Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 37 BRÉF TIL BLAÐSINS < HAMRAHLÍÐARKÓRINN Söngnr kórs MH Kertafleyting á tjörninni Frá Ragnhildi Eggertsdóttur: FRIÐARÖMMUR vilja minna á hina árlegu kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík, sem fer fram í dag þriðjudaginn 9. ágúst. Þessi athöfn sem að standa friðar- hreyfingar, er haldin til að minn- ast fórnarlamba kjarnorkuárás- anna, sem gerðar voru á hafnar- borgirnar Hírósíma og Nagasaki í Japan 6. og 9. ágúst 1945. Jafn- framt er lögð áhersla á kjarnorku- vopnalausan heim. Það er talið að um það bil 200.000 manns hafi farist í árásinni á Hírósíma og 80-90.000 manns hafi farist eða særst í árásinni á Nagasaki að ógleymdum þeim hörmulegu af- leiðingum sem geislavirkt ryk og eyðilegging hafði á þá sem eftir lifðu. Þegar hernaðarátök og styrjald- ir eiga sér stað er það jafnan svo að saklausir íbúar þeirra landa sem í átökum standa verða ekki síður að gjalda en þeir sem stjórna aðgerðum. Atburðirnir sem gerð- ust í japönsku borgunum tveim eru engar undantekningar hvað þetta varðar og mega aldrei falla í gleymsku heldur verða ungum sem öldnum sá lærdómur að efla kröfuna um frið í heiminum. Frið- arömmur hvetja alla sem tök hafa á að fleyta kertum á Tjörninni í kvöld, hlusta á listamenn úr söng- leiknum Hárið syngja og minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki. F.h. Friðaramma, RAGNHILDUR EGGERTSDÓTTIR - kjarni málsins! var hápunktur Europa Cantat Frá Herning, Jótlandi, frá Henry Klausner. TÓNLEIKAR kóra frá löndum utan Evrópu vöktu mikla hrifningu á kórahátíðinni Europa Cantat og kunnu áheyrendur vel að meta lit- ríkt, framandi tónmálið. En tón- leikar norrænu kóranna voru ekki síður áhrifamikil tónlistarupplifun og komu sérkenni hvers lands fyr- ir sig fram í söngnum. Danirnir streymdu úr áheyrendahópnum á sviðið með glaðlegum söng. Svíarnir færðu áheyrendum kímni og fallegan söng. Norðmenn og Finnar voru fulltrúar góðrar og áhugaverðrar kóramenningar. En hápunktur kvöldsins var framlag Kórs Menntaskólans við Hamra- hlíðarog stjórnanda hans, töfra- konunnar Þorgerðar Ingólfsdótt- ur. Engin hástemmd lýsingarorð fá lýst hinni listrænu hljómaupplifun, sem þessi stóri kór ungmenna (69 kórfélagar) bauð áheyrendum upp á. Fyrsta verkið, ísland, farsælda frón, færði áheyrendur þegar aftur í forna hljómaveröld Keltanna; skýrar og tærar laglínur og sam- hljómar, full krafts og fegurðar. Heill heimur - ljóðræn tjáning; dulrænn fjarski; glaðlegir, næstum villtir kraftar sem sleppt var laus- um, skemmtileg danshrynjandi; æskugleði og leikur - auðæfi ís- lenskrar listar og þjóðlegrar tón- listar, sem íslensk tónskáld túlka á sannfærandi hátt með hefð- bundnu og nýju tónamáli. Auk þess var sérstök upplifun að fylgjast með hinu fallega æsku- fólki syngja. Kórnum er ekki raðað upp á hefðbundinn hátt eftir rödd- um heldur er kven- og karlröddum blandað fijálslega. Hver einstak- lingur syngur á sinn hátt með ótrú- legri einbeitingu, allir undir stjórn töfrakonunnar Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Með nákvæmum, tilfinn- ingaþrungnum danshreyfingum, kallar hún fram ólík blæbrigði og hughrif og lætur þau hljóma. Aheyrendum var boðið upp á listræna, tónlistarlega, uppeldis- lega og manneskjulega upplifun og þökkuðu þeir frá sér numdir fyrir. Eins og áður sagt, hápunkt- ur Europa Cantat. Þorgerði Ingólfsdóttur og kórn- um hefur verið boðið að léiða vinnuhóp í norrænni tónlist á Zimriya, alþjóðlegri kórahátíð fyr- ir ungt fólk í ísrael. Fyrri kynslóð- ir þessa kórs hafa þegar glatt ísra- ela með söng sínum. Við í Israel vonum að fá að taka á móti kórn- um og heyra söng hans á ný. HENRY KLAUSNER, Yfirmaður tónlistarmála í Isra- el og forstöðumaður kórahá- tíðarinnar Zimriya. Dauðinn í umferðinni Frá Jóni Vigfúsi Guðjónssyni í blaðinu laugardaginn 30. júlí síðastliðinn skrifar Sigurður Svav- arsson bréf til blaðsins um mislukk- aðan hræðsluáróður að hans mati frá áhugahópi um bætta umferðar- menningu. Eg undirritaður sé mig hins vegar tilneiddan til að svara umræddu bréfi og mótmæla því harðlega sem þar kemur fram. Fyrst vil ég láta það koma fram að ég er ekki frá áhugahópi um bætta umferðarmenningu, heldur bara venjulegur þátttakandi í um- ferðinni og sem betur fer hef ég ekki valdið neinu slysi í umferðinni og vona að guð gefi að ég eigi það ekki eftir. Hins vegar á ég mér einn perlu- vin, ég segi á en ekki átti vegna þess að hann lifir enn í mínum minningum og mun alla tíð gera, þar til okkar leiðir liggja saman á ný. En nú í haust eru liðin 14 ár frá því að hann lagði bíl sínum bil- uðum úti í vegarkanti og steig í hinsta sinn út úr honum. Þetta var beinn og breiður vegur og ekkert sem skyggði á útsýni, nema að það var myrkur. Þessi elskulegi vinur minn skyldi því eftir neyðar-blikkljós er hann steig út. En samt sem áður var annar maður svo ólánssamur að úr varð banaslys. Þetta er því miður aðeins eitt af ótalmörgum banaslysum á Islandi og á hverju einasta ári deyja nokkr- ir íslendingar í umferðinni. Þetta er alveg hrikaleg staðreynd, en sýn- ir manni svart á hvítu að akstur er dauðans alvara og aldrei verður of varlega farið. En snúum okkur aftur að bréfi Sigurðar. Hann virðist ekki skilja innihald auglýsingarinnar, vegna reiði yfir því að verið sé að skíta út karlmenn? Eg vil benda honum á að skoða blöðin betur, því að þess- ar auglýsingar eru líka til með konu undir stýri og aðeins hálft andlit. En við karlmenn ættum að gera okkur grein fyrir því að konur eru búnar að vera fleiri en karlmenn í landinu árum saman. En við karl- menn í miklum meirihluta í bana- slysum og umferðaróhöppum al- mennt, en vissulega geta konur líka lent í slysum. Málið er það að mínu mati að allir bílstjórar, jafnt karlar sem konur þurfa sífellt að minna sig á að akstur er og verður alltaf dauð- ans, dauðans alvara og að flest öll slys verða vegna kæruleysis og mistaka ökumanna. Umræddar auglýsingar vara mig illilega við og ég vona að þær haldi áfram. Verið vakandi og lifíð heil. JÓN VIGFÚS GUÐJÓNSSON, Ránargötu 5, Flateyri. Opel Corsa Swing Verö frá kr. 979.000,- Meö ryövörn, skráningu og fullan tank af bensíni. 'V' Fyrir þetta verb færðu bíl sem er með tvöfalda styrktarbita í hurbum, öryggisbelta- strekkjara, stillanlega hæb öryggisbelta afturí og frammí o.fl. o.fl. 5 gíra eba sjálfskiptur meb þremur stillingum. @ Sparnabar- stilling (S)Spyrnu/ sportstilling @ Spólvörn/ vetrarstilling □PEL i Opel Astra Verö frá kr. 1089.000,- Meö ryövörn, skráningu og fullan tank af bensíni. BW' Fyrir þetta verð færðu bíl sem er sérstaklega sparneytinn, eyðir aðeins 6,8 lítrum á hverja 100 km \ blönduöum akstri. B í L H E I M A R Fossháls 1 110 Reykjavík Sími 634000 Opel öryggi, tvö- faldir styrktarbitar í hurbum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.