Morgunblaðið - 23.06.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 39
BREF TIL BLAÐSINS
Er frelsað fólk
fullkomið?
Frá Guðjóni B. Bendiktssyni:
EINAR Yngvi Sigurðsson hefur
ritað mikið í Velvakanda um and-
leg málefni í gegnum tíðina og oft
hefur hann vegsamað nafn Drott-
ins í skrifum sínum. Ég vil gera
athugasemd við síðustu grein Ein-
Aðstaða
fyrírferða-
langa við
Akureyrí
Frá Rögnvaldi Pálmasyni:
MIG langar til þess að segja í fáum
orðum frá frábærri aðstöðu fyrir
ferðamenn sem ég kynntist nýlega
ásamt minni fjölskyldu við höfuð-
stað Norðurlands. I hlíðinni gegnt
Akureyrarbæ er búið að gera frá-
bæra aðstöðu fyrir ferðamenn.
Húsbrekka er nafnið á þessari
paradís. Þarna er um að ræða tjald-
stæði með allri aðstöðu s.s. þvotta-
vél, þurrkara, sturtum og meira
að segja lítilli verslun. Það sem
kom mér einna mest á óvart var
að þarna er fulkomin aðstaða til
þess að taka á móti húsbílum og
hef ég ekki séð svona frágang
hérlendis ennþá. Einnig er búið að
gera upp gamalt íbúðarhús með 9
rúmum sem hægt er að leigja allt
árið. Útsýnið þarna úr brekkunni
er frábært beint á móti höfninni
og byggðin sést mjög vel að
ógleymdri kirkju allra kirkna.
Mér datt í hug að setja þetta á
blað vegna þess að ég veit að
margir fara á mis við þennan frá-
bæra stað.
ROGNVALDURPALMASON,
Mosfellsbæ.
ars. í henni segir hann að þegar
maður öðlast sáluhjálp fyrir trú á
endurlausnarverk Jesú Krists á
krossinum þá sé hann fullkominn.
Hið rétta er að við frelsunina skap-
ar Kristur nýtt hjarta sem er neisti
af Kristi og þetta nýja hjarta er
fullkomið. Síðan bíður mannsins
andleg barátta sem felst í því að
láta nýja hjartað vaxa (Krist) en
gamla hjartað minnka (sjálfið).
Jesús sagði við Nikódemus: „Yð-
ur ber að endurfæðast.“ Við fæð-
umst ekki fullþroska heldur ber
okkur að vaxa uns vér „verðum
fullþroska og náum vaxtartak-
marki Krists fyllingar“, eins og
segir í bréfi Páls Postula til Efesus-
manna. Ég get fullyrt að það er
ekki stór hópur manna sem nær
þessu marki, en ég veit að Páll
náði því, og mig grunar að móðir
Teresa hafi einnig náð því, og fleiri
sem komast aldrei á spjöld mann-
kynssögunnar en fá sín laun á
himnum.
Máli mínu til enn frekari stuðn-
ings nefni ég dæmisögu Krists um
sáðmanninn. Sæðið er Orðið og
jörðin er hjartað; sumt bar 30-fald-
an ávöxt, annað 60-faldan, og enn
annað 100-faldan ávöxt. Jesús
sagði einnig: „Því að innan frá,
úr hjarta mannsins, koma hinar
illu hugsanir, saurlifnaður, þjófn-
aður, manndráp, hórdómur,
ágirnd, illmennska, sviksemi,
taumleysi, öfund, lastmæli, hroki,
heimska.“ Þeir sem láta nýja hjart-
að sigra þetta allt með iðrun og
algerri undirgefni við Orð Guðs
bera 100-faldan ávöxt og verða
eitt með Kristi (brúður Krists).
Þeir munu hafa dýrð Guðs og búa
um eilífð í borginni helgu, nýrri
Jerúsalem sem niður stígur af
himni frá Guði, eins og lesa má
um í Opinberunarbók Jóhannesar
21. kafla. Þar verður hásæti Guðs
og Lambsins.
GUÐJÓN B. BENEDIKTSSON,
Hagamel 45, Reykjavík.
SIEMENS
Rafmagnsofnar!
Eigum hina vönduðu
rafmagnsþilofna frá
Siemens í miklu úrvali.
200 - 2000 W.
Áratuga frábær reynsla
á íslandi.
Veldu vel, veldu Siemens.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Viljir þú endingu og gæði ■
i/elur þú SIEMENS
O O.ERRE
LOFTRÆSTIVIFTUR FYRIR
HVERS KONAR HÚSNÆÐI
fyrsta
flokks
Ö frá
MIKIÐ URVAL
GOTT VERÐ
/Famx
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
Brengluð aldar-
farslýsing
Frá Rannveigu Tryggvadóttur:
ÉG LÝSI megnri vanþóknun á sam-
antekt þeirri í máli og myndum sem
sýnd var í Ríkissjónvarpinu á þjóð-
hátíðardaginn þar sem fjallað var
um þjóðlífið (og heimsmyndina að
hlutatil) síðustu 50 árin. Umfjöllun-
in var yfirborðskennd og ósönn og
Sjónvarpinu til stórrar skammar.
í frásögnina vantaði hvorki póli-
tískan áróður né dekur við lista-
og íþróttamenn eins og tíðarandinn
býður, en það vantaði alla dýpt í
hana. Vil ég nefna hluta þess sem
vantaði, þann hluta sem of oft ligg-
ur í þagnargildi þegar rætt er um
það hvort íslensk þjóð verði langlíf
í landinu. Þessi hluti er atvinnulífið
og menntunin því tengd.
Eitthvað var minnst á síldveiðar
og nýsköpunartogari sást koma til
Reykjavíkur en á kröftuga sjósókn
eftir öðru en síld var ekki minnst,
atvinnulífið í landi henni tengt né
atvinnulífið yfirleitt. Hefði-“ mátt
ætla að listamenn í afar misháum
gæðaflokki og íþróttamenn hefðu
verið burðarásar þjóðfélagsins og
var Háskólinn eini skólinn sem vert
þótti að nefna (stofnaður 1911 sem
embættismannaskóli).
Það var samt ekki úr Háskólan-
um sem drýgstu fyrirvinnur þjóðar-
innar komu flestar, heldur úr sjó-
mannaskólum og þann fyrsta slíkra
byggði skútuskipstjórinn Markús
Bjarnason er hann bætti á eigin
kostnað stofu við hús sitt við Ránar-
götuna f Reykjavík árið 1891 og
tók að kenna ungum manndóms-
mönnum skipstjórnarfræði.
Fé fengið fyrir sjávarafla með
ærinni fyrirhöfn og miklum fórnum
átti drýgstan þátt í að fleyta þjóð-
inni til velsældar, en ábyrgðarlitlir
og sjálfumglaðir alþingismenn hafa
með handahófskenndum ákvörðun-
um skuldsett hana erlendis svo ligg-
ur við kafsiglingu. Þeir hirtu líka
svo stóran hluta af aflafé sjávar-
plássa að þau hafa ekki getað skap-
að unga fólkinu starfsskilyrði heima
að loknu framhaldsnámi. Hvert
stefnir?
Þitt er menntað afl og önd
hafirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
Svo kvað Stephan G.
RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR,
Bjarmalandi 7, Reykjavík.
Sterkir plastkassar og skúffur.
Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti.
Hægt að hengja á vegg, eða stafla
saman.
Margar stærðir gott verð.
Avallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BlLDSHÖFÐA 16
SÍMI672444 • FAX 672580
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!
- kjarni málsins!
Sérlega vel
útbúinn og lipur
með góða .
aksturseiginleika
DV, 28. maí 1994
CC
m sm
Nýr Accord "95
Fágað samspil útlits, glæsileika, viðbragðs-
flýtis og aksturseiginleika gerir Honda
Accord að einstæðum bíl Sem hannaður er
með þarfir ökumannsins í huga.
Við hönnun og framleiðslu á Honda Accord
var hvergi slakað á kröfum um öryggi eða
ábyrgð gagnvart umhverfinu.
HOXDA
Vatnagörðum • Sími 689900
Honda Accotd er á lireint otrulega hagstæðu verði. eða Ira kr. 1.856 000,- Beinskiptur Si.