Morgunblaðið - 23.06.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 35
ATVINNUA(7G/yS/NGA/?
mi ■ w v v_/ v,—s l. / v—^ii \ v—'/ vi \
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskóla Tálknafjarðar
í almenna kennslu og dönsku.
Húsnæðishlunnindi.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 94-2538
eða 91-35415.
Snyrtifræðingur
Óskum eftir snyrtifræðingi til starfa á stofu
í nágrenni Reykjavíkur.
Getum útvegað húsnæði.
Upplýsingar í síma 91-626396 eftir kl. 19.
Sölustarf
Óskum eftir góðu sölufólki í tímabundið
verkefni. Um er að ræða bæði símasölu
og farandsölu.
Upplýsingar í síma 689938 milli kl. 10 og 12.
Lífog sagahf.,
Suðurlandsbraut 20.
Kennara
(deildarstjóra)
vantar við Fiskeldisbraut FSu á Kirkjubæjar-
klaustri. Auk kennsluréttinda þarf viðkom-
andi að hafa háskólapróf í líffræði og/eða
skyldum greinum.
Umsóknarfrestur er til 5. júlí 1994.
Nánari upplýsingar gefur Hanna Hjartardótt-
ir, skólastjóri, í síma 98-74635 eða 98-74633.
Kennarar
Tvo kennara vantar við Grunnskólann á
Hellissandi til að kenna yngri börnum og
almenna kennslu.
Skólinn er einsetinn með 130 nemendur í
10 bekkjardeildum.
Upplýsingar veita Hákon Erlendsson, skóla-
stjóri, hs. 93-66766, vs. 93-66618 og
Anna Þóra Böðvarsdóttir, aðstoðarskóla-
stjóri, hs. 93-66771.
Frá skólabúðunum í Reykjaskóla
íþróttakennara
vantar að skólabúðunum á Reykjum
í Hrútafirði.
Upplýsingar í síma 95-10001.
Skólastjóri.
Enskukennarar
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
auglýsir stöðu enskukennara.
Um framtíðarstarf getur verið að ræða.
Æskilegt er að umsækjendur geti kennt aðra
grein (greinar) en ensku.
Umsóknir skal senda Fjölbrautaskóla Vestur-
lands, Vogabraut 5, 300 Akranesi.
Upplýsingar veitir undiritaður í síma
93-12544 (93-12528 frá 4. júlí).
Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1994.
Skólameistari.
íNc,ítrag ,
Þjóðræknisþing
1994
Þjóðræknisfélag íslendinga efnir til Þjóð-
ræknisþings ’94 dagana 2. og 3. júlí.
Til þings koma fulltrúar íslendingafélaga
vestan hafs og austan og áhugafólki hér
gefst líka kostur á að taka þátt.
Allar nánari upplýsingar um dagskrá þingsins
o.fl. fást á skrifstofu Þjóðræknisfélagsins í
Geysishúsi, Aðalstræti 2, sími 628911, og
þar fer skráning fram. Frestur til að tilkynna
þátttöku er til 28. júní nk.
Áhugafólk um samskipti við íslendingafélög
erlendis er hvatt til þess að vera með og
þeir, sem hafa áhuga á að koma á framfæri
þjónustu af einhverju tagi, ættu að láta vita
sem fyrst. Þeir, sem þegar hafa óskað eftir
slíkri fyrirgreiðslu, eru beðnir um að stað-
festa það.
Stjórn Þjóðræknisfélags íslendinga.
V
KIPULAG RIKISINS
Mat á umhverfisáhrifum
Frumathugun á Útnesvegi
um Klifhraun.
Samkvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á
umhverfisáhrifum, er hér kynnt fyrirhuguð
vegaframkvæmd við Útnesveg númer 574.
Breyta á um 4 km vegarkafla, frá Sleggju-
beinu um Klifhraun að Hellnahrauni vestan
Arnarstapa
Tillaga að þessari breytingu liggur frammi
til kynningar frá 23. júní til 28. júlí á eftirtöld-
um stöðum: Skipulagi ríkisins, Laugavegi
166, Reykjavík, frá kl. 8.00 til 16.00, skrifstof-
um Snæfellsbæjar, Ólafsbraut 34, Ólafsvík
frá kl. 8.30 til 15.30 og í Röst, Hellissandi,
frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga og hjá
Ferðaþjónustunni, Snjófelli, Arnarstapa, frá
kl. 8.00 til 23.30 alla daga.
Athugasemdum við þessa framkvæmd, ef
einhverjar eru, skal skila skriflega til Skipu-
lags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík,
fyrir 28. júlí nk. Þar fást ennfremur nánari
upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstjóri ríkisins.
AUGL YSINGAR
Aðalfundir
Aðalfundir Fiskiðju Raufarhafnar hf. og Jök-
uls hf. á Raufarhöfn fyrir árið 1993 verða
haldnir fimmtudaginn 30. júní nk. kl. 20.00.
Fundarstaður: Kaffistofa frystihússins.
Dagskrá: Venuleg aðalfundarstörf.
Ársreikningar fyrir árið 1993 liggja frammi á
skrifstofu félaganna.
Stjórnirnar.
+
Kvennadeild Reykjavtkurdeildar
Rauða kross íslands
Sumarferðin
Farið verður í hina árlegu sumarferð okkar
þriðjudaginn 28. júní.
Mæting í Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30; lagt
af stað kl. 11.00.
Ekið verður austur fyrir fjall og farið í heim-
sókn á Þingborg og Lækjarbakka í Flóa.
Þaðan er ekið til Þorlákshafnar og síðan
áfram með ströndinni (Selvog, Herdísarvík
o.s.frv.). Kvöldverður snæddur í veitingahús-
inu Bláa lónið.
Verð kr. 2.900.
Sjúkravinir: Tilkynnið þátttöku tímanlega
í síma 688188.
Félagsmálanefnd.
Til leigu verslunarpláss
ca 70 fm í verslunarsamstæðunni Fjarðar-
torgi, Reykjavíkurvegi 50.
Upplýsingar í símum 51400 og 50902.
Til leigu
Hús verslunarinnar
auglýsir til leigu 737
fm. Um er að ræða
það svæði sem snýr
út að Kringiunni, þar
sem Ikea er nú.
Svæðið leigist frá byrjun næsta árs.
Einnig er til leigu 380 fm geymsluhúsnæði.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Húss
verslunarinnar í síma 814120.
auglýsingar
100 f m íbúð
til leigu í Logafold, Grafarvogi.
Tilboð sendist auglýsingadeild
Mbl., merkt: „Skilvis - 11744“.
Hvítasunnukirkjan
Völvufeili
Almenn samkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Almenn samkoma kl. 20.30.
Velkomin á Her.
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Tom James frá USA prédikar
og þjónar í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir!
UTIVIST
Hallveigarstig l • simi 614330
Jónsmessunæturganga
fimmtud. 23. júní kl. 20.00:
Gengið verður á Hengil og farið
upp á Skeggja. Fyrir þá sem
ekki vilja fara I fjallgöngu verður
boðið upp á göngu í Marardal.
Heimkoma áætluð um kl. 01.00.
Brottför frá BSÍ bensínsölu.
Verð kr. 1100/1200. Frítt fyrir
börn 15 ára og yngri í fylgd með
fullorðnum.
Heigarferðir
24.-26. júní:
1. Snæfellsjökull á Jónsmessu.
2. Jónsmessunæturganga yfir
Fimmvörðuháls.
3. Básar við Þórsmörk.
Upplýsingar og miðasala á
skrifstofu Útivistar.
Útivist.
Alþjóðlegu miðlarnir
Keith og Fiona Surtees, sem
hafa verið á Bylgjunni, verða
með skyggnilýsingu í kvöld kl.
20.30 i Sigtúni 9, Lionssalnum.
Verð 400 kr. Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • Sl'MI 68253’'
Næstu ferðir F.Í.:
Fimmtudagur 23. júní:
Kl. 20.00 Jónsmessunætur-
ganga - Flekkuvík-Keilisnes-
Kálfatjörn. Verð kr. 1.000.
Laugardaginn 25. júní:
1) Kl. 10.30: Lýðveldisgangan
7. áfangi endurtekinn frá
Botnadal að Skálabrekku (12
km). Verð kr. 900.
2) Kl. 20.00 Næturganga yfir
Esju. Verð kr. 1000.
Sunnudaginn 26. júní:
8. og síðasti áfangi Lýðveldis-
göngu Ferðafélagsins. í lok
göngu verður áð á Lögbergi,
minnisverðir atburðir sögunnar
rifjaðir upp og afhent viðurkenn-
ingarskjöl þeim, sem hafa geng-
ið alla áfanga Lýðveldis-
göngunnar.
1) Kl. 13.00 Heiðarbær-Lög-
berg (L-B)
2) Kl. 13.00 Fjölskylduganga:
Hestagjá-Lögberg (L-8).
Verð kr. 900.
Brottför I ferðirnar frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin, og
Mörkinni 6.
Helgarferðir 24.-26. júní:
1) Jónsmessuferð til Þórsmerkur.
Gist í Skagfjörðsskála/
Langadal.
Gönguferðir um Mörkina.
2) Eiríksjökull. Gist í tjöldum í
TorfaÞæli.
25.-26. júníkl. 10.00:
Þingvellir
Gist í tjöldum.
1 .-3. júlí: Fjölskylduhelgi í Þórs-
mörk. Margt til skemmtunar.
Ódýr ferð í tilefni árs fjölskyld-
unnar og 40 ára afmælis Skag-
fjörðsskála. Uppl. og farmiðar á
skrifstofu F.l.
Sumarleyfisferðir:
Húsferðir í Hornvík og Hlöðuvík
(10 dagar):
28. júní - 7. júlí Gönguferðir
m.a. á Hornbjarg, í Látravík og
á Hælavikurbjarg og viðar.
9.-16. júlí (8 dagar): Yfir Vatna-
jökul á skíðum frá Skálafell-
sjökli að Goðahnúkum og Snæ-
felli.
9.-16. júlí: Landmannalaugar-
Þórsmörk. Örfá sæti laus.
Ath.: Sunnudaginn 26. júní kl.
21.00 kvöldsigling með Fagra-
nesinu frá Isafirði. Siglt að
Hesteyri í Jökulfjörðum og farið
í land. Ferðafélag íslands kynnir
árbók 1994: „Ystu strandir norð-
an Djúps."
Ferðafélag íslands.