgarstjórans
Ingib/örg Sólrún Císladóttir, borgarstjórinn í
Reykjavík veiddi fyrsta laxinn í Cllibaánum, á
þessu sumri, ígœrmorgun.
Svona engan æsing. Ætli ég prjóni ekki eitthvað fallegt á þig fyrst ljúfurinn...
FALLEG veiði af Brennunni, f.v. Garðar Sigurðsson, Guðmundur
Þór Vilhjálmsson og Sigurður Garðarsson með allt að 14 punda fiska.
Allt er
að fara á
fulla ferð
MIÐFJARÐARÁ var síðust hinna
frægari áa á Norðurlandi til að verða
opnuð, eða eftir hádegi 20. þ.m.
„Við erum mjög hressir með byijun-
ina að þessu sinni. Síðustu sumur
hefur þetta verið lélegt, lítið af laxi
og kalt. Nú er áin hæfíleg, aðeins
lituð, og fyrsti dagurinn gaf 21 lax.
Menn höfðu séð lax víða á svæðinu
og þessi afli kom því ekki svo mjög
á óvart,“ sagði Böðvar Sigvaldason
á Barði um opnunina í Miðfjarðará.
Laxamir veiddust víða um svæðið,
en mest þó í Kistunum og Hlíðar-
fossi í Vesturá. Einnig í Ármótum
Austurár og Núpsár, Teighúsahyl í
Miðfjarðará og Langhyl í Vesturá.
Einnig hefur veiðst lax frammi í
Túnhyl, sem ekki er algengt svo
snemma á veiðitíma.
Laxamir í Miðfjarðará voru allir
stórir rétt eins og í flestum eða öllum
ám landsins nú í upphafi vertíðar.
Stærsti laxinn var 18 punda, veiddur
í Hlíðarfossi, en þeir smæstu vom
9-10 pund. Meðalþunginn 12-13
pund. Athygli vekur að enginn lax
veiddist í Austurá ofan Ármóta.
Hann sást þar þó, t.d. í Hlaupunum,
en tók ekki. Er rætt var við Böðvar
í gærmorgun, höfðu nokkrir bæst
við, þrír kvöldið áður, en Böðvar vissi
ekki nákvæmlega hve margir á
morgunvaktinni, þar eð menn voru
enn úti að veiða.
Lífleg byijun í Álftá
Þrír laxar veiddust fyrsta daginn
í Álftá á Mýrum, sem er framúrskar-
andi þegar á er horft, að oftast nær
veiðist lítið eða ekkert i ánni í júní.
Laxamir þrír voru engin smásmíði,
að sögn Dags Garðarssonar, eins
leigutaka árinnar, 12, 15 og 16
punda, tveir veiddir á Kerfossbrún
og einn í Hrafnshyl. Veiðimenn sem
þarna renndu sáu lax víða, t.d. í
Kræklum, Hrafnshyl og Kerfossi.
Brennan sterk
Vel hefur veiðst á Brennunni í
Borgarfírði, vatnamótum Þverár og
Hvítár. Síðasta holl veiddi 11 laxa á
tveimur dögum á stangirnar tvær
sem þama renna og voru það allt
að 14 punda fískar. í aflanum voru
nokkrir nýgengnir smálaxar og voru
þeir allt niður í 3-4 pund. Stærsti
lax sumarsins til þessa var 17 pund,
en alls höfðu veiðst 32 laxar að sögn
Dags Garðarssonar.
„Núllað" í stóránum
Enginn lax veiddist á þremur
neðstu svæðunum í Stóru-Laxá
fyrsta veiðidaginn sem var á þriðju-
dag. Fregnir höfðu ekki borist af
efsta svæðinu. Fylgdi sögunni að áin
hefði verið mjög erfíð, vatnsmikil,
lituð og ísköld.
Þá náðist enginn lax á land í Sog-
inu sem var einnig opnuð á þriðju-
dag. Ámefnd SVFR fyrir Sogið opn-
aði ána fyrir löndum Asgarðs, Syðri-
Brúar og Alviðru, og sagði Ólafur
K. Ólafsson formaður að tveir laxar
hefðu tekið, en báðir sloppið.
Elliðaárnar lélegar
Léleg veiði hefur verið í Elliðaán-
um frá opnun 15. júní. í gærmorgun
voru aðeins 14 laxar komnir á land.
Besti dagurinn var 20. júní, er fjórir
laxar komu á land, en þeir veiddust
allir fyrir hádegi og daginn þar á
undan veiddist enginn lax. Teljarinn
sýndi 22 laxa skráða í gærmorgun.
Aðeins einn fiskur hafði veiðst fyrir
ofan Sjávarfoss, sá stærsti til þessa
11 punda fískur sem Vilhjálmur
Hjálmarsson veiddi á Alexöndru
númer 12 í Höfuðhyl. Aðeins tveir
aðrir fískar háfa veiðst á flugu, hin-
ir á maðk.
Þokkalegasta byrjun í Korpu
í gærmorgun voru komnir 11 lax-
ar úr Korpu, en þar hófst veiði á
þriðjudag. Stærsti laxinn var sá
fyrsti úr ánni, 12-pundari, en hinir
laxamir háfa verið meira í stíl við
Korpu, 3 til 5 pund. Flestir laxanna
veiddust á Pallinum og Gijótunum.
Góð silungsveiði hefur verið í Vol-
anum fyrir austan Selfoss að undan-
fömu að sögn Ágústar Morthens í
Veiðisport á Selfossi. „Bleikjan er
mætt og einnig nokkuð af sjóbirt-
ingi. Hafsteinn Páimi var héma
t.d.um helgina og fékk tuttugu físka,
1-4 punda. Þetta er skemmtilegur
veiðiskapur, “ sagði Ágúst.
Núpá á Snæfellsnesi hefur gefið
milli 40 og 50 laxa. Þetta er lítil
þriggja stanga á sem á sameiginleg-
an ós með Haffjarðará. Laxastofn
árinnar er lítill, en leigutakarnir
drýgja hann með sleppingum hafbeit-
arlaxa.
Hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni
Lengi fengist
við að semja
Sveinn Einarsson
Sveinn Einarsson
hlaut fyrstu verð-
laun í Klukku ís-
lands, smásagnasam-
keppni Ríkisútvarpsins
1994. Ríkisútvarpið Rás 1
stofnaði til keppninnar í
tilefni af 50 ára afmælis
lýðveldisins. Óskað var
eftir óbirtum smásögum
sem staðið gætu undir titl-
inum „Klukka Islands"
eða afbrigðum hans. Alls
bárust 106 sögur í keppn-
ina.
Að sögns Sveins var
hann staddur í Kaup-
mannahöfn þegar haft var
samband við hann og hon-
um sagt að hann hefði
unnið keppnina. Hann gat
ekki tekið við verðlaunun-
um þegar þau voru afhent
19. júní sl. af því að hann
var í Ósló á Akerhus-menningar-
hátíðinni en sérstakur hluti af
dagskrá hennar var helgaður is-
lenskri menningu vegna afmælis
lýðveldisins.
Sveinn var ánægður með úrsiit-
in og sagði að fólk tæki alltaf
þátt í keppni með von inni í sér.
„Ég segi alveg eins og er, mér
fínnst gaman að keppni. í þeim
er efnið metið út frá sjálfu sér
en ekki eftir því hvort búið er að
markaðssetja höfundinn. Keppni
er ágætt tækifæri fyrir þá sem
aðallega sýsla við annað.“
Að sögn Sveins hefur hann
lengi fengist við að semja en hann
hefur lítið haft sig í frammi með
afraksturinn. Hann skrifaði mikið
í menntaskóla og háskóla en
fannst það aldrei nógu gott. Síðan
tók leikhúsið við og skriftirnar
urðu ekki eins miklar. Sveinn
sagði að þær hefðu ágerst hjá sér
og hann hefði skrifað meira upp
á síðkastið.
Saga Sveins ber titilinn
„Klukkan í kirkjunni hans pabba“.
Að sögn Sveins fjallar hún um
framtíð okkar í þjóðakerfinu. Sag-
an er um íslenskan mann sem býr
í Frakklandi og er kominn á eftir-
launaaldur. Kona hans er látin,
synirnir orðnir fjölskyldumenn og
lítið orðið um tengsl við ísland.
Sagan gerist fyrsta daginn sem
maðurinn er ekki í fastri vinnu.
Hann fer að taka til gömul bréf
frá foreldrum sínum sem voru
bændafólk á íslandi. Eitt bréfið
kemur róti á manninn. Það segir
frá því þegar kirkjan í sveitinni
fauk en klukkan varð eftir af því
að hún var of þung.
Fjalla-Eyvindur í Ósló
Það var eiginkona Sveins, Þóra
Kristjánsdóttir, sem tók á móti
verðlaununum þar sem
hann var í Osló að
stjóma leiklestri á
Fjalla-Eyvindi eftir Jó-
hann Siguijónsson. Að
sögn Sveins var honum
boðið að leikstýra verkinu á vor-
menningarhátíð í Akerhuskastala.
Á þessari hátíð hefur skapast sú
hefð að flytja merk norræn verk.
Flutt hafa verið verk frá Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi. í ár var
ákveðið að hafa íslenskt verk í
tilefni af lýðveldisafmælinu.
„Þetta var ákaflega skemmti-
leg reynsla. Leikaramir urðu hug-
fangnir af efninu." Að sögn
Sveins vildu leikararnir ganga
skrefí lengra og setja verkið upp
í „alvöm" þegar þeir uppgötvuðu
hvað það var meiriháttar skáld-
skapur en þeir höfðu haft sínar
efasemdir um verkið.
Leikritið var flutt á nær öllum
► SVEINN Einarsson er fædd-
ur í Reykjavík árið 1934. Hann
lauk fil.cand.-prófi í almennri
bókmenntasögu, leiklistarsögu
og heimspeki frá Stokkhólms-
háskóla, og stundaði fram-
haldsnám í leikhúsfræðum við
sama skóla. Einnig stundaði
hann framhaldsnám í saman-
burðarbókmenntum og
frönskum leikbókmenntum við
Sorbonne-háskóla. Sveinn hef-
ur bæði verið leikhússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur og
Þjóðleikhússtjóri, og hefur
leikstýrt fjölda leikrita. Hann
var dagskrárstjóri Sjónvarps
frá 1989-1993. Hann starfar
nú hjá menntamálaráðuneyt-
inu, auk þess sem hann leik-
stýrir og fæst við skriftir.
Norðurlandamálunum enda voru
leikararnir frá Svíþjóð, Finnlandi,
Færeyjum og íslandi. Það voru
Anne Krigvoll, Knut Risan, Lasse
Pöysti, Borgar Garðarsson, Hjalti
Rögnvaldsson og Annika Jo-
hannssen frá Konunglega leikhús-
inu í Kaupmannahöfn sem tóku
þátt í leiklestrinum. Að sögn
Sveins var troðfullt í aðalsalnum
í Akerhuskastala og þurfti að
bæta við stólum.
Bandamannasaga gerir
víðreist
Sveinn fór einnig til Ósló vegna
sýninga á Bandamannasögu á
hátíðinni í Akerhus. Hann leik-
stýrði verkinu fyrst fyrir tveimur
árum á Listahátíð í Reykjavík, en
þar var það sýnt í tengslum við
Norræna leiklistardaga. Síðan þá
hefur leikritið verið sýnt víða og
segir Sveinn að leik-
hópurinn hafi þurft að
afþakka fleira en eitt
boð. Hópurinn hefur
sýnt í Finnlandi, Bret-
landi, Færeyjum og
Þýskalandi, og í haust á að sýna
í Danmörku.
Sveinn sagði að verkið næði
yfir öll tungumálavandamál. í því
væri sungið, leikið með brúðum
og flutt nútímarapp. Hann sagði
að leikhópurinn væri skemmtileg-
ur og að hann langaði til að vinna
meira á þennan hátt við að fram-
reiða íslenskan menningararf.
Verðlaunasaga endurflutt á
Jónsmessu
Eftir að verðlaun höfðu verið
afhent sunnudaginn 19. júní var
saga Sveins lesin á Rás 1. Hún
verður endurflutt á Rás 1 föstu-
daginn 24. júní klukkan 10.10.
Mér finnst
gaman að
keppni