Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 27
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 2 7 JltogmiMfifrtfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. HLUTABREFA- MARKAÐURí VEXTI FRAM kemur á viðskiptasíðu Morgunblaðsins síðast- liðinn föstudag að rúmlega 11 þúsund manns, 4.669 hjón og 1.748 einstaklingar, hafí fengið skattafslátt vegna kaupa á hlutabréfum á seinasta ári. Þetta eru talsvert fleiri en árið áður, en þá nýttu um tíu þúsund manns sér afslátt af tekjuskatti vegna hlutabréfakaupa. í Morgunblaðinu á laugardag gat jafnframt að líta frétt um að verð hlutabréfa hefði hækkað um 12% frá áramótum og eftirspurn eftir bréfum væri nú meiri en framboð. í fréttinni segir að skýringar á þessu sé með- al annars að leita í batnandi rekstrarskilyrðum fyrir- tækja og bættri afkomu margra fyrirtækja á hlutabréfa- markaði. Lakari ávöxtun annarra verðbréfa miðað við undanfarin ár hafi í vaxandi mæli beint áhuga ijárfesta að hlutabréfakaupum. Það var gæfuspor þegar stjórnvöld ákváðu á sínum tíma að hvetja einstaklinga með skattaívilnunum til að fjárfesta í hlutabréfum. Tugir þúsunda íslendinga hafa á þennan hátt eignazt talsvert af hlutabréfum í helztu almenningshlutafélögum landsins. Með slíkum hluta- bréfakaupum hafa margir kynnzt í fyrsta sinn viðskipt- um á verðbréfamarkaði og áhugi kviknað á afkomu viðkomandi hlutafélaga. Þetta hefur jafnframt veitt fyrirtækjunum aukið aðhald og hvatningu um að skila góðri afkomu. Með því að almenningur sé meðvitaður um ávöxtunarmöguleika og afkomu fýrirtækja, verður hlutabréfamarkaðurinn skilvirkari. Sömuleiðis hefur skattaafslátturinn orðið til þess að efla spamað hér á landi sem er hlutfallslega mun minni en í nágrannalönd- unum. Loks er það kostur að fyrirtæki geti aflað hluta- fjár til rekstrarins í stað lánsfjár, en of lítið eigin fé er ein helzta meinsemdin í íslenzkum fyrirtækjarekstri. Hvort tveggja eru þetta því ánægjulegar fregnir. Þótt hlutabréfamarkaður hér á landi sé ennþá lítill og viðskipti takmörkuð, er orðin stór breyting frá því sem var fyrir fáeinum árum. Það þótti á sínum tíma afrek hjá Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, að gera yfir tíu. milljónir Breta að hlutafjár- eigendum á nokkmm árum með umfangsmikilli einka- væðingu ríkisfyrirtækja. Hér er hlutfallslega svipaður árangur að nást með þeirri hvatningu, sem skattafslátt- urinn er almenningi að leggja spamað sinn í atvinnu- rekstur. Vaxandi eftirspurn eftir hlutabréfum sýnir að traust manna á þeim fyrirtækjum, sem eru á markaðnum, hefur aukizt. Mikil ábyrgð hvílir á fyrirtækjunum sjálf- um, sem skráð eru á Verðbréfaþingi, að viðhalda þessu trausti og fylgja út í æsar reglum um veitingu upplýs- inga um stöðu fyrirtækisins, eigendaskipti á hlutabréf- um og önnur atriði, sem máli skipta til þess að fjárfest- ar geti gert sér sem gleggsta grein fyrir markaðnum, á jafnréttisgrundvelli. Það er svo ekki síður mikilvægt að hluthafar, jafnvel þeir smærri, láti til sín taka. á aðalfundum fyrirtækja, eins og færzt hefur í vöxt hér á undanförnum árum. Á næstu árum verða heimildir til að draga kaupverð hlutabréfa í almenningshlutafélögum frá skattskyldum tekjum þrengdar í áföngum uns afslátturinn fellur end- anlega niður frá og með árinu 1998. Sp.yrja má hvort hlutabréfamarkaðurinn sé orðinn nægilega fastur í sessi til að þessi mikilvæga hvatning verði aflögð svo snemma. Til lengri tíma litið er það ríkisvaldinu áreiðanlega til hagsbóta að efla hlutabréfamarkað og tryggja þannig fyrirtækjum aðgang að áhættufé og almenningi mögu- leika á nýju sparnaðarformi, heldur en að láta skamm- tímasjónarmið gilda og reyna að krækja í nokkur hundr- uð milljónir króna í tekjuskatta. + FISKVEIÐiDEILAN Hvernig ísland bregst við norskri heimsvaldastefnu Norðmenn ættu að hafa í huga að íslend- ingar voru of fátækir til að eignast stór skip þegar margar þjóðir öfluðu sér sögulegra veiðiréttinda við Sval- barða, segir Norð- maðurinn Ivar Eske- land í grein sem birt- ist í Adresseavisen. Eskeland var fyrsti framkvæmdastj óri Norræna hússins í Reylgavík MYND norska málarans Christians Kroghs af Leifi Eiríkssyni og mönnum hans er þeir finna Amer- íku. Ivar Eskeland minnir landa sína á að þeir eigni sér oft afrek Leifs sem annaðhvort hafi verið íslendingur eða Grænlendingur en alls ekki Norðmaður. ANDSTÆTT okkur eru ís- lendingar sögulega þenkj- andi fólk - eina þjóð Evr- ópu sem þekkir uppruna sinn. Fræðimenn telja að liðlega 80% þeirra séu af norskum ættum. Síðan getur hver fyrir sig velt því fyrir sér hvor þjóðin hafi helst ástæðu til að gleðjast eða hryggjast. Það hefur verið gott að vera Norð- maður á íslandi. Við skulum vona að ekki sé verra að vera íslendingur í Noregi. Deilur milli þjóðanna hafa verið fátíðar; við skulum frekar kalla þær dálítinn kryt. Fram til þessa höfum við verið ein um að valda krytnum. í stórum norskum bók- menntasögum er bróðurparturinn af fyrsta bindi íslensk bókmennta- saga, ekki norsk. Aschehoug-forlag- ið gefur enn út „norrænar sögur“ þótt allar séu þessar sögur íslensk- ar. Þetta er eins og íslendingar gæfu út Ibsen, Bjornson, Lie og Hamsun undir heitinu „norrænir höfundar“. Þetta er ekki beinlínis rangt en varla svo mikil nákvæmni í vinnubrögðum að nokkur falli í stafi. Ennþá er hægt að lesa í norsk- um bókum að Norðmenn hafi fundið Ameríku. Það er ef til vill hægt að deila um það hvort Leifur Eiríksson hafi verið íslendingur eða Grænlend- ingur en norskur var hann svo sann- arlega ekki. Faðir hans, ---------- Eiríkur rauði, var vissu- lega norskur fjöldamorð- ingi frá Jaðri sem flutti búferlum til íslands og _______ hélt þar áfram fyrri störf- um - þangað til hann hélt til Græn- lands. Núna, þegar deilan er staðreynd, minnast margir samskipta Noregs og íslands fyrr á tímum. Eftir að norskir konungar og einkum Ólafur Haraldsson höfðu árangurslaust reynt að ná fótfestu á eynni í bók- staflegri merkingu tókst Hákoni Hákonarsyni árið 1262 að gera ís- land að norsku skattlandi. Það er svo annað mál að svo hlaut að fara hjá siglingaþjóð sem ekki átti lengur skip (Snorri Sturluson var síðasti íslenski skipseigandinn um þær mundir, Skúli hertogi gaf honum skipið). íslenskir höfðingjar í tíð Snorra á 13. öldinni voru önnum kafnir við að drepa hver annan; sjálfur var Snorri reyndar undan- tekning í þessum efnum. Oft reri norski konung- urinn undir. Þetta blóð- uga skeið náði hámarki með morðinu á Snorra; morðingjarnir voru ís- lenskir en Norðmenn lögðu á ráðin. Kon- ungurinn gaf skipunina. Síðan gengu þjóðirn- ar saman út í sólarlagið. Síldveiðar Norðmanna við ísland Ivar Eskeland „Hvert geta 260.000 manns flutt?“ Nú til okkar aldar: Þegar Norð- mönnum fannst of lítið af síld við vesturströndina, þótt mikið væri reyndar af henni, fóru þeir til ís- lands og hófu að ausa þar upp mörg hundruð þúsund tonnum af síld al- veg uppi í fjöru, einkum voru menn á Rogalandi og Sunnmæri iðnir við þetta. íslendingar, sem eru nú mesta fiskveiðiþjóð heims miðað við höfða- tölu, stóðu í fjörunni og horfðu á. Hvers vegna? Vegna þess að þeir voru blásnauðir og skorti fé til að kaupa sér haffær veiðiskip. (Síðan má auðvitað segja með sanni að á þennan hátt hafi það verið Norð- menn sem „kenndu" íslendingum -------- að veiða síld.) Góð lífskjör og velferð á íslandi urðu til eftir stríð — byggðust á fiskinum. ___^_ Ég spurði fremur þjóð- rembufullan íslending hvort það væri rétt skilið að fyrst hefðu Norðmenn komið (þegar ekki er tekið tillit til írskra einsetu- manna), þarnæst hefðu þeir eytt þeir skógunum og þá fyrst hefðu þeir verið orðnir Islendingar? Alveg rétt, var svar íslendingsins. Öndvert við mig var hann grafalvarlegur. Allmargir Islendingar ala með sér minnimáttarkennd iitla bróður gagnvart Norðmönnum. Sjálfir érum við ekki vanic því að vera stórveldið í deilu við aðra þjóð. Samt sem áður erum við það, þótt 4-5000 íslending- ar físki á við 17-18.000 norska sjó- menn. Þegar Jorgen Kosmo og fleiri gefa í skyn að fyrst hafi íslendingar eyðilagt sínar eigin veiðislóðir og þamæst hafist handa á verndar- svæðinu draga þeir upp kolranga mynd þar sem íslendingar eru sýndir haga sér af meira ábyrgðarleysi en við. Staðreyndin er að ís- lendingar tóku upp kvótakerfi á undan okk- ur og framfylgja því af fyllstu hörku. íslenskt fiskiskip án íslensks kvóta má ekki einu sinni landa físki á íslandi. Á fiskveiðiárinu sem nú er í gildi var heildar- þorskveiðikvótinn minnkaður um 25% og þar áður um 50% (1990)! Ábyrgðarlausir? Sögulegnr réttur Síðan er það spurningin: Hvað merkir sögulegur réttur til að veiða á verndarsvæðinu? Hve langt aftur í tímann eigum við að fara? 50 ár? 100 ár? 500 ár? íslendingar stund- uðu veiðar á svæðunum umdeildu á árunum milli stríða. Þetta er vel varðveitt leyndarmál í Noregi, nán- ast ríkisleyndarmál. Á öndverðri þessari öld og þar á undan voru ís- lendingar ekki fyrst og fremst físk- veiðiþjóð. Núna eru fiskveiðarnar lífsgrundvöllur þjóðarinnar. Án fisks deyr hún - eða verður að sætta sig við miðaldalífskjör. Hvert geta 260.000 manns flutt? Eftir stríð voru 95% af útflutningi íslendinga fiskur og aðrar sjávaraf- urðir. Núna eru sömu vörur milli 70 og 80% af öllum útflutningnum. íslendingar kaupa mest af - Norð- mönnum! Öll olían sem þeir kaupa kemur frá okkur. ísland hefur staðfest Svalbarða- sáttmálann. Samkvæmt honum á Noregur ekki að gera upp á milli þein-a þjóða sem hafa staðfest sátt- málann. Myndugleika okkar á vernd- arsvæðinu hefur aðeins ein þjóð sam- þykkt - og það eru Finnar. Það er auðvitað hrífandi góðmennska af hálfu Finna sem aldrei hafa veitt einn einasta flsk á verndarsvæðinu. (Þetta minnir dálítið á Svisslendinga, þótt á hvolfi sé, þeir vilja leggja orð í belg um hrefnuveiðar.) Það er einnig rangt að ríkisstjórn íslands hafi ekki skipt sér af veiðun- um á verndarsvæðinu. Stjórnin hef- ur hvatt eigendur skipanna til að stunda ekki veiðar á svæðinu. Meira á stjórnin ekki svo auðvelt með að gera þar sem ekki er um ólöglegt athæfi að ræða, réttargrundvöllur fyrir banni er ekki til, eins og norska stjórnin hefur nú loksins skilið. Það er enginn vafi á því að þörf er á verndarsvæði. Það er þörf á fleiri og stærri slíkum svæðum. Deila íslendinga og Norðmanna er aðeins lítill partur af alþjóðlegum vanda: Það er veitt of mikið af flest- um fisktegundum um öll heimshöf- in. Þegar Islendingum er neitað um kvóta á „sögulegum" forsendum ber það söguleysi Norðmaiina glöggt vitni. íslendingar geta ekk- ert að því gert að þeir voru svo bláfátækir að þeir gátu ekki tekið þátt í veiðunum í gamla daga. Og spurningin er enn: Hvenær voru gömlu dagarnir? íslendingar eru skapmiklir, er keltneska blöndunin kannski orsök- in? Sjómennirnir, sem við höfum séð og heyrt rætt við í sjónvarpinu, þurfa ekki að fara á námskeið hjá Bastes- en eða Oluf í Raillkattlia til að finna viðeigandi ‘orð um viðbrögð Norð- manna. Þeir geta ekkert lært í mál- notkun af norskum sjómönnum held- ur. Það gildir í báðar áttir. Síðustu droparnir af víkingablóðinu renna um æðar jafnt norskra sem ís- lenskra fiskimanna. Viðbrögðin meðal ,,óbreyttra“ íslendinga (óbreyttir Islendingar eru ekki til) eru annars undrun yfir því að Norðmenn skuli bregðast við með hernaði gegn náskyldri þjóð sem tók svo vel á móti norskum flugmönnum og hermönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Þeim finnst framkoma Norðmanna ekki sæmandi. Almenningi finnst einnig að það sé gróf ósanngirni að stærsta fiskveiðiþjóðin við Atlantshaf að Norðmönnum undanskildum skuli hundsuð þegar kvótar á verndar- svæðinu eru ákvarðaðir. Ef íslendingar hefðu ekki komið til hefðum við ekki einu sinni vitað að Svalbarði héti Svalbarði. Það stendur í gömlum, íslenskum handritum og hvergi annars staðar. + Stríðandi fylkingar vígbúast í Kákasus-héraðinu Tsjetsjníju Rcuter RÚSLAN Khasbúlatov, fyrrverandi forseti rússneska þingsins, flytur ávarp á fundi andstæðinga Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga Kákasus-héraðs- ins Tsjetsjníju, sem hefur lýst yfir aðskilnaði frá Rússlandi. Eins og sjá má var Khasbúlatov umkringdur vopnuðum lífvörðum. Hann krafðist þess að Dúdajev segði af sér og kvaðst vilja sætta hinar stríðandi fylking- ar í héraðinu til að afstýra blóðsúthellingum. Khasbúlatov freistar þess að stilla tilfriðar Einn af erkifjendum Borísar Jeltsíns Rúss- landsforseta undirbýr pólitíska endurkomu sína í púðurtunnunni við rætur Kákasus-fjalla RÚSLAN Khasbúlatov, einn af erkifjendum Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta fyrir upp- gjörið við rússneska þingið í fyrra, hefur hafið afskipti af stjórn- málum að nýju, nú í heimahéraði sínu, Tsjetsjníju. Hann kemur nú fram sem milligöngumaður um frið milli hinna stríðandi fylkinga í hérað- inu og kveðst vilja afstýra blóðsút- hellingum. Ólíklegt þykir þó að hon- um takist að stilla til friðar þar sem hinar stríðandi fylkingar vígbúast nú af kappi og hætta er á að allt fari í bál og brand í þjóðakraðakinu í rússnesku héruðunum við rætur Kákasus-fjalla. Khasbúlatov var forseti rússneska þingsins og annar valdamesti maður Rússlands þegar afturhaldsöflin á þinginu gerðu uppreisn gegn Jeltsín í fyrra. Hann var fangelsaður og ákærður fyrir föðurlandssvik eftir að uppreisnin var kveðin niður og svo virtist sem ferli hans sem stjórn- málamanns væri lokið. Nýtt þing veitti honum hins vegar sakarupp- gjöf í febrúar og hann var látinn laus án þess að Jeltsín gæti nokkuð aðhafst. Hann lýsti þá yfír því að hann væri hættur afskiptum af stjórnmálum, kvaðst ætla að helga sig fræðimennsku og ritstörfum. Khasbúlatov var prófessor í hag- fræði áður en hann var kjörinn á rússneska þingið í Tsjetsjníju. Vill friðarsamning Andstæðingar Khasbúlatovs, sem er 51 árs að aldri, spáðu því að hann myndi reyna að styrkja stöðu sína sem stjórnmálamanns í Tsjetsjníju. Þeir reyndust sannspáir því Khasbúl- atov kom fram á útifundi í héraðinu á laugardag og krafðist afsagnar forsetans, Dzhokhars Dúdajevs, og nýrra kosninga innan tveggja mán- aða. Hann krafðist þess ennfremur að fá aðgang að sjónvarpinu í klukkustund til að ræða hugmyndir sínar um hvernig afstýra mætti blóðsúthellingum. Hann vill að hinar stríðandi fylkingar geri með sér samning um að grípa ekki til vopna. Aðstoðarmaður Dúdajevs sakaði Khasbúl- atov um að ætla sér að komast til valda í Tsjetsjníju. „Þegar hann var ófsóttur í Moskvu var hann studdur hér,“ sagði hann. „Hann heldur að hér hafi ekkert breyst. En viðhorf almennings til hans breyttist stórlega þegar hann kom hingað síðast. Rússar hafa þeg- ar hafnað honum og Tsjetsjenar munu bráðlega gera það sama.“ Khasbúlatov hefur sakað hélsta stjórnarandstöðuleiðtogann í Tsjetsjníju, Omar Avtúrkhanov, um að vera strengjabrúða rússnesku stjórnarinnar. Þeir komu þó saman í vikunni sem leið og Khasbúlatov kvaðst hafa fengið loforð frá Avtúrk- hanov um að liðsmenn hans myndu ekki beita vopnum gegn her Dúdajevs nema á þá yrði ráðist. Stjórnarandstaðan í Tsjetsjníju er hins vegar splundruð og ólíklegt þykir að Khasbúlatov hafi nógu mik- il áhrif í héraðinu til að knýja fram kosningar og sættir. Tsjetsjenar vígbúast Dúdajev hefur verið þyrnir í aug- um Jeltsíns Rússlandsforseta frá því hann lýsti yfir aðskilnaði Tsjetsjníju frá Rússlandi árið 1991. Hann hefur síðan stjórnað héraðinu sem nokk- urs konar léni. Rússneska stjórnin hóf mikla áróðursherferð gegn hon- um í síðasta mánuði vegna aðskiln- aðarmálsins og glæpastarfsemi sem þrifíst hefur í héraðinu. Rússar segja að Dúdajev hafi breytt Tsjetsjníju í gríðastað glæpamanna frá öðrum svæðum í Rússlandi. Karlmenn í héraðinu fara ekki úr húsi án þess að hafa með sér byssur og haft er á orði að yfirvöldin hafí lofað skriðdreka í hvern bílskúr. Yfii-völd í Tsjetsjníju eru sökuð um að hálshöggva andstæð- inga sína og rússneska innanríkisráðuneytið birti nýlega myndir af höfðum meintra rússneskra útsendara sem ráðu- neytið sagði að hefðu verið háls- höggnir í héraðinu. Dúdajev hefur lýst yfír neyðar- ástandi í Nadtertsjníj-svæðinu, helsta vígi stjórnarandstæðinga. Omar Avtúrkhanov kveðst hafa myndað stjórn sem sitji í Nadterts- jníj og hafi náð völdunum víðast hvar í Tsjetsjníju. Því vísar Dúdajev á bug og segir að Avtúrkhanov ráði aðeins yfir Nadtertsjníj! Bráðabirgðaráðið, hreyfing Avt- úrkhanovs, segist hafa keypt þungavopn og þyrlur til að berjast gegn her Dúdajevs. Hreyfingin hef- ur tryggt sér stuðning rússnesku stjórnarinnar, sem virðist hafa tekið þá stefnu að freista þess að grafa undan stjórn Dúdajevs með aðstoð við andstæðinga hans í stað þess að ráðast inn í héraðið. Stjórninni virðist þó lítið hafa orðið ágengt ennþá. Hóta „heilögu stríði“ Yfírvöld í Tsjetsjníju hótuðu um helgina að skjóta niður rússneskar þyrlur sem fljúga yfír Nadteretsjníj. Þau segja að Rússar hafi sent þyrlur með vopn til liðsmanna Avtúrk- hanovs á svæðinu. Áður hafði rúss- neska stjórnin hótað að skjóta niður flugvélar sem flygju yfir Tsjetsjníju. Dúdajev hefur fyrirskipað almennt herútboð karla á aldrinum 15-55 ára vegna hugsanlegrar innrásar rúss- neska hersins. Hann hefur einnig hótað að óska eftir hernaðaraðstoð mu/ah/deen-skæruliða frá Afganistan, sem börðust áður gegn sovéska hern- um. Dúdajev, sem er fyrr- verandi hershöfðingi í sovéska hernum, hefur þegar útilok- að samninga við rússnesku stjórn- ina. Hann hótar að heyja jihad, heil- agt stríð, gegn Rússum ráðist þeir inn í héraðið. Hann segir að hálf milljón tsjetsjena sé reiðubúin að fórna lífi sínu til að verja héraðið og hernaðaríhlutun myndi leiða til enn alvarlegra stríðs en í Afganist- an, þar sem sovéskir hermenn börð- ust í áratug í misheppnaðri tilraun til að halda kommúnískri stjórn við völd. Fregnir herma að rússneska stjórnin hafi fyrirskipað hersveitum í grennd við Tsjetsjníju að vera í viðbragðsstöðu en haft var eftir Jeltsín að hernaðaríhlutun kæmi ekki til greina. „Enginn myndi fyrirgefa okkur,“ sagði hann. Mikið í húfi fyrir Rússa Tsjetsjenar eru múslimar, hafa alltaf viljað vera sjálfs sín herrar og þykja illskeyttir í hernaði. Þeir spom- WT uðu lengi við landvinningum Rússa, einkum á nítjándu öld. Olíuvinnsla er meginstoð efna- hagsins í Tsjetsjníju og Grozny, höf- uðstaður héraðsins, er ein mikilvæg- asta olíuhreinsunarmiðstöð Rúss- lands. Rússar eiga mikilla hagsmuna að gæta í Tsjetsjníju og þeim er mjög í mun að ólgan, sem ríkt hefur þar, breiðist ekki út til nágrannahérað- anna. Helsta komforðabúr Rússa er I héruðum norðvestan Tsjetsjníju færi allt í bál og brand þar þyrftu þeir að flytja inn milljónir tonna af korni. Rússneska stjórnin verður að sýna hörku í garð aðskilnaðarsinnanna til að styrkja stöðu sína gagnvart and- stæðingum sínum úr röðum rúss- neskra þjóðernissinna. Stjómin er þó mjög treg til að senda herinn inn í Tsjetsjníju af ótta við að allt fari í bál og brand í héruðunum við ræt- ur Kákasus-fjalla. Fjölmargar herskáar þjóðir búa á þessu svæði og þjóðakraðakið þar er miklu flókn- ara en til að mynda á Balkan-skaga. í Dagestan-héraði, austan við Tsjetsjníju, eru til að mynda töluð rúmlega 30 tungumál. Stalín lét flytja margar af þjóðun- um til Mið-Asíu vegna meints stuðn- ings þeirra við þýska nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Þegar þær snem aftur áratugum síðar höfðu ná- grannaþjóðir sölsað undir sig land- svæði þeirra. Jafnvel Vladímír Zhírínovskíj, þjóðernissinninn öfgasinnaði, er tregur til að hemema Kákasus-hér- uðin, sem hann hefur lýst sem „kýli í rússneska stjórnmálabúknum". Hernaðaríhlutun hættuleg Fari hins vegar svo að rússneska stjórnin neyðist til að senda her- sveitir til Tsjetsjníju gætL orðið sprenging í þessari" púðurtunnu. Viðbúið er að her yfirvalda í Tsjetsjníju veiti harða mótspyrnu. Flestir íbú- anna í vesturhluta Dagestans eru tsjetsjenar og myndu einnig bregð- ast ókvæða við innrásinni. Kósakkar í Stavropol, norðvestan Tsjetsjníju, myndu leggjast gegn því að rúss- neskir hermenn færu um hérað þeirra til að ráðast inn í Tsjetsjníju vegna hættu á að tsjetsjenar í Stav- opol risu upp. Rússneska stjórnin óttast einnig “ hörð viðbrögð um milljónar tsjetsj- ena, sem búsettir eru annars staðar í Rússlandi. Þá er hætta á að ill- ræmd mafía tsjetsjena, sem er mjög öflug 5 Moskvu, grípi til hefndar- aðgerða. Heimildir: The Economist og fleira. Dúdajev hótar Rússum heil- ögu stríði Allt gæti farið í bál og brand á svæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.