Morgunblaðið - 23.06.1994, Side 38

Morgunblaðið - 23.06.1994, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk TUI5 15 YOUR REPORTCARD? YOU SOT ALL'lA'S"ÍU;OU)! HOW PIP YOU DO IT 7 l M A &00D STUDEMT... I SHOLU UP ONTIME.AND /I DO UUHAT l'M TOLD..._ vr Er þetta einkunnaspjaldið þitt? Þú fékkst A í öllu! Vá! Hvernig fórstu að því? Ég er góður nemandi... ég mæti á réttum tíma, og geri það sem mér er sagt... og ég lita á milli línanna! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Olögmæt notkun á vörumerki Svargrein í tilefni fréttar Frá GMÞ Bílaverkstæðinu hf.: G.M. Bílaverkstæðið hf. hefur fengið úrskurð Samkeppnisráðs um að skilti fyrirtækisins svipi um of til skrásetts vörumerkis GM, en Bílheimar hf. eru umboðsaðilar þess merkis. Er því fyrirtækinu gert að breyta merkinu og hefur það verið gert og fyrirtæk- ið fengið nýtt heiti: GÞM Bílaverk- stæðið hf. Það stendur fyrir General Motors Þjónusta og veitir því við- skiptavinum upplýsingar um sérhæf- ingu og þjónustu þessa fyrirtækis að Fosshálsi 27, sem er aðili að Bíl- greinasambandi íslands og innan þess eru einungis viðurkennd bif- reiðaverkstæði. Svo vill til að um- boðsfyrirtækið flutti í sömu götu og GMÞ bifreiðaverkstæðið - því stutt Danskar kveðjur til Islendinga VINIR íslands senda hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni 50 ára afmæl- isins._ Sérstaklega sendum við þeim 115 íslendingum kveðjur, sem hafa stundað nám við St. Restrup-skól- ann, en einnig öðrum landsmönnum, sem hefur tekist að byggja upp svo gott samfélag við erfið skilyrði. Hjartanlegar kveðjur Bergljót og Svend Haugaard. er þar í góða þjónustu - og gerði það að verkum að Bílheimar hf. (sem ranglega er sagt vera skráð G.M. Bílheimar í frétt Morgunblaðsins 15. júní sl.) urðu viðkvæmir fyrir heiti þjónustuverkstæðisins. Rétt er að árétta að tilurð GMÞ bílaverkstæðisins (áður G.M. Bíla- verkstæðisins) varð með þeim hætti að við eignaskipti Jötuns (SIS) ósk- uðu nýir eigendur eftir því að'nýtt sjálfstætt verkstæði yrði stofnað því gerður yrði við það þjónustusamning- ur. Með slíkt vilyrði, sem ekki var efnt, var hið nýja þjónustuverkstæði stofnað að Fosshálsi 27. En nýju umboðseigendurnir ákváðu að reka sjálfir þjónustuverkstæði og er það af hinu góða fyrir viðskiptavini að hér ríki samkeppni. Við GMÞ Bíla- verkstæðið starfa bifvélavirkjameist- arar, nokkrir af fyrrum starfsmönn- um Jötuns, með áralanga sérhæfingu í viðgerðum á GM, Opel og Isuzu. Allur tækjabúnaður er hinn full- komnasti. Nýjustu bilanagreiningar- tæki eru til staðar. GMÞ Bílaverk- stæðið kaupir varahluti hjá umboðinu en flytur sjálft inn marga varahluti til að lækka allan kostnað sem frek- ast er kostur. Einnig eru sérpantaðir varahlutir að ósk eigenda. G.M. Bílaverkstæðið hefur aldrei auglýst að það væri viðurkennt af innflytjanda. Það telur ekki ástæðu til að auglýsa hvað það sé ekki. Markmið auglýsinga er jafnan annað og uppbyggilegra. Með hinu nýja heiti þjónustuverkstæðisins „GMÞ Bílaverkstæðið hf.“ mun það kapp- kosta að veita bíleigendum gæða- þjónustu á sanngjörnum kjörum. GMÞ BÍLAVERKSTÆÐIÐ HF, Fosshálsi 27, Reykjavík. Athugasemd við gagn- rýni Agústu Johnsen Frá Magréti Þorvaldsdóttur: í SÍÐUSTU viku birti Ágústa John- son grein hér í Morgunblaðinu sem gagnrýni á viðtal mitt við Sóleyju Jóhannsdóttur 7. júní um nýjar og breyttar áherslur í líkamsrækt. Þar sem Ágústa er mjög óvægin og grein hennar hlaðin meinfýsi í garð viðmæ- lenda míns, verður því ekki tekið athugasemdalaust. Sóley var beðin um að veita um- rætt viðtal. Upplýsingar til almenn- ings um líkamsrækt í líkamsræktar- stöðvum hafa verið mjög takmarkað- ar. Fólk vill gjarnan fá meiri fræðslu um áherslur í líkamsrækt enda er hún talin auka heilbrigði og vera mjög mikilvæg í allri heilsuvernd. Þegar fólk kaupir sér tíma á líkams- ræktarstöðvum, veit það sjaldnast að hvetju það gengur — það verður njótandi eða þolandi allt eftir því hvort æfingarnar henta þeim eða ekki. Viðbrögð við viðtalinu hafa verið óvenju mikil. Hægari æfingar — frá- bært, segir fólk, — tímabært að málið sé tekið fyrir. Hér virðist vera fjöldi fólks sem gjarnan vildi sækja líkamsræktartíma reglulega ef tryggt væri að æfingarnar væru við hæfi og bæru tilætlaðan árangur. Margir sem sótt hafa tíma á líkams- ræktarstöðvum hafa verið settir í svo hraðar og erfiðar æfingar að þeir hafa hreinlega gefíst upp. Ástæðan fyrir því að Sóley var beðin um viðtal- ið var sú, að þær líkamsæfingar sem hún hefur boðið upp á hafa reynst mörgum vel sem gefist hafa upp annars staðar, greinarhöfundur þar með talinn. Þess má geta hér, að gefnu .tilefni, að greinarhöfundur hefur kynnt sér málin m.a. með því að sækja líkamsræktartíma í stúdíói Ágústu Johnson. Eróbik virðist vera teygjanlegt hugtak, hér á landi hefur það verið notað yfir hraðar líkamsæfingar og verið auglýst sem slíkt. Þessar æf- ingar henta vafalaust mörgum — en ekki öllum og var viðtalið ekki síst ætlað þeim til fróðleiks og uppörvun- ar. Ágústu skal bent á að tilgangurinn með komu á líkamsræktarstöð er að auka styrk og vellíðan en ekki að örmagnast. Það er ekki nóg að hafa uppgötvað „geislaspilarann“, það þarf líka að gera sér grein fyrir því hvernig á að stilla hann. MARGRÉT ÞORVALDSDÓTTIR Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.