Morgunblaðið - 23.06.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 23.06.1994, Síða 25
24 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994 2 5 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, . Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. HÆTTULEG KÓREUDEILA RÚMUM fjórum áratugum eftir Kóreustríðið á sjötta áratugnum eru blikur á lofti á ný á Kóreuskaga og ekki er lengur hægt að útiloka að til blóðugra átaka komi. Á undanförnum mánuðum hefur orðið ljóst að Kim Il-sung, einræðisherra norðurhlutans, er reiðubúinn að hundsa allar alþjóðlegar skuldbindingar til að geta hald- ið áfram framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Norður-Kóreumenn, sem halda því ennþá staðfastlega fram að þeir hafi ekki áhuga á kjarnorkuvopnum, hafa neitað alþjóðlegum eftirlitsmönnum að fylgjast með kjarnorkuiðnaði þeirra og virt öll fyrirmæii Sameinuðu þjóðanna að vettugi. Þessi nýja Kóreudeila er um margt sérstök. Annars vegar er hún líklega síðasta kaldastríðsdeilan. Kórea var, rétt eins og Þýskaland á sínum tíma, tákn um skiptingu heimsbyggðarinnar í tvær hugmyndafræðileg- ar herbúðir. Nú situr Norður-Kórea eftir sem síðasta vígi hins stalíníska alræðis. Hins vegar er Kóreudeilan einnig til marks um það hvaða mynd ríkjadeilur framtíð- arinnar gætu tekið á sig. Norður-Kórea er einangrað og fátækt ríki, sem lýtur stjórn einræðisherra, er svífst einskis. Efnahagslega og pólitískt skiptir Norður-Kórea engu máli á alþjóða- vettvangi. Vegna hernaðarmáttar síns og hugsanlegra gereyðingarvopna ógnar Norður-Kórea hins vegar öllu umhverfi sínu í þessum hluta Asíu. Talið er að hinn fjölmenni her Norður-Kóreu geti með sólarhrings fyrirvara hafið skyndisókn inn í Suður- Kóreu. Sumir hernaðarsérfræðingar eru jafnvel þeirrar skoðunar að höfuðborg Japans og herstöðvar Banda- ríkjamanna þar í landi séu í hættu ef til átaka kemur. Kim Il-sung hefði engu að tapa í styrjöld og óttast margir að hann myndi ekki hika við að beita taugagasi og jafnvel kjarnavopnum þó svo að það myndi kosta tortímingu Norður-Kóreu. Þetta er því ógn sem ber að taka mjög alvarlega. Það gerir líka deiluna enn flóknari að lítið sem ekk- ert er vitað um áform norður-kóreskra stjórnvalda og hvað fyrir þeim vakir. Deilan er að því leyti mjög ólík Persaflóadeilunni, þar sem ljóst var að Saddam Hussein sóttist eftir yfirráðum yfir nágrannarikjum sínum og olíuauðlindum þeirra. Markmið Norður-Kóreumanna eru ekki jafn gegnsæ. Hugsanlegt er að Norður-Kóreumenn ætli að byggja upp kjarnorkuvopnaforða til að geta beitt Vesturlönd þrýstingi og farið fram á efnahagsaðstoð og hagstæðan markaðsaðgang. Úkraínumenn hafa til að mynda reynt að leika svipaðan leik. Þá er margt sem bendir til að leiðtogar Norður- Kóreu telji að með því að hóta stríði geti þeir samið um að bandaríska herliðið hverfi á brott frá Suður-Kóreu. Þar með væri Norður-Kórea komin í óskastöðu gagn- vart nágrannaríkinu í suðri. Ef látið yrði undan hugsanlegum kröfum Norður- Kóreumanna um efnahagslega umbun yrði það eflaust til að draga tímabundið úr spennu á Kóreuskaga. Það gæti aftur á móti haft hrikalegar afleiðingar til lengri tíma litið ef ekki verður komið í veg fyrir kjarnorku- áform Norður-Kóreumanna. Það væri stórhættulegt fordæmi ef einræðisríki á borð við Norður-Kóreu tækist að storka umheiminum á þennan hátt og koma sér upp kjarnorkuvopnabúri. Það myndi ekki bara draga verulega úr pólitískum stöðug- leika í austurhluta Asíu heldur heiminum öllum. Stjórn- völd í Norður-Kóreu hefðu varla nokkrar siðferðilegar efasemdir varðandi útbreiðslu kjarnavopna og þar með væri búið að opna leið fyrir önnur einræðisríki til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN Lagadeilur um lögsögu BARENT&HAF Bjarnarey Jan Mayen Miðlína ISLAND RUSSLAND Fiskvemdarsvæði Norðmanna við Svalbarða GRÆNLAND Alþjóðadómstóllinn í Haag hefar komið veru- — lega við sögu í landhelgisbaráttu Islendinga. Guðmundur Sv. Hermannsson rekur þessa sögu í ljósi þess að undirbúningur virðist haf- inn af hálfu íslenskra stjórnvalda að vísa þang- að deilu við Norðmenn vegna fískveiða við Svalbarða. Ríkisstjórnin samþykkti á þriðjudag að leita álits við- urkenndra erlendra þjóð- réttarfræðinga á réttar- stöðunni á fiskverndarsvæði Norð- manna við Svalbarða. Fyrirhugað mun vera að leita til sérfræðinga sem eru vanir málarekstri fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag og því virð- ist ríkisstjórnin vera að undirbúa málssókn gegn Norðmönnum fyrir dómstólnum. íslendingar hafa aldrei rekið mál fyrir dómstólnum því þegar Bretar og Þjóðveijar kærðu þangað út- færslu íslensku landhelginnar í 50 mílur árið 1972 neituðu íslendingar að viðurkenna lögsögu dómstólsins í málinu og héluu ekki uppi vörnum. Það mál var þó talsvert annars eðlis en Svalbarðadeilan nú. Alþjóðadómstóllinn í Haag kom fyrst saman 1946 sem arftaki Fasta milli- ríkjadómstólsins. Samþykktir Al- þjóðadómstólsins eru hluti af sátt- mála Sameinuðu þjóðanna og því eru aðildarríki SÞ sjálfkrafa aðilar að dómstólnum. Ríki geta skuld- bundið sig til að hlfta lögsögu dóm- stólsins um allan lagalegan ágrein- ing varðandi túlkun samninga en Island hefur ekki gengist undir þetta ákvæði fremur en meirihluti aðildar- þjóða SÞ. Stærstur hluti mála er fyrir dóm- stólnum vegna þess að ríki gera með sér samkomulag um að vísa ágrein- ingsefnum þangað. í mörgum tilfell- um er einnig í gildi milliríkjasamning- ur milli ríkja sem kveður á um að deilumálum skuli vísað til dómstóls- ins. Þannig eru í gildi samningar milli Norðurlandaþjóðanna, sem gerðir voru árið 1930 í tilefni af Al- þingishátíðinni, þar sem löndin skuld- binda sig til að leggja innbyrðis rétt- ardeilur sínar fyrir Fasta alþjóðadóm- stólinn eða gerðardóm. A þessum grundvelli telja sérfræðingar að ís- lendingar geti vísað Svalbarðadeil- unni til Alþjóðadómstólsins. Umdeilt fiskverndarsvæði Svalbarðadeilan snýst í raun um það hvort Norðmenn hafi rétt til að úthluta fiskveiðikvóta á hafinu um- hverfis Svalbarða. 40 ríki eiga aðild að svonefndum Svalbarðasamningi og samkvæmt honum hafa Norð- menn -full yfirráð yfir eyjunum og er heimilt að grípa til verndarað- gerða sem eiga þó að koma jafnt niður á borgurum aðildarríkjanna. Þau ríki eiga svo jafnan rétt til veiða á landi og sjó innan fjögurra mílna lögsögu og til að nýta auðlindir á eyjunum. Norðmenn hafa síðan lýst yfir 200 mílna fis- kverndarsvæði umhverfis _________ Svalbarða og vísað í því " sambandi til laga um efnahagslög- sögu Noregs. Telja Norðmenn sig eina hafa rétt til að stjórna þar fisk- veiðum og úthluta kvótum. Deilurn- ar nú snúast einkum um það hvort Norðmenn eigi að þafa eignarrétt á fiskinum á þessu svæði, en síður um rétt þeirra til að stjórna þar fiskveið- unum út frá norskum fiskverndar- lögum. 4,12 og 50 mílur Alþjóðadómstóllinn í Haag tengd- ist að nokkru leyti útfærslu íslensku landhelginnar í fjórar mílur árið 1952. Skömmu áður hafði dómstóll- inn kveðið upp úrskurð í landhelgis- deilu milli Noregs og Bretlands vegna þess að Norðmenn höfðu dregið beinar grunnlínur milli ystu annesja, eyja og skeija og þvert fyrir mynni flóa og fjarða. Fjögurra mílna landhelgi íslendinga var svo ákveðin út frá grunnlínum sem dregnar voru á sama hátt. í deilu íslendinga og Breta sem fylgdi í kjölfarið bauðst ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar til þess að vísa málinu til Alþjóðadómstóls- ins en Bretar höfnuðu því. En árið 1961 var málskotsréttur til dóm- stólsins hluti af samningum milli Islendinga og Breta til að leysa lang- vinnar deilur vegna útfærslu ís- lensku landhelginnar úr fjórum míl- um í tólf. Mpð samningnum viðurkenndu Bretar 12 mílna landhelgi íslands og íslenska ríkisstjórnin lýsti því yfir að hún myndi halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Al- þingis um útfærslu fiskveiðilögsög- unnar við ísland. Ríkisstjórn Bret- lands yrði tilkynnt um slíka út- færslu með sex mánaða fyrirvara og risi ágreiningur um slíka út- færslu skyldi honum, ef annar hvor aðili óskaði, skotið til Alþjóðadóm- stólsins. Samskonar samningur var gerður við Þjóðveija. Deilt um samning Það var ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem færði út Iandhelgina 1958 en viðreisnarstjórnin svo- nefnda_ gerði þessa samn- Engin alþjóða- inga- Ólafur Thors þáver- |öa til um víð- andi forsætisráðherra áw.. llnHhllai safcrði á A1Úngi að hann attu landhelg. teIdi einna me«a ávinning af samkomulaginu við Breta að þaðan í frá myndi ekki ofbeldi eða hervald skera úr um hvort aðgerðir íslendinga yrðu virk- ar, heldur alþjóðalög og réttur eins og hann væri á hverjum tíma, að mati óvilhallra dómara. Og í ályktun Landssambands íslenskra útvegs- manna var því sérstaklega fagnað að ríkisstjórn Breta skuldbyndi sig til að hlíta úrskurði alþjóðadómstóls um frekari útfærslu landhelginnar. Stjórnarandstöðuflokkarnir Al- þýðubandalag og Framsóknarflokk- ur, sem höfðu verið í ríkisstjórn þeg- ar landhelgin var færð út 1958, gagnrýndu samningana hins vegar harðlega, sérstaklega ákvæðið um Alþjóðadómstólinn. Hermann Jónas- son formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi að með ákvæðinu um Alþjóðadómstólinn væru íslend- ingar að éta ofan í sig að þeir hefðu haft heimild til að færa út landhelg- ina án samþykkis Breta og lofuðu að gera það aldrei aftur. Lúðvík Jósepsson þingmaður Al- þýðubandalagsins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sagði meðal annars í þingræðu að ísland hefði afsalað sér einhliða rétti til frekari útfærslu fiskveiðilögsögunnar og taldi það algera blekkingu að halda því fram að raunverulega væri hægt að láta Alþjóðadómstólinn skera úr um deilur varðandi stærð landhelginnar. Ástæðan væri sú, að engin alþjóðalög væru til um víðáttu landhelgi. Lífshagsmunamál Undir lok sjöunda áratugarins hófst viðreisnarstjórnin handa við að undirbúa frekari útfærslu land- helginnar. í mars 1971 var reynt að ná samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu um stefnu i málinu en stjórnarandstæðingar kröfðust þess að landhelgissamning- unum við Breta og Þjóðveija yrði sagt upp. Ríkisstjórnin vildi hins vegar ekki ganga eins langt. Ný vinstri stjórn tók við völdum um mitt árið 1971 og í febrúar 1972 samþykkti Alþingi samhljóða þings- ályktunartillögu um útfærslu land- helginnar í 50 mílur þar sem sagði að ákvæði samn- inganna við Breta og Þjóð- verja teldust ekki lengur bindandi fyrir íslendinga. í apríl vísuðu Bretar form- lega deilumálinu um gildi samning- anna frá 1961 til Alþjóðadómstóls- ins. Mánuði síðar vísuðu Þjóðveijar sínum samningi til dómstólsins. íslenska ríkisstjórnin lagði áherslu á að forsendur samningsins frá 1961 væru brostnar vegna ger- breyttra aðstæðna. Sagði Ólafur Jóhannesson þáverandi forsætisráð- herra í þingræðu að ólíklegt væri að samningarnir hefðu verið gerðir hefðu menn þá séð fyrir framvind- una í fiskveiðum, fískveiðitækni og réttarskoðun í_ landhelgismálum. Og í bréfi Einars Ágústssonar utanríkis- ráðherra til dómstólsins í lok maí 1972 segir að þar sem samningnum hafi verið slitið hafi dómstóllinn ekki lögsögu í málinu. Mjög var um það deilt meðal ís- lenskra stjórnmálamanna hvort ís- lendingar ættu að veija málið fyrir Alþjóðadómstólnum. Lúðvík Jóseps- son segir í bók sinni Landhelgismál- ið að alþýðubandalagsmenn hafi tal- ið að ef Islendingar viðurkenndu lögsögurétt dómstólsins væri úti um allar tilraunir til að stækka lögsög- una um sinn, og ef íslendingar sendu fulltrúa til að taka þátt í mála- rekstri fyrir dómnum yrðu þeir óhjá- kvæmilega að hlíta úrskurði hans. Jóhann Hafstein formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði hins vegar í viðtali við Morgunblaðið á þessum tíma, að me_ð því að senda málsvara sinn gætu Islendingar engum rétti glatað en aðeins styrkt réttarstöðu sína. Mættu ekki Utanríkisráðherra tilkynnti Al- þjóðadómstólnum formlega 29. júlí 1972 að íslendingar viðurkenndu ekki lögsögurétt dómstólsins í land- helgismálinu og myndu því ekki taka þátt í málflutningi fyrir dómnum. 17. ágúst kvað dómstóllinn síðan upp bráðabirgðaúrskurð um að ís- lendingar ættu að hætta við að fram- fylgja reglugerð um útfærslu land- helginnar. I febrúar árið eftir úr- skurðaði dómstóllinn að hann hefði lögsögu í málinu á grundvelli samn- inganna frá 1961. Og árið 1974 kvað dómstóllinn upp efnisdóm í málinu, sem að hluta til var hliðhollur Islending- um þar sem útfærslan í 50 sjómílur var ekki talin almennt brot á þjóðarétti. Meginniðurstaða dóms- ins var þó sú að íslendingar yrðu að virða söguleg réttindi Breta og Þjóðveija á íslandsmiðum og veita þeim tímabundin veiðiréttindi innan Iandhelginnar í samræmi við það. En þegar hér var komið sögu höfðu aðstæður gerbreyst. Samið hafði verið við Breta og Þjóðveija í lok ársins 1973 um lausn landhelgis- deilunnar og undirbúningur að 200 mílna fiskveiðilögsögu var þegar hafinn. Útfærsla landhelgi lífs hagsmunir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðufiokksins, um lausnarbeiðni félagsmálaráðherra Setti J óhönnu engin skilyrði Formaður Alþýðuflokks- ins greinir í samtali við Agnesi Bragadóttur frá sínum sjónarmiðum varðandi lausnarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, seg- ist hafa flutt Jóhönnu Sigurð- ardóttur, félagsmálaráðherra, skilaboð frá æðstu stofnun Alþýðu- flokksins, flokksþinginu, á þriggja tíma fundi þeirra síðastliðinn sunnu- dag. „Eg setti Jóhönnu Sigurðardótt- ur engin skilyrði af neinu tagi,“ sagði Jón Baldvin þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Helsinki í Finnlandi síðdegis í gær. Jón Baldvin er væntan- legur til landsins síðdegis í dag og í kvöld er að hans sögn áætlað að þing- flokkur Alþýðuflokksins komi saman til fundar. Jón Baldvin segir að félagsmála- ráðherra hafi tilkynnt sér símleiðis á mánudagskvöld að hún hefði í hyggju, fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudag, að leggja fram lausnarbeiðni sína til forsætisráðherra. „Þetta var endan- leg ákvörðun, að hennar sögn, sem ég fékk engu um breytt,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin kvaðst hafa verið önn- um kafinn á fundum í Helsinki í Finn- landi og því hefði hann lítt fylgst með fjölmiðlaumfjöllun hér heima um málið, eða hvaða skýringar félags- málaráðherra hefði gefið opinberlega á afsögn sinni. „Að svo miklu leyti sem hún hefur borið við málefnalegum ágreiningi, hef ég þetta eitt um málið að segja,“ sagði Jón Baldvin: „Félagsmálaráð- herra efndi til þess sem hún kallaði uppgjör á nýafstöðnu flokksþingi, um forystu flokksins og boðaði stefnu- breytingar í ýmsum greinum. Flokks- þingið kvað upp úr um það mál. Það fór fram kosning um forystu flokksins og sú kosning varð afdráttarlaus. Að því er varðar meintan málefnaágrein- ing, þá kom enginn málefnaágrein- ingur fram á þinginu. Það er m.a. staðfest af því að mikilvægasta álykt- un þingsins, stjórnmálaályktun, var samþykkt í einu hljóði. Félagsmála- ráðherra virti þingið reyndar ekki þess, að sækja þingið eftir að form- annskjör þafði farið fram eða taka þátt í umræðum um málefnalegar niðurstöður. Þetta eru staðreyndir málsins." Jón Baldvin var spurður um hvað væri hæft í því að hann hefði í sam- tali sínu við Jóhönnu á sunnudag sett henni skilyrði: „Ég hef heyrt að það hafi verið staðhæft í íjölmiðlum að ég sem formaður flokksins hafi sett henni einhver skilyrði. Af því tilefni vil ég taka skýrt fram að fyrir því er ekki flugufótur. Ég setti Jóhönnu Sigurðardóttur engin skilyrði af neinu tagi. Að því erþetta mál varðar, skipt- ir það eitt máli úr samtali okkar, að ég minnti á niðurstöður flokksþings- ins, og spurði hvort það stæði, að hún eins og aðrir forystumenn flokksins, myndi una niðurstöðum flokksþings- ins og starfa af heilindum með.okkur hinum að því að framfylgja þeirri stefnu sem flokksþingið mótaði. Það eru ekki skilyrði — það eru skilaboð frá æðstu stofnun Alþýðuflokksins og þeim skilaboðum hljótum við öll að hlíta.“ Jóhanna Sigurðardóttir Davíð Oddsson „FélagsmálaráðKerra efndi til þess sem hún kallaði uppgjörá nýaf- stöðnu flokksþingi, um forystu flokksins og boðaði stefnubreytingar íýmsum greinum. Flokksþingið kvað upp úr um það mál.H - Hver verður næsti félagsmála- ráðherra? „Það ætla ég ekki að tilkynna sím- leiðis frá útlöndum. Það verður til- kynnt, þegar sú ákvörðun liggur fyr- ir. Menn verða að hafa í huga að afsagnarbeiðni ráðherra fer um hend- ur forsætisráðherra. Það er forsætis- ráðherra sem tekur við henni og á rétt á að áskilja sér einhvern tíma til þess að íhuga slíkt, og leita samráðs, m.a. við formann og forystu sam- starfsflokksins. Hins vegar er það lagakvöð, að um leið og forseti, að beiðni forsætisráðherra, staðfestir lausnarbeiðni, verður jafnframt á sama tíma að staðfesta hver fari með forsvar viðkomandi ráðuneytis. Þess- ar ákvarðanir verða teknar þegar ég er kominn heim og hef haft ráðrúm til eðlilegs samráðs við samstarfsfólk mitt.“ - Forsætisráðherra greindi frá því í ijölmiðlum í gær að þú hefðir í gærmorgun greint honum frá því hver yrði félagsmálaráðherra, en það væri í þínum verkahring að greina frá því opinberlega. Hvað vilt þú segja um þetta? „Þetta er á misskilningi byggt, en hvernig hann er til kominn, kann ég ekki að skýra,“ svaraði Jón Baldvin. - Rannveig Guðmunds- dóttir, formaður þingflokks Þ* Alþýðuflokksins, hefur sagt í fjölmiðlum að formaður flokksins hafi ekki umboð þingflokksins til þess að ákveða einn hver verði fé- lagsmálaráðherra. Hvað segir formaðurinn um það? „Ég hef aldrei leitað eftir því umboði.“ - Hvenær finnst þér eðli- legt að Jóhanna Sigurðar- dóttir hætti sem félags- málaráðherra? „Það er ákvörðunarefni forsætisráðherra, að höfðu samráði við mig og þing- flokk Alþýðuflokksins.“ — Hvenær mun það liggja fyrir hver tekur við af Jóhönnu? „Ég geri ráð fyrir því að það liggi fyrir fljótlega eftir að ég er kominn heim.“ - Liggur fyrir ákvörðun um það hvort óbreyttur þingmaður verður gerður að ráðherra, eða hvort ein- hver ráðherra Alþýðu- flokksins muni bæta við sig verkefnum í ríkisstjórn? „Nei, á þessari stundu liggur engin slík ákvörðun fyrir.“ - Er formaður Alþýðuflokksins hræddur um það, í kjölfar lausnar- beiðni Jóhönnu, að hún hyggi á sér- framboð? -t „Ég hef ekki hugmynd um hver eru áform félagsmálaráðherra. Hún hefur ekki skýrt mér frá þeim.“ - Forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra hafa greint frá þeirri skoðun sinni, hér í Morgunblaðinu og víðar, að brotthvarf Jóhönnu Sigurð- ardóttur úr ríkisstjórn veiki Alþýðu- flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Ert þú sammála þessu mati samráð- herra þinna úr Sjálfstæðisflokki? „Óeining í forystuliði er ævinlega til þess fallin að veikja flokka, meðan hún stendur yfir.“ - Ertu þeirrar skoðunar að brott- * hvarf Jóhönnu úr ríkisstjórn auki lík- ur á því að gengið verði til alþing- iskosninga í haust? „Nei, ég held að hugsanlegar haustkosningar ráðist af öðru,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráð- herra, að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.