Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ætlaði að verða lögfræðingur Hermann Gunnarsson er löngu landsþekktur íþrótta- og fjölmiðla- maður. Hann segir hérna frá því þegar hann var í Verslunarskólanum og var að byrja ferilinn sem knatt- spyrnumaður, og ýmsu öðru sem á daga hans dreif á unglingsárunum. bandi við hitt kynið, endalaus mistök J)egar maður fór að verða hrifínn. Ég bara kunni þetta ekki og kann það varla ennþá, mér fínnst það í góðu lagi í dag, en á þessum árum fannst mér það ekki allt í lagi. *** Það hafði sín áhrif t.d. í íþróttun- um að vera svona iangyngstur. Þeg- ar ég byijaði í meistaraflokki fór ég inn í samfélag mér miklu eldri manna. Það var bæði gott og slæmt, gott að því leyti að maður þroskað- ist að einhverju leyti og setti kannski markið hærra en ella, en um leið slæmt því maður var að missa af uppeldisfélögunum úr skóla og þess- um félögum úr yngri árgöngum. Eiður Guðjónsson fótboltastrákur, sem er aðeins fimmtán ára og eitt- hvert mesta efni sem ég hef séð, er unglingur sem skarar fram úr á sínu sviði. Það er alls ekki slæmt fyrir hann að leika með meistara- flokki þó hann sé svona ungur því hann virðist hafa þann per- sónuleika og styrk sem þarf. Eina hættan er, eins og var hjá mér, að vera að leika í tveim þrem flokkum á sama tíma. Þá er bara verið að ofgera ungling- um og það er mjög slæmt. Ef rétt er á spilum haldið er það bara þro- skandi að leika með sér eldri mönn- um. *** Ég sá um „Lög unga fólksins" í útvarpinu ásamt Gerði Bjarklind, þetta var eini unglingaþátturinn á þessum tíma og mjög gaman. Ég var nokkurskonar hjúskaparmiðlari, á sama tíma og ég var frekar feim- inn í kvennamálum var ég kominn í það hlutverk að bjarga Jóni og Stínu úti í bæ, en var svo eins og kleina sjálfur á böllunum. Þetta var skemmtilegt eins og raunar allt sem ég hef fengist við um ævina, ég verð að vera í einhveiju sem er spennandi. Ég hef fengist við ýmis- legt í fjölmiðlunum, verið íþrótta- fréttamaður og var á Bylgjunni þeg- ar hún byijaði. Ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á sjónvarpi, útvarp höfðar miklu meira til mín, en ég ætlaði aldrei að verða neinn útvarps- eða sjónvarpskarl. Hrafn Gunnlaugsson kallaði svo á mig og sagði mér að ég ætti að fara að vera með einhvern þátt, og það var árið 1987 sem þættimir „A tali hjá Hemma Gunn“ hófu göngu sína og það er eins líklegt að það verði hald- ið áfram með þá. *** Ég hef unnið mikið með unglingum, bæði sem fararstjóri og umsjónar- maður spurningaþátta framhalds- skólanna. Ég held að unglingamir í dag eigi framtíðina fyrir sér, gild- ismat þeirra er annað en fólks af minni kynslóð og þau eiga örugg- lega eftir að gjörbylta hlut- unum til hins betra. Varð- andi þetta svo- kallaða ungl- ingavandamál þá held ég að við þurfum að fara svolítið varlega og athuga hvaðan það er sprottið. Við þurfum að gefa krökkunum okkar tíma og ekki troða okkar þörfum og væntingum upp á þá. *** Ég er mjög lofthræddur, en hef sennilega farið upp í allar hæstu byggingar heims, þessar þversagnir lýsa mér sennilega best. Þessu fylg- ir mikil spenna, enda er ég spennu- fíkill, og eins er það ríkt í mér að sigrast á hlutunum. Svo það eru alltaf andstæðir pólar í mér að leika sér, og þáð er mjög gaman. STJÖRNUR G EG HUGSA að ég hafi verið ærslafullur og fyrirferða- mikill, en á sama tíma á kafí í félagslífí og íþróttum. Lífíð og tilveran snérust reyndar um íþróttirnar og ég var mjög metnað- arfullur hvað þær varðaði, en það var alltaf stutt í fíflaganginn og strákapörin. Ætli ég hafí ekki verið töluvert erfíður í skóla, eins og reyndar flestir félagar mínir í Versló voru. Ég ætlaði í M.R. en það var í tísku að fara í Versló svo ég fylgdi bara straumnum. Ég var óvenju ungur, ekki nema sjö til átta ára, þegar ég ákvað að ég ætlaði að verða lögfræðingur. En það varð auðvitað ekkert úr því þegar ég fór í Versló, ég fór á kaf í félagslífið og þá lengdist einhvernvegin alltaf leiðin í lögfræðina. Aðalmarkmið míns árgangs var að stjóma skólanum, og við neyttum allra bragða til þess, fyrir kom að við læstum kennara inni í stofu í frímínútum og slíkt. Við drógum forláta „limmósínu" á auða lóð í nágrenni skólans og þar var athvarf mafíunnar. Flest vorum við í ein- hveijum nefndum og ráðum og fengum þannig ómælt frí úr tímum, það notuðum við um borð í bílnum og skipulögðum næstu skemmtun. *** Þetta var svolítið töff tími, því á sama tíma og félagslífið var mikið og einhveijar ástartilfínningar að vakna hjá fólki var ég að rembast við það að ná einhveijum árangri í íþróttum og hafði talsvert mikinn metnað þar. En sennilega hef ég ^ ekki lagt það á mig sem þurfti, ég lagði bara á mig J>að sem ég var sáttur við sjálfur. Ég var mjög ung- ur, sextán ára var ég kominn í meistaraflokk bæði í handbolta og fótbolta og nítján í landsliðið í báð- um greinunum. Þetta varð auðvitað til þess að það skildu leiðir með mér og ýmsum öðrum en ég vildi halda sambandi við þennan geggjaða fé- lagsskap sem ég hafði verið í í skól- anum. Svo það var í nægu að snú- ast hjá mér á þessum árum, en ég vissi hins vegar ekki hvert ég stefndi og veit það í sjálfu sér ekki heldur núna, þannig að ég er ekkert betur staddur en þegar ég var sautján að þessu leyti, en ég geri mér betur grein fyrir því núna. En ég er boga- maður og þarf að reyna margt og prófa hlutina. Ég hef aldrei sótt um vinnu held- ur verið att út í hiutina, sumt hefur mér fallið vel og annað ekki. Ég forðast að fara í einhveija færi- bandavinnu frá níu til fimm, ég gæti ekki hugsað mér það. *** Ég hef alltaf verið mjög seinhepp- inn. Þegar ég var í Réttarholtsskó- lanum, og átti það til að vera með einhvern fíflaskap eða sleggjudóma um kennara eða skólastjórann, var viðkomandi sem ég var að tala um, oftast staddur við hliðina á mér eða fyrir aftan mig. Það er lýsandi fyrir það hvað ég var óheppinn. Það var svo margt á þessum árum sem var pínlegt. Eg kom mér bara einhvern- vegin í þær aðstæður, ég var nokk- " uð feiminn og sérstaklega í sam- HVAÐ VAR AÐ GERAST UM VERSLUNARMAIMNAHELGIIMA Þingvellir, Laugarvatn og sjúkrahúsið á Selfossi Ég og tveir vinir mínir lögðum af stað á föstudagskvöldið frá Reykjavík til að fara bara eitthvert. Það var ekkert ákveðið fyrirfram hvert átti að fara. Við byijuðum á að keyra til Þing- valla, en þar var eng- inn. Við sáum tvær manneskjur svo við fórum bara þar í gegn og keyrðum á Laugar- vatn. Þar voru þijár manneskjur og ekkert að gerast. Þá ætluð- um við að reyna að fara á Flúðir og end- uðum úti í skurði hjá Svínavatni. Bílstjórinn missti stjórn á bíln- um. Það var lélegt skyggni, of hraður akstur og eitthvað rugl þannig að bíllinn valt. Við vorum svo til ómeiddir, klöngruðumst út úr bílnum og fórum á næsta bæ þar sem við hringdum á lögregl- una. Hún keyrði okkur síðan á sjúkrahúsið á Selfossi. En við sluppum samt vel. Það þurfti að sauma þijú spor í hendina á mér, ekkert alvarlegra. Við losnuðum úr sjúkrahúsinu klukkan hálf fimm um nóttina og það fór engin rúta fyrr en sjö um morg- uninn, þannig að við ákváðum að labba eitthvað áleiðis til Hveragerðis. Við enduðum með að labba hálfa leið í grenjandi rigningu og ógeði. Þá fengum við far til Hveragerðis Sigurður Hilmisson I Galtalæk Ég ætlaði upphaf- lega að fara í Húna- ver. En svo datt það uppfyrir og þá drógu vinir mínir mig með í Galtalæk. Það var mjög gam- an. Við fórum á eitt- hvað ball þama, en fyrir utan það gerðum við nú fátt annað en að tala saman inni í tjaldi á daginn. Ég fylgdist mjög lítið með þessum skemmtiatrið- um. Sá ekki einu sinni flugeldasýninguna. Ég sá eitthvað aðeins af þessari Bibbu, það var eitthvað fárán- legt. Það var einhver hljómsveit þarna sem heitir Farenheit. Hún var allt í lagi, spilað mjög fjöl- breytt lög. Síðan var líka önnur hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir. Ég held hún hafí aðallega verið fyrir fullorðna fólkið, spilaði bara gömlu- dansana og eitthvað álíka. Veðrið var ansi leið- inlegt þó það hafi víst verið það skásta á landinu, en það lagað- ist þó á kvöldin. Þetta átti að heita bindi. dismót en það voru n \rgir blindfullir þarna. Áað var bara leitað á þeim sem komu me.' rútunni, ekki þeim S'm komu í einkabílum. Ég veit um marga sem smygl- uðu inn víni. Næsta ár fer ég til Eyja ef ég á fyrir því. Það er fínt að vera í Galtalæk en þegar maður er orð- inn sextán eru mjög fáir jafnaldrar manns þar. Guðmundur Einarsson Á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Vinkonur mínar ætluðu að fara í Húnaver, en það varð ekkert úr því og ég fór með kærastanum mínum og vinum hans til Vestmannaeyja. Það var alveg æðis- lega gaman. Við kynntumst voða mörgu fólki þarna og það var sungið og djammað fram á hvern morgunn. Það var ball fram eftir allri nóttu og hörku- stuð. Hljómsveitirnar voru frábærar. Árni Johnsen var þarna m Halldóra Hjörleifsdóttir gítarinn næsta ár. og það sungu allir með við varðeldinn. Svo var þarna stærsta flugeldasýning á land- inu, hún var alveg æðisleg. Það var ofsalega mikið af fólki þarna, um átta þúsund manns á laugardegin- um. Þetta var alveg meiriháttar. Maður hafði engan tíma til að sofa. Eg svaf í þijá klukkutíma alla helg- ina og röddin er alveg búin eftir sönginn. Ég fer alveg pott- þétt til Eyja aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.