Morgunblaðið - 23.06.1994, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJAN JONSSON
+ Kristján Jóns-
son var fæddur
í Reykjavík 4. apríl
1915. Hann lést í
Reykjavík 14. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Kristjánsson
læknir, sérfræðing-
ur í gigtar- og
hjartasjúkdómum,
f. á Breiðabólsstað
í V-Hún. 14. júní
1881, d. 17. apríl
1937, Jónssonar frá
Víðidalstungu og
Gróu Ólafsdóttur
frá Sveinsstöðum, A-Hún., og
Emilía Sighvatsdóttir, f. í Rvík
12. okt. 1887, d. 18. nóv. 1967,
Bjarnasonar bankastjóra og
Ágústu Sigfúsdóttur. Hinn 4.
apríl 1943 kvæntist Kristján
Grétu Austmann Sveinsdóttur,
f. á Patreksfirði 28. nóv. 1918,
Einarssonar rafvirkja, og Stein-
varar Gísladóttur. Sonur þeirra
er Jón fiskifræðingur, f. 22.
sept. 1943. Kristján lauk loft-
skeytaprófi 1934, símritara-
prófi 1963. Hann var loftskeyta-
maður í afleysingum á ýmsum
togurum 1934-35, loftskeyta-
maður og meðeigandi á togar-
anum Rán hjá hf. Rán í Hafnar-
firði 1935-39, loftskeytamaður
á togaranum Verði frá Patreks-
firði 1939-45, loftskeytamaður
á Reykjavikurradíói 1945-78,
síðustu árin sem yfirumsjónar-
maður. Hann fór oft afleysing-
artúra á þessum árum á farm-
skipum og togurum í sumarleyf-
um og vinnuskiptum og hefur
síðustu árin unnið ýmis störf,
m.a. á Vestmannaeyjaradíói,
Hornafjarðarradíói og á ýmsum
skipum. Útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni í dag.
í UPPHAFI fyrri heimsstyijaldar
varð togarinn Skúli fógeti fyrir því
að sigla á tundurdufl við austur-
strönd Englands. Fjórir menn fór-
ust, en aðrir í áhöfninni björguðust
á land við illan leik. Meðan beðið
var eftir því að sigla heim, dvöldust
skipbrotsmenn á sjómannaheimili,
þar sem blaðamaður frá London
vildi eiga viðtal við þá. Gestgjafi
vísað honum í setustofu, þar sem
íslendingarnir sátu og spjölluðu
. saman. Þegar blaðamaðurinn leit
hópinn, kom á hann undrunarsvip-
ur: „These gentlemen" gátu ekki
verið úr áhöfn botnvörpungs. Það
voru þeir nú samt, eins og gestgjaf-
inn varð að votta um, áður en blaða-
maðurinn lagði í að biðja um viðtal.
Þegar ég las þessa frásögn á sín-
um tíma, varð mér hugsað til fyrstu
kynna mir.na af Kristjáni Jónssyni
loftskeytamanni. Það var fyrir tíu
árum, að ég sigldi heim frá Eng-
landi á Dettifossi. Ég þurfti að
hringja í land og bankaði upp á hjá
loftskeytamanninum. Hann var
sýnilega mjög upptekinn, þar sem
hann sat við skrifborð fyrir framan
tækjabúnað sinn. Á meðan ég talaði
í símann, tók ég eftir því að hann
var með tvær opnar bækur á borð-
,inu og las í þeim á víxl. Mér þótti
w það dálítið óvenjulegt og spurði,
hvað hann væri að lesa. Kristján
útskýrði þá fyrir mér, að hann væri
að rifja upp þýskukunnáttu sína
með því að lesa Skáldatíma Laxness
í íslenskri og þýskri útgáfu. Við
tókum tal saman og kom þá í ljós,
að hann hafði mikinn áhuga á rann-
sóknum mínum á sögu íslands á
þessari öld, einkum stríðssögunni.
Þótti mér mjög fróðlegt
að ræða við hann um
það efni, því að hvort
tveggja var, að Kristján
var afar vel lesinn og
hafði sjálfur siglt næst-
um látlaust á ófriðar-
árunum á Patreksfjarð-
artogaranum Verði.
Var hann á skipinu,
þegar þýsk sprengju-
flugvél gerði harða
árás á það út af Önund-
arfírði 1942.
Þegar ég hitti Krist-
ján á Dettifossi, var
hann hættur sjó-
mennsku, en leysti kollega sína
stundum af, þegar þeir fóru í orlof.
Er skemmst frá að segja, að við
urðum fljótt mestu mátar á heim-
siglingunni og héldum góðum kunn-
ingsskap okkar á milli upp frá því.
Á þeim áratug, sem síðan er liðinn,
reyndist Kristján mér framúrskar-
andi heimildarmaður um allt, sem
laut að siglingum á stríðsárunum.
Ótal sinnum leitaði ég til hans með
spurningar um þau efni, og alltaf
hafði hann greinargóð svör, ef ekki
strax þá síðar eftir að hafa kannað
málið, rifjað upp atvik, litið í dagbók
sína, spurt gamla félaga eða
gluggað í prentaðar heimildir.
Vissulega var það svo, að Kristján
var mjög með hugann við reynslu
sína á ófriðarárunum eftir því sem
á ævi hans leið og gat af þeim sök-
um oft leyst greiðlegar úr spurning-
um mínum en ýmsir aðrir. En fleira
kom til. Kristján var að eðlisfari
mjög íhugull maður og hafði til að
bera skarpa athyglisgáfu og stál-
minni. Hann er svo sannarlega einn
minnugasti maður, sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni. Gilti einu hvort
um var að ræða æviatvik eða at-
riði, sem hann hafði numið af bók-
um. Allt var á sínum stað í minni
Kristjáns. Oft áskotnuðust mér rit-
aðar heimildir um þá hluti, sem
Kristján hafði áður rifjað upp við
mig, og ætíð undraðist ég, hve mjög
þær staðfestu frásagnir hans.
Andlegum kröftum sínum hélt
Kristján bókstaflega sagt til hinstu
stundar. Hann hafði verið hjartveik-
ur um skeið, veiktist hastarlega sl.
haust en komst þó heim af sjúkra-
húsinu fyrir jól og naut frábærrar
aðhlynningar hjá eiginkonu sinni,
Grétu Sveinsdóttur. Batinn var þó
hægur og nú í vor fékk Kristján
lungnabólgu og varð að leggjast
aftur á sjúkrahús, fársjúkur maður.
Þegar bráði nokkuð af honum, gerði
hann mér orð og bað mig að koma
með bókarkafla, sem hann hafði
lofað að lesa fyrir mig, áður en
hann veiktist. Ekki vildi hann svíkja
það og iék forvitni á að sjá niður-
stöður mínar. Þegar á sjúkrahúsið
kom, brá mér mjög að sjá, hve illa
Kristján var farinn, enda mátti hann
ekki við miklu og hafði verið í dauð-
anum fáeinum dögum áður. Ekki
hafði ég þó lengi rætt við hann,
fyrr en hann spurði, hvort ég væri
með kaflann. Mér vafðist tunga um
tönn, en sagði að hann gæti ekki
þreytt sig á því að fara að lesa.
Hann taldi engin vandkvæði á því,
en að lokum sættumst við á, að ég
iæsi upp fyrir hann helstu atriði
kaflans. Það gerði ég og bar undir
hann ýmislegt, sem hann greiddi
úr af sömu skarpskyggni og venju-
lega. Eitt sinn stöðvaði hann lestur-
inn, þegar hann heyrði nefnda tölu
eina og tengdi hana óðar við aðra
sambærilega tölu úr fyrra stríðinu,
sem ég hefði átt að muna og geta
um, en hafði steingleymt, þótt mér
þætti talan eitthvað kunnugleg.
LEGSTEINARl
MOSAIK H.F.
Hamarshöf ða 4 — sími 681960
MIIMNINGAR
Á náttborðinu hjá Kristjáni lá
bók, sem hann hafði keypt utan-
lands frá og borist hafði hingað,
meðan hann var sem veikastur.
Þessa bók hafði hann látið bera sér
á sjúkrabeð sitt og hafði lesið í henni
á milli þess, sem hann lá meðvitund-
arlaus. Sagði hann mér ýmislegt um
efni hennar.
Á þessum síðasta fundi okkar
skynjaði ég betur en nokkru sinni
fyrr þá seiglu, lífsvilja og æðru-
leysi, sem Kristján Jónsson var
gæddur. Líkaminn var að þrotum
kominn, en andinn óbugaður. Ég
þóttist finna þann styrkleika, sem
hafði enst honum og félögum hans
til að sigla á ryðguðum og fúnum
fleytum yfír úfið haf, þar morðtólin
ógnuðu þeim að ofan og neðan og
allt um kring.
Þessari hernaðarógn hafði Krist-
ján tekið af stillingu, eitthvað svipað
og sjómenn gera andspænis hætt-
um, sem jafnan steðja að lífí þeirra,
hvort sem friður eða stríð ríkir með
stórveldunum. En Kristjáni var nóg
boðið, þegar menn fóru að ofhlaða
togarana til að geta selt enn meira
af ísfíski í Englandi. Sjómenn þögðu
lengi yfir þessu háttalagi, en Krist-
ján rauf þögnina með greininni
„Gleypigangsstefnan“, sem birtist í
Sjómannablaðinu Víkingi 1944.
Taldi hann réttilega, að öryggi
skipshafna væri fómað fyrir
stundarágóða. Það þurfti einurð og
kjark til að skrifa slíka ádrepu und-
ir nafni, mitt í gróðavímu stríðsár-
anna, en margir sjómenn munu
hafa þakkað Kristjáni ritsmíð hans,
þótt hún fengi sjálfsagt engu breytt.
Fyrir utan áhuga á sagnfræði
áttum við Kristján það sameiginlegt
að vera „sveitungar". Æskuslóðir
okkar beggja voru miðbærinn í
Reykjavík, nánar tiltekið Kirkju-
torg, kennt við Dómkirkjuna. Á
þessum slóðum drottnaði Knatt-
spyrnufélagið Víkingur, og lék
Kristján í liði þess ásamt ýmsum
grönnum mínum og frændum á ár-
unum fyrir stríð. Var mikill og góð-
ur vinskapur með þeim Víkingum
og Kristján hélt alla tíð tryggð við
sitt gamla félag.
Ég fann oft á Kristjáni, þótt hann
segði það aldrei berum orðum, hve
vænt honum þótti um Reykjavík.
Hann hafði lúmskt gaman af því
að rifja upp heitið „Grimsby-lýður“,
sem andstæðingar þéttbýlisins not-
uðu stundum um Reykvíkinga á
fjórða áratugnum. Tók hann það
heiti mátulega alvarlega og hafði
alls ekki horn í síðu utanbæjar-
manna. Reykjavík var „togarabær-
inn“ og Kristján var um margt
dæmigerður fyrir þá sjósóknara,
sem mönnuðu togara- og farskipa-
flota landsins fram eftir öldinni. Það
er engin furða, þótt Bretar hafi
stundum villst á þeim og enskum
fyrirmönnum, eins og sagan hér í
upphafi sannar. Menning blómstraði
hér líka á mölinni og það báru þess-
ir hæversku sjómenn með sér, hvert
sem þeir fóru. Enn einn úr þessum
hópi hefur kvatt þetta líf, eftir lang-
an og farsælan starfsdag, sáttur við
Guð og menn. Ég hef enga tilraun
gert til að rekja ævisögu hans og
hef heldur engar forsendur til þess.
Þetta eru aðeins minningarbrot um
mann, sem miðlaði mér miklum
fróðleik um lífsstarf sitt og var mér
kær. Eiginkonu hans, Grétu, syni
hans, Jóni, og ljölskyldu allri votta
ég innilegustu samúð. Blessuð sé
minning Kristjáns Jónssonar loft-
skeytamanns.
Þór Whitehead.
Ég vil minnast vinar okkar og
félaga Kidda, eins og við ávallt
kölluðum hann. Kunningsskapur
okkar hófst vestur á Patreksfirði.
Hann var loftskeytamaður og því
einnig oft á símstöðinni hjá systur
minni Þórunni. Eiginmaður Þórunn-
ar, Jens Viborg vélstjóri, og hann
voru á sama skipi og tókust því
fljótlega traust og lærdómsrík
kynni á milli okkar. Snemma kynnt-
ist hann vinkonu minni, fallegri og
góðri stúlku, Grétu Sveinsdóttur,
sem varð síðar konan hans. Þrátt
fyrir að Kristján hafi flutt í heima-
haga konu sinnar, fjarri ástvinum,
varð hann aldrei einmana. Tengda-
foreldrar hans bjuggu einnig á
Kambi. Þeim þótti strax mjög mik-
ið til hans koma og tóku honum
opnum örmum. Vinkona mín var
einkabarn þeirra elskulegra hjóna
og var því yndislegt fyrir þau að
fá hann inn á heimilið. Kiddi var
afar lánsamur þar sem hann var
umvafinn kærleika á heimilinu, en
auk þess bjó þarna föðurbróðir
Grétu, yndislegur drengur, Lúðvík
að nafni. Kiddi og Gréta eignuðust
einn son, Jón, sem margir kannast
við í dag sem Jón Kristjánsson fiski-
fræðing og er elskulegur og dugleg-
ur drengur. Jón er kvæntur Björgu
Steingrímsdóttur og eiga þau hjón
tvö börn saman, Kristján og Stein-
vöru, hin mannvænlegustu börn.
Kiddi var búinn að sýna það í
verki bæði í blíðu og stríðu hvaða
mann hann hafði að geyma og þá
ekki síst núna síðastliðin tvö ár er
hann tókst á við erfið veikindi með
hugrekki og yfirvegun. Hann var
ætíð sami öðlingsdrengurinn, ró-
lyndur og kjarkmikill. Já, það er
leit að slíkum heiðursmanni sem
hann var.
Elsku Kiddi minn. Ég kveð þig,
því ég heyri og hugsa til þín er
heimsins öldur falla og hlusta og
heyri að það er verið að kalla.
Við hjónin þökkum þér og Grétu
af alhug allar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Far þú í friði,
friður guðs blessi þig.
Elsku Gréta mín, Nonni, Björg
og börn. Okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Hrefna Sigurðardóttir,
Kjartan Th. Ingimundarson.
Almættisins verk verða ekki séð
fyrirfram. Á þetta var ég svo inni-
lega minntur þegar ég kom í hlaðið
hjá Reykjavíkurradíó í Gufunesi
hinn 13. júní síðastliðinn ásamt
nokkrum nemendum af svokölluðu
GMDSS-námskeiði. Þeir voru að
koma í kynnisferð til TFA og TFW,
en þá blasti íslenski fáninn við,
dreginn í hálfa stöng. Ég átti alls
ekki von á að heyra andlátsfregn
Kristjáns Jónssonar loftskeyta-
manns, hins mætasta félaga okkar
sem gegnt hefur ritstörfum í út-
gáfunefnd Félags íslenskra loft-
skeytamanna síðustu 11 árin. Hann
var og kjörinn ritari stjórnar hinn
8. janúar 1984 og gegndi því starfi
í þágu félagsins til dauðadags. Ég
áleit að okkur myndi auðnast að
komast lengra áfram við það verk
sem við okkur blasir nú hjá félag-
inu, en við höfum orðið fyrir ófyrir-
sjáanlegum töfum með seinna bindi
bókarinnar „Loftskeytamenn og
fjarskiptin" sem félagið hefur af
veikum mætti verið að vinna að sl.
10-15 ár.
Við sem nutum þess að starfa
með Krisjáni Jónssyni í stjórn fé-
lagsins, ætluðumst til þess af for-
sjóninni að við fengjum að sitja
með honum fleiri fundi, þar sem
málefni loftskeytamanna yrðu til
umfjöllunar. En Kristján hefur und-
anfarin ár sýnt félaginu sérstakan
velvilja og fórnfýsi og lagt á sig
óhemju mikil störf við að dreifa
bókinni til félagsmanna og annarra
þeirra sem höfðu áhuga á ritinu sem
geymir æviágrip um þá loftskeyta-
menn flesta sem luku prófi í þess-
ari grein, ásamt yfirliti um fyrstu
ár fjarskiptanna hérlendis sem er-
lendis. Heildarsamantekt bókarinn-
ar var í höndum formanns ritnefnd-
ar, Ólafs K. Björnssonar loftskeyta-
manns, sem hefur lagt af mörkum
heilmikið og óeigingjarnt sagn-
fræðistarf við að taka saman helstu
ágrip fjarskiptanna fram til 1923.
Hann lét hvergi á sér bilbug finna
þótt hann, hin síðari ár, ætti ekki
vel heimangengt vegna heilsuleysis.
Þá gerði hann sér far um að koma
á skrifstofu félagsins að Borgartúni
18 og svara í símann og spjalla við
félagsmenn.
En eins og fyrr segir er nú eftir
að gera grein fyrir sögu fjarskipt-
anna fram til dagsins í dag sem
verður unnið að í náinni framtíð.
Þessi saga mun verða viss þáttur í
atvinnu- og menningarsögu Islend-
inga sem hafa oft verið tiltölulega
fljótir að tileinka sér tækniframfar-
ir. Fjarskiptin og atvinnan sem þeim
tengdist var mikilvæg fyrir alla
verslun og viðskipti með hvers kyns
afurðir sem selja átti erlendis, t.d.
fiskafurðir sem koma varð á mark-
að og í verð sem fyrst.
Þótt breytingar hafi átt sér stað
á sviði fjarskipta í þá veru að nú
eru tækin auðveldari í notkun og
ekki eins viðkvæm, þá er þörfin
fyrir hvers kyns fjarskipti enn að
aukast.
Kristján lauk prófi úr loftskeyta-
skólanum 1934 og símritaraprófi
1963. Þegar hann útskrifaðist voru
krepputímar, ekki ólíkir þeim sem
nú ríkja hér á landi. Starfssaga
hans er í grófum atriðum þannig:
Hann gerðist hluthafi í útgerðinni
Rán hf. í Hafnarfirði og var loft-
skeytamaður á togaranum Rán sem
gerður var út frá sama stað til árs-
ins 1939. Síðan gerðist hann loft-
skeytamaður á togaranum Verði frá
Patreksfirði og sigldi á honum öll
stríðsárin frá 1939 til 1945.
Á milli fór hann af og til í afleys-
ingar á millilandaskipin og stundum
á togarana en síðan eftir áð hann
kom í land og stofnaði fjölskyldu,
hóf hann störf hjá Reykjavíkurrad-
íó, TFA, tímabilið 1945 til 1978 og
var yfirumsjónarmaður síðustu ár-
in.
Hann hætti þar störfum vegna
aldurs, en lá ekki á liði sínu ef vant-
aði afleysingamenn á Hornafjarðar-
radíó, Vestmannaeyjaradíó eða aðr-
ar strandstöðvar. Hann var félags-
mönnum mikil stoð og stytta við
að útvega þeim sem á sjó voru
afleysingamenn ef á þurfti að halda.
Það var eins og að hringja til ráðn-
ingarskrifstofu að hringja til Krist-
jáns á TFA eða heim til hans. Allt-
af var sama fórnfýsin og hin sjálf-
sagða greiðasemi í fyrirrúmi hjá
honum. Kristján Jónsson var heiðr-
aður með heiðursmerki sjómanna-
dagsins fyrir um rúmu ári.
Kristján var loftskeytamaður á
Brúarfossi í ágúst 1939 þegar hann
kom fyrstur skipa til landsins eftir
striðsbýijun og eftir rúmlega mán-
aðarferð. Meðferðis voru um 90
farþegar sem höfðu komið sér fyrir
í lestum skipsins við slæmar að-
stæður. En þetta voru ýmsir íslend-
ingar sem höfðu verið t.d. í Kaup-
mannahöfn og á Bretlandi. Skipið
fór norður með ströndum Noregs
og síðan í áttina til Austfjarða og
komst heim með fólkið án teljandi
áfalla.
Til er grein sem birtist í Mbl.
fyrir ekki löngu, þar sem Kristján
greinir frá hinum viðsjárverðu tím-
um milli 1939 og 1945 meðan seinni
heimsstyijöldin geisaði er hann var
loftskeytamaður á Verði frá 31. 10.
1939. Þar lenti hann í því að skotið
var á skipið af Þjóðveijum og einn
maður á dekkinu hjá þeim dó af
skotsárum. Þar munaði mestu að
áhöfnin var í kaffi þá stundina.
Hann var einnig við að miða út
réttari staðsetningu en gefin hafði
verið upp í neyðarskeyti þegar
áhöfninni á Bahia Blanca var bjarg-
að eftir að skipið sökk eftir að hafa
rekist á ísjaka á Halamiðum.
Kristján hafði því mikla og góða
reynslu sem sjómaður þegar hann
tók við störfum í landi. Hann var
líka óspar á að mipla reynslu sinni
hvenær sem var. Ég vil nota þetta
tækifæri til að koma á framfæri
innilegum samúðarkveðjum frá
Reyni Björnssyni, formanni FÍL, og
Dóru eiginkonu hans til eftirlifandi
eiginkonu, Grétu A. Sveinsdóttur,
Jóns Kristjánssonar, sonar þeirra
hjóna og hans fjölskyldu en Reynir
og Dóra verða fjarverandi við útför-
ina þar sem þau dveljast erlendis.
Sama á við um okkur hin sem sát-
um með Kristjáni heitnum í stjórn
FÍL, við biðjum góðan Guð að vera
með þeim í sorg þeirra og eftirsjá.
Kristján Jónsson var okkur öllum
sem hin sanna og rétta ímynd um
góðan dreng sem allt vildi fyrir alla
gera án tilkalls til veraldlegra gæða
í staðinn. Megi algóður Guð vera
með honum og fjölskyldu hans um
ókomna tíð.
Harald S. Holsvik,
varaform. FIL.