Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.06.1994, Blaðsíða 48
Whp% HEWLETT Wk!HÆ PACKARD HPÁ ISLANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguloika til veruleika MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓIJ' 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Jón Baldvin Hannibalsson Setti Jóhönnu engin skilyrði JÓN BALDVIN Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, seg- ist ekki hafa sett Jóhönnu Sig- urðardóttur, félagsmálaráð- herra, nein skilyrði á fundi þeirra síðastliðinn sunnudag. Hann segist aðeins hafa minnt hanaji niðurstöðu flokksþingsins. Hann segir að ekki liggi enn fyrir hver taki við af Jóhönnu. Það sé mis- skilningur hjá forsætisráðherra að ákvörðun um það liggi fyrir. Skilaboð frá flokksþinginu „Ég setti Jóhönnu Sigurðardótt- ur engin skilyrði af neinu tági. Að því að þetta mál varðar, skipt- ir það eitt máli úr samtali okkar, að ég minnti á niðurstöður flokks- þingsins, og spurði hvort það stæði, að hún, eins og aðrir for- ystumenn flokksins, myndu una niðurstöðu flokksþingsins og starfa að heilindum með okkur hinum, að því að framfylgja þeirri stefnu, sem flokksþingið mótaði. Það eru ekki skilyrði — það eru skilaboð frá æðstu stofnun Al- þýðuflokksins og þeim skilaboðum hljótum við öll að hlíta,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagðist ekki telja að líkur á haustkosningum hafi aukist við brottför Jóhönnu úr ríkisstjóm- inni. „Ég held að hugsanlegar haustkosningar ráðist af öðru.“ ■ Setti Jóhönnu/27 Nýju leyfi úthlutað til sjónvarpssendinga Kapalsjónvarpsstöð í undírbúníngí TEXTA hf. hefur verið úthlutað leyfi til sjónvarpssendinga. Að sögn Valdimars Steinþórssonar framkvæmdastjóra Texta er verið að undirbúa stofnun kapalsjónvarps í samvinnu Texta, Sambíó- anna, Saga film hf. og Japis hf. Sjónvarpsleyfið miðast við að út- sendingar hefjist innan 8 mánaða frá útgáfu þess. Ekki er ljóst hvenær útsendingar heíjast og segir Valdimar það meðal annars háð framkvæmdahraða hjá Pósti og síma. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Tímabært að endurskoða lög um vísitölubindingu FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Friðrik Sophusson, segir tímabært að endurskoða lagaákvæði um vísitölubindingu á þjónustugjöldum og athuga hvort hverfa eigi frá vísitölubindingu skattalaga m.a. í ljósi hverfandi verðbólgu og þess að laun breytist ekki með vísitölu. „Ég tel að það sé fyllilega tíma- bært að endurskoða þau ákvæði í lögum og reglugerðum þar sem um er að ræða vísitölubindingu á þjón- ustugjöldum. Með sama hætti þarf að fara í gegnum skattalögin og kanna hvort hverfa eigi frá vísitölu- bindingu þeirra. Þessi mál eru afar flókin því íslensku skattalögin eru í raun ákaflega vel aðhæfð verð- bólguþjóðfélaginu. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að það eru ekki bara gjaldafjárhæðir sem eru vísitölubundnar heldur einnig frádráttarliðir og skattfrelsisupp- hæðir. Mér finnst eðlilegt að þessir hlutir verði skoðaðir m.t.t. að þeim verði breytt, sérstaklega nú þegar stöðugleikinn er með þeim hætti að ár eftir ár mælist verðbólga innan við 2%, launabreytingar verða ekki skv. vísitölu og menn eru að hverfa frá vísitölubindingu skammtíma- skuldbindinga," sagði Friðrik. Á umræðustigi Friðrik sagði þessi mál hafa verið rædd í fjármálaráðuneytinu en að engin vinna væri hafín til undirbún- ings breytingum og engar ákvarð- anir hefðu verið teknar. „Enda má ekki gleyma því að stöðugleikinn í verðlagi og efnahagsmálum á sér ekki langa sögu og kannski ekki mjög djúpar rætur í íslensku efna- hagslífi." Opinber gjöld sem taka breyting- um með vísitölu eru t.d. bensín- gjald, þungaskattur, bifreiðagjöld, ýmis leyfisgjöld, gjöld tengd leyfum fyrir atvinnustarfsemi, gjöld fyrir þinglýsingar, dómsmálagjöld o.s.frv. Að sögn Snorra Olsen, deild- arstjóra í fjármálaráðuneytinu, er heimild í lögum til breytinga sumra vísitölutengdra gjalda, en i öðrum tilfellum er breytingin lögbundin. Þannig háttar t.d. til með bifreiða- gjöld, sem hækka 1. júlí nk., en samkvæmt lögum eiga þau að taka breytingum með byggingarvísitölu. Snorri sagði dæmi þess að gjöld hækkuðu ekki með vísitölu jafnvel þótt heimild væri til þess og nefndi sem dæmi bensíngjald og þunga- skatt, þar sem heimildir væru ekki fullnýttar. Að sögn Jóns G. Tómassonar borgarritara eru einu vísitölutengdu gjöldin sem Reykjavíkurborg inn- heimtir gatnagerðar- og hitaveitu- gjöld. Valdimar segir ætlunina að nýta þá möguleika sem opnast í framtíð- inni með breiðbandsdreifikerfi Pósts og síma. Valdimar telur að lítið sé því til fyrirstöðu að hefja útsending- ar um kapal til dæmis í nýjum hverf- um í Hafnarfirði og í nýrri blokka- hverfum í Reykjavík. Ætlunin er að bjóða upp á allt að fimm sjónvarpsrásum strax í upphafi og segir Valdimar að ekki verði nein vandræði með að útvega efni til útsendingar. Þegar sé búið að semja um útsendingarrétt á fjöl- breyttu efni, íþróttum, kvikmyndum, skemmtiþáttum og fleiru. Þeir sem standa að kapalsjónvarp- inu búa yfir þekkingu og sambönd- um á þessu sviði. Valdimar átti þátt í að stofna íslenska myndverið, Saga film hefur margra ára reynslu af gerð sjónvarpsefnis, Sambíóin eru í fremstu röð á kvikmynda- og mynd- bandamarkaðnum og Japis hefur meðal annars flutt inn tæki til sjón- varpsreksturs. Ljósleiðarakerfið eflist ört Búið er að leggja ljósleiðara hring- inn í kringum landið og víða í íbúða- hverfi. Ljósleiðararnir verða stofn- strengir í gagnvirku dreifikerfi sem getur flutt breiðbandsmerki, eins og sjónvarpsútsendingar, í viðbót við símtöl, tölvumerki og fleira. Að sögn Jóns Þórodds Jónssonar yfirverk- fræðings hjá Pósti og síma eru nú lagðir svonefndir kóax-kaplar í öll hús, þar sem unnið er við lagnir, til að tengja notendur við ljósleiðara- kerfið. Jón Þóroddur sagði að ekki hefði verið tekin nein formleg ákvörðun um hversu hratt Póstur og sími byggir upp breiðbands- dreifikerfið, en þessa dagana sé unnið að gerð áætlana um það. Morgunblaðið/Hentzar Poulsen Reynt að klippa á togvírana SKIP norsku strandgæslunnar reynir að klippa á togvíra Há- gangs II. I vírnum aftur úr varð- skipinu eru klippurnar. Aldrei tókst að klippa á togvíra skipsins og segir Eiríkur Sigurðsson, skip- stjóri á Hágangi II, að það hafi aðallega verið fyrir klaufaskap strandgæslunnar. ■ Norðmenn stefndu/6 * Islenska heilsu- félagið hf. Hefur framleiðslu lyfja í Litháen ÍSLENSKA heilsufélagið hf. hefur gengið frá samningi við íslenska, sænska og litháíska aðila um starfrækslu dreypi- lyfjaverksmiðju í Litháen. Fram- kvæmdir eru nú að hefjast, en áætlað er að framleiðsla lyfj- anna geti hafist vorið 1995. íslenska heilsufélagið hf. hef- ur átt. í samstarfi við erlenda aðila um stofnun verksmiðjunn- ar og fyrir ári stofnaði félagið samstarfsfyrirtækið Ilsanta UAB ásamt litháísku fyrirtæki. Síðan hafa bæst við hluthafar eins og Lyfjaverslun ríkisins og Islenskir aðalverktakar, auk sænskra aðila. í gær hittust fulltrúar hlut- hafa í Reykjavík og undirrituðu samning sín í milli, auk þess var gengið frá lánssamningum. ■ Framleiðsla á lyfjunum/C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.