Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI A Léleg aflabrögð á Islandsmiðum HITINN á Akureyri fór upp fyrir 20 stig í gær og í fyrradag fór hitinn upp í 22 stig. Fjöl- margir bæjarbúar tóku þann kostinn að njóta sólarinnar á sundlaugarbarminum og kæla sig niður með sundspretti inn á milli. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu íslands er heitt um allt land, en þó heitast á Norður- landi. Ibúar á sunnan- og vest- anverðu landinu njóta hitans ekki sem skyldi vegna vætu, en þar rigndi eða súldaði í mestall- an gærdag. Spáð er heitu veðri áfram, en búist er við að lægð fari yfir landið á morgun og er gert ráð fyrir að þá rigni víðast hvar á landinu. Ungi maðurinn á minni myndinni, Olafur Lárus Egilsson, hafði ekki áhyggjur af spánni í gær, þegar hann borðaði epli sem óx í garði Þor- valdar Snæbjörnssonar á Akur- eyri. Þorvaldur segir að eplin vaxi vel þessa dagana og kveðst gera ráð fyrir að uppskeran í sumar verði 60-80 epli. Fimm togarar frá Akureyri í Smug'una Sumarsól og íslensk epli Morgunblaðið/Björn Gíslason Pantanir og nánari uppiýsingar hjá Feröaskrifstofunni NONNA FIMM togarar frá Akureyri eru á leið i Smuguna. Togarar frá Akureyri hafa frá því Smuguveiðar hófust fyrir ári síðan, ekki far- ið nema þrjár veiðiferðir í Smuguna og þær gengu allar frekar illa. Ástæðan fyrir ferð togararnir í Smuguna nú er að þeir eru búnir með þorskkvótann og léleg veiði hefur verið á miðunum við ísland. ____________________ Togararnir sem eru á leið í Smuguna eru togarar Útgerðarfé- lags Ákureyringa, Svalbakur og Sólbakur, og Samherjatogararnir Akureyrin, Margrét og Baldvin Þorsteinsson. Sólbakur hefur ekki leyfi veiða í íslenskri fiskveiðilög- sögu. Hinir togararnir eru að mestu búnir með þorskkvótann. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija, og Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, sögðust báðir gera sér grein fyrir að það væri happ- drætti að senda skip í Smuguna. Að undanförnu hafa skip verið að fá þokkalegan epa mjög góðan afla í Smugunni. Á annan tug tog- ara eru á veiðum þar þessa dag- ana. Áhættusamar veiðar Gunnar Ragnar sagði að mjög lélegur afli á Islandsmiðum hefði ýtt undir þá ákvörðun ÚA að senda skip í Smuguna. Hann sagðí að ÆVINTÝRASIGLING TIL GRÆNLANDS Meö „Leiffi Eiríkssyni“ Siglt verður frá Reykjavík 20. ágúst tii Scoresbysunds á Grænlandi. Komið verður til baka 29. ágúst. Nyrsti bær á Austur-Grænlandi verður heimsóttur og siglt verður um óbyggða firði og sund. Víða verður farið í land og m.a. rennt fyrir bleikju. Þetta er ævintýraferð þar sem aðeins er rúm fyrir fáa farþega. Akureyrí sími 96-11841, fax 96-26649 mjög erfitt væri að ná þeim kvóta sem skipin eiga eftir þegar þorsk- kvótinn væri búinn. Skipin eiga eftir nokkuð af ýsu og grálúðu- kvóta. Gunnar sagði að þrátt fyrir að kvótinn væri að verða búinn verði fiskvinnslu haldið áfram hjá ÚA. Hann sagði að minna hráefni hefði borist á iand síðustu daga en vik- urnar þar á undan, en fyrirtækið héldi samt uppi fuilri vinnslu m.a. með því að kaupa fisk af öðrum skipum. Rétt að taka áhættuna Þorsteinn Már sagðist gera sér grein fyrir að það væri mikið happadrætti að senda skip í Smug- una. Aðstæður hér heima væru hins vegar þannig núna að það væri rétt að taka áhættuna og reyna veiðar í Smugunni. Þor- steinn sagði að þær tvær ferðir sem Samheijatogarar hefðu farið í Smuguna í fyrra hefðu ekki gengið upp. Hann sagðist raunar vera þeirrar skoðunar að útilokað væri að stunda áhættusamar út- hafsveiðar nema geta haft stuðn- ing af veiðum á heimamiðum. Mjólkursamlag KEA Eitthvað greitt fyrir alla mjólk Mjólkurfram- leiðsla í Eyja- firði svipuð og í fyrra ÞÓRARINN Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri á Akureyri, segir að horfur séu á að bændur á samiagssvæði Mjólkursam- lags KEA fái eitthvað greitt fyrir alla þá mjólk sem þeir leggja inn á þessu framleiðslu- ári, en því líkur 31. ágúst nk. Hann segir að framleiðslan í ár sé mjög svipuð og á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að heyin hafí verið léleg í vetur. Horfur eru á framleiðsla yfir landið allt fari 1,5-3% fram yfír kvóta. Léleg hey Heyskapur gekk mjög illa á Norðurlandi á síðasta sumri og hey bænda voru þess vegna lé- leg. Þetta leiddi til þess að mjólkurframleiðsla var mun minni sl. haust og frameftir vetri en venjulega. Um tíma óttuðust menn að ekki yrði hægt að uppfylla eftirspurn eft- ir mjólk og var þess vegna tek- in sú ákvörðun að hvetja bænd- ur til að auka framleiðslu. Fyrir- heit voru gefín um að greiddar yrðu 20 kr. fyrir 1,5 milljón lítra sem fer fram yfir heildarkvót- ann, en bændur á landinu öllu mega framleiða 100 milljónir á þessu framleiðsluári. Þórarinn Sveinsson sagði að framleiðsla hefði aukist þegar leið á árið og nú væru horfur á að hún verði mjög svipuð og í fyrra. Hann sagði að bændur á Norðurlandi hefðu orðið að gefa mun meira af kjarnfóðri en venjulegra vegna lélegra heyja. Framleiðslan fer 1,5-3% fram yfir kvóta Kvótastaðan hjá bændum er mismunandi eins og gengur og gerist. Sumir eru búnir með kvótann, sumir klára hann um mánaðamótin og nokkrir ná ekki að klára hann. Þórarinn sagði að bændur hefðu merki- lega góða stjórn á framleiðsl- unni. Á síðasta framleiðsluári framleiddu bændur í Eyjafírði um 300 þúsund lítra umfram kvóta. Þegar búið var að miðla innan svæðisins stóðu einungis 34 þúsund lítra eftir Markaður erlendis erfiður Pálmi Vilhjálmsson, starfs- maður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sagði flest benda til að mjólkurframleiðsla á land- inu öllu fari 1,5-3 milljónir lítra fram yfir kvóta. Spár fyrr í sum- ar gerðu ráð fyrir nokkuð meiri framleiðslu, en Pálmi sagði að framleiðsla síðustu vikurnar hefði orðið talsvert minni en menn hefðu áttu von á. Hann sagðist ekki geta fullyrt að bændur alls staðar á landinu komi til með að fá eitthvað greitt fyrir þá mjólk sem þeir framleiða. Þeir komi til með að fá 20 kr. greiddar fyrir lítrann af fyrsta 1,5% sem fari fram yfir kvóta. Annað ráðist af því hvernig gangi að selja mjólkur- afurðir til útlanda. Hann sagði að erléndi markaðurinn væri erfiður því að mikið væri til af smjöri og annarri mjólkurfítu í heiminum. íslendingar hafa að- allega flutt mjólkurfitu úr landi. lx Sjálfstæðismenn - fundarboð Kjördæmisráð sjálfstæðisfélaganna í Norðurlands- kjördæmi eystra er hér með boðað til fundar í Kaupangi við Mýrarveg á Akureyri, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 20.30. Fundarefni: Framboð til alþingiskosninga. Stjórn kjördœmisráðs sjálfstœðisfélaganna á Norðurlandi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.