Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Óratórían Sál frumflutt á Islandi SÁL REIÐIR spjót sitt að Davíð (I. Sam. 18.10) tréskurðarmynd eftir Gustave Doré. UM NÆSTU helgi, 20.-21. ág- úst, verður óratórían Sál eftir Georg Friedrieh Hándel flutt í fyrsta sinn á íslandi. Að flutningnum stendur Mótettukór Hallgrímskirkju, en ásamt kórnum tekur 29 manna hljómsveit þátt í flutningnum auk 8 einsöngvara, þ. á m. hinn þekkti þýski söngvari Andreas Schmidt, sem syngur titilþlutverkið. Stjórn- andi er Hörður Áskelsson. Þegar þeir komu heim, þá er Davíð hafði lagt Filistann að velli, þá gengu konur úr öllum borgum ísraels syngj- andi og dansandi út í móti Sál kon- ungi, með bumbum, strengleik og mik- illi gleði. Og konurnar stigu dansinn, hófu upp söng og mæltu: Sál felldi sín þúsund, en Davíð sín tíu þúsund. Þá varð Sál reiður mjög, og honum mislíkuðu þessi orð og hann sagði: „Davið hafa þær gefið tíu þúsundin, en mér hafa þær gefið þúsundin. Nú vantar hann ekki nema konungdóm- inn!“ Og Sál leit Davíð öfundarauga ávallt upp frá því. (I. Sam. 18, 6-10) Öfundin er meginviðfangsefni ór- atóríunnar um Sál konung. Þar er því lýst hvernig öfundin verður að sýki sem litar allar gjörðir Sáls kon- ungs, gerir hann viti sínu fjær, yfír- gnæfir aðrar tilfinningar og kemur honum til að brjóta gegn sínum nán- ustu og gegn boðum samfélagsins. Það er ekki gott að segja af- hveiju einmitt þessi saga Biblíunnar varð fyrir valinu þegar tónskáldið Georg Friedrich Hándel samdi fjórðu ensku óratóríu sína. Þegar nútíma- maður skoðar æviferil tónskáldsins og sér nær endalausa upptalningu á tónverkum, stórum sem smáum, hvarflar vart annað að honum en að líf Hándels hafi verið samfelld sigurganga, og að frekar hafi hann verið öfundaður en fundið til öfund- ar sjálfur. En innsæi Hándels í hams- laust tilfinningalíf konungsins og nærfaérnar lýsingar á hnignun þess- arar flóknu persónu gefa til kynna að hann hafi kynnst fleiru en vel- gengni um dagana. Á fyrri hluta 18. aldar bjó Hánd- el í Lundúnum, þar sem hann starf- aði sem tónlistarmaður og tónskáld. Tónlistin sem heldra fólk þar í borg hafði helst viljað heyra um margra áratuga skeið var óperutónlist, nán- ar tiltekið óperur í ítölskum stíl. Ekki einungis átti formið sér fyrir- mynd í óperum ítalskra tónskálda, heldur var allur textinn sunginn á ítölsku og ekki þótti við annað kom- andi en sækja söngfólkið alla leið til Ítalíu. En þegar leið á öldina voru ítölsku óperurnar orðnar æði útþynntar, lítið var þar orðið um stórbrotin tilþrif í tónlist og texta, og tók nú að gæta nokkurrar þreytu áheyrenda, aðsókn að sýningum fór stöðugt dvínandi. Þetta vakti að vonum áhyggjur þeirra sem að óperusýningum stóðu og var Hánd- el ekki undanskilinn, enda hafði hann haft lifibrauð sitt svo áratug- um skipti af því að semja ítalskar óperur. Auk þess sem hann var kominn í fjárhagskröggur var hann orðinn langþreyttur á að reyna að tjónka við duttlungafullar ítalskar prímadonnur og jafnframt voru ýmsir sjúkdómar teknir að hetja á Um næstu helgi flytur Mótettukór Hallgríms- kirkju óratóríuna Sál, segir Sigríður Steph- ensen, en hún hefur ekki verið flutt áður hér á landi. hann, enda kominn af léttasta skeiði. En á sama tíma og allt benti til þess að dagar Hándels sem tón- skálds væru taldir sótti hann í sig veðrið á ný. Á þessum árum hóf hann að semja óratóríur, sem voru áheyrendum hans nýjung. Óratóríán fól vissulega í sér ýmislegt sem Hándel kunni orðið góð skil á eftir starfið við óperuna - saga var sögð á leikrænan hátt og hún sett fram í tónlist fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit - en þar var líka að finna kærkomnar nýjungar fyrir áheyr- endur. Söngvararnir voru enskir og sungu á móðurmálinu, viðfangsefnin voru áheyrendum kunn, biblíusögur og goðsögur. Þar voru til umfjöllun- ar sterkar tilfínningar og flóknar mannlegar aðstæður, mun magnaðri sögur um ástir og örlög en textahöf- undar ítölsku óperanna höfðu nokk- urn tíman getað spunnið upp. Þótt margir kæmu við sögu í flutningi óratóríanna - einsöngvar- ar, fjölmennir kórar og stórar hljóm- sveitir - voru þær talsvert einfald- ari í uppsetningu en óperurnar. Með tímanum höfðu óperuuppfærslur í Lundúnum orðið æ meiri skrautsýn- ingar með íburðarmiklum búningum og flóknum svið6búnaði. En nú var það tónlistin sem sá um allt þetta og meira til, í henni fólst sviðsmynd- in, búningarnir, lýsingin og tæknib- rellurnar. Hljómsveitarkaflar í órat- óríunum eru eins konar leiktjöld, gefa til kynna að nú skipti um svið, eða að nú líði tíminn fram að næsta atriði. Hándel kunni að skapa lit- brigði og áhrif með hljómum og notaði tónlistina þannig, að atburða- rás og andrúmsloft komst til skila. Sér til stuðnings við samningu órat- óríunnar um Sál hafði hann svo texta Charles Jennens, en sá hafði fært sögubrot sem var að finna í Samúels- bók Gamla testamentisins um Sál konung yfír í bundið mál. Jennens hafði jafn ríka tilfínningu fyrir per- sónusköpun og leikrænni framvindu í textanum og Hándel í tónlistinni, og þegar þeir lögðu saman varð út- koman sú sem heyrast mun í Skál- holtskirkju og Hallgrímskirkju í Reykjavík nú um næstu helgi. Ensk- ir áheyrendur tóku óratóríunni vel þegar hún var frumflutt í Lundúnum í janúar 1739, og í kjölfarið fylgdu fleiri stórvirki í sama dúr úr smiðju þeirra Hándels, en þar ber trúlega hæst óratóríuna Messías, sem Jenn- ens gerði einnig textann við. Samstarf Hándels og Jennens gekk þó ekki snurðulaust fyrir sig. í bréfi sem Jennens skrifaði vini sínum um þær mundir er Sál var í smíðum býsnast hann mjög yflr tiktúrum tón- skáldsins. En „tiktúrumar“ sem hann nefnir svo voru nýjungar sem Hándel innleiddi í hljómsveitina, þar ber fýrst I I- i I í i i fi 1 i í Skjólbeltarækt þarf að stórefla Kartöfluakrar í Þykkva- bænum á haf út? HVER skyldi muna eftir fréttum frá því í fyrrasumar þegar sand- stormar spilltu og eyddu kartöfluökr- um í Þykkvabæ? Þegar verstu hrin- umar gengu yfir var augljóst að menn stóðu ráðþrota gagnvart nátt- úruöflunum. Fátt annað gáfulegra kom fréttamönnum í hug en spyija sandsorfna kartöflubænduma hvort þeir væru tryggðir fyrir slíkum áföil- um eða hvort einhvers staðar leynd- ust sjóðir, sem kæmu til með að hlaupa undir bagga. Uppákoma Kára gleymdist fljótt enda fengu bændur gott haust og uppskeran varð betri en á horfðist. Reyndar endurtók sag- an sig í byijun janúar á þessu ári en með öðmm hætti og ekki eins skelfilegum og sl. sumar. Sandstorm- ur og moldrok fór um Suðurland eft- ir þurrviðrasama tíð og snjólausan vetur framan af og átti upptök í blást- ursgeirum og melbörðum á láglendi. Eitt er fullvíst. Fyrirbæri af þessu tagi verða árviss á rofsvæðum lands- ins, meðan vind hreyfir að einhveiju ráði. Hefðbundin uppgræðsla með áburðagjöf og fræsáningu er góðra gjalda verð og á vissulega rétt á sér. En til að sporna við hremming- um eins og þeim, sem greint var frá hér að ofan verður fleira að koma til. Reynsla frænda okkar Dana, sem græddu upp og heftu gífurlegan uppblástur á Jótlandi á síðustu öld, segir okkur að umfangsmikil skjól- beltarækt sé ráð sem ekki verður hægt að horfa fram hjá þegar til lengdar lætur. spHudi HEIMILKSTÆKI í verslun okkar í Skútuvogi 1B kynnum við EDESAS Þrautreynd sterk og spennandi heimilistæki á stórglæsilegu kynníngarverði. Verið velkomin í verslun okkar RflFMKJflUERZLUhl iSLflNDSIf -ANNO 1929- SKÚTUVOGI 1. SÍMI: 688660 FAX:680776. Skjólbeltaræktun getur verið vænleg1 leið til að hefta uppblástur á lág- lendi, segir Brynjólfur Jónsson, og hún gjör- breytir öllum ræktunar- skilyrðum til hins besta. Hornreka ræktun Skjólbeltarækt er í raun og veru endapunkturinn á uppgræðslu og ræktun lands. Skjólbeltarækt getur verið varanleg leið til að hefta upp- blástur á láglendi en hún er um leið miklu meira. Gjörbreyting verður á öllum ræktunarskilyrðum með til- komu skjólbelta og um leið fylgja fjölmörg önnur jákvæð umhverfis- áhrif. Eftirsóknarverð efnahagsleg áhrif, sem umfangsmikil skjólbelta- rækt gæti haft á þjóðarbúskapinn, er af ýmsum toga. Orkusparnaður Samkvæmt erlendum rannsókn- um, þar sem kannaður hefur verið orkusparnaður vegna skjólbelta og skjóls af tijágróðri, kemur í ljós að spamaður við kyndingu húsa getur verið á bilinu 5-30% og spamaður- inn yflrleitt meiri eftir því sem vind- ur eykst. Á okkar vindasama landi ætti því sparnaðurinn að vera í hærri kantinum á ofangreindri prósentu- tölu. Orkunotkun til kyndingar hús- næðis á íslandi er einhvers staðar kringum 5 milljarðar árlega. Hér ætti því að vera hægt að spara urntalsverðar upphæðir. Álykta mætti að ef hvert byggt ból í borg og bæ væri umvafið tijágróðri spör- uðust árlega á bilinu 250 milljónir til 1,5 milljarður króna í orkunotkun. Samgöngubætur Margur hváir áreið- anlega þegar fullyrt er að eitthvert samhengi geti verið með skjól- beltarækt og bættum samgöngum. Stað- reyndin er hins vegar sú að skjólbeltarækt getur dregið vemlega úr skafrenningi. Allir ökumenn þekkja vandamálið af eigin raun og sveitarfélög og ríki kannast áreiðan- lega við kostanðinn sem af snjóm- okstri hlýst. Vegir eru fljótir að teppast í minnstu gjólu, sérstaklega í snjóa- vetrum þegar snjótraðir myndast. Þrátt fyrir stórstígar framfarir í vegagerð á síðustu árum með til- komu malbiks og upphækkaðra vega eru vegfarendur berskjaldaðir gagnvart skafrenningi og íslenskri vetrarveðráttu. Skafrenningur er lítt þekkt fyrirbæri í skógi vöxnum löndum eða þar sem skjólbelti vaxa á samfelldum svæðum við þjóðleið- ir. Um sparnað á þessu sviði eða hversu miklu við eyðum í snjó- mokstur hef ég ekki tölur á taktein- um. Það er hins vegar staðreynd að bílaeign landsmanna fer sífellt vaxandi og vegakerfið á eftir að vaxa í takt við bílaflotann. Með skjólbeltaræktinni er verið að skapa hagstæð skilyrði fyrir ökumenn. Raunverulega mætti því líta á slíkar aðgerðir sem hluta af vegagerð. Benda má á að Vegagerð ríkisins kostar víða girðingar meðfram þjóð- vegum. Af hveiju ekki skjólbelta- rækt? Reyndar er Vegagerðin farin að fikra sig að einhveiju leyti áfram með tijárækt í því skyni að draga úr skaflamyndun á þjóðleiðum en til þess að verulegur árangur skili sér á þessu svið er nauðsyn- legt að skjólbeltarækt- in sé samfelld og taki yfir stærri svæði. Hagkvæmari búskapur Nærtækasta dæmi um bætt skilyrði sem skapast í kjölfar skjól- beltaræktar er ræktun Dana á hinum svoköll- uðu Jósku heiðum. Uppgangur Dana í landbúnaði og gífurlega mikill útflutningur þeirra á landbúnaðarafurðum á sjötta og sjöunda áratugnum hefði aldrei orðið að veruleika án skjól- beltaræktarinnar sem þá hafði verið unnið að og þróast í langan tíma. Á þessumm árum voru landbúnaðaraf- urðir einhver mikilvægasta útflutn- ingstekjulind þeirra. Skjólbeltarækt getur ef rétt er að henni staðið hér á landi stuðlað að nýjum sóknarfærum í landbúnaði. Nefna má nokkur atriði málinu til stuðnings. Ræktunarskilyrði stórbatna með tilkomu skjólbelta og draga má veru- lega úr áburðargjöf. Samkeppni í landbúnaðinum á eftir að aukast á næstu árum. Með tilkomu skjólbelta erum við að stuðla að samkeppnis- hæfari landbúnaði og skapa tækifæri til aukinnar hagræðingar. Svokölluð lífræn ræktun er mikið í deiglunni þessi misseri og þrátt fyrir að áburð- argjöf í landbúnaði sé í lágmarki hér á landi er ef til vill æskilegt að draga enn frekar úr henni ef vistvæn við- horf eiga að ráða og takast á að ein- hveiju marki að selja afurðir á er- lendri grund. Með tilkomu skjólbelt- anna er einnig hægt að gera ráð fyrir því að upprekstur búfjár á við- kvæm heiðalönd leggist af þar sem gróðurmagn ykist á láglendi í kjölfar skjóls og hagstæðari skilyrða. Skjólbeltalöggjöf nauðsynleg Ef ætlunin er að taka á þessu máli er nauðsynlegt að skjólbelta- rækt verði endurskoðuð frá grunni. Excel námskeið 94029 Tölvu- og verkfræöibjónustan Töivuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • @ 68 80 90 Brynjólfur Jónsson L t I l l I L i I t ! fi I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.