Morgunblaðið - 23.06.1994, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994
MIIMNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
MAGNÚS GUÐJÓNSSON,
Lyngholti 20,
Keflavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 16. júní.
Hann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 25. júní
kl. 14.00.
Sigurbjörg Norðfjörð,
ættingjar og vinir.
t
Ásikær eiginkona mín,
RUTH DÓRA GUÐMUNDSSON,
fædd Bónavíde,
Njálsgötu 15a,
lést á Borgarspítalanum þann 21. júní.
Guðbjartur Guðmundsson.
+
1 ANTON SIGURÐSSON frá Seyðisfirði, Hátúni 10b,
varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 21. júní. Fyrir hönd vandamanna,
Einar Sigurðsson.
Elskulegur móðurbróðir minn.
ÞORGILS BJARNASON, Fagurhóli, Strandvegi 55, Vestmannaeyjum,
andaðist í Hraunbúðum 21. júní. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 25. júní kl. 16.00. Fyrir hönd aðstandenda,
Björgvin Jónsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA ERNA EINARSDÓTTIR
frá Dalsmynni,
Reykjabraut 12,
Þorlákshöfn,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 21. júní.
Sigurður Ólafsson,
synir, tengdadóttir og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTINN JÓNSSON,
Akralandi 3,
Reykjavík, .
sem lést í Landspítalanum þann 16. júní
sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 24. júní kl. 13.30.
Páli'na S. Kristinsdóttir, Bergur Sveinbjörnsson,
Þráinn Kristinsson, Vilborg Pálsdóttir,
Ásta Kristinsdóttir,
Ásgeir Þ. Kristinsson, Olga Herbertsdóttir,
og barnabörn.
t
Maðurinn minn,
HERMANN JÓNSSON,
Smáratúni 20,
Selfossi,
áður bóndi,
Norðurhvammi, Mýrdal,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 25. júní
kl. 10.30.
Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna,
Guðný Bergrós Jónasdóttir.
Lokað
Skrifstofur Ríkisendurskoðunar verða lokaðar frá
kl. 13.00 í dag, fimmtudag, vegna jarðarfarar
KETILS JENSSONAR.
ÁSBJÖRG
TEITSDÓTTIR
+ Ásbjörg Teits-
dóttir var fædd
í Reykjavík 21.
október 1918. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands 15. júní
síðastliðinn. Ábjörg
fluttist með for-
eldrum sinum, þeim
Sigríði Jónsdóttur
og Teiti Eyjólfs-
syni, í Eyvindart-
ungu, næsta bæ við
Laugarvatn, árið
1923 og ólst hún
þar upp síðan. Hún
var elst sjö systk-
ina, síðan Ásthjldur, Jón, Eyj-
ólfur, Baldur, Ársæll og yngst
Hallbjörg. Þeir Eyjólfur og
Baldur létust með rúmlega árs
millibili, 1992 og 1993. Eftir
barnaskóla stundaði Ásbjörg
nám í Héraðsskólanum á Laug-
arvatni 1936-37 og síðar við
Húsmæðraskólann á Lauga-
landi í Eyjafirði. Árið 1943 gift-
ist hún sveitunga sínum, Eiríki
Eyvindssyni, rafvirkjameist-
ara, frá Utey í Laugardal. Þau
Ásbjörg og Eiríkur eignuðust
þrjú börn: 1) Teit, rafvirkja,
f. 1944. Hann var áður kvæntur
Jónu Svönu Jónsdóttur; sonur
þeirra er Eiríkur matreiðslu-
maður, búsettur í Danmörku.
Síðari kona Teits er Jana Ei-
ríksson frá Fredericia í Dan-
mörku, börn þeirra eru Birg-
itta laganemi og Jakob kenn-
aranemi. Teitur féll frá langt
um aldur fram árið 1989. 2)
Sigríði Erlu, hússfjórnarkenn-
ara, f. 1949. Hún giftist Hlöð-
veri Erni Olasyni tæknifræð-
ingi og eignuðust þau tvo syni,
Óla Örn menntaskólanema og
Eirík Kristin. Sigríður lést af
völdum krabbameins 1987, að-
eins 38 ára gömul. 3) Eyvind,
viðskiptafræðing, f. 1956.
Hann var í sambúð með Eddu
Kristjánsdóttur og eiga þau
einn son, Eirík Inga. Útför
Ásbjargar verður gerð frá Sel-
fosskirkju í dag og verður hún
lögð til hinstu hvíldar í graf-
reitnum á Laugarvatni.
MEÐ fáum orðum langar mig að
minnast mágkonu minnar, Ás-
bjargar Teitsdóttur, Laugarvatni.
Við sem þekktum Ásu, en það
var hún ávallt kölluð af frændfólki
og vinum, vissum að hún hafði í
mörg ár barist við þann sjúkdóm,
sem að síðustu bar hana ofurliði.
Um tíma leit þó út fyrir og var
vonað, að hún fengi bata, eftir
aðgerð sem hún gekkst undir fyrir
tveim árum. Því miður varð það
ekki og í upphafi þessa árs kom í
ljós að krabbameinið hafði tekið sig
upp að nýju.
Þar sem Ása var elst systkinanna
kom það í hennar hlut að vera stoð
og stytta móður sinnar við störfin
á stóru sveitaheimili. Samband
þeirra mæðgnanna var einstaklega
kært alla tíð. Löngu eftir að hún
stofnsetti sitt eigið heimili, hélt hún
áfram að annast heimilið í Eyvind-
artungu, einnig eftir að móðir
hennar féll frá.
Ása giftist einstaklega traustum
og góðum manni, Eiríki Eyvinds-
syni. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
þau í Eyvindartungu, en síðan
bjuggu þau á Laugarvatni, þar sem
þau reistu sér fallegt hús. Heimili
þeirra hefur ávallt borið vott um
viðhorf húsbændanna hvors til ann-
ars, þar sem snyrtimennskan hefur
verið höfð í hávegum, jafnt úti sem
inni. Ása var mikill náttúruunnandi
og hreifst af því sem fagurt var.
Hún var ávallt tilbúin að láta gott
af sér leiða. Vegna starfa Eiríks
sem framkvæmdastjóra Sameigna
skólanna á Laugarvatni varð ekki
komist hjá miklum erli á heimilinu,
þar sem Eiríkur þurfti
/að leysa hvers manns
vanda, og tók Ása
virkan þátt í störfum
hans.
Ása og Eiríkur urðu
fyrir mikilli sorg þegar
Sigríður Erla, dóttir
þeirra, lést árið 1987,
þá aðeins 38 ára, frá
eiginmanni og tveim
ungum sonum. Rúm-
lega einu og hálfu ári
síðar lést Teitur, sonur
þeirra, þá 45 ára gam-
all, frá eiginkonu og
þrem börnum.
Okkur vinum og venslamönnum
þeirra Ásu og Eiríks fannst, að
hinn Hæsti Höfuðsmiður hefði tek-
ið allt of stóran skerf frá þessum
góðu hjónum. Sá er þessar línur
skrifar fann að viðhorf Ásu til lífs-
ins breyttist. Það var þó huggun
harmi gegn, að Ása hafði mikið
yndi af dóttursonum sínum í Graf-
arvogi, sem hún hlúði að eftir bestu
getu og fór hún ófáar ferðir til
Reykjavíkur til að vera í sem nán-
ustum tengslum við þá. Eiríkur
Ingi, sonur Eyvindar, dvaldi löng-
um hjá afa sínum og ömmu og
veit ég að hann var augasteinn
ömmu sinnar. Það kom sér vel að
hann dvaldi hjá þeim síðustu vik-
urnar, sem hún gat verið heima.
Ása hafði einnig mikil og góð tengsl
við börn og tengdadóttur í Dan-
mörku, en fjarlægðin hamlaði þó
að samskiptin gætu verið eins góð
og hún hefði kosið. Eitt af því síð-
asta sem hún óskaði sér var, að
stráð yrði íslenskri mold á grafreit
Teits sonar hennar í Danmörku.
Þessa ósk uppfyllti Hlöðver tengda-
sonur hennar skömmu áður en hún
dó. Hafi hann þökk fyrir.
Ása var ákaflega dagfarsprúð
og glæsileg kona og var ein af
þeim, sem hafði efni á að gefa, án
þess að ætlast til endurgjalds. Hún
var einstök. Hún var fyrirmynd
systkina sinna sem ég veit að hún
dáði og bar hag þeirra og fjöl-
skyldna þeirra fyrir bijósti. Ása og
Eiríkur voru eiginlega allt í öllu,
hvað viðkom tengslum vina og
vandamanna. Hjá henni var allt
ávallt í stakri reglu. Hógværð og
æðruleysi voru henni í blóð borin
og hún var elskuð af öllum sem
hana þekktu. Ása var einstaklega
barngóð kona enda hændust börn
að henni. Við Halla erum henni
þakklát fyrir hversu góð hún var
börnunum okkar og var ávallt
reiðubúin að taka þau í tímabundið
fóstur, ef á þurfti að halda. Hún
var líka þeirra uppáhaldsfrænka,
sem þau virtu og dáðu, enda fundu
þau þann hlýleika og elsku, sem
streymdi frá henni. Að leiðarlokum
er ég þakklátur fyrir að hafa átt
þessa mætu konu sem vin í 44 ár.
Við fráfall Ásu er sár harmur
kveðinn að Eiríki eiginmanni henn-
ar, Eyvindi og fjölskyldum.
Kæri Eiríkur, við Halla og börn-
in sendum þér og fjölskyldu þinn
innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Ásbjargar
Teitsdóttur.
Helgi Jónsson.
Svo víst sem það er að „allrar
veraldar vegur“ endar á einn hátt
er staðreyndin sjálf ætíð jafnóvæg-
in. Það sannaðist enn við þá sorgar-
fregn að ein þeirra kvenna sem
lengst hafa staðið fyrir heimili hér
á Laugarvatni, Ásbjörg Teitsdóttir
frá Eyvindartungu væri látin.
Þau hjónin, Asbjörg og eftirlif-
andi eiginmaður hennar, Eiríkur
Eyvindsson, hafa búið hér á Laug-
arvatni allt frá því að þau giftu
sig, og hafa skilað, hvort um sig
og sameiginlega, umfangsmiklu og
mikilsverðu ævistarfi sem gera
þarf rækileg skil þegar skráð verð-
ur sagan af uppbyggingu og mótun
skólaseturs á Laugarvatni.
Fyrr á árum mátti stundum sjá
og heyra þau ummæli um fyrir-
myndarhúsmæður að þær hefðu
búið mönnum sínum (ekki sjálfum
sér eða börnum sínum) fallegt
heimili. Slíkt þykir nú - og er -
karlveldisorðbragð og óviðeigandi.
Hitt er jafnvíst að sú siðmenning
sem víða hefur tekist í heimilis-
haldi hér á landi á þessari öld - í
þrifnaði, mataræði, smekkvísi og
alúð í smáu sem stóru - er einhver
mikilvægasta forsenda góðs upp-
eldis, heilbrigðrar sjálfsímyndar og
sjálfsvirðingar. Þar eiga vel mennt-
aðar konur í húsfreyjustöðu lang-
stærstan hlut. Og sú sem hér er
kvödd var óveriju glæsilegur full-
trúi þeirra. Hún var oft nefnd Ása
hans Eiríks manna á meðal og
kunni því áreiðanlega vel enda voru
þau svo samvalin og samtaka sem
hugsast gat, einnig í mótun síns
fallega heimilis. En engum kunn-
ugum duldist að Ása lagði í það
metnað sinn framar öðru.
Það kom snemma í hlut Eiríks
að annast marga verklega þætti í
starfsemi skólanna, fyrst í rafvæð-
ingu og rafveitu, en síðar í allri
sameiginlegri þjónustu ríkisskól-
anna og umsýslu þeirra eigna sem
þeim var falin með stofnun Sam-
eigna skólanna árið 1953 og sér-
stökum samningi þar um sem enn
er í fullu gíldi. En Eiríkur hefur
verið framkvæmdastjóri Sameign-
anna frá upphafi. Því starfi hafa
fylgt mikil umsvif sem Eiríkur
mætti með viðbrögðum sem nokkur
dæmi eru enn um hjá fólki af hans
kynslóð: hann gaf starfinu sjálfan
sig og heimili sitt allt og óskipt.
Árið 1949 reistu þau Ása eigið hús
og þangað var lengi vel stefnt öllum
erindum sem Eiríkur þurfti að
sinna. Þar hefur verið afar gest-
kvæmt og öllum tekið opnum örm-
um. Hjá Ásu voru allir jafnmikils
metnir; moldugur upp úr hitaveitu-
skurði kom ég oft í góðgerðir hjá
henni fyrr á árum og mætti sama
brosinu og góðvildinni sem ætíð
fann hvað kom sér best.
Heimili þeirra hjóna er mar-
grómað fyrir smekkvísi og myndar-
skap, utan húss sem innan, hreint,
fágað og fallegt, án óþarfa íburðar
og því öllum til fyrirmyndar. í hart-
nær 40 ár hef ég verið tíður gestur
hjá þeim og aldrei minnist ég þess
að hafa séð blett eða hrukku á
nokkrum hlut eða neitt úr stað
fært, svo fullkomin regla er þar
ríkjandi.
Enda þótt starfsvettvangur Ásu
væri lengst og mest bundinn heim-
ili hennar var hún óspör á krafta
sína í annarra þágu. Þannig var
hún stoð og stytta móður sinnar
og heimilisins í Eyvindartungu alla
tíð, ekki síst eftir að Jón bróðir
hennar, sem þar býr enn, missti
konu sína frá þremur ungum börn-
um árið 1961. Bæði hafa þau Eirík-
ur verið virk og bætandi í því sem
til heilla horfir í samfélaginu: Ása
var meðal stofnfélaga Kvenfélags
Laugdæla og Eiríkur átti mestan
þátt í stofnun Lionsklúbbs í
Laugardalnum. Hér er gengin góð
og mikilhæf kona sem kvödd er
með virðingu og þökk.
Fyrir 15 árum kenndi Ása fyrst
þess sjúkdóms sem nú hefur sigrað
hana eins og svo marga aðra, þ.e.
krabbameins. Hún gekkst þá undir
aðgerð og náði allgóðum bata. Fyr-
ir rúmum tveimur árum gekkst hún
undir aðra stóra aðgerð og enn
leit út fyrir að hún fengi heilsu á
ný. Svo fór þó ekki, hún veiktist
aftur á sl. vetri og nú báru tilraun-
ir til lækninga lítinn árangur; þó
komst hún á fætur og fylgdi raun-
ar fötum lengst af þar til heilsu
hennar hrakaði snögglega rúmri
viku áður en hún lést. Og reisn
sinni hélt hún til hinstu stundar.
Á sama tíma og Ása var sjálf
haldin banvænum sjúkdómi varð
hún fyrir sárum raunum og ást-
vinamissi. Tvö barna hennar dóu í
blóma lífsins og tveir bræðra henn-
ar á síðustu tveimur árum, báðir
af völdum sama sjúkdóms og hún.
Hún beitti ætíð kröftum sínum til