Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 25 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 125 kr. eintakið. LEIKSOPPAR SÖGUNNAR DEILUR um þjóðerni og borgararétt í Eystrasaltsríkjunum koma nú enn einu sinni upp á yfirborðið, að þessu sinni í Lettlandi. Ný lög um ríkisborgararétt hafa vakið hörð viðbrögð stjórnvalda í Moskvu, en hartnær helmingur íbúa Lettlands er af rússnesku bergi brotinn. Reyndar hefur verið fallið frá reglum um 2.000 manna kvóta á þann fjölda Rússa, sem getur fengið ríkisborgararétt á ári hverju, en eftir stendur að rússneskumæ- landi fólk verður að sækja sérstaklega um ríkisborgararétt og uppfylla ýmis skilyrði, t.d. um tungumálakunnáttu. Þetta kallar Borís Jeltsín Rússlandsforseti „herskáa þjóðemishyggju“ og sak- ar lettneska þingið, Saeima, um að skipta íbúum landsins í „fyrsta flokks og annars flokks fólk“. Rússar hóta nú aðgerðum gegn Lettum í viðskiptamálum og jafnframt að veita rússnesku- mælandi íbúum í Lettlandi rússneskan ríkisborgararétt. Ástæður hvorra tveggju, lettneskra stjórnvalda og rússneskra, eru að mörgu leyti skiljanlegar. Lettar urðu fyrir því, líkt og nágrannar þeirra Eistlendingar og Litháar, að Sovétríkin undir stjórn Stalíns hernámu land þeirra, drápu fjölda manns eða hnepptu í fangabúðir í Síberíu og fluttu svo hundruð þúsunda rússneskra verkamanna til landsins, tróðu á lettneskri menningu og siðum og reyndu að innleiða rússnesku. Færa má rök fyrir því að undir stjórn Sovétmanna hafi Lettar verið annars flokks íbúar í eigin landi. Frá sjónarhóli Rússa er hins vegar um það að ræða að fjöldi fólks, sem mælir á rússneska tungu og telur sig sennilega til rússnesku þjóðarinnar, er misrétti beittur og nýtur ekki þeirra grundvallarmannréttinda, sem talin eru sjálfsögð í lýðræðisríkj- um, á borð við kosningarétt og rétt á vegabréfí til -þess að geta ferðazt út fyrir landsteinana. Föðurlandskenndin er sterk með Rússum, og þeir líta á það sem skyldu sína að verja hagsmuni frænda sinna í Lettlandi, sem og öðrum ríkjum þar sem eru fjöl- mennir rússneskir minnihlutar. Staðreyndin er auðvitað sú að jafnt Lettar sem aðfluttir Rúss- ar eru leiksoppar sögunnar — hinnar ljótu og blóði drifnu sögu Sovétkommúnismans. Margir Rússar, sem tóku sig upp og fengu vinnu í verksmiðjum í öðrum Sovétlýðveldum, áttu fárra annarra kosta völ. Nú hafa þeir eignazt börn og jafnvel barnabörn, sem eru fædd og uppalin í Lettlandi, Eistlandi eða Kazakhstan og skilja að sjálfsögðu ekki að vegna þjóðernis síns sé þeim meinað um borgararétt í ríki, sem þau líta á sem heimaland sitt. Þegar mismunun af þessu tagi blasir hins vegar við, hljóta menn að spyrja sem svo hvort hægt sé að þurrka sögu seinustu hálfrar aldar út með einu pennastriki. Er hægt að láta eins og milljón Rússa sé ekki til og eigi ekki að hafa þau lýðréttindi, sem innfæddum Lettum þykja sjálfsögð? Er hægt að halda því fram að syndir feðranna eigi að koma niður á börnunum og rússneskumælandi alþýðufólk eigi nú að gjalda fyrir verk Stalíns og klíku hans? Er hægt að veija það að Lettar eigi nú að hefna grimmdarverka kommúnista og láta það koma niður á nágrönn- um sínum? Ástandið í Eystrasaltsríkjunum er ekkert einsdæmi í Evrópu, þótt vandamálið sé þar óvenjualvarlegt. Evrópusagan er með þeim hætti að í flestum ríkjum álfunnar býr fólk með ólíka menningu, tungu og þjóðarvitund. Hugmyndin um hið „hreina" og einsleita þjóðríki er hvergi framkvæmanleg í raun nema ef vera kynni á íslandi. Víða eru landamæri háð tilviljunum sögunn- ar og búseta ólíkra þjóðernishópa í sömu héruðum, borgum og bæjum á sér langa hefð. Stundum er um afkomendur gamalla herraþjóða að ræða, til dæmis sænskumælandi íbúa í Finnlandi, en hver er þess umkominn að segja að svipta beri þá borgara- rétti vegna misréttis fyrri alda? Og hveiju gæti slíkt skilað öðru en hörmungum, eyðileggingu og mannlegri niðurlægingu? Viðbrögð Rússa, sem stundum hafa gefið í skyn að hægt væri að veija réttindi hinna rússneskumælandi minnihluta i ná- grannaríkjunum með hervaldi, er auðvitað ekki sfður „herská þjóðernishyggja" en stefna lettneskra stjórnvalda og ætti ekki að viðgangast. Síðarnefnda stefnan er hins vegar ekki heldur til þess fallin að treysta frið og stöðugleika við Eystrasaitið. Sameiginlegir hagsmunir allra íbúa Lettlands, rétt eins og allra Austur-Evrópubúa, eru þeir að reisa land sitt úr rústum kommúnismans, búa við frið og hagsæld og að geta ræktað menningareinkenni sín og tungu í friði. Til þess þarf stöðuga umgjörð lýðræðis, virðingar fyrir mannréttindum og hollustu þegnanna við hið unga ríki. Hún verður ekki sköpuð með ein- stefnu meirihlutans, heldur með pólitískum málamiðlunum á borð við þær, sem eru tilverugrundvöllur þjóðernislega sundur- leitra ríkja á borð við Sviss og Beigíu. íbúar Eystrasaltsríkjanna og annarra nýfijálsra ríkja í Austur-Evrópu verða einfaldlega að viðurkenna að staðreyndum sögunnar verður trauðla breytt; þeir eru að vísu allir leiksoppar sögunnar, en þeir geta snúið henni sér í hag og orðið eigin gæfu smiðir. STJÓRNMAL ^ Hans Engell, formaður danska íhaldsflokksins, um Evrópumálin Smáþjóðir hafa áhrif ÍESB Hans Engell, formaður danska íhaldsflokks- ins, segir varasamt fyrir norræna stjómmála- menn að blanda sér í Evrópusambandsumræð- ur hjá öðmm Norðurlandaþjóðum. Hann fer þó ekkert í launkofa með að hann vill fá íslendinga inn í sambandið og telur þá munu njóta velvildar margra aðildarþjóða í samningaviðræðum sæki þeir um. Kristján Jónsson ræddi við Engell um dönsk stjóm- mál og Evrópumálin Hans Engell tók við forystu danska íhaldsflokksins 1992 við erfiðar aðstæður. Poul Schliiter hafði orðið að segja af sér eftir tíu ára óslitna stjómarforystu vegna Tamílamáls- ins svonefnda og margir spáðu því að flokkurinn yrði lengi í sárum. Engell hefur með einstakri lipurð og klókindum, sem jafnvel andstæð- ingamir fara viðurkenningarorðum um, tekist að snúa vörn í sókn. Hann er nú talinn líklegur í emb- ætti forsætisráðherra en kosið verð- ur til þings ekki seinna en í desem- ber. Engell var staddur hér á landi í síðustu viku á fundi fjárlaganefnd- ar Norðurlandaráðs sem haldinn var á Sauðárkróki. Blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hann og spurði fyrst hve miklar líkur væru á því að íhaldsflokkurinn tæki aftur við stjómartaumunum af jafnaðar- mönnum á næstunni. Ósætti í stjórn „Það er ljóst að sitjandi stjórn missir meirihlutann, ósætti hefur einkennt hana lengi. Tveir möguleik- ar em helstir eftir kosningamar, annaðhvort stjórn íhaidsmanna og Venstre með Framfaraflokkinn sem stuðningsflokk á þingi eða ------- stjórn jafnaðarmanna og Róttækra með stuðningi Sósíalíska þjóðarflokksins. Kannanir sýna að það eru góðir líkur á að fyrri kost- urinn verði reyndur en að sjálfsögðu er engu að treysta í þessum efnum". - Voru jafnaðarmenn að bera upp pólitískt bónorð við ykkur, sjálfa erk- ifjenduma, með því að benda á Poul Schliiter í embætti forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB)? „Þannig skil ég þetta ekki, mér finnst óþarfi að túlka þessi mál út frá danskri innanlandspólitík. Að því leyti er ég ósammála sumu af því sem Uffe Ellemann-Jensen [ieiðtogi Venstre] hefur sagt. Danska stjórnin varð einfaldlega að benda á fram- bjóðanda sem hún vissi að uppfyllti HANS Engell, for- maður íhaldsflokks- ins í Danmörku. IMorrasn gildi í heiðri haldin kröfumar eða starfslýs- inguna. Frambjóðand- inn átti að vera úr borg- aralegum flokki, frá litlu landi og annaðhvort sitj- andi eða fyrrverandi forsætisráðherra". Fræ ósamlyndis Engell telur samt ijóst að jafnaðarmenn sjái fyrir sér að þeir myndi ef til vill minni- hiutastjóm og geti þurft á stuðningi fleiri flokka en Róttækra að halda. Þeir leiti með logandi ljósi að slíkum mögu- leikum og það hafí lengi verið markmið jafnaðar- manna við slíkar aðstæður að reyna að sá fræjum ósamlyndis milli Vens- tre og íhaldsflokksins. Hann segist ekki falla fyrir því bragði og ríkis- stjórnarsamstarf við jafnaðarmenn sé algerlega útilokað. Hagnaður og framlag - Hvað hafa Danir fengið með tveggja áratuga aðild að ESB sem þeir hefðu ella misst af og hvert hefur framlag þeirra verið til eining- --------- ar Evrópu? „Það er enginn vafí á því að við höfum hagnast á aðildinni fjárhagslega. Aðgangurinn að stóm markaðssvæði hefur verið mjög hagstæður fyrir landbúnaðinn og framieiðslufyrirtækin. Við ættum ekki að gleyma að fyrir innan við 50 árum var Danmörk hernumið land, við skulum hafa í huga það sem Evrópusamstarfíð hefur gert fyrir frið og öryggi í Evrópu. Valdabrölt stórveldanna í álfunni, Englands, Frakklands og Þýskalands, hafði í margar aldir geysileg áhrif á öryggis- mál okkar í Danmörku og þess vegna eru áhrifin af samstarfí þessara sömu stórþjóða undanfarna áratugi ómet- anleg... Sjálfur er ég á þeirri skoðun að einangrun valdi ekki því að við losn- um við áhrif þess sem gerist í heiminum, einangrun merkir ein- faldlega að við höfum ekki áhrif á þróunina. Þess vegna er ljóst að með aðildinni höfum við haft áhrif sem við hefðum ekki haft án þess að vera í ESB“. Norræn gildi í ESB Engell sagði Dani hafa reynt og stundum með góðum árangri að halda á lofti norrænum gildum og lífsafstöðu í Evrópusamstarfínu. Hann nefnir sem dæmi umhverfis- og jafnréttismál, einnig mannrétt- indi. Danir hafi ásamt öðrum Norð- urlandaþjóðum tekið að sér umtals- verðan hluta friðargæslunnar í Júgó- slavíu sem var, auk þess væru þeir í fararbroddi í aðstoð við ýmis nátt- úruhamfarasvæði; lítið land gæti haft mikið fram að færa. „En það hefur verið okkur fjötur um fót að Danir hafa verið eina Norðurlandaþjóðin í ESB; þyngdarpunktur- inn í sambandinu hefur því seinni árin verið í Mið- og Suður-Evrópu. Það er okkar helsta von, helsta ósk að sem allra flestar Norðurlandaþjóð- ir gangi í ESB til að breyta hlutföllunum. Við vonum auðvitað að þjóð- aratkvæðin í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi hafí í för með sér að þessi þrjú lönd fái aðild og ísland velji sama kost einhvern tíma síðar“. - Þú veist hver er helsta röksemd þeirra íslendinga sem eru andvígir aðild, menn óttast afleiðingarnar af fískveiðistefnu ESB. Hvernig telurðu að hægt yrði að leysa þann vanda? „Það er mjög erfítt að segja nokk- uð um það. En staðreyndin er að þegar að því kæmi að íslendingar sæktu um aðild myndu þeir vonandi eiga allmarga góða vini í bandalag- inu, þ.e. Norðurlandaþjóðimar. Þá myndi ég líta á það sem verkefni af hálfu Norðurlandaþjóð- ----------- anna að styðja íslendinga eftir mætti í samningavið- ræðunum það er hagur Norðurlandanna að ísiand fái aðild“. kunningskap og reynslu, innan sam- bandsins en þá þurfum við að vera eins mörg og gerlegt er“. - Bendir ekki flest til að atkvæða- vægi í stofnunum ESB verði breytt, dregið úr vægi smáþjóðanna? „Ég get vel skilið að lítil þjóð eins og íslendingar hafí áhyggjur af að týnast í mjög umsvifamiklu og margslungnu samstarfí þar sem skyldurnar em margar. En ég held að þær áhyggjur séu óraunhæfar vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því, heldur ekki á ríkjaráðstefnu ESB 1996, að litlar þjóðir glati öllum áhrifum í sambandinu. Tilfinningaþrungin umræða Sjálfur vildi ég gjarnan að íslend- ingar sæktu um aðild að ESB eins hratt og gerlegt er, með hinum Norð- urlandaþjóðunum. En ég legg áherslu á að þá ákvörðun taka íslendingar sjálfír og við eigum ekki að gefa ykkur ráð eða reyna að ieika hlut- verk þess sem veit betur. Sjálfa við- ræðuáætlunina og tímasetningu verða íslendingar sjálfír að ákveða, enginn veit betur en ég hve tilfinn- ingaþrungnar og margbrotnar um- ræður um ESB em á Norðurlöndun- um, það hafa þær verið í Danmörku í rúm 20 ár. Dönskum stjórnmála- mönnum hefur ekki tekist vel að upplýsa fólk um ESB og þess vegna em við ekki manna hæfastir til að hjálpa ykkur við sama verkefni. En ég tel að samningar ykkar ættu að geta gengið tiltölulega fljótt fyrir sig, hvenær sem umsóknin yrði lögð fram“. íslendingar hafa fengið tækifærið - Telurðu að ísland gæti fengið aðild fyrir ríkjaráðstefnuna 1996 ef sótt yrði um í janúar 1995? „Ef þið sæktuð um í janúar 1995 myndu margir vinna að því tryggja að þið kæmust inn fyrir ríkjaráð stefnuna. En það er ljóst að það yrði erfítt þvi að fyrir eru allmörg ríki sem þrýsta á um að fá aðild og Suður- og Mið-Evrópu myndi verða _________ andstaða við að eitt ríki fengi sérstaka meðhöndl un. Það má segja að íslend ingar hafi fengið tækifærið til að leggja inn umsókn ásamt hinum norrænu ,Eigum ekki a A gef a ykkur ráð“ - Aðild Islands myndi auka sam- anlagt atkvæðavægi Norðurland- anna í stofnunum sambandsins... „Einmitt, þetta eru hagsmunir okkar allra, styrkir okkur í ESB-sam- starfinu. Sum aðildarríkin óttast að Norðurlandaþjóðirnar verði of öflug- ar ef þær fara allar inn en ég held ekki að mynduð verði norræn blokk. Við tökum sjálfstæða afstöðu til ein- stakra mála en stundum munum við sameina kraftana og koma málum á dagskrá sem ekki hefðu komist þang- að án slíkrar norrænnar samvinnu. Við getum notfært okkur hefðirnar í norrænu samstarfi, persónulegan löndunum. Ég held að þetta yrði mjög erfitt". - Þeir sem harðast spyrna gegn aðild íslands að ESB segja m.a. að við munum glata yfírráðum auðlinda okkar, Brussel muni ráða öllu, við séum of lítil þjóð til að geta haldið okkar hlut í sambandinu. Ef við gengjum í ESB og allt færi á versta veg, allar hrakspárnar rættust, hvað gætum við þá gert? „Við skulum ekki gleyma að ESB er þjóðréttarlegt samstarf sem hægt ert að ijúfa ef þið óskið þess. Það er hægt að segja sig úr samband- inu“. Á Hvalfjarðarströnd er búið að reisa skólasetur fyrir íslensk og norræn ungmenni sem vilja kynna sér sögu landsins, náttúru og umhverfi SIGURLÍN Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri með Norræna skólasetrið í baksýn en fyrsta skóflustungan var tekin í október á síðasta ári. Norræna skólasetrið var byggt til að mæta brýnni þörf fyrir námsbúðir handa bömum og ungl- ingum og koma skóla- börn frá Hellu og Pat- reksfírði í heimsókn 3. september, fyrst ís- lenskra skólabarna. Fyrstu gestirnir komu til dvaiar í Norræna skólasetrinu við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 31. júlí síðastliðinn. Um var að ræða 64 manna hóp finnskra kenn- ara og lauk dvölinni síðastliðinn sunnudag. Sigurlín Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri skólasetursins seg- ir að heimsóknin hafi tekist vel, Finnarnir hafí kvatt með virktum og verið ánægðir, ekki síst vegna þess hversu persónulegar viðtökurnar hafí verið. En Sigurlín segir að áherslan verði lögð á einfaldleika og persónuleg tengsl í starfsemi Norræna skólaset- ursins. í ágústmánuði verða haldin kenn- aranámskeið í skólasetrinu en fyrstu nemendurnir koma til dvalar 3. sept- ember þegar skólaárið hefst. Að sögn Sigurlínar er hugmyndin með starf- rækslunni fyrst og fremst sú að gefa 12-19 ára nemendum kost á því að koma til vikudvalar yfír vetrartím- ann. Markmiðið er meðal annars að gera norrænum ungmennum kleift að eiga samskipti við íslensk ung- menni og að kynna þeim íslenskt mannlíf, sögu náttúru og umhverfí. Dagskráin er skipulögð af starfs- mönnum skólasetursins í samráði við kennara hópanna og útvegar Sigurl- ín til dæmis fyrirlesarana i samræmi við óskir hvers hóps um sig. Húsið stendur í fallegri lyng- og birkibrekku í landi Saurbæjar og verður mikil áhersla lögð á umhverf- isfræðslu, að sögn Sigurlínar, og það að kenna nemendunum að bera virð- ingu fyrir náttúrunni. „Við teljum að virðing fyrir umhverfínu og vænt- umþykja sé rétta leiðin til þess að fá fólk til að ganga vel um náttúr- una. Hér er fallegt fugla- og dýralíf allfc í kring og til dæmis sitja ijúpur rétt við dyrnar hjá okkur á morgn- ana,“ segir hún og bendir á að nor- rænu nemendurnir séu ferðamenn framtíðarinnar og þannig megi tryggja betri umgengni um landið. I húsinu, sem er 1.100 m2 að stærð á tveimur hæðum, er nútímalegt og hagkvæmt kennslurými með tölvum og myndbandstækjum, sem einnig veitir ýmsa möguleika fyrir hóp- vinnu. Sigurlín segir hugmyndina um Áhersla á ein- faldleika og hlýtt viðmót Norræna skólasetrið sprottna af þörf, starfsemi af þessu tagi hafi verið fyrir hendi á Norðurlöndum um áratugaskeið og hingað til verið erf- itt að taka á móti skólafólki hér vegna aðstöðuleysis. Leitin að hent- ugu húsnæði bar ekki árangur því þangað þarf að vera fært allan árs- ins hring vegna erlendra gesta og nemenda af landsbyggðinni. Því var brugðið á það ráð að byggja hús- næði og hlutafélag stofnað um rekst- urinn. Hluthafar leggjatil 30 milljón- ir og 50 milljónir voru teknar að láni hjá Vestnorræna lánasjóðnum en kostnaður við bygginguna nemur 80 milljónum, rétt eins og ráðgert var í upphafí að sögn Sigurlínar. Veggirnir voru reistir í febrúar og segir Sigurlín að mikið hafi verið um að vera síðustu dagana fyrir komu fyrsta hópsins. „Síðustu handverks- mennimir voru að læðast út um bak- dymar þegar gestirnir óku í hlað. Meðal annars þurfti að senda gólf- flísar með flugi frá Mílanó og voru þær lagðar nóttina fyrir komu gest- anna, „þetta var því dálítið íslenskt,“ segir hún. Finnarnir himinlifandi Finnsku kennararnir vildu fræðast um íslenskar bókmenntir fyrr og nú og hlýddu meðal annars á fyrirlestra um lslendingasögumar, þjóðsögur og nútímabókmenntir. Einnig fóru þeir í gönguferðir, fjörureið og sund, til Þingvalla, í Skálholt, að skoða Gull- foss og Geysi, og um Borgarfjörð og Snæfellsnes svo eitthvað sé nefnt. Segir Siguriín að Snæfellsnesið hafi algerlega heillað Finnana og hafi þeim þótt mikið til koma að skoða söguslóðir Kristnihalds undir Jökli. Ulla-Kaisa Ylinen segist hafa skemmt sér konunglega í heimsókn- inni. „Náttúran og skoðunarferðirnar eru mér ofarlega í huga, auk ýmiss konar fyrirlestra," segir Ulla-Kaisa. „Til dæmis fór ég á hestbak í fyrsta skipti á ævinni og hópurinn er mjög ánægður með ferðina," segir hún. „Ég kom fyrst til íslands fyrir 16 árum og langaði til þess að sjá hvort eitthvað hefði breyst og hvort ég yrði fyrir svipuðum áhrifum." Að- spurð hvaða breytingum hún hafí veitt eftirtekt segir Ulla-Kaisa að svo virðist sem enskan hafi náð undirtök- um hérlendis á síðustu árum. Féllu fyrir öllu Sisko Roiha er einnig frá Helsinki og kom hingað til lands í byijun júlí til að hjálpa Sigurlín og vegna áhuga á landinu. Aðspurð hvað henni hafí fallið best í geð segir hún einfald- lega: „Allt. Fólkið, landið og tungu- málið en ég lærði dálítið í íslensku í Helsinki. Hópurinn hefur heillast af landinu og verður ánægðari með degi hveijum," segir Sisko og varpar fram þeirri spurningu hvort öllum ferða- mönnum þyki jafn mikið til koma. „Við erum hrifin af öllu, litbrigðunum, matnum. Þetta er allt svo sérstakt. Ég bjóst við að það væri fallegt héma en átti ekki von á að landslagið væri svo margbreytilegt. Það snertir mann. Eftir fyrsta daginn höfðu margir á orði að þeir hefðu fallið fyrir land- inu,“ segir Sisko Roiha loks. Dagblöð sem kennsluefni Hópur íslenskra kennara dvelur nú í skólasetrinu þessa viku og mun njóta leiðsagnar dansks fyrirlesara um tjáningu, sem ætlað er að hjálpa kennurum að auka færni og þor nemenda til frjálsrar og óheftrar tjáningar. í næstu viku verða síðan fyrirlestrar fyrir kennara og fjöl- miðlafólk. Segir Sigurlín námskeiðs- haldið skipulagt með norræna sam- starfsverkefnið „Avis i skolen", Dag- blöð í skólum, í huga en það felst í samstarfi blaðamanna og kennara. Haldin séu námskeið og útbúin verk- efni sem unnin eru upp úr tilteknum dagblöðum sem séu síðan seld í skól- ana og notuð sem kennsluefni, eink- um í samfélagsfræði og móðurmáls- kennslu. „Segja má að dagblöð séu eina námsefnið sem nothæft er í samfélagsfræði því atburðir gerast svo hratt úti í heimi eða í þjóðfélag- inu og það er ekkert vit í því að nota gamlar kennslubækur. Þetta er ekki til hjá okkur og það þyrfti að koma á samstarfi milli blaðanna og kennara," segir Sigurlín. Á nám- skeiðunum í næstu viku mun til dæmis verða ijallað um skiptingu miili fjölmiðla með tilliti til aldurs og kyns, fréttamiðlun í gegnum tíð- ina, allt frá því að sögumenn fóru milii bæja og fengu föt og mat að launum fyrir sögur og fram til okkar daga. Einnig verður drepið á frétta- miðlun í Evrópu samanborið við ís- land, hvemig fjölmiðlar hér gera stærri viðburðum skil í samanburði við þá evrópsku, svo dæmi séu tekin. Full bjartsýni Norræna skólasetrið verður opnað formlega 3. september að viðstöddu íjölmenni. „Reksturinn byggist á ákveðnum grunnhugmyndum sem eru mínar upphaflega. Við viljum hafa þetta eins ódýrt og við getum en einfalt og gott og ætlum að byggja á þessum persónulegu tengslum. Markmiðið hjá okkur er að ná 80-90% nýtingu á húsnæðinu, sem getur hýst 90 manns. Það getum við gert með því að hafa nógu spennandi hluti til boða svo fólk vilji koma. Ef við fáum 70% nýtingu dugir það fyrir kostnaði en allt umfram það skilar sér sem arður til hluthafanna og við trúum því virkilega að þetta geti borið sig. Það má auðvitað segja að það sé tals- vert átak að koma þessu af stað. Skólabekkimir þurfa tíma til undir- búnings og eru að safna peningum og sækja um styrki til að geta komið svo fyrsti veturinn verður kannski svolítið tvísýnn. Við höfum sótt um styrki til opinberra aðila en ekki feng- ið nein svör.“ Loks segir Sigurlín að búið sé að undirbúa starfsemina mjög vel og því sé ástæða til bjartsýni. Fyrsti hópurinn hafí verið mjög ánægður með sinn hlut og vonandi berist hróður Norræna skólasetursins sem viðast því þá sé engu að kvíða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.