Morgunblaðið - 23.06.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 33
KETILL JENSSON
+ Ketill Jensson
fæddist í
Reykjavík 24. sept-
ember 1925. Hann
lést á heimili sínu,
að kveldi 12. júní
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Sigríðar Ólafsdótt-
ur og Jens Hall-
grímssonar, sem
kennd voru við Vog
í Skerjafirði.
Systkini Ketils eru
Ólafur, f. 16. júní
1924, Guðbjörn, f.
18. apríl 1927, d.
19. febrúar 1981,
og Guðfinna, f. 12. nóv. 1930.
Ketill var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Guðleif Ólafs-
dóttir og eignuðust þau tvær
dætur, Asthildi, f. 27. júní 1952,
og Sigríði, f. 2. ágúst 1955.
Ketill kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Selmu Samúelsdótt-
ur frá ísafirði, hinn 9. nóvem-
ber 1956. Þau eignuðust þijá
syni, Ragnar Samúel, f. 20. des-
ember 1957, d. 15. júlí 1977,
Kolbein Jón, f. 8. febrúar 1962,
kvæntur Unni Wilhelmsen, f.
14. desember 1964, og Olaf
Brján, f. 30. júní 1972. Ketill
verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni í dag.
tökur á einsöngstón-
leikum og í óperuhlut-
verkum, sem hann
tókst á við eftir heim-
komuna. Draumur
hans um að verða ein-
söngvari og óperu-
söngvari rættist, þótt
ýmis skilyrði og atvik
yrðu til þess að hann
gat ekki séð sér og
fjölskyldunni farborða
með söng hérlendis og
varð hann því að velja
sér annað starf til
þess. Söngnám hans
erlendis og stuttur
söngferill varð þó mik-
ilvægur og varanlegur áhrifavald-
ur í lífi hans.
Þrátt fyrir ýmis vonbrigði og
áföll í lífinu áttu Ketill og Selma
því mikla láni að fagna ásamt fjöl-
skyldum þeirra að upplifa vel-
gengni Jóns Kolbeins óperusöngv-
ara á listamannsbrautinni. Hann
lauk söngnámi í Vín á síðasta ári.
Mikil ánægja hefur einnig verið
með námshæfni og frammistöðu
Ólafs Bijáns eftir að hann lauk
stúdentsprófi á síðasta ári.
Við Erla og okkar fjölskylda
sendum Selmu, Kolla og Unni, Óla
Bijáni, Ásthildi og Sigríði og föl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Jensson.
ÞAÐ ER eitt af ánægjulegum
ævintýrum ævinnar að Katli bróð-
ur skyldi falla í skaut tækifæri til
að læra til söngs. Jens faðir okkar
og bróðir hans Júlíus Ágúst voru
góðir söngmenn. Við Guðbjörn
bræður Ketils þóttumst ekki lakari
söngmenn en hann, meðan við
vorum allir í heimahúsum í Vogi
í Skeijafirði og tókum allir lagið
saman við undirspil grammófóns
með sönglögum og óperuaríum,
sem sungnar voru af íslenskum
stórsöngvurum eins og Stefáni Is-
landi, og Einari Kristjánssyni eða
heimsfrægum söngstjörnum eins
og Enrico Caruso og Jussi Björl-
ing. Enginn vafi var á að hinum
látnu bræðrum mínum Guðbirni
og Katli var það hin mesta ánægja
og hugsvölun að taka lagið þegar
í land var komið, en þeir voru löng-
um starfandi sjómenn.
Um árabil var Ketill kyndari og
höfðum við bræður því sérstakt
gaman af einni sögu um Eggert
Stefánsson söngvara og bróður
Sigvalda Kaldalóns tónskálds.
Sagan segir að einu sinni hafði
Eggert fengið far til útlanda með
bróður sínum Snæbirni, sem var
togaraskipstjóri. Þeir stóðu í
brúnni, þegar leggja átti frá landi
og kvað þá við mikil og fögur te-
nórrödd frá neðri þiljum skipsins.
Eggert spurði bróður sinn hver
syngi og svarið var: „Hann er nú
bara kyndari hjá mér.“ Sá sem lét
í sér heyra var Júlíus Hallgrímsson
föðurbróðir okkar Ketils, sem fórst
með togaranum Sviða á stríðsárun-
um.
Hér heima var Ketill í söngtím-
um m.a. hjá Pétri Jónssyni óperu-
söngvara. Hann hélt utan árið
1949 með fragtskipinu Súðinni í
hópi nokkurra listamanna og lá
leiðinn beint til Ítalíu, þar sem
hann hóf söngnám í Mílanó. Meðal
kennara hans þar var hinn heimsk-
unni óperusöngvari Aureliano
Pertile. Til að standa straum af
þessu námi naut Ketill styrktarfé-
lags nokkurra áhugamanna, sem
bundu miklar vonir við hann og
vildu að hæfileikar hans fengju af
þroskast á stað erlendis sem talinn
var meðal hinna bestu til söngn-
áms. Egill Bjarnason heitinn bók-
sali hafði forystu og gott frum-
kvæði í þeim stuðningsmannahópi.
Við sem erum nákomnir Katli,
erum þessum mönnum öllum þakk-
látir fyrir alla vinsemd þeirra og
stuðninginn við hann.
Eftir þriggja ára söngnám á
Ítalíu fékk Ketill mjög góðar við-
Eftir ánægjuríkan dag með fjöl-
skyldu og vinum við fermingu í
Skálholti, kvaddi Ketill svili minn
þennan heim hljóðlega og nánast
án fyrirvara. Margar minningar
Ieita á hugann við ótímabært frá-
fall þessa ágæta vinar eftir nær
fjörutíu ára samfylgd og fjöl--
skyldutengsl - minningar sem
geymast en verða aðeins að litlu
leyti raktar hér.
Fyrstu kynni mín af Katli voru
þegar örlögin réðu því að við heit-
bundumst systrum að vestan árið
1955. Þau Selma voru þá nýkomin
frá söngnámi á Ítalíu og hann þá
þegar landsþekktur sem stórefni-
legur hetjutenór. Um tíma rákum
við Ketill ásamt konuefnum okkar,
öll nýkomin úr skóla og efna-
snauð, einskonar samyrkjubúskap
í lítilli risíbúð við Laugateig. Þar
kynntist ég Katli betur en ella
hefði orðið, en skapgerð hans ein-
kenndist af vissum eldmóði og
mikilli kímnigáfu og var hann ein-
staklega hnyttinn í tilsvörum og
sá gjarnan hið spaugilega í mann-
lífinu. í Katli blundaði dálítill bó-
hem, hann var víðlesinn og afar
minnugur á alla hluti og gat verið
hrókur alls fagnaðar þegar sá gáll-
inn var á honum.
Ýmsar ástæður urðu til þess að
„gullið í barka Ketils“ eins og
Páll ísólfsson komst að orði í um-
sögn um hann, náði aldrei að glóa
sem skyldi. Á sínum allt of stutta
söngferli hélt Ketill þó marga ein-
söngskonserta í Reykjavík og víða
um land við mikla hrifningu áheyr-
enda og lof gagnrýnenda, auk þess
sem hann fékk nokkur tækifæri
til að syngja í óperum hér heima
og erlendis. Einnig ber að geta
þess að Ketill söng á þessum árum
inn á hljómplötu við undirleik Fritz
Weisshappels og að tilstuðlan
söngelskra manna voru sum þeirra
laga endurhljóðrituð fyrir átta
árum að viðbættum nokkrum lög-
um með söng Ketils eftir 30 ára
hlé, en undirleik annaðist þá Jónas
Ingimundarson. •
Ketill stundaði sjóinn ungur að
árum og sigldi m.a. á togurum á
stríðsárunum, en frá þeim tíma eru
til ýmsar sögur um kyndarann sí-
syngjandi. Þaulkunnugur fiskveið-
um og fiskvinnslu réðst hann fljót-
lega til Fiskmats ríkisins, síðar
Ríkismats sjávarafurða. Starfaði
hann þar í um aldarfjórðung og
eignaðist þá marga góða kunn-
ingja í eftirlitsferðum sínum um
landið. Síðustu árin var Ketill laus-
ráðinn starfsmaður hjá Ríkisend-
urskoðun þar sem hann undi hag
sínum vel enda mjög ánægður með
sitt samstarfsfólk og yfirboðara.
Þau Selma og Keþill hafa átt
mörg ár og góðar stundir saman
þó lífið hafi einnig fært þeim meira
mótlæti en margur má þola sem
þau hafa mætt af einstöku æðru-
Ieysi. Þau eignuðust þijá syni -
Ragnar Samúel sem þau misstu
með sviplegum hætti tvítugan að
aldri, Kolbein Jón, óperusöngvara,
en hann er kvæntur Unni Wil-
helmsen, söngkonu, og eru þau
búsett í Vín og Ólaf Biján sem
stundar nám í Tölvuháskóla V.í.
Það var sérstaklega ánægjulegt
fyrir hina söngelsku foreldra, sem
ekki höfðu tækifæri til að stunda
sönginn eins og hugur þeirra og
nám stóð til, að fylgjast með
söngnámi Kolbeins og finna að
hann á þar velgengni vísa. Nýlega
voru þau í Prag og hlýddu á son
sinn syngja eitt aðalhlutverkið í
óperu Beethovens Fidelio og stuttu
síðar í Hallgrímskirkju við flutning
9. sínfóníunnar þar sem Kolbeinn
var einn af fjórum einsöngvurum.
Þannig má segja að draumar
manna rætist með ýmsum hætti.
Við Lára og fjölskylda okkar
munum sakna Ketils á góðra vina
fundum og vottum Selmu og fjöl-
skyldu hennar dýpstu samúð.
Stefán Þórarinsson.
Menn finna, að látinn er höfðingi hér,
- sú hugsun er jöfn fyrir alla
Menn frana, að brððir og faðir það er,
menn finna það skarð, er svo mikið á ber,
er hlynir svo haldmiklir falla.
Já, þökk fyrir allt, sem hann auðsýndi gott,
vér innum með treganum sárum.
Vér göngum með honum til grafar á brott.
Vér getum svo lítið, - en þakklætisvott
vér færum með fljótandi tárum.
(Jón Trausti)
Horfinn er á braut skemmtilegur
frændi og er hans sárt saknað.
Móðurbróðir minn, Ketill Jensson
hafði sérstaka kímnigáfu og glað-
lega framkomu sem ég og mín fjöl-
skylda kunnum sérstaklega vel að
meta. Það er erfitt að lýsa eða
segja frá öllu því sem maður varð
vitni að og hafði gaman af í hans
framkomu en þeir sem til þekkja
vita og skilja hvað við er átt.
Ég vil þakka Katli fyrir allan
hláturinn sem hann framkallaði
hjá okkur í gegnum tíðina af sinni
hjartans list. Hann sá ætíð spaugi-
legu hliðarnar á lífínu og tilver-
unni og átti ekki langt að sækja
glaðværðina. Ég minnist þess hve
afi og amma í Vogi gátu hlegið
mikið saman. Ketill og Selma hafa
líka getað hlegið saman sem er svo
dýrmætur kostur í hveiju hjóna-
bandi.
Ég hef þetta ekki lengra því þá
fer ég að verða væmin og ég veit
að það var ekki hans stíll. Elsku
Selma, Óli, Kolli og Unnur, Ást-
hildur og Sigga, innilegar sam-
úðarkveðjur frá okkur öllum
Sigríður Hjaltadóttir.
Ég man það eins og gerst hafi
í gær er hann kom fyrst heim að
Bjargi með Selmu systur, og þegar
Ragnar og Kolli fæddust í næsta
herbergi. Eg man samverustundir
á jólum og þegar hann var í söng-
ferðalaginu með_ Skúla Halldórs-
syni tónskáldi. Ég man hann og
pabbi náðu vel saman. Ég man
eftir mörgum ferðalögum og bílt-
úrum í Reykjavík og að hann var
mér alltaf eins og besti faðir ef
ég lenti í vandræðum. Ég mun
alltaf muna Ketil Jensson mág
minn sem jarðsettur verður í dag
frá Dómkirkjunr.i. Minningarnar
hrannast upp og þær eru allar
góðar. Við áttum strax auðvelt
með að umgangast, hann sá til
þess, var þannig að börnum leið
vel í návist hans og síðar fann eg
að fullorðnum leið líka vel nálægt
honum. Ég kynntist Katli vel og
kannski best er þau Selma bjuggu
á'Strönd á Álftanesi. Ég bjó þá
einn í herbergi á Aragötu í Reykja-
vík á skólaárunum og þá var gott
að eiga Ketil að. Hann náði oft í
mig á föstudagskvöldi eftir vinnu
og ég dvaldi alla helgina hjá þeim
Selmu og strákunum í góðu yfir-
læti. Þar var gott að vera og þar
átti ég margar góðar og þroskandi
stundir, sem aldrei gleymast. Við
ræddum um lífið og tilveruna og
hlustuðum á músík eða brakið í
arninum og horfðum út um
gluggann, á fuglana í fjörunni,
hafið. Það voru mjög góðar stund-
ir. Hann hafði alveg ótrúlegt minni
og mundi flest allt sem hann las
og hann las mikið og svo hafði
hann líka reynt margt í leik og
starfi og því frá mörgu að segja.
Hann eignaðist marga góða vini
og þekkti fannst mér hvert manns-
barn í Reykjavík ef ekki á íslandi.
Hann var lífsglaður maður og naut
þess að vera til en fékk líka að
kynnast því að lífið er ekki alltaf
dans á rósum. Hann gekk ekki
heill til skógar í mörg ár en því
að vera að velta sér upp úr því?
Það var ekki hans stíll. Hann gat
verið mjög óþolinmóður og hann
vildi láta hlutina gerast og það sem
hann tók að sér að framkvæma
gerðist fljótt og þannig vildi hann
líka að það væri hjá öðrum. Hann
var með skemmtilegri mönnum
sem ég hef kynnst, hann var sér-
stakur. Ég þakka fyrir að hafa átt
hann fyrir vin og fyrir hlýjuna,
kímnina, hláturinn, kjötsúpurnar,
„balasteikurnar“ og sviðin sem
hann var snillingur að matreiða.
Elsku Selma systir, Óli, Kolli og
Unnur og aðrir ættingjar og vinir
sem nú eigið um sárt að binda,
„góðar minningar gleymast ei“.
Við Halla sendum ykkur samúð-
arkveðjur.
Samúel.
22 ár eru síðan að hópur manna
kom saman að Garðaholti í þeim
tilgangi að stofna Lionsklúbb sem
starfa skyldi í Garða- og Bessa-
staðahreppi. Hópurinn þekktist lít-
ið áður en að stofnfundi kom. Frá
Bessastaðahreppi voru það þrír,
sem tjáðu sig fúsa til að standa
að stofnun klúbbsins. Einn þeirra
var Ketill Jensson. Fljótlega mynd-
aðist mjög góður kjarni áhuga-
samra manna, sem með ötulu starfi
leiddi klúbbinn fyrstu árin og gerði
hann að virkum félagsskap.
Ekkert starf skilar árangri án
fyrirhafnar hvort sem um er að
ræða okkar daglega brauðstrit eða
rekstur á félagsskap eins og Lions-
klúbbi. Til þess að árangur megi
nást verður hver og einn að leggja
sig fram í öllu sem tekið er fyrir.
Ketill var þekktur maður fyrir sína
miklu og góðu söngrödd. Allir
höfðu heyrt til hans af plötum, á
hljómleikum eða í Þjóðleikhúsinu
sem óperusöngvara. En sem félagi
í Lionsklúbbi var hann óskrifað
blað eins og aðrir stofnfélagar.
Frá fyrstu tíð reyndist Ketill
einstaklega áhugasamur félagi.
Hann bast vináttuböndum við
marga klúbbfélagana. Lund hans
var létt og hann átti mjög gott
með að laða fram hlátur félag-
anna. Ósjaldan kom hann á fund-
um með gamansamar athuga-
semdir, sem kitluðu hláturtaugar
félaganna. Hann sótti fundi mjög
vel á meðan heilsa hans leyfði og
þau Selma tóku virkan þátt í árshá-
tíðum og öðrum skemmtunum, sem
klúbburinn efndi til. Þegar sett var
upp revía um klúbbstarfið á einni
árshátíðinni var Ketill fenginn til
þess að taka að sér annað aðaihlut-
verkið. Árum saman var hann einn
af þeim styrku stoðum, sem klúbb-
starfið hvíldi á.
Þótt aldrei fyndum við klúbb-
félagarnir annað en græskulaust
gaman í návist Ketils, þá var lífs-
ins ganga ekki alltaf auðveld þeim
hjónum. Okkur alla tók sárt þegar
þau Selma urðu fyrir því að missa
son sinn í slysi og erfitt heilsufar
þeirra hjóna og yngsta sonar þeirra
hefði brotið niður margan mann-
inn. Heilsu sinnar vegna gat Ketill
síðustu árin ekki tekið eins virkan
þátt í starfi klúbbsins og hann
hefði viljað. Margir hefðu þá slitið
sambandinu. En þannig var Ketill
ekki. Hann var Lionsmaður til
hinstu stundar. Það er mikil gæfa
hveijum manni að fá að kynnast
persónuleika eins og Ketils Jens-
sonar.
Milli okkar Ketils myndaðist
mikil vinátta. Við vorum sessu-
nautar á klúbbfundum í áraraðir.
Eftir að hann hætti að geta sótt
fundi, þá leit hann iðulega inn til
mín á vinnustað, þegar hann var
á ferðinni í nágrenninu. Hann var
þá að spyija tíðinda af klúbbstarf-
inu og leita fregná af gömlum fé-
lögum. Fá vitneskju um það hvern-
ig þeim vegnaði og biðja fyrir
kveðjur til þeirra. Áhugi hans ar
alltaf óskiptur á öllu því sem klúbb-
urinn tók sér fyrir hendur.
Annað umræðuefni kom oft upp
hjá okkur. Það var dugnaður Ólafs
í tölvunámi og söngnámi og síðar
söngferill Kolbeins. Það var stoltur
faðir sem sýndi mér dóma um
frammistöðu Kolbeins og við skoð-
uðum söngskrár og myndir af
sönghöllum þar sem Kolbeinn hafði
sungið. Frami sona hans var Katli
umræðuefni, en erfiðleika vegna
sjúkdóma var ekki minnst á.
Félagarnir í Lionsklúbbi Garða-
bæjar færa Selmu, sonum hennar
og tengdadóttur samúðarkveðjur
um leið og þeir minnast með þakk-
læti allra þeirra ánægjustunda sem
þeir áttu með þeim hjónum. Bless-
uð sé minning Ketils Jenssonar.
Þórður H. Jónsson.
Fleiri minningargreinar um
Ketil Jensson bíða birtingar
og munu birtast í biaðinu
næstu daga.
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og
útför
EIRÍKS EIRÍKSSONAR
frá Djúpadal,
Goðheimum 23.
Helga Jónsdóttir,
Eiríkur S. Eiríksson, Ásthildur Júlíusdóttir,
Stefán Eiríksson, Ástríður Guðmundsdóttir,
Eiríkur Stefán, Elínborg,
Helga Sigríður, Guðmundur,
Eirikur Örn, Hrefna,
Guðmundur Már, Auður Margrét,
Helga Björk,
Stefán Hrafn, Ása Hrönn,
Ásta Hrönn,
og elsku langafabörnin.