Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 183. TBL. 82.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Frakkar rekja slóð hættulegasta glæpamanns heims til Súdans Carlos í einarigTun í París eftir 20 ár á flótta Á flótta frá vemdarsvæði í Rúanda París. Reuter. SJAKALINN Carlos, nafntogaðasti og hættulegasti illvirki veraldar, situr í einangrunarklefa í La Sante- fangelsinu við Arabo-breiðgötuna í París eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni í tvo áratugi. Hann var handtekinn að undirlagi franskra leyniþjónustumanna í Súd- an á sunnudag og fluttur til Parísar í gær. Hann kveðst sjálfur bera ábyrgð á lífláti 83 manna víðs veg- ar um heim og hefur verið bendlað- ur við nokkur helstu hryðjuverk eftir 1970. Charles Pasqua innanríkisráð- herra Frakklands sagði að Frakkar hefðu notið aðstoðar leyniþjónustu nokkurra ríkja er þeir ráku slóð hans til Súdans. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefðu fransk- ir leyniþjónustumenn verið við það að góma hann en hann runnið þeim úr greipum. „Uppgjöf kom þó aldr- ei til greina af okkar hálfu,“ sagði Pasqua. Sjakalinn er talinn hafa á samviskunni a.m.k. 15 morð í Frakklandi. Sagðist Pasqua vonast til að yfírheyrslur, sem eiga að he§- ast í dag, yfír honum yrðu til þess að ljóstra upp um starfsemi annarra hryðjuverksamtaka og aðild ákveð- inna ríkja að spellvirkjum. Carlos var handtekinn i húsi sem hann hafði tekið á leigu í Khart- Æ FLEIRI rúandískir flótta- menn hafa yfirgefið flótta- mannabúðir á verndarsvæði Frakka í Rúanda og halda þeir nú til Zaire. Talsmenn Samein- uðu þjóðanna (SÞ) kváðust þó ekki telja að um aðra eins flóð- bylgju flóttafólks yrði að ræða og þá sem lá til Goma í júlí, er ein milljón manna flúði yfir landamærin á þremur dögum. Sögðu þeir að um helgina hefði orðið vart fleiri flóttamanna af hútúættbálki á leið til Bukavu i Zaire frá verndarsvæði Frakka en fólkið yfirgæfi svæðið vegna fyrirhugaðrar brottfarar Frakka 22. ágúst nk. Um 2,4 milljónir manna eru á verndar- svæðinu, þar af um 800.000 manns sem hafa flúið þangað. Meðal þeirra er þessi kona, sem er á leið til Kigali með barn sitt og eigur. Flóttamannahjálp SÞ hefur Iýst áhyggjum sínum vegna lélegrar öryggisgæslu á flóttamannasvæðum í austur- hluta Zaire, en fjórir flóttamenn hafa verið drepnir á siðustu tveimur dögum. Voru þar m.a. að verki hermenn Rúandastjórn- ar, sem gáfu enga skýringu á morðunum. Stefnubreyting Bandaríkjamanna á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Veiðar flökku- stofna lúti sljórn Ncw York. Rcutcr. BANDARÍKJAMENN lýstu í gær siuðningi við gerð bindandi al- þjóðasamkomulags um stjórn fisk- veiða bæði innan og utan 200 mílna efnahagslögsögu strand- ríkja. Larry Snead, deildarstjóri í bandaríska utanríkisráðuneytinu, tilkynnti þessa stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar við upphaf fjórða fundar úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) . Nokkur ríki eru andvíg bindandi fiskveiðisáttmála en fjöldi strand- ríkja hefur krafist alþjóðasam- komulags sem nái einungis til stjórnunar fiskveiða á úthöfum. Hafa þau haldið því fram að Haf- réttarsáttmálinn tryggi strandríkj- um óskoruð yfirráð innan eigin efnahagslögsögu og því ættu þau hafsvæði að vera undanskilin bind- andi samþykktum um lausn fisk- veiðideilna. Snead sagði að lokaniðurstaða ráðstefnunnar yrði að samrýmast Hafréttarsáttmálanum - sem hann sagði að Bandaríkin myndu gerast aðili að - og taka tillit til hags- muna strandríkja og þjóða sem stunduðu úthafsveiðar. Þar af leið- andi styddu Bandaríkjamenn gerð alþjóðasáttmála um stjórn veiða lir flökkustofnum, ekki aðeins á úthöf- unum heldur innan efnahagslög- sögu strandríkja einnig. Brian Tobin sjávarútvegsráð- herra Kanada sagði skilvirka al- þjóðlega stjórn fiskveiða afar biýna til þess að hindra að fiski- stofnum verði útrýmt. komið þangað frá ótilgreindu ar- abaríki. Árið 1990 var talið að hann dveldist í Damaskus sem sérstakur gestur sýrlensku stjórnarinnar. Flogið var með Carlos til Villacoublay-herflugvallarins í út- jaðri Parísar og þaðan var hann fluttur í La Sante-fangelsið, drungalegt 127 ára gamalt tugthús við Arago-breiðgötuna í París. Þar þarf hann að dúsa í einangrun og fær ekki að eiga samneyti við aðra fanga. Kunnasti vistmaður fangels- isins er Paul Touvier, samverka- maður þýskra nasista, sem dæmdur var fyrir stríðsglæpi fyrr á þessu ári. Að sögn franskra embættis- manna er ráð fyrir því gert að til- raunir verði gerðar til þess að frelsa Carlos. Verða gerðar ráðstafanir sem eiga að koma í veg fyrir að áform af því tagi geti gengið upp. Carlos var sjálfskipaður baráttu- maður gegn heimsvaldastefnu og zíonisma og falbauð frelsishreyfing- um um heim allan þjónustu sína. Fljótlega uppnefndu fjölmiðlar hann eftir aðalpersónunni í skáldsögu Fredericks Forsyths, Dagur Sjakal- ans, leigumorðingjanum sem hugð- ist ráða Charles de Gaulle Frakk- landsforseta af dögum. ■ Er sögunni um Sjakalann /16 oum, höfuðborg Súdans. Hermt er að þar hafí hann ásamt samverka- mönnum lagt á ráðin um hryðju- verk. Súdönsk yfírvöld sögðu að umheimurinn stæði í þakkarskuld við þau vegna handtökunnar og skoruðu á Bandaríkjastjórn að strika Súdan af lista yfír ríki sem skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverka- menn. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði að hand- taka og framsal Sjakalans væri skref í rétta átt en dygði þó ekki ein og sér. Talsmaður stjórnarinnar í Khartoum sagði að Carlos hefði Reuter HRYÐJUVERKALEIÐTOGINN Illich Ramirez Sanchez gengur til bifreiðar í Khartoum í Súdan skömmu áður en hann var handtekinn á sunnudag og framseldur til Frakklands. Handtöku hans hefur verið fagnað víða um heim. Rússar skjóta á togara Tókýó. Reuter. JAPÖNSK stjórnvöld neituðu í gær að staðfesta fréttir um að rússneska strandgæslan hefði skotið á tvö japönsk fískiskip sem sögð voru á ólöglegum veið- um á svæðinu sunnan við Suður- Kúrileyjar. Að sögn Itar-Tass fréttastof- unnar, hæfðu skotin aðeins ann- að skipið og var það fært til hafnar eftir eltingarleik. Herma fréttir að einhveijir sjómenn hafi særst en ekki er ljóst hversu margir. Rússneska strandgæslan kom að skipunum um kl. 8 að íslensk- um tíma í gærmorgun á rúss- nesku hafsvæði, skammt frá Kúrileyjum, sem Sovétríkin her- numdu í lok heimsstyijaldarinn- ar síðari. Rússar og Japanir hafa deilt mjög um yfirráðarétt yfír Kúrileyjum. Spenna eykst milli Albana og Grikkja Aþenu. Reuter. SPENNA jókst í sambúð Grikkja og Albana í gær eftir handtöku og illa meðferð á um 20 blaða- mönnum og lögmönnum sem fylgdust með réttarhöldum í höf- uðborginni Tírana yfír fímm mönnutn sem tilheyra gríska minnihlutanum í Albaníu. Bar gríski sendiherrann fram hörð mótmæli við albönsk yfirvöld vegna handtökunnar og sendi- herra Albaníu í Aþenu var kall- aður fyrir grísk yfirvöld. Handtökurnar áttu sér stað í gær er lögregla braut upp mót- mæli við dómhús í Tírana þar sem fimm menn sem tilheyra gríska minnihlutanum voru leiddir fyrir rétt. Þeir hafa verið bendlaðir við dauða tveggja ný- liða í albanska hernum í apríl. Gríska stjórnin segir ásakanirn- ar úr lausu lofti gripnar og rétt- arhaldið sýndarmennsku sem ætlað sé að hræða minnihlutann til undirgefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.