Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 28
,28 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 « « MINNINGAR + Systir mín, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Kiðafelli, Freyjugötu 30, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 7. ágúst. Berga Ólafsdóttir. + Faðir okkar, KRISTJÁN MAGNÚSSON fyrrum bóndi á Ferjubakka, Mýrarhofti 14, Ólafsvík, lést í Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 7. ágúst. Jarðarförin tilkynnt síðar. Börnin. t Frændi minn og vinur, SIGURJÓN EINARSSON áður bóndi N-Mörk, lést 7. ágúst á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum. Útför hans verður gerð frá Prestbakkakirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Björgvin Ólafsson. + Ástkær eiginmaður minn, EIRÍKURB.JÓNSSON, Vallargötu 24, Keflavík, andaðist 5. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Katrín Maríusdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR HARALDSSON, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 7. ágúst. Sigrún Hjördís Eiríksdóttir, Haraldur Gunnarsson, Lilja Hólm Ólafsdóttir, Eiríkur Haraldsson, Ólafur Aron Haraldsson, + Elskulegur eiginmaður minn, sonur okk- ar, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDUR ÁGÚSTSSON skipstjóri, Háaleitisbraut 143, Reykjavík, lést af slysförum 7. ágúst. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Þ. Einarsdóttir, Ágúst Benediktsson, Guðrún J. Haraldsdóttir, Bergur Hjaltason, Gunnar J. Haraldsson, Sofffa S. Egilsdóttir, Rafn Haraldsson, Elsa M. Björnsdóttir, Haraldur Haraldsson, Kristrún Ingvarsdóttir og barnabörn. STEFAN V. JONSSON + Stefán Vilhjálm- ur Jónsson fæddist í Möðrudal 24. júní 1908. Hann lést í Borgarspítal- anum 30. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Aðal- steinn Stefánsson frá Möðrudal og Þórunn Vilhjálms- dóttir Oddsen frá Krossavík í Vopna- firði. Börn þeirra eru auk Stefáns, Vilhjálmur Gunn- laugur, d. 4. júli 1994, Jóhanna Arn- fríður, Gunnlaugur Valgeir og Þórlaug Aðalbjörg sem lést ung. Auk þeirra áttu þau stjúp- dóttur, Kristínu Oddsen og er hún ein eftir á lífi af systkinun- um. Stefán fluttist ásamt for- eldrum sínum að Víðidal á Fjöllum um 1910 en þau flutt- ust aftur að Möðrudal um 1919. Árið 1930 kvæntist Stefán Láru Jónsdóttur, fjögurra barna móður, frá Grund í Eyjafirði. Þau eignuðust tvo drengi, Jón Aðalstein Stefánsson, f. 1. nóv- ember 1931, d. 2. janúar 1933 og Jón Aðalstein Stefánsson f. 9. febrúar 1934. Jón Aðalsteinn er kvæntur Sigur- björgu Jónsdóttur. Þau eru búsett á Seyðisfirði og hafa eignast fjögur börn. Stefán (d. í febrúar síðastliðn- um), Ómar, Hafþór og Lára Osk. Barnabarnabörn Stefáns eru tvö. Stefán nam málar- alist hjá Hauki Stefánssyni, föður- bróður sínum, málara á Akur- eyri. Stefán og Lára hófu síðan búskap að Möðrudal um 1930 °S bjuggu þar fram til 1941 er þau hófu búskap að Einarsstöð- um í Vopnafirði. Þau slitu sam- vistir 1948. A sjötta áratugnum fluttist Stefán til Reykjavíkur þar sem hann bjó íil dauða- dags. Hin síðari ár fékkst hann einkum við málaralist og hélt síðustu málverkasýningu sína á yopnafirði í síðasta mánuði. Útför Stefáns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag. + Ástkær uppeldisdóttir mín, EBBA KRISTÍN EDWARDSDÓTTIR talmeinafræðingur, Framnesvegi 28, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, í dag, þriðjudaginn 9. ágúst, kl. 13.30. 4 Sigríður H alldórsdóttir. VIÐ vorum staddir í Heljardal. Það var heldur hryssingslegt orðið eftir annars sólbjartan dag. Hvergi var stingandi strá að sjá hvert sern aug- að eygði. Ekkert sást nema blá- svartur sandurinn. Hér var a!lt eitt- hvað svo hljótt, svo undarlega hljótt. Ekkert heyrðist nema ýlandi vindur- inn. Það var eins og sandurinn þyrði ekki að bæra á sér af ótta við að vera feykt út í buskann. Skammt undan grillti í gráa steinahrúgu, en jafnvel grjóthnullungarnir hímdu hljóðir og ríghéldu sér í jörðina. Svo hljótt, allt svo undarlega hljótt. En ekki lengi því nú sté hann út úr bílnum, kvikur á fæti þrátt fyrir háan aldur og kom blaðskellandi út í vegbrúnina til mín. „Ég segi það satt, ungir menn í dag hefðu ekki lifað þetta af, oh nei. . . þeir hefðu, skal ég segja þér, strádrepist allir með tölu. En ekki ég. Ég er nefni- lega aldeilis yfirgengilega magnað- ur að lifa." Og svo hló hann og hló og hló, þessum hlátri sem var miklu háværari en hjá okkur flestum, miklu hvellari og miklu glannalegri en hæfa þykir, en um leið innilegri og glaðari. Já, þetta höfðu sannarlega verið skemmtilegar stundir með Stefáni þessir fjórir síðustu sólarhringar, þegar hann heimsótti í síðasta sinn æskustöðvarnar á Vopnafirði og í Möðrudal. Honum hafði verið boðið að sýna myndir sínar á sérstakri menningarvöku sem efnt var til á Vopnafirði með miklum glæsibrag og hlotið höfðinglegar viðtökur. Það hefði verið ólíkt Stefáni að sýna þetta tvær til tólf myndir eins og þykir fínt í dag. Nei, hann hafði þegar sent á undan sér 150 mynd- ir, en fannst ástæða til að taka með sér einar tuttugu og fimm til viðbót- ar og sumar varla þurrar ennþá. Með Stefáni í förinni voru tveir helstu góðvinir hans í gegnum tíð- ina. Auðunn H. Einarsson og Jó- hanna A. Lúðvígsdóttir, en þó vant- aði með í vinahópinn, félaga hans, Sigmar Ó. Maríusson, sem ekki átti heimangengt þá stundina og frænda, Arnþór Jónsson. Sjálfur slóst ég með í hópinn, einkum vegna heimildarkvikmyndar þeirrar sem ég var að vinna um Stefán ásamt Jóni Víði Haukssyni, kvikmynda- tökumanni, en ég hafði átt Stefán að vini í heil sautján ár. Og eftir heimsókn í Einarsstaði, Burstafell og Sænautasel, morgun- andakt hjá gömlum vini, Kobba á Fossi, Sigríðardans á Hofsballi með Borgardætrum og Sniglabandinu og miðnætursöng á hótel Tanga vorum við sem sagt stödd í Heljardal á þeim slóðum, þar sem ungur vinnu- maður hafði næstum orðið úti, árið 1934, þegar hann reyndi í gjörsam- lega vitlausu veðri um hávetur að koma fimm rolluskjátum á milli bæja. Þar gróf hann sig í fönn og hafðist við í nær þrjá sólarhringa. Og ég spurði: „En varstu aldrei hræddur, Stefán, um að þú lifðir þetta ekki af, varstu aldrei...? „Nei, nei, nei, biddu fyrir þér, ég er alveg svo sérstaklega rólegur og léttlyndur maður og öruggur, að þola mikið." Og þá fjarri þér að LEGSTEINAR 'RDfflOl S/0 HÉLLUHRflUNI 14, HflFNARFIRÐI, S(MI 91-652707 Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. ¦KMVfHk Ql*mv ; 1«, —» ozm^* Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il ?X3»-* S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 gefast upp eða hvað? spurði ég. „Að gefast upp, þú getur nú líklega rétt ímyndað þér það. Ekki til að tala um að gefast upp hvað sem á gengi. Það var sko alveg víst, mark og með, ég er nefnilega, skal ég segja þér, hreint alveg yfírgengilega magnaður að lifa." Og þegar spurt var nokkru síðar, þar sem Stefán vitjaði leiða foreldra sinna og sonar sem hvíla í kirkjugarðinum í Möðrudal, hvað hann ætlaði sér að lifa lengi, var rösklega svarað. „Ég lifi auðvitað bara eins lengi og mér sýnist. Ég á eftir að mála að minnsta kosti tvö þúsund myndir; ætli ég eigi þá ekki eftir ein áttatíu og sex í viðbót." En Burstafells-Blesi var ekki langt undan frekar en fyrri daginn, nema nú var riðinn Heljardalur í átt til himins. Og enda þótt Stefán Jónsson Stórval hafí nú brugðið sér af bæ skildi hann þó eftir sig þvílík- an forða af gáska og gleði að dugir okkur smáfólkinu meðan okkur er ætlað að dvelja hér enn um stund. Við Guðrún og drengirnir biðjum þér guðs blessunar góði vin og vegni þér vel í eilífðinni. En eitt skaltu vita, fyrst þú kvaddir svo snögglega og þér vannst ekki tími til að taka allt það nauðsynlegasta með í ferða- lagið, að við fyrsta hentugleik tök- um við til hendinni og pökkum því vandlega inn fyrir þig og sendum í hraðpósti til himna, því þar á hún nú heima, hún Herðubreið. Egill Eðvarðsson. V Hér áður fyrr áttí ég stundum leið í gamalt hús, sem stóð á horni Bergstaðastrætis og Hallveigarstígs í Reykjavík. í kjallaranum bjó þá Pétur Hoffmann og málaði dyrnar hjá sér í fánalitunum, eins og sönn- um víkingi og fornkappa sæmdi. En uppi á lofti bjó þjóðsagnapersón- an Stefán frá Möðrudal. Ég hafði oft heyrt á hann minnst, en þekkti hann aðeins lítillega. Reyndar bar kynni okkar að á svo undarlegan hátt að það er lyginni líkast. Þannig var að á Grímsstaðaholtinu var bið- skýli fyrir strætisvagna og inn af því sjoppa. Ég kom þar oft og versl- aði. Það var einu sinni að sumarlagi að við tveir félagar vorum þar á ferð og ég beygði mig inn í sjopp- ugatið og var að tala við af- greiðsludömuna. Þá heyri ég að dyrnar að baki mér eru opnaðar, stelpan hrekkur frá afgreiðslu- gatinu, fórnar höndum í skelfingu og rekur upp öskur. Mér dauðbrá og sneri mér við og sá þá hálfan hest inni í sjoppunni og á baki sat maður með kaskeiti. Mér datt eins og skot í hug Stefán frá Möðrudal og kalla: „Stefán, hvern þremilinn ertu að gera með hestinn inni í sjoppu?" Stefán svaraði að bragði mjórri röddu: „Þetta er hann Snjalli minn, geturðu sagt mér hvar Hljómskála- garðurinn er?" Ég spyr hvað hann vilji þangað. „Ég þarf að fara með hann Snjalla niður í Hljómskálagarð því að lögreglan er á eftír honum, ég ætla að geyma hann þar." Ég benti Stefáni á Hljómskálagarðinn og Stefán bakkaði á honum Snjalla út úr sjoppunni, sneri við, reið yfir Suðurgötuna og ætlaði beint niður brekkuna, í áttina að prófessorsbú- stöðunum. Ég spurði hvort hann væri orðinn vitlaus að ætla að ríða á hestinum niður snarbrattan bakk- ann. Stefán kallaði: „Nei nei nei nei, hann Snjalli fer allt, getur meira að segja klifrað í klettum." Þar með hurfu þeir félagarnir og við vinirnir stóðum agndofa eftir í sjoppudyrun- um og lukum svo við að versla. Það var nokkru síðar að leiðir okkar Stefáns lágu _ aftur saman. Það var fyrir tilstilli Árna Johnsens, en þeir Stefán voru miklir vinir. Árni skildi hann vel, enda báðir „léttklikkaðir" eins og einhver sagði og því passaði mér ágætlega félags- skapur þeirra. Á þeim árum fórum við Árni stundum á sjúkrahús borg- arinnar til að skemmta. Eitt sinn fórum við á Hvítabandið, en þar var útibú frá geðdeild Borgarspítalans, ef ég man rétt. Árni tók Stefán með i « « « « « « 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.