Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Karítas Ingi- björg Rósin- Karsdóttir fæddist í Súðavík 17. septem- ber 1909 og ólst þar upp. Hún andaðist í Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði þriðjudaginn 9. ág- úst eftir stutta legu þar. Foreldrar hennar voru Lydía Aðalheiður Kristó- bertsdóttir og Rós- inkar Albertsson. Þann 29. mars 1930 giftist hún Sigur- laugi Þorleifi Sigurlaugssyni, verkamanni og sjómanni og eignuðust þau sex börn sem komust upp og eina andvana stúlku. Þau bjuggu á Isafirði alla tíð, að Felli þar til það hús brann til kaldra kola árið 1946. Síðar fluttust þau að Tangagötu 17 og bjuggu þar þangað til Sigurlaugur lést árið 1965. Ut- för Karítasar fer fram frá Isa- fjarðarkapellu í dag. HÚN tengdamóðir mín var hispurs- laus manneskja og gekk alltaf hreint til verks. Mig óraði ekki fyrir því þegar við hjónin heimsóttum hana á spítalann að hún yrði dáin daginn eftir. Svo brátt bar dauða hennar að. Auðvitað hafði hann aðdrag- anda, þó okkur fyndist hún vera að hressast. Það vissu þeir sem gerst þekkja. En Karítas var þannig að eðlisfari að hún bar ekki tilfinningar sínar á torg, hvorki andlegar né lík- amlegar. Þess vegna vissu færri en ella um líðan hennar. Reyndar var hún lítt gefin fyrir að kvarta og kveina en fannst að fólk þyrfti frek- ar að harka af sér óg bera sig vel þótt ekki væri allt eins og best yrði á kosið. Þannig var hún. Karítas var myndarleg kona á velli og sterkur per- sónuleiki. Framkoma hennar einkenndist af virðuleik og festu. Er ég kom á heimili þeirra Sigurlaugs, þegar við Erling vorum í tilhuga- lífínu, sá ég að þar fór heiðursfólk. Það reynd- ist rétt vera. Heimsdömuleg fram- koma Karítasar heillaði mig unga stúlku. Það sagði mér einu sinni kona sem bjó í sama húsi og við að Karítas hefði verið einkar glæsileg ung stúlka svo eftir var tekið á ísafírði. Þannig hafí fólk spurt hver þessi fallega stúlka væri sem komin væri til bæjarins. En hún hafði meira til brunns að bera en ytri glæsileika. Hún var skörungur til allrar vinnu, dugnaðarforkur og kjarkmikil og lét aldrei bilbug á sér finna. Sjálfstæð var hún og ákveðin og lét ekki svo glatt telja sér hug- hvarf hefði hún á annað borð mynd- að sér skoðun. Alla tíð stundaði hún vinnu utan heimilis eða þar til hún var orðin 80 ára gömul. Um þrjátíu ára tíma- bil vann hún á straustofu sjúkra- hússins á ísafírði en þar áður í físki, þvottum og hreingerningum. Enn fremur fór hún til Siglufjarðar á síldarárunum með Sigurlaugi manni sínum. Þar saltaði hún síld og segir sagan að fáar konur hafí haft við henni, svo fljót var hún og áköf að salta. Athafnasemi hennar og starfsorka var mikil, líkt og annarra á hennar aldri. „Hvað er betra en að geta unnið," sagði hún komin fast að áttræðu og kvað fast að þegar hún var spurð hvort hún færi ekki að hætta að vinna. Þessa per- sónutöfra átti Karítas í svo ríkum mæli að aðrir hrifust með. Tengdamóðir mín fór ekki var- MINNINGAR hluta af sorginni, enda er hún eðli- legur hluti lífsins. Mann sinn missti hún sviplega 1965 og var því ekkja í nær þijátíu ár og þurfti að sjá á eftir þremur sonum sínum sem allir dóu á svipaðan hátt. Tengdasyni sínum fylgdi hún til grafar fyrir rúmu ári og þótti þá mörgum vera nóg komið. Það fannst henni iíka, en sagði ævinlega við þannig að- stæður: „Það þýðir ekki að fást um þetta. Svona er lífíð.“ Mér fannst hún harðna með hverri raun. Hún var svo óheppin að lærbrotna fyrir nokkrum árum og gat ekki eftir það gengið' fijáls og óháð. Það pirraði hana og hún var stundum ósátt. En þegar við spurðum um heilsuna þá vildi hún ekki gera mik-. ið úr hlutunum. Hún sagði alltaf að sér væri nú að batna, þetta hlyti að koma með tímanum. Þannig var hún vongóð og trúði á betri tíma. Karítas var höfðingi heim að sækja og gestrisin. Af myndarskap og örlæti tók hún á móti fólkinu sínu og átti alltaf eitthvað gott í ísskápnum, þótt hún byggi ein. Þess vegna fannst henni ekki þægilegt að vera á spítala þegar við komum að sunnan til að heimsækja hana. Talaði hún um að agalegt væri að hafa ekki einu sinni kaffí á brúsa til að bjóða okkur. En eitt af henn- ar aðalsmerkjum var að bjóða upp á veitingar. Enda þótt hún hafi ekki verið sérlega gefín fyrir mannamót hafði hún gaman af að hitta fólk. Hún var ekki allra, en vinur vina sinna og þeim var hún trygg. Kímnigáfu hafði hún ágæta og var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Þannig gat hún verið bráðfyndin á sinn hátt ef svo bar undir. Karítas var í lífínu sannkallaður fagurkeri og hafði yndi af fallegum munum. Hún var litaglöð og glys- gjörn eins og heimili hennar og út- lit bar merki. Engan þekki ég sem ekki fannst gaman að koma til henn- ar, eiga við hana orðastað á hressi- legum nótum á fallegu heimili henn- ar. Þannig var líflegt í kringum hana enda var lognmolla ekki að hennar skapi. Tíminn flýgur, ár og dagar líða. Það er sjónarsviptir að svo kraftmik- illi og viljasterkri konu sem Karítas var. Konu sem gustaði af. Það tekur tíma að átta sig á því að hennar njóti ekki lengur við. Eg á forsjón- inni fyrir að þakka að hafa fengið að eiga hana sem tengdamóður. Megi hún hvíla í Guðs friði. Halldóra Sigurgeirsdóttir. Elsku amma, mig langar í örfáum orðum að koma til þín mínum hinstu kveðjum. Þegar ég lít til baka þá minnist ég með hlýhug og þakklæti þeirra tíma sem ég civaldi hjá þér, bæði á sumrin og um páska þar sem ég kom til að fara á skíði og alltaf tókstu mér opnum örmum og dekr- aðir við mig á allan hátt. Að lokum vil ég minnast síðustu heimsóknarinnar vestur með fjöl- skyldu minni en sú heimsókn er bömum mínum mjög eftirminnileg. Þú varst sterkur persónuleiki með sjálfstæðar skoðanir og minnist ég þín alltaf sem þessa sterka persónu- leika og minning um þig mun lifa í hjarta mínu. Karítas Ingibjörg Jóhannsdóttir. Mér varð brugðið þegar hringt var í mig í vörubílinn og mér til- kynnt að Karítas amma væri dáin eftir stutta sjúkrahúslegu. Amma var manneskja sem aldrei kveinkaði sér. Hún hafði verið lasin en ég hélt að kallið kæmi ekki svona fljótt. Þegar ég sest niður og skrifa þessar línur koma ýmsar minningar upp í hugann. Sérstaklega eru mér minnisstæð atvik frá þeim tíma sem ég dvaldi hjá ömmu þegar hún bjó í Tangagötunni. Það var eftir að Sigurlaugur afi dó. Sumar minning- ar geymir maður með sjálfum sér en aðrar eru dregnar fram. Ég var hjá ömmu í nokkur ár, fylgdi henni allt sem hún fór og við fórum saman í ferðalög. Mér fínnst ég eiga ömmu mikið að þakka því að hún kenndi mér margt sem ég bý að og nýtist mér vel í lífínu. Ég KARITASINGIBJORG RÓSINKARSDÓTTIR man eftir ferð sem við fórum með Trausta frænda suður á land. Það var skemmtileg ferð og minnisstæð, enda sú fyrsta sem ég fór suður. Eitt var ríkt í fari ömmu, hún var hörð af sér og kvartaði aldrei, Þess vegna þýddi aldrei að kvarta við hana, hún sagði alltaf að maður yrði að bíta á jaxlinn og harka af sér. Slíkt er stundum erfítt að skilja í æsku en þegar stundir iíða skilar það sér. Amma var kona er tók því sem að höndum bar. Meðan pabbi lifði vandist ég á að fara að leiði Sigurlaugs afa míns. Eftir að pabbi féll frá hélt ég þessu áfram og hef farið með ljós á leiði afa á aðfangadag, ár hvert síðan. Ömmu þótti vænt um þetta og beið alltaf eftir mér með kaffi og kræs- ingar. Hún vildi líka vita hvernig mér hefði gengið að koma ljósunum á leiðið, hvort ófærð hefði verið í garðinum og þar fram eftir götum. Einnig spurði hún mig tíðinda og sagði mér alltaf fréttir af fólkinu sínu fýrir sunnan. Henni var umhug- að um að fylgjast með því, hvað það var að gera og hvernig því vegn- aði. Sérstaklega hvort fólk hefði vinnu, að það hefði eitthvað að gera var nauðsynlegt að hennar mati. Mér þótti gaman að hlusta á ömmu rifja upp tíma frá uppvaxtar- árunum í Súðavík, þá fannst mér eins og andlit hennar ljómaði af ánægju. Af þeim sögum gat ég lært það að hún hefur örugglega þurft að hafa fyrir hlutunum. En hún var ekki gefin fyrir að tala um gamla tímann, það átti betur við hana að ræða um nútímann. Hún bar ekki tilfinningar sínar á borð fyrir aðra og fannst tilgangslaust að velta sér upp úr því sem liðið var. Amma átti ekki mjög gott með að biðja um aðstoð, því þótti mér vænt um að geta orðið að liði. Stund- um hringdi hún og bað mig að skreppa til sín, hún þyrfti að tala smávegis við mig. Þá var erindið að hana vantaði smávægilega hjálp. Blessuð sé minning ömmu minnar. Sigurlaugur Baldursson. MARÍA ÁSGRÍMSDÓTTIR OG GUÐVARÐUR PÉTURSSON ÞANN 18. júlí síðastlið- inn andaðist María Ás- grímsdóttir, kennd við Minni-Reyki í Vestur- Fljótum, á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri, frænka mín í föður- ætt á nítugasta og átt- unda aldursári en hún fæddist 23. október 1896. Foreldrar hennar voru þau Ásgrímur Sig- urðsson bóndi á Dæli í Fljótum og kona hans Sigurlaug Sigurðardótt- ir. María var alsystir Sigurðar í Dæli, Páls á Ulugastöðum og Kristins á Stóra- Grindli í Fljótum. Sigurlaug móðir Maríu var vinnukona á prestsetrinu Barði, þegar María fæddist og varð hún því að senda dótturina frá sér. Ólst hún upp á Steinhóli í Flókad- al hjá þeim Guðbrandi Jónssyni og konu hans Sveinsínu Sigurðardótt- ur, sem þar bjuggu á árunum 1887 til 1918. Þar á bæ var einnig móð- ir Sveinsínu, Helga Guðrún systir séra Jóns Norðmanns, sem veitt var Barðsprestakall árið 1849 og drukknaði í Flókadalsvatni 15. mars 1877. Helga var mikið með Maríu fyrstu árin hennar á Stein- hóli og minntist María hennar oft með hlýhug og kallaði hana oft ömmu, enda fann hún hjá Helgu það skjól, er barni er mikilvægt á vordögum æviskeiðsins. Árið 1907 fluttust foreldrar Maríu að Dæli, sem er örskammt frá Barði og fór María til þeirra orðin ellefu ára gömul. Þar var hún næstu árin með foreldrum sínum og systkinum. Þau Ásgrímur og Sigurlaug eignuðust 13 börn og komust níu þeirra til fullorðinsára. Af þeim er í dag eitt á lífí, Dag- björt Ásgrímsdóttir og er hún bú- sett á Dalvík. Dagbjört er þekkt fyrir fræðimennsku sína og ljúf- lyndi. Maria á Minni-Reykjum var nett kona, ljóshærð, augun dimmblá, fremur lágvaxin en liðleg og sér- lega létt á fæti á yngri árum og snör í snúningum. Hún var með ágætum verki farin, eignaðist snemma pijónavél, vann allar flík- ur á sitt fólk og saumaði mikið. Hún var glaðlynd, söngvin og ljóð- elsk, kunni mikið af kvæðum og sönglögum. Hún hafðí ávallt yndi af bókum og notaði sér næði efri áranna til lestrar. Hún var sérstak- lega barngóð og börnum sínum mikil móðir. Sumarbörn, sem dvöldust hjá henni á síðari búskap- arárunum, minnast hennar með ánægju fyrir létta lund og kátínu. Ekki lét hún sitt eftir liggja við búskapinn. Hún sló með orfi og ljá meðan tún voru ekki véltæk. Á uppvaxtarárum Maríu, voru þjóðfélagsaðstæður allar aðrar en nú þekkjast. Ungt fólk í Fljótum hafði ekki marga valkosti frekar en annars staðar til sveita. Það þurfti að yfirgefa foreldrahús til þess að vinna fyrir sér eins og daglegt líf krafðist. Svo var hjá Maríu og eftir að hún fór frá Dæli var hún í vist á ýmsum stöð- um, m.a. á Siglufirði og Hafsteins- stöðum í Staðahreppi. Hún var hvarvetna eftirsótt til starfa. Mikil hákarlaskipaútgerð var um þessar mundir frá Norðurlandi og voru skipsrúm á þessum veiði- skipum eftirsótt. Því var það að margir framsýnir ungir dugnaðar- menn úr Fljótum, sérstaklega úr Flókadal réðu sig til þessara starfa. Nokkur hákarlaskipanna týndust við þessar veiðar og með þeim of margir ungir dugnaðarforkar, heil- ar skipshafnir. Þetta manntjón og blóðtaka sveitarinnar sagði til sín. Búskaparbaslið óx og dróst saman í kjölfar kreppunnar, sem ríkti á flestum sviðum í landinu. Það varð áberandi og alvarleg fátækt í Flókadal og Fljótum. Missir þess- ara vösku ungmenna sem fórust við þessar veiðar var ekki á bæt- andi í þessari fámennu sveit. Árið 1922 markaði þáttaskil í lífí Maríu Ásgrímsdóttur. Þá giftist hún Guðvarði Sigurbergi Péturs- syni, f. 2. ágúst 1895 á Kleif á Skaga, en hann var sonur Péturs bónda í Keldnakoti í Sléttuhlíð og konu hans, Hólmfríðar Guðvarðar- dóttur. Guðvarður var í hærra meðal- lagi, grannvaxinn á yngri árum og beinn í baki; augun Ijósgrá, hárið skollitað. Hann var hæglátur í fasi og friðsamur, heiðarlegur í öllum viðskiptum og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var iðjusam- ur og duglegur, reyndi ávallt að bæta þær jarðir, sem hann sat á. T.d. gróf hann allmörg lokræsi í túnið á Minni-Reykjum. Hann gróf skurði með handafli, raðaði gijóti í botninn, sem hann ók að vetrin- um, mokaði mold yfír og þakti síð- an. Þannig tókst honum að þurrka og bæta túnið. Þá var hann góður hleðslumað- ur. Bókhneigður var hann, ekki síður en kona hans og notaði flest- ar stundir sem gáfust til lestrar. Guðvarður fylgdist alltaf vel með félagsmálum og sat í hrepps- nefnd á tímabili. Þau hjónin fluttust frá Minni- Reykjum að Ökrum í sömu sveit árið 1962, en tóku ekki við búi þar fyrr en árið eftir, þegar Hreinn sonur þeirra fluttist burtu. Eftir að þau brugðu búi í Ökrum, flutt- ust þau til Dalvíkur um eins árs skeið, en fóru síðan búferlum tii Akureyrar. Þar andaðist Guðvarð- ur 11. desember 1987. Þegar, skömmu eftir að hafa lokið námi í Verzlunarskóla íslands í Reykjavík árið 1936, var ég ráð- inn kaupfélagsstjóri í Haganesvík og kynntist þá fyrst hjónunum á Minni-Reykjum og bamahópnum þeirra. Þau eignuðust ellefu börn en misstu eitt þeirra skömmu eftir fæðingu. Áður átti María eina dótt- ur, sem nú er látin, var það Hulda Guðmundsdóttir en faðir hennar var Guðmundur Gunnlaugsson. Hulda var gift Páli Jónssyni og bjuggu þau að Lækjarvöllum í Bárðardal. Börn þeirra Maríu og Guðvarðar sem upp komust eru öll á lífi. 1. Hólmfríður Ingibjörg er þeirra elst. Hún er búsett í Kópavogi. Maður hennar var Hákon Jóhannsson, sem nú er látinn. 2. Ásta Kristín er búsett í Reykjavík. Maðtír henn- ar er Úlfur Ragnarsson, læknir. 3. Helga Guðrún á heima á Akur- eyri. Hún var gift Gunnlaugi Guð- mundssyni, sem nú er látinn. 4. Sigurður, húsettur á Akureyri. 5. Bæringur er búsettur í Reykjavík. Kona hans er Helena Sigurgeirs- dóttir. 6. Þórarinn býr á Minni- Reykjum í Fljótum. Kona hans er Sólveig Márusdóttir. 7. Pétur býr í Snjóholti í Eiða-Þinghá. Kona hans er Guðrún Einarsdóttir. 8. Sigurlaug er búsett við Laxárvirkj- un. Maður hennar er Jónatan Ás- vaidsson. 9. Ragna er búsett í Kópavogi. Maður hennar er Hauk- ur Bergsteinsson. 10. Hreinn er yngstur þeirra systkina. Hann býr á Amhólsstöðum í Skriðdal. Kona hans er Ingibjörg Einarsdóttir. Auk barna Maríu ólst upp hjá henni Guðvarður Jónsson, bróður- sonur Guðvarðar. Seinna tóku þau María og Guðvarður einnig að sér sonarson sinn Örn Albert Þórarins- son og ólst hann upp hjá þeim. Eftir andlát Guðvarðar hélt María heimili sitt að Hrafnagils- stræti 31 til ársins 1990, en þá fór hún á sjúkrahús á Akureyri, eftir að hafa lærbrotnað og þar dvaldi hún til dauðadags 18. júlí 1994. María var jafnan heilsugóð og á sjúkrahúsinu var hugsunin skýr og hún hélt sinni meðfæddu reisn. Þar hafði hún einnig ánægju af því að fá fólk sitt í heimsókn, eins og hún var vön heima hjá sér og þar var einnig lundin létt. Útför Maríu var gerð frá Barðs- kirkju 25. júlí 1994 á þeim stað, er hún leit fyrst dagsins ljós og í þeirri fallegu sveit er ævistarfið var unnið. Séra Gísli Gunnarsson jarðsöng. María Ásgrímsdóttir var komin heim. Guð blessi minninguna um hjón- in frá Minni-Reykjum. Björn Dúason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.