Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁQÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð NESTI Gosið í Lakagígum er mesta hraungos á jörð- inni frá því sögur hófust. Kristín Gestsdóttir segir okkur hvað hún hafði í mal sínum á ferð í Lakagíga. Veður var blítt en sólarlaust, þegar látið var niður í nestiskassana. Ferðinni var heitið í Lakagíga, eld- stöðvanna sem ollu móðuharðind- unum, horfelli manna og skepna hér á íslandi og nýskipan stjórnarfars í Frakklandi og víðar - frönsku bylt- ingunni, en móðan héðan barst til meginlandsins og olli uppskerubresti svo bændur flosnuðu upp og þyrptust til Parísar. Það var tankað upp á Kirkjubæjarklaustri, beygt svo inn á veginn að Hunku- bökkum, farið norður með Fjaðr- árgljúfri að Heiðarseli, þar sem hefst hinn eiginlegi Lakavegur, 100 km akstur sem að hluta til er stór hringur um vestari gígaröð- ina neðan Laka. Við vegbrúnina ofan við Hurðartök ókum við fram- hjá kolryðguðu olíufati svo veðruðu og tærðu að það rétt hékk saman á botngjörðinni. Var þar komin ein af birgðatunnum Loftleiðamanna frá því þeir fóru að ná í þristinn upp á Vatnajökul. Áratugum áður voru hér bændur á ferð með hey- bandslestir, 6 tíma ferð norðan af Lauffelismýrum. Eftir því sem ofar dró varð graslendið rýrara og mel- ar tóku við, bleikir af lambagrasi og geldingahnöppum og við lækj- arsprænu breiður af stjörnustein- brjót. Þarna efra sáum við ekki annað til fugla en lóu og lóuþræl, sem hlupu á undan okkur í vegar- slóðinni og kjói flaug þar yfir, tvær endur, líklega straumendur, sáum við á vatni í einni gígskálinni. Á háu skeri vestan við Laka stöldruð- um við og borðuðum nestið, en þaðan sá yfir Lamba- og Kamba- vatn til Uxatinda og Fögrufjalla og niður eftir gígaröðinni. Á þessu svæði væri þarft verk að setja göngubrú yfir Skaftá, því þarna eru skemmtilegar gönguleiðir. Við kvöddum svo Lakagíga með því að líta ofan í gullfallegan lítinn gíg vestast í Hnútu. Margt hafði borið fyrir augu í lit og línum og rifjaðar upp minningar og sagnir. Hvort við giskuðum rétt á hvað bændur og Loftleiðamenn höfðu haft í malpokum sínum veit ég ekki, en svona vorum við nestuð. Kæfusamloka 1. Smyrjið rúgbrauðsneiðar á venjulegan hátt með smjöri/léttu og kæfu, klippið síðan graslauk og þrýstið ofan í kæfuna. 2. Þvoið lítil ög falleg hunda- súrublöð og leggið ofan á. Setjið í aðra hrauðsneið með kæfu á hvolf yfir. Skínkusamloka 1. Smytjið tvær brauðsneiðar með púrrusmurosti, leggið skinku- sneið ofan á aðra þeirra. Setjið 1-2 salatblöð þar yfir, leggið síðan hina brauðsneiðina á hvolf yfir. Osfosamloka 1. Smyijið tvær brauðsneiðar með smjöri/léttu og osti, leggið paprikusneiðar ofan á aðra þeirra, hvolfið hinni yfir. Ég kalla þessa köku „sveita- brauð,“ af því að hún er svo stór. Sveitabrauð (krydd- kaka með kremi) 400 g smjörlíki 500 g sykur _____________5 egg____________ 1 kg hveiti 2 tsk. matarsódi _________2 tsk. lyftiduft_____ __________2 tsk. nequll_______ __________2 tsk. kanill_______ 1 tsk. engifer 3 msk, kakó 4 dl mjólk 1. Hrærið smjörlíki með sykri, setjið 1 egg í senn út í og hrærið á milli. 2. Blandið saman hveiti, mat- arsóda, lyftidufti, negul, kanil, engiferi og kakói. 3. Setjið mjölblönduna og mjólkina á víxl út í deigið og hrær- ið lauslega á miili. 4. Skiptið deiginu í þrennt (um 800 g hver hluti). Smyijið hveij- um hluta jafnt á bökunarpappír á bökunarplötú. 5. Hitið bákaraofninn í 200°C, blástursofn í 190°C. Setjið í miðj- an ofninn og bakið í 10-12 mínút- ur. Kælið kökuna áður en hún er lögð saman með smjörkremi. Smjörkrem 200 g smjör eðo smjörlíki ________300 g flórsykur_______ ____________1 egg__________ 'h tsk. vanilludropar Hrærið mjúkt smör með flór- sykri, setjið egg og vanilludropa út í, hrærið saman. Smyijið krem- inu á tvo botna og leggið kökuna saman. ■ ÍDAG Farsi „7/oruint cÁ einfotdo \zanda.- m&Un eJnam ofmildít." ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrkt- ar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 3.635 krónur sem renna mun í Byggingasjóð nýja barna- spítalans. Þau heita Amór Sigurðsson, Erla Mar- grét Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Sævar Ingi Haraidsson og búa þau öll við Miðvang í Hafnarfirði. HÖGNIIIREKKVISI þBTTA ER RtVKLAUSA JSVÆ&IÐ.* VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ábending til veðurfræðinga VELVAKANDI fékk upphringingu frá manni einum sem var óánægður með veðurfréttirnar sem sýndar væru á sjónvarps- stöðvunum að því leyti til að aldrei væri sýndur hámarkshiti yfir daginn heldur væri hitinn sem mældur er kl. 12 og kl. 18 aðeins sýndur. Taldi hann ferðamenn sem hingað kæmu til lands oft fara varhluta af því hversu hátt hitastigið væri yfir daginn því það væri aldrei sýnt á veð- urkortum sjónvarps og munaði þar oft um 3-4. Sagði hann þetta ónær- gætið gagnvart ferða- löngum o'g landanum sjálfum. Tapað/fundið Taska tapaðist OFIN, brúnröndótt hlið- artaska tapaðist fyrir u.þ.b. hálfum mánuði í strætóskýli á móti Shell- stöðinn) á Kópavogs- hálsi. í töskunni voru jakki, buxur og samfella og er finnandi vinsam- legast beðinn um að skila henni á lögrcglustöðina í Hafnarfirði. Fundarlaun. Veski tapaðist BRÚNT Levi’s-leður- veski, lítið og þykkt með ól sem lokar því, tapaðist líklega við Austurströnd eða Bakkavör á Seltjarn- arnesi _ sl. laugardags- kvöld. I því voru pening- ar, debetkort og ökuskír- teini. Skilvís finnandi er beðinn um að hafa sam- band við Eyjólf í síma 615016 og er fundar- launum heitið. Bolti tapaðist SEX ára gamall drengur var svo óheppinn að tapa nýjum hvítum Adidas- fótbolta, sem hann hafði nýlega fengið að gjöf, á Austurvelli kl. 13-16 sl. sunnudag. Skilvís finn- andi vinsamlega hafi samband í síma 621464 og er fundarlaunum heit- ið. BRIDS LJmsjón Guóm. Páll Arnarson ÞÓTT Canvendish-klúbb- urinn í New York hafí orðið gjaldþrota fyrir nokkrum árum eru enn haldin virðu- leg mót í nafni klúbbsins. Bandaríkjamaðurinn Jack Dreyfus er mikill stuðnings- maður bridsíþróttarinnar og hefur meðal annars gef- ið verðlaunabikarinn sem keppt er um í Cavendish- sveitakeppninni. Á sínum tíma var Dreyfus regluleg- ur gestur í klúbbnum og það var einmitt þar, sem hann varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna sex lauf í eftirfarandi spili: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁDG4 f 9643 ♦ 754 4 82 Vestur Austur 4 K108765 4 92 * 2 IIIIH f KDG10875 ♦ DG98 4 10 ♦15 4 643 Suður 4 3 r á ♦ ÁK632 4 ÁKDG109 Vestur Norður Austur Suður - - 3 hjörtu Dobl Pass 3 spaðar Pass 5 lauf Pass 6 lauf Allir pass Útspil: hjartatvistur. Dreyfus aftrompaði mót- heijana í hvelli og lagði svo niður ÁK í tígli. Hann ætl- aði ekki að tefía tímann ef tígullinn lá 3-2. En fjórlit- urinn í vestur dró spilið óneitanlega á langinn, því nú varð Dreyfus að spila laufunum til enda. Staðan leit þannig út þegar eitt tromp var eftir: Norður 4 ÁDG r 9 4 9 4 - Vestur Austur 4 K108 4 92 r - II r KDG 4 DG 111111 4 - 4 - 4 - Suður 4 3 r - 4 632 4 9 Vestur henti tígli í lauf- níuna og Dreyfus hjarta úr borði. Hann svínaði síðan fyrir spaðakóng og sendi vestur inn á tígul. Vestur varð að spila spaða og gefa þar fría svíningu. Stiklu- steinsþvingun. Víkveiji skrifar... að kostar rúmlega 10 þúsund krónur að eignast síma, þ.e. ^símanúmer en þá á eftir að kaupa símatækið sjálft. Þetta er mun hærra verð en greiða þarf fyrir þessa þjón- ustu víða um lönd. En ekki tekur betra við, ef rétt- hafi símans flytur af landi brott í einhveija mánuði. Það kostar jafn- mikið að geyma þetta símanúmer í heilt ár eins og að fá nýjan síma. Ef Póstur og sími tekur að sér að geyma símanúmer fyrir rétthafa eru innheimt afnotagjöld af síma- númerinu hvem ársfjórðung. Að auki er svo greitt geymslugjald að upphæð 5000 krónur. Með þessari aðferð tekst Pósti og síma að hafa af rétthafa símans sömu upphæð á einu ári og það kostaði hann að afla símans í upp- hafi, þótt síminn sé ekkert notaður á þessu tímabili! Svona viðskipta- hættir tíðkast hvergi nema hjá opin- berum fyrirtækjum. xxx að er ekki hlaupið að því að losna úr viðskiptum við Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Reykjavíkur. Viðskiptavinur, sem keypt hefur rafmagn og hita frá þessum fyrirtækjum getur ekki iosnað úr þeim viðskiptum nema að gefa upp hver tekur við viðkomandi íbúð eða húsi. Nú liggur ekki í aug- um uppi, að sá, sem er að hætta þessum viðskiptum viti hver tekur við. En það skiptir þessi fyrirtæki engu máli. Þau lesa ekki af mælum fyrr en þau hafa fengið nafn hins nýja viðskiptamanns frá þeim, sem er að hverfa úr viðskiptum við fyrir- tækin. Og það er ekki nóg að fá nafnið, heldur þarf kennitalan að fylgja með. Hafa þessi fyrirtæki ekki aðgang að kennitölum? Viðskiptahættir af þessu tagi tíðk- ast hvergi nema hjá opinberum fyrir- tækjum. XXX Sums staðar háttar svo til, að tvær eða jafnvel fleiri íbúðir eru á sama hitaveitumæli. Ætla mætti að Hitaveita Reykjavíkur hafi undir höndum upplýsingar um það, hvaða íbúðir í hvaða húsi eru á sama mæli, en svo virðist ekki vera. Vík- veiji þurfti að hafa mikið fyrir því á dögunum að grafast fyrir um það til þess að hægt væri að ljúka við- skiptum skjólstæðings við Hitaveitu Reykjavíkur. Svona viðskiptahættir tíðkast hvergi nema hjá opinberum fyrirtækjum. Er ekki kominn tími til að þessi fyrirtæki taki sig á og leggi af starfs- hætti gamalla einokunarfyrirtækja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.