Morgunblaðið - 23.06.1994, Page 32

Morgunblaðið - 23.06.1994, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FINNUR FRÍMANN KRISTJÁNSSON + Finnur Frímann Kristjánsson var fæddur á Halldórs- stöðum í Kinn í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 20. júní 1916. Hann lést á Húsavík 16. júní síðastliðinn tæplega 78 ára að aldri. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi á Halldórsstöðum, Sigurðssonar bónda þar Þorsteinssonar bónda á Þórodds- stað, Grímssonar í Fremstafelli, og kona hans Guðrún Sigurðardótt- ir frá Draflastöðum í Fnjóska- dal. Hinn 9. september 1939 gift- ist Finnur Hjördísi Björgu Tryggvadóttur Kvaran, f. 27.8. 1920, d. 6. mars 1991, prests á Mælifelii í Skagafirði og konu hans Önnu Grímsdóttur Kvaran. Finnur og Hjördís eignuðust þijú börn. Þau eru: Tryggvi, f. 1.1. 1942, giftur Áslaugu Þor- geirsdóttur og eiga þau þijú böm; Guðrún, f. 12.2. 1945, gift Pálma Karlssyni og eiga þau þijú böm; og Anna, f. 16.9. 1949, gift Ólafi Gunnarssyni og eiga þau tvö böm. Finnur stundaði nám í Héraðsskólanum á Laug- um í tvo vetur, 1933-35, og brautskráðist frá Samvinnuskól- anum 1938. Hann var kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Svalbarðs- eyrar frá 1. janúar 1939 til 1. júní 1953 og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík 1953 til ársloka 1979. Hann var bæjarfulltrúi á Húsavík 1962-74 og sat í stjórn Fiskiðju- samlags Húsavíkur 1953-62. Hann var í stjóra vélaverkstæð- isins Foss á Húsavík 1953-78. Finnur var forstöðumaður Safnahúss Húsavíkur frá 1. mars 1980 til 1. ágúst 1992, en var þó eftir það viðloðandi við safn- ið. Hann sat í stjórn Garðræktar- félags Reykhverfinga og var meðritsljóri Árbókar Þingey- inga frá árinu 1980. Þá sá hann um ritstjórn Boðbera, rits Kaup- félags Þingeyinga. Hann var for- maður UMF Gaman og alvara í Ljósavatnshreppi á sínum yngri ámm, organisti og söngstjóri við Svalbarðskirkju og starfaði síð- an í sóknamefnd Húsavíkur- kirkju. Fjölmörg önnur félags- störf hafði Finnur með höndum. Útför hans fer fram frá Húsavík- urkirkju i dag. MEÐ FINNI Frímanni Kristjánssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, er genginn einn af merkum forystu- mönnum íslenskrar samvinnuhreyf- ingar, en hans kynslóð átti mikinn þátt í því að marka djúp framfara- spor í það velferðarkerfi sem þjóðin eignaðist á árunum fyrir og eftir síð- ari heimsstyijöldina. Þar naut sam- vinnuhreyfingarinnar við í ríkum mæli með uppbyggingu atvinnulífs til sjávar og sveita. Finnur Kristjánsson óx upp úr jarðvegi hinna þingeysku forystu- manna samvinnuhreyfingarinnar sem brutu ísinn með stofnun Kaup- félags Þingeyinga árið 1882. Þrátt fyrir endur- tekin stóráföll sigldu þeir fari sínu heilu í höfn og tryggðu þar með framtíð félagsins. Hugsjónir forystu- mannanna urðu smám saman að áþreifanleg- um veruleika og þar með var stigið stórt skref i sjálfstæðisbar- áttu fslendinga. Versl- unin var flutt inn í land- ið í hendur íslendinga sjálfra. Þegar við veltum því fyrir okkur hvaða ástæður ollu því að þessi tilraun þin- geysku bændanna til stofnunar fé- lags til verslunar á samvinnugrund- velli tókst, þá beinast augun fyrst að mönnunum sjálfum sem skipuðu forystuliðið, en á þessum árum þóttu Þingeyingar bera af öðrum lands- mönnum um menningu og mannval. Þótt fáir Þingeyingar kæmust í skóla, gekk kynslóðin ótrúlega fast fram í að afla sér menntunar, bóklegrar og verklegrar og jafnskjótt og kallið kom, fundust leiðtogaefni í hverri sveit, hvort sem var um þátttöku í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, bún- aðarsamtökum eða verslunarfélags- skap. Sérstök vakning varð til, þjóðl- ið Þingeyinga, vakning sem mótaðist af nýjum pólitískum straumum og ýtti undir gagnrýna hugsun, sem vildi brjóta flest mál til mergjar. fs- lenska bændasamfélagið var að rétta úr sér undan aldagömlu fargi kúgun- ar, fáfræði og fátæktar. Þessir póli- tísku straumar, undir forystu skel- eggra og framsækinna forystu- manna, fengu útrás í baráttu fyrir öflugum framgangi félags í eigu fólksins sjálfs, baráttu sem fleytti Kaupfélagi Þingeyinga yfir brim og boðaföll fyrstu áranna. Stofnun Kaupfélags Þingeyinga og sú harð- skeytta barátta sem háð var fyrir lífi þess, fæddi af sér hugsjónir og hygmyndafræði hinnar íslensku sam- vinnustefnu. Fyrr en varði höfðu þær hugsjónir borist um gjörvallt landið og raunar skapað nýtt land og nýja íslenska hugmyndafræði og árið 1902 stofnuðu Þingeyingar Samband ísl. samvinnufélaga, en það átti eftir að verða sterkur homsteinn íslenskr- ar samvinnuhreyfingar á þessari öld. Eins og áður er sagt óx Finnur Kristjánsson upp úr jarðvegi frum- herja samvinnuhreyfingarinnar. Ungur í starfi kaupfélagsstjóra vann hann sér traust á Svalbarðseyri með því að skila góðum rekstri í þessu tiltölulega litla kaupfélagi. Það var því ekki að ástæðulausu að Finnur var ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Þingeyinga á Húsavík, þegar Þórhallur Sigtryggsson lét þar af því starfi. Finnur gegndi kaupfélags- stjórastarfinu á Húsavík við góðan orðstír til ársloka 1979 og hafði þá verið kaupfélagsstjóri í fjörutíu ár. Hann var kjörinn í stjóm Sambands- ins 1960 og varaformaður stjórnar þess frá 1975 til og með 1984. Þá gegndi hann fjölmörgum öðrum störfum utan samvinnuhreyfingar- innar. Giftingardagurinn reyndist mikill hamingjudagur í lífi þeirra Finns og Hjördísar eiginkonu hans. Jafnræði var með þeim hjónum og þau voru t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi KRISTJÁN JÓNSSON loftskeytamaður, Bírkimel 8a, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunní í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 23. júní, kl. 15.00. Gréta Sveinsdóttir, Jón Kristjánsson, Björg Sveinbjörnsdóttir og barnabörn. einstaklega samrýnd. Þau voru góð- um gáfum gædd, myndarleg á velli og hjónaband þeirra alla tíð mjög farsælt. Hinn 6. mars 1991 lést Hjör- dís snögglega og var þá mikill harm- ur kveðinn að Finni og fjölskyldu hans. Hjördís hafði verið hinn styrki förunautur Finns í gegnum árin og var missirinn því sár. Hann bar þó harm sinn vel og trúlega hafa störf hans við Safnahúsið létt honum stundir, en þar sökkti hann sér niður í störfin. Hinn 17. júní 1976 sæmdi forseti íslands Finn riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Við fráfall Finns verður mér hugs- að til samstarfs okkar í samvinnu- hreyfmgunni um áratuga skeið. Hann var einn af þeim í stjórn Sam- bandsins sem var mjög virkur, hafði margt til málanna að leggja, enda ríkur að reynslu frá hinum marg- þættu störfum í því héraði þar sem vagga samvinnuhreyfingarinnar stóð. Að vonum varð Finnur fyrir miklum vonbrigðum með þróun mála í Sambandinu síðustu árin. Sama gildir um þann sem skrifar þessar línur. Það er þó mikil bót í máli, að samvinnuhreyfingin á íslandi heldur velli. Stærri kaupfélögin starfa mörg af þrótti. Enn er þörf á öflugu sam- vinnustarfi hér á landi, þótt umhverf- ið hafi þreyst. I þeirri þróun sem nú ríkir á Islandi, þegar þeir ríku verða ríkari með hveiju ári sem líður en þeir fátæku fátækari, er enn meiri þörf fyrir öfluga samvinnuhreyfingu hér á landi. Þetta kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar skrifuð er minn- ingargrein um þann samvinnumann sem starfaði í 45 ár í forystusveit hreyfingarinnar, frá því að gegna kaupfélagsstjórastarfi 23 ára, í fjöru- tíu ár, til þess að vera stjómarmaður Sambandsins og varaformaður stjómar frá 1960 til loka árs 1984. Fráfall Finns Kristjánssonar ætti að minna samvinnumenn á, að tími er kominn til þess að nýju að bretta upp ermarnar í samvinnuhreyfing- unni, til þess að aðlaga samvinnu- starfið enn frekar hinu breytta um- hverfi, sem við nú búum við. Mættu menn þá hafa í huga það sem Þingey- ingamir gerðu er þeir stofnuðu fyrsta kaupfélagið á Islandi. Við Margrét kveðjum góðan vin um leið og við vottum bömum Finns og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Guð blessi minninguna um Finn Kristjánsson Erlendur Einarsson. Daginn eftir að Finnur Kristjáns- son hvarf til feðra sinna gengu lands- ins böm svo tugþúsundum skipti á Lögberg til þess að minnast þess að hálf öld var liðin frá stofnun lýðveld- is á íslandi. Á þeirri stundu var það efst í huga lærðra sem leikra að draumurinn frá 1944 hefði ræst svo sem best varð á kosið. Finnur Kristjánsson var mætur fuiltrúi þeirrar kynslóðar sem gerði lýðveldisdrauminn að veruleika. Á langri og virkri starfsævi hafði hann í hendi sér flesta þræðina í atvinnu- lífi Suður-Þingeyinga. Hann naut þeirrar gæfu að sjá erfiðleika og naum kjör þoka um set fyrir tækni- legum framförum og velmegun. En Finnur skildi flestum öðrum betur að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Honum var í blóð borinn mikill áhugi á sögulegum og listræn- um verðmætum og skilningur á því að framtíðarheill þjóðarinnar var Erfldrykkjur Glæsileg kaffi- lilaðbí>rð fídlegir salir og injög góð þjónusta, llpplvsiiigar ísíma22322 FLUOLEIDIR UÓTEL LOFTLEIIlt undir því komin að þessi verðmæti færu ekki í súginn. Það fór ekki hjá því að margvísleg störf hlæðust á Finn, til hliðar við kaupfélagsstjórastarfið, eða kannske öllu heldur í eðlilegu framhaldi af því. Hann sat um árabil í bæjarstjóm Húsavíkur, í stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Hótels Húsavíkur o.fl. fyrirtækja. Hann var ritstjóri Boð- bera K.Þ. frá 1953 til 1979 og í rit- stjórn Árbókar Þingeyinga frá 1980. Hér skal þess sérstaklega minnst að Finnur Kristjánsson sat nær aldar- fjórðung í stjórn Sambandsins, frá 1960 til 1984, er hann baðst undan endurkjöri. Hann var varaformaður stjómarinnar frá 1975 til 1984. Eins og aðrir framkvæmdastjórar í Sambandinu sat ég nær alla fundi Sambandsstjómar og fékk því gott tækifæri til þess að kynnast stjórn- armanninum Finni. Þessi kynni hóf- ust árið 1967, þegar ég fluttist heim frá útlöndum, og stóðu þar til hann hvarf úr stjóminni árið 1984. Eftir það héldum við góðu sambandi og kynntist ég þá vel áhuga hans á varðveislu sögulegra minja og menn- ingarlegra verðmæta. Síðast áttum við símtal fyrir nokkrum vikum um málefni af þessum toga spunnið. Finnur Kristjánsson var mikill at- kvæðamaður í stjóm Sambandsins og bar þar margt til. Vegna star- freynslu sinnar hafði hann staðgóða þekkingu á sviði verslunar, landbún- aðar, fískvinnslu og útgerðar, en þetta voru meginviðfangsefni aðal- deiida Sambandsins. Það var háttur hans að flytja mál sitt af hógværð og með þeim skýrleik sem auðveldar mönnum að greina aðalatriði hvers máls. Hann gat verið mjög fastur á skoðun sinni, ef því var að skipta, en manna ólíklegastur til þess að gera að ófyrirsynju ágreining um afgreiðslu mála. Tungutak hans bar vott um það menningarumhverfi sem hann var vaxinn upp í. Einkenni þess snúast ekki aðeins um framburð einstakra bókstafa, eins og stundum er talað um, heldur miklu fremur um raddbeitingu og sjálfa hrynjandi málsins. Finnur var gæddur óvenju- lega sterkri kímnigáfu og þurfti stundum lítið tilefni til að gamanmál lægju honum á tungu. Tækifæris- ræðum hans var við brugðið og minn- ist ég þess, hversu hann gat heillað stóran fund eða heilt samkvæmi með skemmtilegri frásögn. Mikill harmur var kveðinn að hinni samhentu fjölskyldu Finns þegar Hjördís eiginkona hans var óvænt burt kölluð 6. mars 1991. Nú þegar þessi mætu hjón eru bæði horfin af sjónarsviðinu, minnumst við Inga af djúpu þakklæti margra ljúfra sam- verustunda á langri samleið, svo norðan heiða sem sunnan. Alveg sér- staklega minnumst við heimsókna á fagurt heimili þeirra á Húsavík. Að leiðarlokum vottar Sambands- stjóm Finni Kristjánssyni virðingu sína og þakkir fyrir hið gifturíka ævistarf sem var helgað kaupfélög- unum og samvinnuhreyfingunni. Bömum hans og Hjördísar og fjöl- skyldunni allri vottum við dýpstu samúð. Sigurður Markússon. I dag er gerð útför Finns Krist- jánssonar, fyrrum kaupfélagsstjóra og síðar forstjóra Safnahússins á Húsavík, góðvinar og þarfs manns á sínum vettvangi. Þótt kynni okkar væru í reynd ekki löng og vík milli vina duldist mér ekki hið mikla og góða starf, sem hann og Hjördís heitin kona hans unnu þingeyskum söfnum og fræðum, og vil ég að leið- arlokum minnast hans fáeinum orð- um og þakka það verk, sem hann vann og hlaut fyrir lof og virðingu. Finnur hætti kaupfélagsstjóra- störfum á Húsavík 1979 og þá búinn að vinna samvinnuhreyfingunni ærið dagsverk. Þá var falazt eftir honum að gerast forstöðumaður Safnahúss- ins. Finnur hefði víst ekki ætlað sér að bindast öðru starfi er hann lét af kaupfélagsstjórn, og allra sízt hafði hann víst hugsað sér að fást ERFIDRYKKJUR p E R i. a n sími 620200 vð safnstörf, þótt hann hefði sýnt þeim áhuga, var m.a. í nefnd, er sett var á laggimar á vegum Búnað- arsambands Þingeyinga upp úr 1950 til að koma byggðasafni héraðsins á laggir. Hann tók sér umhugsunar- frest og fann þá, að þessu gæti hann ekki vikizt undan. Bæði bar hann til safnanna hlýjan hug og hafði enn starfsorku og var mikill áhugamaður um þingeyska sögu og menningu. Því lét hann til leiðast og tók að sér starfið, sem var að sönnu ekki við eitt safn heldur fjögur. Þá voru einn- ig komin þar skjalasafn, málverka- safn og náttúrugripasafn, sem öllum hafði verið fenginn samastaður í nýbyggðu safnahúsi á Húsavík. Áður hafði byggðasafnið verið til húsa í gamla bænum á Grenjaðarstað, og þar er reyndar enn hluti þess. Það er skemmst að segja, að þau Finnur og Hjördís Kvaran, kona hans, reyndust þessum fósturbömum sínum, söfnunum á Húsavík, miklir velgerðarmenn, en Hjördís vann einnig í söfnunum í hálfu starfi. Áhugi þeirra og starfsvilji var mikill og munu þau ófáar stundir hafa unnið fram yfir tilskilinn vinnutíma, t.d. oft dijúga kvöldvinnu framan af, af áhuganum einum. Allrúmt var-um söfnin í safnahús- inu og góð aðstaða þar, þótt ekki væri í reynd rúm fyrir þá stærstu gripi byggðasafnsins, sem áformað var að varðveita, en úr því skyldi bætt með nýbyggingu. Var gott að koma þar í safnahúsið og njóta gest- risni þeirra, ræða safnstörf og sjá þá snyrtimennsku í sýningum og frá- gangi safnmuna og heimildagagna og finna áhugann, sem á bak við starf þeirra bjó. Þau voru samhent í starfi og vart hægt að finna, hjá hvoru áhugaeldurinn logaði glaðar. Þótt þau ynnu öllum söfnun'um af hinni mestu prýði virtist þó skjala- safnið eiga mestan hug þeirra. Varð það enda gríðarstórt og merkilegt og þar eru varðveittar mikilsverðar heimildir um héraðssögu og lands- sögu. Má fínna þar hvarvetna andblæ hinnar þingeysku menningar, sem svo mjög ljómaði á 19. öld og fram- an af hinni 20. og enn kastar bjarma á héraðið, þótt með breyttum lands- háttum og menntun beri nú ekki eins á þeirri sérstöðu og fyrr. Má í skjala- safninu fínna bréfasöfn, dagbækur, skjöl hreppa og jarða, sveitarblöð, handrit margs konar og fróðleiks- syrpur og samtíning af mörgu tagi og yfírleitt allt það, sem á einhvern hátt teljast varðveizluverð heimildar- gögn og þau gátu komið höndum yfir. Munu þau oft hafa átt dijúgan hlut að því, að einstaklingar ráðstöf- uðu bréfum sínum og skrifuðu máli til safnsins og hefði margt af þessu vafalaust glatazt, ef þeirra hefði ekki notið við. Allt var þetta síðan snyrtilega frágengið, vandlega skráð og spjaldskrár gerðar yfír bréfasöfn og frumgögnunum skipulega raðað í öskjur, sem hver átti síðan sinn stað í safninu. Snyrtimennska var einkenni þeirra hjóna, jafnt í eigin framgöngu sem í því umhverfí, sem þau skópu. Það var Finni mikill missir er Hjör- dís kona hans andaðist, en áfram hélt hann starfí þeirra, og hin síð- ustu ár, eftir að hann hafði látið af umsjá safnanna, vann hann enn þar að ýmsum störfum og annaðist út- gáfu Safna, ársrits um söfnin í hérað- inu, sem hann sjálfur hafði stofnað og skrifaði einn að mestu leyti alla tíð. Þótt fjarlægð gerði samfundi fáa var ávallt eins og að hitta foma góðvini að koma til þeirra hjóna fyr- ir norðan. Síðast kom ég á heimili Finns fyrir tæpu ári. Hann bjó þá einn í íbúð þeirra, allt var í sömu skorðum og fyrr og ekki að sjá ann- að, en húsfreyjan hefði brugðið sér frá smástund, svo vel hélt Finnur í horfínu um heimilisbrag allan. Hann kvaðst nú hafa orðið að læra mat- seld á gamals aldri og sér tækist það bara ágætlega. Við safnmenn hér syðra', sem þekktum þau Finn og Hjördísi, sökn- um nú vina í stað. Lifi beggja minn- ing í landi blessuð. Þór Magnússon. Fleiri minningargreinar um Finn Frímann Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.