Morgunblaðið - 23.06.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.06.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 21 LISTIR Ný ljóðabók eftir Matthías Johaunessen Matthías Johannessen HINN 17. júní gaf Bókmenntafélagið Hringskuggar út ljóðabókina Land mitt og jörð eftir Matthías Johannessen. Bókin er 53 síður að stærð í A5-broti. Kápumynd gerðí Gylfi Gíslason mynd- listarmaður. í fréttatilkynningu útgefanda segir að heiti bókarinnar, Land mitt og jörð, gefi glögga mynd af yrkisefni skáldsins og óþarft sé að fara nánar út í þá sálma hér. Verð bókarinnar í verslunum er 980 krónur, en 750 krónur til féiagsmanna Bókmenntafélagsins Hringskugga. Þess má að lokum geta, að 50 eintök eru tölu- sett og árituð af skáldinu. FRÍÐUR Sigurðardóttir og Halla Soffía Jónasdóttir með undirleikara sínum Kára Gestssyni. Tónleikar á Dalvík TÓNLEIKAR verða í Dalvíkurkirkju á morgun föstudaginn 24. júní kl. 21. Fríð- ur Sigurðardóttir sópran og Halla S. Jóns- dóttir sópran syngja einsöng og tvísöng. Kári Gestsson leikur með á píanó. A efnisskrá eru íslensk tvísöngslög í meirihluta, en einnig eru einsöngslög eft- ir Sibelius, Börresen o. fl. íslenskir höf- undar eru Eyþór Stefánsson, Pétur Sig- urðsson, Jón BJörnsson, Bjarni Þorsteins- son, Sigurður Þórðarson, Þórarinn Guð- mundsson, Friðrik Jónsson, Karl Ó. Run- ólfsson, Sigurður Demetz Fransson, Björgvin Þór Valdimarsson og Ingi T. Lárusson. Miðasala er við innganginn. Nýjar bækur ■ Af blöðum Jóns forseta er komin út. Tilefnið er 50 ára af- mæli lýðveldis íslendinga og var útgáfudagur, fæðingardagur Jóns Sigurðssonar forseta, þann 17. júní. í kynningu útefanda segir: yJón Sigurðsson var ekki forseti Islands en hann var forseti íslend- inga í huglægum skilningi, frelsis- hetja og leiðtogi á torsóttri braut okkar til sjálfstæðis. Sem slíkan þekkjum við hann, en höfum síður gefið gaum að öðru sem þessi ein- staklega skarpskyggni og afkasta- mikli fræði- og stjórnmálamaður fékkst við og ritaði um. í málum fóstuijarðarinnar lét hann sér ekk- ert óviðkomandi sem miðað gat til framfara í landinu. Af blöðum Jóns forseta er sýnis- bók ritverka hans um önnur efni en sjálfstæðismálið. I henni er að finna ritgerðir um skólamál, versl- unaiTnál og heilbrigðismál. Tvær ritgerðir eru mestar - um skóla- mál og verslunarmál. Þær eru svo ítarlegar og efnismiklar að hvor fyrir sig nægir í heila bók og báð- ar eru brautryðjandi verk. Af blöð- um Jóns forseta er ætluð öllum íslendigum því að öll hljótum við að vilja kynnast nánar þjóðskör- ungi okkar sem við tengjum landi okkar og sjálfstæði með þjóðhátíð- ardeginum, fæðingardegi hans. Auk ritgerða Jóns Sigurðssonar er í bókinni aðgengileg ævisaga hans eftir Sverri Jakobsson sagn- fræðing sem valdi ritgerðirnar. Sverrir skrifar einnig stuttan inn- gang 'að hverri ritgerð og skýring- ar við þær.“ Af blöðum Jóns forseta, sem kemur út á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins, er bæði vegleg og falleg - sannkallað hátíðarrit. Bókin er 320 bls. prýdd um 20 myndum og kostar 4975 krónut', en er boðin á kynningarverði í sumar, 3980 krónur. Prentsmiðjan Oddi hf. í Reykjavík sá um prentun og bókband og útgefandi er Al- menna bókafélagið hf. Drogtir Kjólar Blússur Pils Ódýr náttfatna&ur g 11 Maestro Maestro Maestro Maestra Maestro Tvöfaldið möguleika ykkar - með því að velja Maestro debetkort! Það er snjall leikur að hafa kreditkort frá einu fyrirtæki - en debetkort frá öðru. Með því móti tryggið þið ykkur aðgang að fleiri en einu greiðsluneti um allan heim. Fáið ykkur Maestro debetkort í næsta banka eða sparisjóði. r r MEISTARIA SINU SVIÐI! Maestro Maestro Maestro Maestro Maestro

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.