Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994 37 FRÉTTIR Vitni vantar UM KL. 16 föstudaginn 17. júní síðastliðinn voru tveir eða þrír menn á ferð við Þingvallaveg skammt ofan við Ljósafossvirkjun með um tíu hesta og voru sex þeirra, að talið er, lausir. Tveir hestanna hlupu upp á veg og lentu þar á bíl sem var í bílaröð á leið frá Þingvöllum. í öðrum hestinum hékk einhvers konar spotti, líkiega vír, sem slóst í bílinn. Auk þess sem hesturinn straukst utan í hann. Lögreglan á Selfossi biður þá menn sem þessum hestum fylgdu að hafa samband við lögreglustöð- ina á Selfossi í síma 98-21111. Islandskvöld í Norræna húsinu FIMMTUDAGINN 23. júní kl. 20 verður fyrsta Islandskvöldið eða Opna húsið í Norræna húsinu á þessusumri. Á íslandskvöldinu eru haldnir fyririestrar um land og þjóð og er þessi dagskrá einkum ætluð Norðurlandabúum. Fyrirlestrarnir eru því fluttir á einhverju Norður- landamálanna. Fyrirlesararnir eru allir sérfræðingar á sínu sviði og efnið fjölbreytt eftir því: Jarð- fræði, þókmenntir, handritin, um- hverfismál, íslenskir fuglar, kvik- myndir og rímur. Að loknum fyrir- lestri og kaffihléi verður sýnd kvik- mynd frá íslandi. Fyrsti fyrirlesarinn á íslands- kvöldi verður Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur. Hann talar á norsku um landa- fræði íslands, eldíjöll og heita hveri. Islands geologi, vulkaner og varme kilder. Bókasafn og kaffi- stofa eru opin til kl. 22 á fimmtu- dagskvöldum. Fimmtudaginn 30. júní fjallar Dagný Kristjánsdóttir bókmennta- fræðingur um íslenskar bókmenntir. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. • • Okumanns jeppa leitað LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af vitnum að árekstri, sem varð föstudaginn 27. maí í miðbæ Reykjavíkur. Sérstak- lega er óskað eftir að ökumaður blás Pajero-jeppa gefi sig fram. Um kl. 8.40 að morgni þessa dags skullu Mitsubishi Galant og Volvo saman á gatnamótum Lækjargötu, Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna. Talið er að ökumaður á bláum Mitsubis- hi Pajero jeppa hafi orðið vitni að árekstrinum og er hann beðinn að hafa samband við slysarannsókna- deild lögreglunnar, sem og aðrir þeir sem gætu veitt upplýsingar. Fjölskyldu- hátíð á Búðum á Jónsmessu KVENNAKLÚBBUR íslands stendur fyrir fjölskylduhátíð á Búðum á Jónsmessu. Sigríður Ævarsdóttir formaðúr klúbbsins sagði að hátíðin væri hugsuð til þess að ijölskyldur tengdust og fólk gerði eitthvað saman. Það verður frítt inn á hátíðina og á tjaldstæði. Sigríður segir að grilluð lúða verði á boðstólnum á laugardags- kvöldið, útskriftanemar Leiklista- skólans munu sýna Draum á Jóns- messunótt í hrauninu á miðnætti á föstudaginn. Og að sjálfsögðu verði velt sér uppúr dögginni á Jónsmessunótt. Fjörur verða gengnar og rusli safnað á klyfja- hesta, og það feijað burt á bátum. Hátíðin mun standa frá föstudegi til sunnudagskvölds. j1 þvottavéIar eru á um það bil 27.000* íslenskum heimilum AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum er næstalgengasta þvottavélategundin. Yfir 85% þeirra, sem eiga AEG þvottavél, mundu vilja kaupa AEG aftur. Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirleitt? Þriggja ára ábyrgð á öllum AEG þvottavélum þvottavélar eru framleiddar í Þýskalandi. AEG Lavamat 508 VinduhraSi 800 sn/mín, tekur 5 kg., sér hitavalrofi, ullarforskrift, orkusparnaðar- forskrift, orkunotkun 2,1 kwst á lengsta kerfi, einföld og traustvekjandi. Kr. 75.149. Stgr. kr. 69.889. AEG Lavamat 920 Vinduhraði 700/1000 + áfangavindingu, tekur 5 kg„ sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orkusparna&ar- forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu), sér hnappur fyrir viðbótarskolun, orkunotkun 2,0 kwst á lengsta kerfi. Kr. 88.765 Stgr. 82.551. AEG Lavamat 9451 Vinduhraði 700/1000/1200 + áfangavinding, tekur 5 kg„ sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orkusparnaðar- forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu), froðuskynjunarkerfi, sér hnappur fyrir viðbótarskolun, orkunotkun 1,9 á lengsta kerfi. Kr. 99.832 Stgr. 92.844. Umbobsmenn um land allt ‘Samkvæmt markaðskönnun Hagvangs í des. 1993. B R Æ Ð U R N I R ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 ÓTRÚLEGT VERÐ! AMICA eldavélar Undirhiti, yfirhiti, blástur, grill, blástursgrill. Keramik yfirborð eða emelerað yfirborð. VERÐ FRÁ KR. 34.590,- STAÐGREITT KR. 32.860,- Funahöfða 19, sími 875680. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.