Morgunblaðið - 23.06.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.06.1994, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR VIKUNNAR Raðgreiðslurnar bera hæstu leyfilegu vexti SOL OG SUMAR UPP A KRIT ? Hvað kostar að fá lán fyrir sumarleyfisferðinni. LANSKJOR: ___ Vaxtaprósenta: 10,2% Gjalddagar 6, mánaðarl. Kostn. pr. gjaldd. 100 kr. LANTOKUKOSTNAÐUR LánskosÍnMlMrooo.- Vextir: 6.157,- Kostn. v. gjaldd.: 600.- Lántökukostn. alls: 13.757 kr. Útreikningar eru fengnir hjá Visa Island. Eurocard býður svipuð kjör, en kostnaður vegna gjalddaga er þar 150 kr. pr. gjalddaga. Gólfdúkar úr nátt- úrulegum efnum KJARAN hf. hefur nú hafið inn- flutning á nýjum gólfdúkum, svo- kölluðum Artoleum-dúkum, fram- leiddum úr náttúrulegum efnum og er sýning á þeim í húsakynnum fyrirtækisins í Síðumúla 14 til loka júnímánaðar. Þetta er ný tegund af „linole- um“ sem er árangur fimm ára þróunarstarfs hjá Forbo-Kromm- enie í Hollandi sem er stærsti lin- oleum-framleiðandi í heimi. Kostnaður við þróunarstarfið er nú komin í 3,5 milljarða ísl. króna. Framleiðslan er byggð á nýrri og áður óþekktri framleiðsluaðferð Lakkrís- neysla áhættusöm? HÓFLEG lakkrísneysla kann að vera áhættuþáttur fyrir háan blóðþrýsting, skv. niðurstöðum nýlegrar íslenskrar rannsóknar. Frá þessu segir í Læknablaðinu. Fengnir voru 30 heilbrigðir sjálfboðaliðar til að neyta 100 g af lakkrís daglega í 4 vikur og var notast við svartan, íslenskan lakkrís. Rannsóknin sýndi mark- verða hækkun á blóðþrýstingi, bæði hjá körlum og konum, en meiri hjá konum, og var mest í 3. viku. nn P^■jKr iggjffr Eccentrics Naturals rj^S. Blues Impression- ists 1.’ ' .« Poetics Orientals Nýju dúkunum er skipt í sex mismunandi litahópa, sem hver um sig býður upp á ólíkar litasam- setningar. og að sögn Halldórs A. Halldórs- sonar, sölustjóra, sem segir að hér sé á ferð bylting á gólfdúka- markaðnum. Allt frá miðjum 5. áratugnum hefur linoleum einungis fengist einlitt eða með marmaraáferð. Með áður óþekktri framleiðslu- tækni er nú hægt að raða niður litum í dúkinn af miklu meiri nákvæmni en áður var. Artoleum- dúkum er skipt í sex mismunandi litahópa og hefur þar ipeð hefð- bundnum takmörkunum í mynstursamsetningum verið rutt úr vegi auk þess sem vænta má fleiri tilbrigða á næstunni. Þá býður hver og ein af litalínunum sex upp á innbyrgðis ólíkar lita- samsetningar. Loks má geta þess að fermetrinn kostar staðgreiddur 1.950 krónur. Tæplega 14 þús. kostn- aður leggst á 200 þús. kr. lán, sem borgað er með jöfnum afborgunum á 6 mán. Þar af fer rúm- ur helmingur í lántöku- kostn. eða 7 þús. kr. ÞEGAR keyptar eru ferðir til útlanda hjá ferðaskrifstofunum er hægt að semja um raðgreiðslur. Algengast er 3ja-6 mánaða greiðslutímabil sumar- leyfisferða þó dæmi séu um allt að tíu mánaða jafnar afborganir. Sam- kvæmt upplýsingum frá ferðaskrif- stofunum er nokkuð algengt að menn nýti sér raðgreiðslur þó þeim fylgi nokkur kostnaður, enda er hér um að ræða lán á hæstu leyfílegu vöxtum hverju sinni. Auk þess verða menn af 5% staðgreiðsluafslætti, sem flestar ferðaskrifstofur veita viðskiptavinum, sé ferðin greidd út í hönd. Verðkönnun vikunnar er að þessu sinni helguð sumarfríinu, en í því dæmi sem við ákváðum að taka fyrir, er gert ráð fyrir 3ja vikna ferð til útlanda fyrir kjamafjölskylduna, það er hjón og tvö böm, og gerum við ráð fyrir að ferðin kosti 200 þúsund krón- ur. í þeirri tölu er flug báðar leiðir fyrir alla fjölskyldumeðlimi, flugvalla- skattar, ferðir til og frá flugvelli, hótel- kostnaður og íslensk fararstjórn. Gert er ráð fyrir að fjölskyldan haldi utan í byijun júlí og borgi ferða- lagið upp á sex mánuðum. Gengið verður frá kaupum þann 1. júlí, sem er þá jafnframt fyrsti vaxtadagur, en fyrsti gjalddagi af sex er 31. júlí og síðan mánaðarlega uns lánið er að fullu greitt 31. desember 1994. _Sam- kvæmt upplýsingum frá VISA Island eru vextir af raðgreiðslum breytilegir, en taka má hæstu leyfilegu vexti á hverjum tíma. Sem stendur nema vextimir 10,2%. Auk þess leggst 3,5% lántökukostnaður á upphaflega láns- upphæð, sem í tilfelli fjölskyldunnar eru 7 þús. kr. Þá rukkar kortafyrir- tækið inn 100 kr. þjónustugjald á hvern gjalddaga og er það eini kostn- aðurinn, sem korthafinn verður fyrir af hálfu þess. Samkvæmt útreikningum þarf fjöl- skyldan að greiða tæpar 14 þúsundir króna í kostnað vegna raðgreiðsln- anna. Hann skiptist þannig að 7.000 kr. fara í stimpil- og lántökugjöld, vextir nema 6.157 krónum og korta- fyrirtækið innheimtir 600 krónur vegna sex gjalddaga. Samtals er þetta 13.757 kr. Ef lánið er gi-eitt upp fyrir loka- gjalddaga á skuldari rétt á lækkun lánskostnaðar, sem nemur þeim vöxt- um eða öðrum kostnaði sem greiða átti eftir greiðsludag. Aftur á móti fellur á lánið vanskilakostnaður sé ekki greitt á gjalddaga. Vasasími Sauðárkróki. í TILEFNI Sumarsæluviku Skag- firðinga sem nú stendur yfir tóku sig saman forsvarsmenn veit- ingahúsanna á Sauðárkróki og létu sérbrugga bjór fyrir vikuna. Bjórinn ber nafn eins af þekkt- ustu alþýðulistamönnum þessa Iands, Skagfirðingsins Sölva Helgasonar, sem gjarnan nefndi sig Sólon íslandus. Þegar fyrsta sending af þessum „eðalvökva" barst til Sauðár- króks var gestum og gangandi boðið að bragða á Sólon. Fyrir því stóðu Elías Guðmundsson Hótel Mælifelli, Vigfús Vigfússon Hótel Áningu, María Björk Ingvadóttir Kaffi Krók, Örn Ingi Skagfirskur mjöður á Sumar- sæluviku frkvstj. Sumarsæluviku og Guð- mundur Jónbjörnsson Pizzahús- inu Pollanum. Var það mál manna að bjórinn væri mjög bragðgóður og ekki talið líklegt Morgunblaðið/Björn Björnsson að birgðir entust lengi. Miði flös- kunnar er ein af teikningum Sölva Helgasonar, mannsmynd, líklega sjálfsmynd, með miklu rósaflúri umhverfis, en á bakhlið flöskunnar stendur: „Sólon ís- landus, skagfirskur mjöður“ og síðan er vísa um Sölva Helgason eftir ókunnan höfund: í minnisranni margvitur, málverkanna snillingur, Helga sannur Sölvi bur, Sólon annar, spekingur. Sólon íslandus verður til sölu á öllum þeim stöðum, sem hafa vínveitingaleyfi í Skagafirði, á meðan á Sumarsæluviku stendur. Lítill sími sem jafnvel má fara með til útlanda í ágúst er áætlað að nýtt far- símakerfi verði komið upp hjá Pósti og síma. Kerfið er staf- rænt af GSM gerð og er dýr- ara en venjulega farsíma- kerfið. Símarnir sem um ræðir eru fyrirferðarlitlir, þeir nettustu eru einungis nokkur hundruð grömm að þyngd og því auðvelt að hafa þá í vasa eða veski. Símana er góðu móti hægt að nota innanhúss og lítið mál að slá á þráðinn þegar beðið er í biðröð í banka eða verið að bíða við kassa í stór- markaði. Fljótlega geta íslendingar notað þennan síma á ferð um Evrópu. þýðir að íslendingar á ferð í útlönd- um geta bara haft símann í vasanum og hringt frá Evrópu heim til ís- lands og símtölin fara þá á reikning- inn heima. Enn hefur ekki verið ákveðin gjaldskrá fyrir símtöl er- lendis frá. Það Að sögn Hrefnu Ingólfsdótt- ur upplýsingafulltrúa Pósts og síma þarf að gera sérstakan samning um notkun símanna í landi og um áramót ætti ninnsta kosti að vera hægt að notfæra sér kerf- ið á Norðurlöndum, í Hollandi og Sviss. í fyrsta áfanga er áætlað að kerfið verði sett upp á höfuðborg- arsvæðinu og í Kefla- vík og farsímasamband á einnig að nást á vegin- um milli staðanna. Kerf- ið verður einnig virkt á Akureyri frá upphafi. Þegar er farið að prufu- keyra kerfið á höfuðborg- arsvæðinu. Jdýrara en hafa venjulegan farsíma Umræddir símar í GSM far- símakerfinu munu að sögn Hrefnu kosta frá fimmtíu til hundrað þúsund krónur og verð- ur stofngjaldið 4.358 krónur, ársfjórðungsgjald 1.898 krónur og mínútan 25 krónur milli 8 og 22 á virkum dögum og milli 8 og 18 um helgar. Á öðrum tímum verður sama gjald og í farsímakerfinu 16.60 krónur mínútan. f í f í f f f f I i i f I < f s i f f f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.