Morgunblaðið - 23.06.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
SKÁK
Um.sjón Margcir
Pctursson
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN
17. júní tóku allir íslensku
stórmeistararnir sjö þátt í
útifjöltefli við Nýjatorg á
„Strikinu" í Kaupmannahöfn
og fór það afar vel fram. Það
var íslendingafélagið í borg-
inni sem gekkst fyrir fjöltefl-
inu til að halda upp á 50 ára
lýðveldisafmælið. Þessi skák
er nokkuð dæmigerð fyrir
það þegar stórmeistari mæt-
ir nýgræðingi. Einn þeirra
íslensku var með hvítt, en
einn yngsti þátttakandinn,
dönsk stúlka, hafði svart. 1.
e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3.
Bc4 — g6, 4. d4 — Bg7?,
5. dxe5 — Rxe5?, 6. Rxe5 —
Bxe5
7. Bxf7+! - Kxf7, 8. Dd5+
- Kf6, 9. Bg5+! - Kxg5,
10. Dxe5+ — Kh6,11. Dxh8
og þar sem hvítur hefir unn-
ið skiptamun og peð og
svarti kóngurinn á vergangi
eru úrslitin ráðin.
Pjölmargir danskir skák-
áhugamenn á öilum aldri
nýttu tækifærið og tefldu við
íslensku stórmeistarana.
Samskipti þjóðanna á skák-
sviðinu hafa verið með mesta
móti að undanförnu og eftir
fjölteflið er enginn vafi á því
að þau eiga enn eftir að
aukast. Yfirdómari var Guð-
mundur Arnlaugsson og í
hátíðarkvöldverði í Jónshúsi
riijaði hann upp fagnað ís-
lendinga í Kaupmannahöfn
17. júní 1944, en hann var
þá þar við nám og störf.
Pennavinir
NÍTJÁN ára japönsk stúlka
með áhuga á tónlistum,
íþróttum og bókmenntum:
Keiko Dnimon,
Ru-57 Kitayoshida,
Shika-nmchi,
Hakui-gun,
Ishikawa 925-01,
Japan.
FRÁ Filipseyjum skrifar 36
ára einhleyp kona með
margvísleg áhugamál:
Anita Jean Garcia,
200 Salazar Street,
6500 Tacloban City,
Philippines.
DANSKUR frímerkjasafn-
ari vill skiptast á merkjum:
lngolf Thorup,
Ved Skoven 36, st.tv.,
6700 Esbjerg,
Danmark.
ÁSTRALSKUR 21 árs pilt-
ur með áhuga á tónlist,
kvikmyndum og bréfa-
skriftum:
Jason Ewart,
3 Briggs Place,
St. Helens Park,
Sydney,
N.S.W. 2560,
Australia.
ÞÝSK kona, 27 ára, langar
að eignast íslenska penna-
vini:
Gabriele Poeck,
Otto-Schlag-Str. 34,
PSF 110,
06667 Weissenfels,
Germany.
LEIÐRÉTT
Röng dagsetning
AFS á Islandi halda fjöl-
skylduhátíð sunnudaginn
26. júní, en ekki 28. júní
eins og fram kom í blaðinu
á þriðjudag.
ÍDAG
Hlutavelta
ÞESSAR stelpur frá Seyðis-
firði héldu tombólu laugar-
daginn 11. júní sl. til styrkt-
ar Sophiu Hansen og söfn-
uninni Börnin heim.
Þær söfnuðu alls 1.645
krónum. Þær heita Auður
María Agnarsdóttir og Ása
Guðrún Jónsdóttir.Þær eru
9 og 6 ára.
■d'j'.iT.rrjiif
£* A ára afmæli. I dag,
OU 23. júní, er sextug-
ur Óskar Maríusson, efna-
verkfræðingur, Lindar-
flöt 3, Garðabæ. Eigin-
kona hans er Kristbjörg
Þórhallsdóttir. Þau hjónin
taka á móti gestum í Fé-
lagsheimili starfsmannafé-
lags Rafmagnsveitna
Reykjavíkur í Elliðaárdal í
Með morgunkaffinu
Ást er...
3-“ ^
Vangadans.
TM R*g. U.S Ofl —rioMt raterved
• 1994 Loc Anyotoc Tlrnas Syndicale
Nú skuldum við þeim
óætan kvöldverð og
hundleiðinlega kvöld-
stund.
HEYRÐU NÚ mig Sigurður. Ég er alveg búinn að fá
nóg af því að þú komir og biðjir um launahækkun tí-
unda hvert ár.
HÖGNIHREKKVÍSI
STJÖRNUSPÁ
cftir Franccs Drakc
KRABBI
Afmætísbarn dagsins: Þú
ert fróðleiksfús og kannar
mátín til hlítar áður en þú
tekur ákvörðun.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl)
Þú verður á réttum stað á
réttum tíma í dag og ættir
að grípa þau tækifæri sem
bjóðast. Sýndu ættingja þol-
inmæði í kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Líttu á heildarmyndina í stað
þess að einblína á smáatriðin.
Ástvinir undirbúa ferðalag og
heimsækja gamla vini f dag.
Tvíburar
(21.maf-20.júní) 5»
Þér verður falið nýtt og
spennandi verkefni í vinn-
unni. Þú þarft að kanna mál-
ið vel áður en þú ákveður
meiriháttar fjárfestingu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hrífst af nýjum vinum sem
þú kynnist í dag. Félagar
vinna vel saman og ástvinir
fara út að skemmta sér f
kvöld.
Ljón
(23. júlf — 22. ágúst)
Þig skortir ekki áhugann og
þú kemur miklu í verk í vinn-
unni í dag. Ættingi færir þér
óvæntar og góðar fréttir.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Sumir eru .að undirbúa ferð
á fjarlægar slóðir. Smá
ágreiningur getur komið upp
milli vina, en eining ríkir hjá
ástvinum.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Innkaupin og umbætur á
heimilinu eru á dagskránni
hjá þér í dag. Einnig gefst
tími til að njóta lífsins með
fjölskyldunni.
Sþorðdreki
(28. okt. - 21. nóvember)
Bjartsýni ríkir hjá þér í dag
og þú kemur vel fyrir. Þú átt
auðvelt með að tjá þig og
hefur gaman af að blanda
geði við aðra.
Bogmadur
(22. nóv. — 21. desember)
Persónutöfrar þínir veita þér
brautargengi í vinnunni og
þér bjóðast tækifæri til auk-
ins frama. Fjárhagurinn fer
batnandi.
Steingeit
(22.des. - 19.janúar) m
Málin þróast mjög þér f hag
og góðri hugmynd þinni er
vel tekið. Vináttusamband
reynist þér heillavænlegt.
Kvöldið verður rólegt.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) 1&L
Þú kemur miklu í verk á bak
við tjöldin í vinnunni f dag. í
kvöld vilt þú vera útaf fyrir
þig og sinna einkamálunum.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú nýtur mikilla vinsælda og
hefur gaman af að sækja
mannfagnað í dag. Þér tekst
að hjálpa vini sem á við vanda
að stríða.
Stj'órnuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grumti visindalegra stað-
reynda.
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994 41
®Xpelair
Viftur!
Bjóðum úrvals-
loftræstiviftur frá
breska fyrirtækinu
Xpelair sem er í
fararbroddi á sínu
sviði.
Komið og kynnið
Borðviftur ykkur úrvalið.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Þriggja Rétta
Kvöldverdur
Sniglasúpa
Ferskur hunangsgljáður kryddlax
með sherrý-soyasósu
*—•—-a5->i>-Sx—
Engiferís
með súr-sœtum berjum
Verp KR. l.Qfeö,-
SLólabrú
Sími 624455