Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAtíUR 16. ÁGÚST 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Gámur til Rúanda Alfatrú og vísmdamennska Frá Frans van Hooff: ALLIR vita vel um neyðarástandið í Rúanda. Besta hjálpin eru bænir. Þær geta ekki aðeins flutt fjöll, held- ur einnnig breytt hjörtum, sem hata og drepa, í hjörtu, sem elska og hjáipa. Þar sem friður kemur aftur, getur fólk snúið heim til brunninna heimila sinna og hafið endurreisn þeirra og endurræktun á litlum ökr- um sínum. Á meðan er mikil þörf fyrir hjálpargögn. Óteljandi hafa flú- ið, m.a. til Kabale í Úganda á landa- mærum Rúanda. Þar býr prestur, Frans Tirwonwe að nafni, sem hefur um árabil séð um landflótta fólk. Hann er formlega viðurkenndur af ríkisstjórninni og biskupnum fyrir hjálparstörf. Hann sér einnig um þau mörgu munaðar- lausu börn sem misst hafa foreldra sína vegna alnæmis. Mig langar að senda þeim eftir viku 40 feta gám. Fólk má koma til klaustursins í Hafnarfirði hvenær sem er, með fatnað, skó, eldhúsáhöld, reiðhjól, handverkfæri, sápur, o.s.frv. Ég þakka innilega Eimskip fyrir að flytja vörurnar ókeypis til Ham- borgar, en þar tekur annað fyrirtæki við, og kostar flutningur um 600.000 krónur. Fjárframlög eru vel þegin. Þeim Frá Guðbjarti Sveinbjörnssyni: EF ÞÚ ert farinn að eldast og styn- ur yfir ásýnd þinni í speglinum, mundu þá að Hann hefur látið þig verða svona í þeim tilgangi að hugs- anir þínar reiki frá líkamanum og yfir í æðri verðmæti. Reyndu að komast að hinu hreina og tæra fljóti sem þú leynir inni í sjálfum þér. Okkur er öllum gefið innra land. Land sem við geymum innra með okkur, hvert og eitt. Sum- ir fá sína paradís, með sól og sumri allt árið. Aðrir eignast eyðiland með eldgosum og þrumuveðri. Ef þú, kæri vinur, ert einn af þeim sem býrð á þannig landi, vertu óhrædd- sem vildu hjálpa, má benda á reikn- ing í íslandsbanka nr. 200383: Fata- flutningar. Víðar er beðið um hjálp. Systir Ayogu í Nígeríu bað um hjálp við blinda og heyrnarlausa. Ég lofaði henni að senda með pósti hundrað kíló af sumarfötum. í Krasnoyarsk í Síberíu er frostið 40 stig á veturna. Þangað sendi ég reglulega kuldaföt. Hús eru þar í sveit oft án rafmagns og rennandi vatns. í Zimbabwe í Afríku sér sr. Tim Peacock, sem vann á íslandi hjá Arnarflugi, nú um mjög fátækt svæði, sumum fatnaði þarf að breyta þar sem fólk þar er yfirleitt smá- vaxnara en hér. Til þess þarf sauma- vélar, hvort sem er rafmagns- eða handsnúnar, t.d. er gardínum breytt í pils. Séra Peacock hefur stofnað vélritunarskóla með gömlum ritvél- um frá íslandi. Mikill áhugi er fyrir þessu þar sem þetta opnar leið til starfa á skrifstofum. Fyrir leikskóla vantar hann lítil leikföng og fyrir barnaskóla ritföng og skólatöskur. í hvert skipti sem fólk fær gjafir frá íslandi, rís það á fætur og biður fyrir velgerðarmönn- um sínum. Það hefur hvorki heyrt um Geysi né Gullfoss, ekki einu sinni um ís- lenskan fisk, en telur dagana ef það ur. Sestu niður og virtu fyrir þér óteljandi litbrigðin í hinu fljótandi eldíjalli. Láttu Ijósglampana (bloss- ana) frá eldingunum lýsa þér veginn áfram svo að þú getir ótrauður fund- ið leiðina að heimkynnum Hans. Þar finnur þú sjálfan þig, þar hefur þú alltaf verið. Ef þú vilt finna þig sjálf- an, hugsaðu þá ekki um hvað aðrir segja, hugsa eða gera. Það fólk sem lengst hefur náð í þessum heimi nýtir tíma sinn, það miklast ekki af árangri gjörða sinna en lítur á hann sem lítinn skerf til þjóðfélagsheilla. Það þekkir sársaukann sem hlýst af því að uppheíja sjálfan sig, og það veit að afurðir þjáninganna eru í RÚANDA skortir mat, fatn- að, lyf og margs konar hjálp í sárri neyð! heyrir að gámur frá íslandi sé á leið- inni. Það væri gott að hafa vetrarfatn- að sér. Við förum ekki yfir fatnað. Allt fer í gáminn eins og það kemur. Ég þakka ykkur innilega fyrir, fyrir hönd hins fátæka, en þakkláta fólks. SÉRA FRANS VAN HOOFF, Karmelklaustrið, P.O. Box 44, 220 Hafnarfjörður. skilningur og meðaumkun. Þetta veit ég því ég hef fallið af tindi fjalls- ins og niður á botn gryfjunnar. Þar hugleiði ég orðin sem ég festi á blað- ið. Herrann heflar og tilsníður okk- ur, hann stillir og fínpússar okkur. Margir af þeim sem eru á leið gegn- um þennan hreinsunareld halda því fram að það finnist enginn Guð. En þeir þekkja ekki lokatakmarkið. Þeg- ar Herrann hefur afhýtt þig eins og lauk og hvert lagið á fætur öðru er horfið, munt þú ganga inn í heim- kynni Hans og þú munt aldrei líta til baka. GUÐBJARTUR SVEINBJÖRNSSON. Frá Þorsteini Guðjónssyni: ÁLFATRÚIN hér á landi er ekki aðeins „skemmtileg" eins og sumir menntamenn segja góðlátlega, heldur er hún sprottin af merki- legri reynslu sem unnt er að skýra. Stutt dæmi nægir til að varpa ljósi á þetta. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur var á ferð í Heklu- hraunum við rannsóknir (um 1947) og sá hann þá, að kveldi dags eft- ir langar göngur, undarlega sjón: þijá náunga vera að hoppa og dansa með allskyns tilburðum, skammt frá honum þarna í miðju hrauni, þar sem engra mannaferða var von. Gekk hann nú sem bein- ast í átt til manna þessara, en hraunhól bar snöggvast á milli hans og mannanna. Þegar hann sá aftur til og var kominn nær, sá hann, að þarna var dýjamosi og gufur upp af, og þóttist hann þar með hafa skýringu á sjónum þeim, sem fyrir hann hafði borið. En þó að Guðmundur væri merkur vísindamaður og færi ekki a.m.k. ekki í útvarpi (það var í útvarpsþætti, sem hann sagði frá þessu), út fyrir mörk hins viður- kennda, hafði hann einn „ókost“, frá sjónarmiði þeirra sem allt vilja hafa fyrirfram skipulagt - hann var sannsögull. Og þessvegna flaut það með í frásögn hans, að þegar hann kom á „dansstaðinn" varð honum Iitið upp í hlíðar Heklu, dimmar og miklar, og sá hann þá þar, í annað sinn, hina sömu skrípakarla með tilburði sína - en miklu, miklu stærri. Sannar þetta ekki, að sýnin var, þótt hreyfanleg væri og síbreytileg, bundin við heilastarfsemi Guð- mundar sjálfs (visio cerebralis)? En þá var hún ekki í „eternum" né í „orkusviðum“, „bylgjulengdum", „víddum" eða öðrum slíkum af- rakstri gamallar vanþekkingar, sem sumir grípa til þegar þeir verða fyrir reynslu af þessu tagi. Raunveruleg skýring á hinu sér- kennilega heilaástandi hlýtur að vera sú að um fjarsamband sé að ræða við annan athuganda, og að sýnin sé eins og endurspeglun þess sem gerist í öðrum stað. Sá annar staður er stundum í næsta húsi eða garði, stundum hinum megin á hnettinum, stundum á öðrum hnöttum. Af ýmsum álfasögum má ráða, að raunveruleikinn að baki þeirra er á annarri jörð, þar sem skín önnur sól en hér. Sbr. t.d. álfasögur Eiríks Laxdals, sem nýlega voru gefnar út. Stórar fylkingar standa hvor gegn annarri: Annarsvegar „orku- sviða- og fimmtuvíddarmenn“ sem njóta naumast fyllstu virðingar á hámenntasviði, en hinsvegar þeir sem segja, að slik hugtök séu óhæf. Hinir fyrrnefndu fullyrða nokkuð sem ekki er, en hinir síðarnefndu hafa lítið um það að segja, hvað er. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylg- ir fyrirvari hér að lútandi. - kjarni málsins! Okkar innra land Botnastaða- brekka ekki „Bólstaðar- hlíðar- brekka“ Frá Frá Ásgeiri Jónssyni: VEGNA frétta undanfarið vill und- irritaður benda á að brekkan sunnan og ofan við Húnaver í Bólstaðarhlíð- arhreppi í Austur-Húnavatnssýslu heitir skv; heimildum Botnastaða- brekka og Botnastaðafjall þar norð- an til en ekki Bólstaðarhlíðarbrekka eins og sums staðar sést ritað. Ör- nefnið er dregið af eyðibýlinu Botna- stöðum sem lagðist í eyði upp úr miðri öld. Bréfinu fylgja ljósrit úr Árbók Ferðafélags íslands 1969 eftir Jón Eyþórsson og segir þar m.a.:.ligg- ur þjóðbrautin úr mynni Þverárdals í stórum sneiðingi upp Hreppahornið og upp á Botnastaðabrún fyrir ofan Botnastaði. Svartárdalsvegur liggur af þjóðbrautinni ofan við túnið í Bólstaðarhlíð og skammt frá Húna- veri. Botnastaðir eða Bottastaðir er gömul kirkjujörð frá Hlíð og skammt milli bæja. Hlíðin upp af bænum er allbrött en grösug, kallast Botna- staðabrekkur.“ Auk þessa er hægt að benda á örnefnaskrá Örnefnastofnunar í þessu sambandi og að sjálfsögðu heimafólk í Bólstaðarhlíðarhreppi. ÁSGEIR JÓNSSON, Mörk, Rangárvöllum. Honda Accord árgerð 1995 __ ö ...:_- Komdu til okkar í Vatnagarða. og reynsluaktu þessum glæsilega bíl -það sannfærir þig! Verð frá aðeins 1.856.000 kr. Honda, Vatnagörðum 24, sími 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.