Morgunblaðið - 23.06.1994, Side 40

Morgunblaðið - 23.06.1994, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tölvuáhugamenn athucgið, Eigum fyrirliggjandi vinsælu ExSys tengin: RADTENGl - EX-4031 • 16 bita raðtengi (RS-232). • 2 útgangar, 9 og 25 pinna. • COM 1-4. IRQ 3-15. • XT / AT samhæft. FJÖLNOTA IDE-TENGI - EX-3060 • 2FDD og 2HDD. • Tvö raðtengi. COM 1-4. IRQ 3-5. • Eitt samhliða tengi. • Eitt leikjatengi • AT samhæft. SAMHLIÐA TENGI - EX-4000 • Eitt samhliða tengi • LPT 1-3. IRQ 5. 7. • XT/AT samhæft. HRAÐVIRKT RAÐTENGI - EX-40311 • Hraðvirkt 16 bita raðtengi (2x 16C450). • 2 útgangar, 9 og 25 pinna. • COM 1-4. IRQ3-12, 15. • Samskiptahraði 50 -115.200 BAUD. Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 BOSCH Verkfæratilboð BOSCH borvél — CSB 650 RE — Verð áður kr. 22.241. Tilboðsverð kr. 14.950 / BOSGH hefill — PHO 100 — Verð áður kr. 17.793. Tilboðsverð kr. 10.950. \ BOSCH pússikubbur — PSS 23 — Verð áður kr. 9.327. Tilboðsverð kr. 6.490. FYRIRTÆKI, VERKTAKAR OG VÉLALEIGUR ! Bjóðum einnig stórar sem smáar brot- og borvélar á afsláttarverði. BOSCH fræsari- POF 600 ACE — Verð áður kr. 26.403. Tilboðsverð kr. 16.960. BOSCH slípirokkur — GWS 20-180 — Verð áður kr. 25.920. Tilboðsverð kr. 17.980. BOSCH nagari — GNA 2.0 — Verðáður kr. 38.715. Tilboðsverð kr. 28.670. BOSCH borvél f. rafhlöður — GBM 9.6 VES — Verð áður kr. 32.670. Tilboðsverð kr. 23.980. 5S3 Hitakútar! Eigum til á lager 15 - 300 lítra hitakúta frá sænska fyrirtækinu NIBE. Bjóðum einnig 5 og 10 lítra kúta frá Siemens. Úrvalsvara á góðu verði. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Símapöntun 91-38825 Sendum í póstkröfu BRÆÐURNIR DJ 0RMSS0NHF Lágmúla 9, sími'38825 I DAG BRIPS U m s j ó n (i u ö m . I’ « 11 Arnarson Á landsliðsæfingu um síðustu helgi gat hvorugt NS-parið stilit sig um að segja 6 hjörtu. Austur gefur, allir á hættu. Norður ♦ 1084 V 4 ♦ 80 ♦ ÁG107432 Austur ♦ 653 I V 95 111111 ♦ G10543 ♦ KD5 Suður ♦ ÁKD9 V KDG8762 ♦ Á ♦ 6 Eins og spilin liggja, stendur slemman með því að spila spaðanum ofanfrá, en sagnhafi á öðru borðinu valdi að svína níunni í loka- stöðunsi og fór niður. Báðu megin kom út tígulkóngur og þegar vestur lenti inni í öðrum slag á hjartaás lagði hann vongóður niður tíguldrottingu. En suður trompaði og spilaði hjört- unum til enda. Tók svo tvo efstu i spaða. Lokastaðan var þá þessi: Norður ♦ 8 V - ♦ - ♦ ÁG Vestur Austur ♦ G V - ♦ - II ♦ 6 V - ♦ - ♦ 98 ♦ KD Suður ♦ D9 V - ♦ - ♦ 6 Lauf upp og ás og spaði úr borði. Vissulega hitting- ur, ef ekkert er vitað um spil AV. En þar sem sagn- hafi vann spilið hafði aust- ur doblað fyrirstöðusögn norðurs á fjórum laufum! Sagnhafi gat því með nokkru öryggi eignað hon- um laufhjónin og þar með aðeins einn spaða. Vestur ♦ G72 V Á103 ♦ KD872 ♦ 98 Farsi VELVAKANDI svarar í sínia 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Sjónvarpið stóð sig vel MIG langar að þakka Sjónvarpinu sirstaklega vel fyrir góða og skemmtilega dagskrá frá Þingvöllum 17. júní. Sér- staklega vil ég þakka fólki Dagsljóss fyrir góða dagskrá. Þessi útsending var þeim sem sátu heima ákaflega mikilvæg. Ingibjörg Tapað/fundið Úr tapaðist KVENÚR með gylltri skífu og trosnaðri svartri leðuról tapaðist í tívolíinu í Fjölskyldugarðinum 17. júní. Upplýsingar í síma 93-71431. Myndavél tapaðist á Þingvöllum PANASONIC C310 EF tapaðist á Þingvöllum 17. júní við stóra sýn- ingartjaldið. Eigandinn sér eftir vélinni en þó aðallega eftir filmunni. Ef einhver hefur fundið vélina þá eru uppl. í síma 672311. Myndavél tapaðist OLYMPUS-myndavél í gráu hulstri tapaðist á Þingvöllum í grennd við stóra tjaldið 17. júní. Finnandi vinsamlega hringi í síma 686516. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust 19. júní á tónleikum í Laugardalahöllinni. Ef einhver hefur fundið gleraugu þá vinsamlega hringið í síma 44712. Úr fannst ÚR FANNST við Voga- skóla fyrir nokkru. Eig- andi fær úrið afhent gegn greinargóðri lýs- ingu. Upplýsingar í síma 888321. Kápa tapaðist á Hótel Loftleiðum DJÚPRAUÐ síð kasmír- ullarkápa af gerðinni Escada var tekin I mfs- gripum úr fatahengi á Hótel Loftieiðum eftir fund í Víkingasal 27. apríl sl. Viti einhver hvað um kápuna hefur orðið er hann vinsamlega beð- inn að hafa samband við Guðvarð á Hótel Loft- leiðum í síma 22322 eða Guðrúnu í síma 695795. Lyklakippa í Ingólfskaffi LYKLAKIPPA með nokkrum lyklum á fannst í Ingólfskaffi laugardag- inn 18. júní. Uppl. í símn 77001. Gæludýr Týndur páfagaukur BLÁR páfagaukur með ljósum yrjum og ljósbláa vængi hvarf sl. sunnu- dag frá Baldursgötu. Hans er sárt saknað og ef einhver hefur fundið hann þá vinsamlega hringi hann í síma 24643, 42278 eða 25859. Kettlingur gefins FJÖGURRA mánaða gamall svartur og hvítur fresskettlingur fæst gef- ins á gott heimili. Ein- staklega blíður og góður. Uppl. í síma 25859. Kettlingar FIMM failegir fímm vikna kettlingar fást gef- ins á góð heimili. Upplýs- ingar í síma 75501 eftir kl. 16. Kettlingar FIMM fallegir kettlingar fást gefíns. Upplýsingar í síma 653672 eftir kl. 14. Víkveiji skrifar... Meðal gullkorna sem skrifari hefur séð er ráðamenn reyna að afsaka umferðaröng- þveitið á Þingvöllum síðasta föstu- dag er að fólk hafi lagt allt of seint af stað. Hveiju hefði það breytt ef allur þorri fólks hefði lagt af stað strax er Mosfellsheið- in opnaðist eftir austurför þjóð- höfðingjanna? Hefði það ekki bara þýtt að öngþveitið hefði orðið mikiu fyrr og fólk þurft að dúsa í enn fleiri klukkustundir á fjórum hjólum í vegarkantinum? Spyr sá sem ekki veit. Óbreyttir lögregluþjónar starf- andi við slæmar aðstæður á Mos- fellsheiðinni og víðar fengu kaldar kveðjur frá vegfarendum. Svo sem í lagi og ekki óeðlilegt að kveðjurn- ar væru kaldar. Hins vegar var sá skætingur og dónaskapur sem þessir vesalings menn urðu fyrir frá sumum óþarfi því þeir gerðu flestir það sem í þeirra valdi stóð. Þeir höfðu hins vegar litlar sem engar upplýsingar frá yfirmönnum og vissu lítið meira en almenning- ur hvað var að gerast. xxx að er varla hægt að vinna með þessu, varð kunningja Víkveija að orði þegar hann ræddi þann tíma sem fer í að horfa á íþróttasjónvarp og sinna öðrum áhugamálum þessa dagana. Út- sendingar frá heimsmeistaramót- inu í knattspyrnu eru tímafrekar og komu að hluta til samtímis og síðan í kjölfar ameríska körfubolt- ans. Áhugi fólks á þessu efni er að sjálfsögðu mjög misjafn og þeir sem lítið eru fyrir knattspyrnu bölva og ragna. Hinir eru að sjálf- sögðu í skýjunum, reyndar svolítið þreytulegir og gráir á vangann, en ánægðir eigi að síður. Ahugi fyrir þessári keppni er með ólíkind- um mikill um allan heim og segir það sína sögu um vinsældir og útbreiðslu íþróttagreinarinnar. xxx Nú þegar menn eru að mestu hættir að segja sögur af þjóðhátíðinni og hversu lengi þeir sátu í bíl sínum eða, eftir atvikum, hve snöggir þeir voru á milli staða er næsta víst að íþróttafréttamenn og ambögur þeirra verði næsta umræðuefni svo mjög sem þeir eru áberandi í sjónvarpi og útvarpi þessa dagana. Því miður virðast fréttamenn- irnir of oft vera illa undirbúnir. Sem dæmi má nefna að í frétta- tíma um síðustu helgi var sagt frá því að spennandi holukeppni í golfi hefði endað 9-8. Slík úrslit segja þeim sem til þekkja, að keppnin hafi alls ekki verið spennandi, þvert á móti spennulaus einstefna og öruggur sigur annars kylfings- ins. í lýsingu frá fijálsíþrótta- keppni síðasta laugardag stóð ekki steinn yfir steini. í 400 metra hlaupi hafði einhver piltur örugga forystu, í sjónvarpinu, þangað til kom að endasprettinum, þá dróst hann aftur úr. Ekki nema von því hann var einfaldlega ekki meðal keppenda! Sama var upp á ten- ingnum í fleiri greinum þessa fijálsíþróttamóts. Frá HM-fótboltanum í Banda- ríkjunum berast upplýsingar seint til áhorfenda frá þeim sem mat- reiða efnið vestan hafs. Frétta- maðurinn sem lýsir þarf því að vera vel undirbúinn og fylgjast vel með svo hann geti verið á undan áhorfandanum heima í stofu að skynja það sem gerst hefur og koma því á framfæri. Það er ekki nóg að lýsa aðeins því sem allir sjá. Það er til mikilla bóta hjá íþróttafréttamönnum sjónvarps að fá sérfræðinga sér til trausts og halds eins og verið hefur í útsend- ingum frá HM í vikunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.