Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 29 MINNINGAR og harmónikkuna hans. Við Árni rauluðum, Stefán nunnaði með í þeim lögum, sem hann kunni og sagði sögur, meðal annars af smur- brauðsstofu, sem hann átti í félagi við annan. Einn daginn smurði Stef- án 110 samlokur á klukkutíma og „þá kviknaði í öllu draslinu". Eftir þetta kvöld var hringt í okkur og við beðnir að koma ekki í bráð með Stefán, því að einn sjúklinganna hafði fengið hláturskrampa og þurfti að sprauta hann niður. Leiðir okkar Stefáns lágu oft saman eftir þetta. Ég hitti hann á förnum vegi. Hann var alltaf glaður og reifur og sagði mér margar sög- ur. Ég skynjaði að hann var að sumu leyti einstæðingur, en hann var ánægður með sitt og reyndi að gera öðrum gott. Sem dæmi nefni ég að hann taldi skyldu sína að spila í jólafagnaði Verndar í Slysavarnafé- lagshúsinu á Granda á aðfangadegi jóla, var „að létta þessum einstæð- ingum jólin“. Einu sinni hitti ég hann og spurði hvernig hann hefði það. Stefán sagðist hafa sárar áhyggjur af því að það streymdu að sér svo miklir peningar, fyrir málverk, að hann ætti í erfiðleikum með að losna við þá, af því að það væri laugardagur og á morgun sunnudagur og þessir bankar væru lokaðir um helgar, „það er nú meira ástandið", sagði hann og röddin hljómaði á háu tónunum. í nóvember síðastliðnum átti ég leið niður í miðbæ og kom við í búð. Þangað kom Stefán og við heilsuðumst. Ég spurði hvað hann segði í fréttum. Röddin var við það að vera klökk að því er mér fannst og ég fann að honum leið ekki vel. „Æ, ég segi eiginlega ekkert. Ég þarf að fara upp að Korpúlfsstöðum og tæma þar, ég hef fengið að geyma málverkin mín þar. Núna eru þeir búnir að láta einhvern strák, sem gegnir varla hundsnafni á Hóls- Qöllum, hafa þetta, þeir kalla hann víst Erró eða eitthvað svoleiðis," og hann dró seiminn. Ég held að þjóðfélagið hafi reynst Stefáni á margan hátt vel. Margir töldu hann stórskrítinn, en í raun- inni var hann náttúrubarn, sem hélt barnæskunni óskertri þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir. Reyndar varð hann aldrei hinn sami eftir að hafa verið talinn af eftir snarbijálað veð- ur uppi á Hólsfjöllum, en þá vakti hann yfir kindum í nokkur dægur og kom þeim heilum til byggða. Margir eiga eftir að sakna Stef- áns Stórvals frá Möðrudal. Menn eins og hann setja mikinn svip á bæinn. Blessuð sé minning hans. Gísli Helgason. Þá hefur Stefán frá Möðrudal söðlað Leikni hinsta sinni. Og þeys- ir nú fram sandskeiðið vestan sólar- lags. Eftir stendur Metúsalem á Burstafelli og undrast hamfarir slíkrar reiðar. Að nú ekki sé talað um okkur hin. Þegar ég, árið 1980, tók að mér að skrá minningarbrot Stefáns frá Möðrudal, svo úr varð bókin „Ejalla- kúnstner segir frá“, varð mér fljót- lega Ijóst, að þar átti ég tal við mann, sem mér var um megn að kynnast. Þá var ekki annað ráð vænna, en freista þess, að skynja þennan mann, sem ég ekki gat skil- ið. Ekki skynjaði ég Stefán, sem þann afglapa á torgum, er ýmsir töldu hann vera. Hann átti nefnilega til vissa slægð og kannske þá mesta, að fela hana ævinlega undir yfir- borði einfeldninnar. Þessu til sann- inda mætti tína til nokkur sprek, svo úr yrði glaður sagnalogi. En þess gerist ekki þörf hér, enda var Stefán frá Möðrudal þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi. Þær sögur verður hver og einn að leggja sinn skilning í. Ekki varð samvinna okkar Stef- áns við gerð áðurnefndrar bókar til að skapa með okkur vináttu eða önnur tengsl. Gegnum tíðina horfð- umst við stundum á yfir götu, eitt andartak. Svo var það ekki meira. En þessar borgargötur eru snauð- ari, nú þegar Fjallamaðurinn Stefán frá Möðrudal treður þær ekki lengur einfarans fótum. Pjetur Hafstein Lárusson. Barn náttúrunnar var Stefán frá Möðrudal, einstakur og stórbrotinn persónuleiki, þróttmikill, trygglynd- ur og frumlegur, í öllu laus við mengun þeirrar miðstýringar og spennu sem samfélagið leitast nú við að troða upp á hvern einn mann. Það er mikill söknuður að Stefáni frá Möðrudal, Stefáni Stórval, sárt að eiga ekki von á að hitta hann glaðbeittan og lífsglaðan, því honum var eiginleg sú snilld að gleðjast yfir því minnsta og gefa hveijum samferðamanni sínum af gleði sinni. í nær þijá áratugi átti ég vináttu hans vísa og við brölluðum margt saman í bæði hljómlist og orðsins list, en þeir sem þekktu hann vel vissu að hann var háþróaður í hvoru tveggja. Eitt af því sem var sér- stætt við Stefán frá Möðrudal var sá taktur í stíl hans að um leið og þriðji maður bættist í spjallið var hann á samri stundu kominn á leik- svið og á sömu stundu kunni hann að fara á kostum í einlægni sinni, gamansemi og speki sem var svo tær og falleg að enginn nema barn náttúrunnar nær slíkri háskóla- gráðu og hún næst hvergi nema í háskóla lífsins. Við fórum oft og sungum og lék- um fyrir fólk, hann með nikkuna, ég með gítarinn og það voru mikil forréttindi að fá að vera með hon- um. Eftir eina lotuna á Grensás- deild fór slíkt orð af gleði hans og góðum anda að fullyrt var að allir sjúklingarnir hefðu vaknað hitalaus- ir næsta morgun. Á árshátíð í Eyjum átti hann að skemmta í 10 mínútur, en honum fannst svo skemmtilegt að prógrammið tók tvo klukkutíma. I tveggja manna tali var hann eins og samnefnari alls venjulegs fólks, en að því slepptu tók listamaðurinn og leikarinn við og honum fannst lífið svo sannarlega merkilegt og þess virði að lifa því þótt stundum rigndi í flekkina. í vetur leið hitti ég hann á Hverfisgötunni á miklum asa. „Mig vantar svo mikið ramma núna, svo afskaplega mikið.“ „Hvað stendur til?“ spurði ég. „Það er nefnilega svo,“ sagði Stefán og setti upp sparisvipinn með viðeigandi rödd, „að það er búið að ákveða að skipta Korpúlfsstöðum jafnt milli mín og Erró og mig vantar svo af- skaplega mikið ramma.“ Auðvitað náðum við í slatta af römmum í Listhúsinu í Laugardal hjá stelpun- um í Katel. Stefán frá Möðrudal setti mikinn svip á samtíð sína og hans er sárt saknað af mörgum því hann var íslands lag, eitthvað úr öldunum öllum, eitthvað úr okkur öllum, per- sónuleiki sem var svo lítillátur, þakklátur og auðmjúkur fyrir það að fá að lifa að ekkert fékk haggað hinum hreina tóni hans um allt sem lifði. Málverkin hans, fasið hans, framkoman og óendanleg kurteisi og hlýja, allt voru þetta hlunnindi við samferðamenn hans, mikil hlunnindi. ísland saknar hans, en mikið hlýtur Jörðin að hafa verið montin að hafa haft hann um borð. Arni Johnsen. t Útför systur okkar og mágkonu, HÖLLU BACHMANN kristniboða, verðurgerðfrá Dómkirkjunni miðvikudaginn 10. ágústkl. 13.30. Jón G. Hallgrímsson, Þórdfs Þorvaldsdóttir, Helgi Bachmann, Kristín Sveinsdóttir, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Hanna Bachmann, Jón K. Ólafsson. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Minningarsjóð KFUM og K til styrktar kristniboði, sími 888899. t Utför RAGNARS PÉTURSSONAR frá Rannveigarstöðum, sem lést 5. þ.m., fer fram frá Hofskirkju í Álftafirði fimmtudaginn 11. þ.m. kl. 14.00. Aðstandendur. t Útför móður okkar, ERLENDSÍNU HELGADÓTTUR frá Sjónarhóli, fer fram frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 14.00. Blóm afbeðin. Ragnhildur, Anna Dagrún, Guðrún Lovísa, Sigurveig. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför HULDU MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Bugðulæk 5, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Björnsson. Lokað Heyrnar- og talmeinastöð íslands verður lokuð í dag, þriðjudaginn 9. ágúst, frá kl. 12.00 vegna útfarar EBBU EDWARDSDÓTTUR, talmeinafræðings. Stjórnin. SAFNKORT ESSO er liður í leiknum Þú færð 1000 kr. miða á 880 kr. og 880 punkta að auki inn , á Safnkortið - og 500 kr. barnamiða á 440 kr. og 440 punkta i inn á Safnkortið. 5 1 Forsala til Safnkortshafa á ESSO-stöðvunum um allt land. Söfnum liði gegn þúsundum Svía sem vilja komast á leikinn. Látum íslensku hvatningarhrópin yfirgnæfa þau sænsku. Áfram ísland! Tilboðið gildir aðeins tii 31. ágúst. Tsso; Oiíufélagiðhf Jssoj | Olíufélagið hf i knattspyrnu á Laugardalsvelli 7. sept.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.