Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ I- HAGANGSMALIÐ Ekkium neitt að semja Tromsö. Morgunblaðið. NORSK stjómvöld eru ekki sammála því mati Jens Evens- en, fyrrverandi hafréttarráð- herra, að taka beri upp viðræð- ur við íslendinga um lausn Svalbarðadeilunnar. Ekki verða teknar upp póli- tískar viðræður og diplómat- ískar leiðir verða heldur ekki notaðar til að þoka málinu áleiðis, að sögn Ingvard Havn- en, blaðafulltrúa í norska utan- ríkisráðuneytinu. Havnen heldur því fram að ekki sé um neitt að semja. „Við höfum almennt áhuga á góðu sam- bandi við íslendinga, einnig um sjávarútvegsmál. Hins vegar getum við ekki samið um réttindi, sem augljóslega tilheyra Norðmönnum. Við lít- um svo á að þjóðréttarleg staða okkar sé sterk, og ólög- legar aðgerðir hafa engin áhrif á okkur,“ segir Havnen. Aftenposten EIRÍKUR Sigurðsson, skipstjóri á Hágangi II, kemur fyrir rann- sóknarrétt Norður-Troms. unnar og sagðist treysta á hið nor- ræna samstarf í lögreglumálum til að tryggja að Anton mætti fyrir réttinn á tilsettum tíma. Sektaðir fyrir að hlýða ekki skipunum Eiríki Sigurðssyni skipstjóra var gert að greiða 50.000 króna sekt, sem samsvarar um 500.000 íslenzk- um krónum. Úthaf hf., útgerðar- félag Hágangs, þarf jafnframt að greiða 150.000 króna sekt, eða sem svarar til 1,5 milljóna íslenzkra króna. Jafnframt verða skipstjórinn og útgerðin að standa straum af málskostnaði, sem er um 200.000 íslenzkar krónur. Norska ákæruvaldið vísar til laga um efnahagslögsögu Noregs og vemdarsvæðið við Svalbarða og sektar skipstjóra og útgerð á gmnd- velli þeirra fyriráð hafa látið skipan- ir strandgæzlu um að stöðva skipið og hleypa strandgæzlumönnum um borð sem vind um eyru þjóta. Eiríkur Sigurðsson sagði í gær að sektimar væm alltof háar miðað við málsatvik. „Aukinheldur varð ég fyrir vonbrigðum með að norsk yfir- völd þorðu ekki að taka upp það, sem er kjami málsins; fullyrðinguna um að við séum að ólöglegum veiðum á Svalbarðasvæðinu," sagði hann. „Það er augljóst að Norðmenn ótt- ast að málið geti lent fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag.“ Eiríkur sagðist hvetja íslenzka sjómenn til að sigla nú til Svalbarða og fiska eins og þeir gætu; ljóst væri að Norðmenn hefðu engan lagalegan rétt til að stöðva þá. Hann sagðist spá stórinn- rás íslenzkra skipa á Svalbarðasvæð- ið i kjölfar málsins. Hágangur II lagði úr höfn í Tromsö klukkan hálfsex í gær- kvöldi. Að sögn Friðriks Guðmunds- sonar, útgerðarmanns skipsins, sigl- ir skipið beina leið til íslands eins og ætlunin var, en Hágangur var að ljúka veiðiferð er strandgæzlan færði skipið til hafnar. Friðrik segir skemmdir á skipinu ekki miklar eft- ir skothríð strandgæzlunnar, en nauðsynlegt sé þó að gera við það hér heima. Hágangur er væntanleg- ur til landsins á föstudagsmorgun. Friðrik segir að sú staðreynd, að Norðmenn treysti sér ekki til að ákæra útgerðina fyrir ólöglegar veiðar, sé stórmál fyrir íslenzku þjóð- ina. „Nú kemur fram að þeir ráða alls ekki yfir þessu svæði og viður- kenna það fyrir sjálfum sér,“ sagði hann. „Þetta er rosalegur sigur.“ Eltingaleikur við strandgæzluna Þrettán íslenzk skip voru að veið- um á Svalbarðasvæðinu í gær. Tog- ararnir léku eltingaleik við strand- gæzluna og skýrði skipherrann á varðskipinu Andenes yfirboðurum sínum frá því að íslendingar drægju upp trollin í hvert sinn sem varðskip- ið nálgaðist þá. v eiueus uíiiig Strandgæzlan leggur til atlögu MYND sem skipverjar á Hágangi tóku er strandgæzlumenn sigldu að þeim á gúmbáti. Verdens Gang Skemmd eftir skothríð SKOTGAT í rafmagnstöflu um borð í Hágangi II. Skotið fór í gegnum byrðing skips- ins, lenti svo í netadrasli og hæfði töfluna af litlum krafti. Skipsljóri og útgerð sektuð og stýrimaður enn í haldi Skipstjórinn spáir innrás íslenzkra skipa eftir að fallið var frá ákæru um ólöglegar veiðar Tromsö. Morgunblaðið. DÓMARI í rannsóknardómi Norður- Troms úrskurðaði í gærkvöldi að ekki væri ástæða til að halda stýri- manninum á Hágangi II, Antoni Ingvarssyni, í gæzluvarðhaldi fram til föstudags, eins og lögreglan í Tromsö krafðist. Lögreglan áfrýjaði hins vegar þessum úrskurði og er Anton því enn í haldi. Mál hans verð- ur tekið fyrir að nýju í dag. Fyrr um daginn hafði skipstjóranum, Ei- ríki Sigurðssyni, verið sleppt úr haldi eftir að hann hafði verið dæmdur tii að greiða sekt að upphæð 500.000 íslenzkum krónum og útgerð Há- gangs, Úthaf hf., dæmd til að greiða hálfa aðra milljón í sekt. Eiríkur og útgerðin neita að greiða sektirnar og verður því höfðað dómsmál á hendur þeim, en fram að þeim tíma verður útgerðin að setja bankatrygg- ingu fyrir upphæðinni. Réttarhöld munu hefjast 1. nóvember. Anton Ingvarsson hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn opinber- um starfsmönnum, en norska strandgæzlan heldur því fram að hann hafí skotið að þremur strand- gæzlumönnum á gúmbáti síðastlið- inn föstudag. Anton er jafnframt ákærður fyrir ólöglega meðferð skotvopna. Hámarksrefsing við slíku afbroti er fjögur ár samkvæmt norskum lögum. Anton sagðist í réttinum mót- mæla því að vera sem íslenzkur ríkis- borgari handtekinn utan 200 mílna lögsögu Noregs. „Ég mótmæli hættulegum og fjandsamlegum að- gerðum strandgæzlunnar og fer fram á að verða fluttur til Islands á kostnað norska ríkisins," sagði hann í réttinum. Vildi afstýra hættu Anton sagðist ekki hafa beint haglabyssunni, sem hann hleypti af, að norsku strandgæzlumönnunum. Ennfremur hefði hún aðeins verið hlaðin haglaskoti, sem búið var að fjarlægja höglin úr. Hann sagðist hafa skotið aðvörunarskoti og ekki hafa vitað að gúmbátur strandgæzl- unnar hefði tilheyrt henni, heldur hefði hann líkzt farkostum umhverf- isverndarhreyfingarinnar Green- peace. Strandgæzluskipið Senja hefði verið 10 mílur í burtu og ekki ljóst að gúmbáturinn tilheyrði því. I norska blaðinu Aftenposten var í gær haft eftir Friðrik Arngríms- syni, lögmanni Úthafs hf., að Anton hefði viljað hindra að sjómenn á þil- fari Hágangs kæmust í lífshættu. Blaðið hefur eftir Friðrik að strandgæzlumennimir á gúmbátn- um hefðu nálgazt skipið með tog- víraklippur að vopni. Skipveijar hefðu þá einmitt verið að hífa trollið og hefði verið hætta á að ef togvír- inn væri skorinn, skytist hann inn yfír skipið og ógnaði lífí og heilsu mannanna á dekki. Lögreglan í Tromsö fór fram á gæzluvarðhald yfír Antoni Ingvars- syni fram á föstudag, til þess að tryggja að Antoni yrði birt stefna um að mæta til réttarhalda, sem eiga að hefjast 1. nóvember. Dómar- inn hafnaði hins vegar kröfu lögregl- Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ Hágangsmálið eykur áhuga ís- lendinga á veiðum við Svalbarða ■ SÚ STAÐREYND að skipstjóri Hágangs II var ekki ákærður fyr- ir ólöglegar veiðar á fiskverndar- svæði Norðmanna við Svalbarða er að mati Kristjáns Ragnarsson- ar, framkvæmdastjóra LIÚ, óbein viðurkenning á að norsk lög frá 1977 um svæðið styðjist ekki við alþjóðalög. „Þeir vilja ekki taka áhættuna af því að lögin verði ógilt. En þeir hafa komist upp með þau allan þennan tíma og greinlega verið að reyna að leita sér einhvers konar hefðarréttar með því að láta þetta ganga svona til í 17 ár. Nú komum við þarna inn, brjótum þennan hefðarrétt og þeir standa frammi fyrir því að dæma okkur eða taka okkur ekki. Þeir eru hins vegar áfram í því að hindra veiðarnar með því að skaða veiðarfæri okkar. Okkur finnst mikið ósamræmi felast í því að gera slíkt þegar þeir ekki treysta sér til að taka skipstjóra fyrir rétt fyrir að brjóta þessi sér- stöku lög þeirra,“ sagði Kristján og ítrekaði að Norðmenn þyrðu ekki að taka á grundvallaratriði málsins. Hann taldi niðurstöðuna í Nor- egi leiða til meiri áhuga fyrir veið- um á svæðinu. „Þegar menn sjá fram á að þeir þurfa ekki að sæta ákæru og þar með að hlíta dómi fyrir upptöku afla, veiðarfæra og sektar eins og algengast er fyrir fiskveiðilagabrot og eins og við dæmum aðra og okkar eigin menn fyrir þegar þessi lög eru brotin." Krislján lagði áherslu á mikil- vægi þess að samkomulag næðist um veiðarnar.„Ég hef lagt áherslu á að við virðum það sem Norð- menn og Rússar hafa gert til að byggja upp þennan stofn með því að halda verulega aftur af sínum eigin veiðimönnum og hindra að þeir geti gengið óheft í stofninn. Við ætlum okkur ekki að brjóta niður það sem þeir hafa verið að gera til að byggja upp þennan stofn heldur viljum við að nú setj- ist menn niður í alvöru og reyni að ná samkomulagi. Þeir hafa samið um þetta við Evrópusam- bandið, Færeying;a og Grænlend- inga, þannig að við einir stöndum utan við samkomulag við aðra og nú ætlumst við til að þeir semji við okkur um rétt okkar til að veiða þarna.“ Hann sagðist telja að íslensk stjórnvöld myndu í framhaldi af atburðunum þrýsta á viðræður um veiðarnar. „Norðmönnum mun líka verða illa stætt á því að gera annað vegna þess að sókn okkar inn á þessi mið mun aukast og i því sambandi eru sjö skip að fara í dag og í kvöld [mánudag] og fleiri skip munu fara i vikunni." Tveir yfirmenn á Hágangi II færðir fyrir rétt í Noregi § i í i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.