Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ferðalag um vítahringtorgið Vítahringtorgið UMRÆÐA þjóðfélagsins bein- ist nú að gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Útgjöld ríkisins virðast hafa náttúrulegan eiginleika til stöð- ugrar þenslu um leið og tekjurnar skreppa saman. Er þjóðin að fest- ast í þeim vítahring að með tekj- uminnkun þjóðarbúsins standi ein- staklingarnir ekki lengur undir þeim lífsgæðum sem þeir hafa vanist og leita þess vegna til opin- berra aðila með beiðni um beinar eða óbeinar undanþágur, styrki, fría þjónustu eða aðra aðstoð? Ríkisútgjöldin aukast stöðugt og enginn getur skilgreint hvort kem- ur á undan, eggið eða hænan. Án athugunar á samspili orsaka og afleiðinga ferðumst við eflaust áfram á þessu vítahringtorgi, ár eftir ár, þar sem engum er um að kenna. Nauðsyn einkabílsins Eitt aðaleinkenni nútímasamfé- lags er góðar samgöngur. í sam- keppni þjóða um hag- vöxt og velmegun höf- um við íslendingar orðið undir á síðast- liðnum árum. Grunnur þessa er framleiðni, en framleiðni samgangna er nokkuð sem íslend- ingum er ekki tíðrætt um. Trúlega eru fáar þjóðir háðari einka- bflnum en íslendingar. Hér eru veður válynd- ari og þörfin fyrir skjól á ferðalögum brýnni. Hér er dreifðari byggð og þörfin fyrir vélkn- únar samgöngur brýnni. Hér er of dýrt, vegna mannfæðar, dreifbýlis, fjall- lendis og veðurfars, að bjóða upp á viðunandi almenningssamgöng- ur. Þrátt fyrir ótrúlega skatt- heimtu ríksins af einkabílum sam- fara stöðugum bótum almenn- ingssamgangna hefur yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar valið einkabílinn til sinnar þjónustu - sem segir það sem segja þarf um nauð- syn einkabílsins á ís- landi. Kjósendur keyra líka bíla Svo ótrúlegt sem það virðist eru trú- lega enn til stjórn- málamenn sem ekki hafa áttað sig á því að þeirra kjósendur hafa einnig valið einkabílinn. Hvaða forsendur liggja að baki mati þeirra á hvaða bflar eru „lúx- us“ og hvaða bílar eru „venjulegir"? Enn erum við á vítahringtorginu. Gefnar eru út yfirlýsingar sem kjósendur grípa á lofti og nota að því er virðist til að ná þeim í landhelgi þar sem þeir eru að setjast inn í embættis- bíl sinn. Hver er þessi óljósa skil- greining? Raunin er sú að hún er ekki til. Bflar eru framleiddir til Bogi Pálsson Áttu barn í grunnskóla? Landsfundur foreldra í Reykholti í Borgarfirði helgina 27.-28. ágúst. Dagskráin hefst kl. 10.00 á laugardag og stendur til kl. 15.00 á sunnudag. Erindi: "Gæska kennarans." Sigríður Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur. "Ákveðni foreldra."Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur. "Fjölskyldulíf." Sr. Þorvaldur Karl Helgason, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. "Rekstur foreldrafélaga — árangur í bekkjarstarfi." Unnur Halldórsdóttir. Báða dagana verða hópumræður um uppeldis- og skólamál. Rætt verður um heimanám, samræmd próf, lengd skólaársins, samskipti milli nemenda, þátttöku foreldra í skólastarfi, skilvirkari foreldraviðtöl og hvað eina sem brennur á foreldrum. Börn og unglingar gleymast ekki Sérstök dagskrá verður í gangi fyrir þau meðan foreldrarnir funda.Má þar nefna listasmiðjur, leiki og íþróttir. Kvöldverður og kvöldvaka Kvöldverður á laugardagskvöld í boði Heimilis og skóla í samvinnu við Afurðasöluna Borgarnesi hf. og Mjólkursamlagið í Borgarnesi. Kvöldvaka með heimatilbúnum skemmtiatriðum. Þátttökugjald er kr. 1.800 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Innifalið í því eru fyrirlestrar, fundargögn, lista- og leiksmiðjur og kvöldverður á laugardagskvöld. Gisting á Hótel Eddu ekki innifalin í þátttökugjaldi. Allir foreldrar grunnskólanemenda eru velkomnir með fjölskyldur sínar á þennan fyrsta landsfund foreldra. Nánari upplýsingar og skráning hjá Heimili og skóla í síma 91-627475. Þykkmjólk Afurðasalan Borgarnesi hf. £n<jjc.fujklaú u*e LANDSAMTÖKIN O HEIMILI OG SKÓLI Meðalaldur bíla hér stefnir í 20 ár, að sögn Boga Pálssonar, sem telur endumýjunarþörf knýjandi. misjafnra nota til að uppfylla mis- munandi smekk kaupenda. Enginn er öðrum merkilegri, það merki- lega er að til skuli vera bílar sem uppfylla mismunandi þarfir. Samhengisleysi skattlagningar Oft er talað um skattlagningu bíla, áfengis og tóbaks í sam- hengi. Áfengi og tóbak er af flest- um talið auka slysahættu og sjúkrahúskostnað, hækka dánar- tíðni og draga úr framleiðni þjóð- félagsins. Rökstyðja má að skatt- lagning áfengis og tóbaks þurfi að miða að því að ná jafnvægi milli ánægjunnar af notkuninni og kostnaðar samfélagsins af henni. Jafnvægispunkturinn er þá í þeirri fórn framleiðni sem þjóðfélagið getur sætt sig við. En af hveiju er bíllinn til umræðu í þessu sam- hengi? Samgöngur eru eins og áður sagði eitt af aðalatriðum framleiðniaukningar og eru því meðal brýnustu nauðsynja. Nær væri að skoða samhengi skatt- lagningar á valkosti ■'amgangna. Fólk dregið í dilka Sú neyslustýring sem felst í flokkaskiptingu aðflutningsgjalda bifreiða hefur verið réttlætt með því að þeir sem eigi meiri peninga kaupi stærri bíla og eigi að greiða hærri gjöld til samfélagsins. En það eru tvær hliðar á öllum mál- um. Stærri bílar eru ekki meiri „lúxus“ en minni bílar. Það er ekki lúxus sem rekur lækni áfram til ferðalaga um stijálbýl héruð landins um miðjan vetur. Það er ekki lúxus sem rekur sex manna fjölskyldu til að kaupa stóran bfl. Það er ekki lúxus sem rekur fjöl- skyldu með lítil böm til að kaupa öruggan bíl. Umræðan beinist oft að „lúxusjeppum“ og ijölmiðlar velta því fyrir sér hvaða not ein- hver aðili í opinberri stöðu gæti haft af „lúxusjeppa“ með vísan til vegalengdar frá heimili hans til vinnu. Þetta er enn ferðalag um vítahringtorgið. Staðreynd er að verðmismunur ódýrustu og dýr- ustu bíla á markaðnum er mun minni en hann lítur út fyrir að vera að undanskildum hlut ríkis- sjóðs. Með þessu kerfi er í mörgum tilvikum verið að útiloka þá efna- minni frá því að kaupa þann bíl sem best hentar þeim. Þeir efnaminnstu borga mest Meðalaldur bíla í landinu stefnir nú í 20 ár! Endurnýjunarþörfin er langt umfram raunvemlega end- urnýjun og ef grannt er skoðað er bílafloti þeirra landsmanna sem minnst mega sín fjárhaglsega, orð- inn vemlega illa á sig kominn. Oft er þrengst í búi þeirra sem þurfa að fæða marga þótt aðrir þættir komi þar einnig til. Þessar fjölskyldur þurfa að koma mörgum til skóla eða milli vinnustaða til að auka heimilistekjurnar. Jafnvel fólk í þessari stöðu velur einkabíl- inn umfram aðrar samgöngur sé þess nokkur kostur. Mikil fækkun bíla í umferð undanfarin ár, sam- fara aukningu bensínsölu er skýrt dæmi um þetta óhagræði. Hefur þessi fækkun orðið þess valdandi að fólk sem áður hafði tvo bíla til umráða hefur nú aðeins einn. Honum er skipt milli aðila með því að mikill tími og óþarfa bensí- neyðsla fer í að skiptast á notkun bílsins og dýrmætum vinnutíma er varið til að keyra fram og aftur að sækja bílinn eða skila bílnum. Vinnur þetta skipulega gegn hags- munum þjóðarinnar. Auk þess sem hér hefur verið talið er það stað- reynd að bílar slitna og bila með aldrinum og reksturskostnaður þeirra margfaldast sem lendir á þeim sem síst mega við auknum útgjöldum. Hér um hreina sóun tíma og fjármagns að ræða. Nauðsynleg breyting - engin mismunun Nauðsynlegt er að núverandi flokkunarkerfi aðflutningsgjalda af bílum verði aflagt. Það á rætur sínar að rekja til tíma olíukrepp- unnar þegar stórir bílar eyddu miklu eldsneyti. Bílaframleiðendur eru nú löngu búnir að aðlaga sig að þessum breyttu aðstæðum í heiminum með bættri eldsneytis- nýtingu þannig að ekki er lengur þörf á núverandi flokkunarkerfi. Það almenna jafnaðarsjónarmið að leikreglur samfélagsins gefi öllum sem jafnastan kost til vals er þverbrotið með núverandi flokk- unarkerfi. Það byggir á þvi að stór hluti landsmanna sé ekki nægilega góður til að aka um á stórum bílum, sem séu fráteknir fyrir þá sem eiga mikla peninga. Raunhæfasta kerfí skattlagningar á bfla er að gefa öllum jafnan kost til vals án þess að rugla það með mismunandi álögum. Því verður einungis náð með því að flokka alla bíla í sama flokkinn og að gjaldstofninn verði sam- ræmdur öðrum valkostum sam- gangna. Eða hvemig væri annars fyrir stjórnmálamenn að stýra kaupum fólks á húsgögnum með mismunandi gjöldum þannig að t.d. væru verulega hærri gjöld af sófum heldur en stólum, því það séu þeir efnameiri sem haldi veisl- ur og hafi þannig not fyrir fleiri sæti? Þetta er jafn „skynsamleg“ leið til að ná í tekjur þeirra efna- meiri. En vitleysan er ekki öll þeg- ar búið er að greiða þessi gjöld. Við tekur eignarskattur í formi gjalds af hveiju kílói bíls sem er trúlega einhver óréttlátasta skatt- heimta sem til er í veröldinni og er vonandi ekki dæmi þess að hugarflugi stjórnmálamanna séu engin takmörk sett, heldur sé um að ræða mistök, sem sést á slakri innheimtu þessa skatts. Ofskattlagning bíla í kjaraviðræðum árið 1986 voru aðflutningsgjöld bíla lækkuð veru- lega. Þetta voru raunverulegar bætur til fólksins í landinu sem hljóp til og fjárfesti í bflum. Trú fólks á því að um varanlega lækk- un væri að ræða var ekki mikil. Það reyndist sannspátt því smám saman hafa gjöldin hækkað aftur þannig að nú er um það bil búið að taka til baka alla þessa kjara- aukningu. Frá árinu 1987 er nán- ast búið að tvöfalda tekjur ríkisins af hveijum seldum bfl en salan er nú aðeins um fjórðungur af því sem hún var þá. Er hér skýrt merki um ofskattlagningu sem farin er að vinna gegn hagsmun- um allra, bæði minnka tekjur ríkis- ins árlega og hagur bíleigenda versnar árlega. Viðhorf til samtímans - leiðin út úr vítahringtorginu Ekki er seinna vænna að koma umræðu um ofskattlagningu á fjárfestingu bíla og notkun þeirra inn í 20. öldina áður en við vöknum upp á þeirri 21. enn talandi um einkabílinn sem óþarfa „lúxus“. Bíll er nauðsyn, það hefur val fólks staðfest. Vonandi átta stjórnmála- menn sig brátt á því að þeirra kjósendur hafa einnig valið einka- bflinn í sína þjónustu. Það þarf að jafna möguleika allra til að velja þann bíl sem hentar best, í stað þess að sumir bílar séu frá- teknir fyrir „hina ríku“. Eðlileg skattlagning einkabílsins með til- heyrandi áhrifum á samgöngur og framleiðni í landinu gæti orðið hluti þeirrar viðhorfsbreytingar sem skilar okkur út af vítahringt- orginu og bætt hag þjóðarinnar. Höfundur er frnmkvæmdatjóri Toyotn á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.