Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 37 ’AUGL YSINGAR Tónlistarskóli Borgarfjaröar T ónlistarkennarar Tónlistarkennarar óskast til starfa við Tón- listarskóla Borgarfjarðar í haust til kennslu á píanó, blásturshljóðfæri og söng. Umsóknir berist skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar, 310 Borgarnesi. Upplýsingar veittar í síma 93-71068 eða 985-41535. Skólastjóri. Sölumaður Óskum eftir að ráða sölumann til að selja hljómflutningstæki, sjónvörp o.fl. hjá traustu fyrirtæki í Reykjavík. Við leitum að duglegum og áhugasömum sölumanni. Einhver tækniþekking nauðsyn- leg, starfsreynsla æskileg. Laust strax. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Sölumaður 279“, fyrir 20. ágúst nk. Hagvaj ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Sölumaður með metnað Heildsöludeild rótgróins, framsækins fyrir- tækis á neytendavörumarkaði óskar eftir að ráða sölumann til starfa sem fyrst. ★ Sölumaðurinn, sem leitað er að, þarf að vera metnaðargjarn, sjálfstæður, hafa frumkvæði og ríka þjónustulund. ★ Reynsla af sölumennsku og góð menntun áskilin. ★ Sölumaðurinn þarf að vera tilbúinn til að takast á við krefjandi söluferðir út á lands- byggðina. Þekking og starfsreynsla á norðlenska mark- aðinum kemur sér vel en er ekki skilyrði. Vinsamlegast skilið inn ítarlegum umsóknum á auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 19. ágúst, merktum: „H - 11782“. Leiðsögunám Fjölbreytt sumarstarf Ertu að leita að fjölbreytilegu og skemmti- legu sumarstarfi næsta sumar? Hefur þú það gott vald á þýsku, frönsku eða hollensku að þú getir flutt fyrirlestur frá eig- in þrjósti um sjávarútveg, bókmenntir og skógrækt, þjóðlegan íslenskan fróðleik og íslenska menningu? Hefur þú gaman af að umgangast fólk af ólíku þjóðerni? Ertu skap- góð(ur) og til í að ferðast vítt og breytt um landið til að kynna það útlendingum? Ef svo er getur leiðsögustarf hugsanlega verið eitthvað fyrir þig. Leiðsögunám hefst 7. september nk. Innritun lýkur í dag. Leiðsöguskóli íslands, Digranesvegi51, Kópavogi. Upplýsingasími 74309. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 63 3000 Hugbúnaðarsvið - Netstjóri EJS hf. óskar eftir sérfræðingi til starfa í stöðu netstjóra hjá fyrirtækinu. Netstjóri ber ábyrgð á rekstri netkerfis fyrir- tækisins, en einnig er honum ætlað að veita aðstoð við úrlausnir verkefna, sem unnin eru á hugbúnaðarsviði fyrirtækisins. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða þekkingu og reynslu af netstýrikerfum og stöðluðum notendahugbúnaði fyrir einmenn- ingstölvur. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tæknifræði. Upplýsingar um starfið veitir Snorri Guðmunds- son, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs. Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað á skrifstofu okkar fyrir 25. ágúst nk., merktar: „N - UMSÓKN“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, 128 Reykjavík. Sími 91 6330 00. 4ra herbergja íbúð óskast fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar gefur Klara í síma 19004 eftir kl. 19.00. íbúð óskast Hjón með eitt barn óska eftir góðri íbúð, ca 4ra herbergja, til leigu frá 1. nóvember nk. (má vera aðeins fyrr eða seinna), helst í Vesturbæ eða Hlíðunum. Lágmarksleigutími eitt ár. Mjög góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Meðmæli og greiðsluyfirlit frá fyrri leigusala fyrirliggjandi. Upplýsingar í vinnusíma 627040 eða heima- síma 622034. PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símamálastofnunin auglýsir eftir til- boðum í fullnaðarfrágang pósthússins við Bjarkargötu 4, Patreksfirði. Verkið nær til smíði aðkomupalls og innrétt- ingar 200 fm póstafgreiðslu á 1. hæð. Útboðsgögn verða afhent hjá fasteignadeild Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 101 Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 16. ágúst 1994, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu fasteigna- deildar Pósts og síma mánudaginn 5. sept- ember kl. 11.00. Reykjavík, 12. ágúst 1994. Póst og símamálastofnunin. FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIOHOITI Innritað verður í Kvöldskóla FB 24. og 25. ágúst kl. 16.30-19.30 og laugardaginn 27. ágúst kl. 10.30-13.30. Verslunarnám. Tölvunám. Markaðsfræðinám. Hagfræðinám. Skemmtilegir valkostir. Þitt er valið! Skólameistari. Málverkauppboð Málverkauppboð á Hótel Sögu fimmtudaginn 1. september kl. 20.30. Þeir, sem hafa áhuga á að koma myndum á uppboðið, hafi samband við Gallerí Borg. éroéMic BOEG v/Austurvöll, sími 24211. IOL/ ingor Spíritistafélag íslands Anna Carla Ingva- dóttir, miðill, verð- ur með námskeið í andlegum fræð- um. Byrjað frá grunni. Námskeiðin standa i 12 stundir og taka 3 daga. Einnig með einkatíma. Hámarksfjöldi 10 til 12 manns. Reynt verður að fara út i per- sónulegar leiðbeiningar fyrir hvern og einn. Verð 4.500 kr. Nánari upplýsingar veittar i síma 40734. Opið kl. 10-22 alla daga. Euro og Visa. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 68253* Dagsferðir Ferðafélagsins: Miðvikudagur 17. ágúst: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð - verð kr. 2.700. Kl. 20.00 Viðey (kvöld). Verð kr. 800. Laugardagur 20. ágúst: Kl. 08.00 Hagavatn (óbyggða- ferð). Sunnudagur 21. ágúst: Kl. 09.00 Tindafjallaheiði - Klukkuskarð - Miðdalur. Kl. 13.00Ármannsfell (Þingvellir). Sveppaferð í Skorradal frestað til laugardags 27. ágústll Helgarferðir 19.-20. ágúst: 1. Þórsmörk - notaleg gistiað- staða í Skagfjörðsskála. Þægilegur staður fyrir fjöl- skyldur. Úrval gönguleiða. 2. Álftavatn - Fjallabaksleið syðri, fjölskylduferð. Brottför kl. 20.00 föstudag. 20.-21. ágúst: Kl. 08.00 Hagavatn - Hlöðuvell- ir, gönguferð. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ. Ferðafélag íslands. Fjallið mannræktar- stöð, Sogavegi 108, 2. hæð, sími 882722. Við höfum flutt starfsemi okkar á Sogaveg 108, 2. hæð, (fyrir ofan Garðsapótek). Simatími alla virka daga milli kl. 13.00 og 15.00 í síma 882722. Hallveigarstíg 1 *sími 614330 Kvöldferð fimmtud. 18/8 Kl. 20.00 Tóastígur. Létt kvöld- ganga um sérkennilegar og fal- legar gróðurvinjar í Afstapa- hrauni. Dagsferð laugard. 20/8 Kl. 08.00 Hekla háfjallasyrpa, 6. áfangi. Dagsferð sunnud. 21/8 Kl. 10.30 Vitagangan, 5. áfangi, og fjölskyldugangan - Hópsnes og Krísuvíkurbjarg. Nú tökum við upp þráðinn þar sem honum var sleppt í vita- og fjölskyldu- göngunum i vor. Kl. 10.30 Keilir, lágfjallasyrpa, 8. áfangi. Helgarferðir 19.-21 /8 1. Básar við Þórsmörk Gisting í húsi eða tjöldum. Skipu- lagðar gönguferðir með farar- stjóra. Nú eru aðalbláber og hrútaber líka að ná fullum þroska. 2. Lakagígar Lakagígar eru einhver stórfeng- legasta gígaröð landsins, 25 km löng. Af Laka er einna auðveld- ast að átta sig á gígaröðinni og landsháttum. Vatnsgígurinn skoðaður og Fjaðrárgljúfur. Einn- ig söguslóðir á Kirkjubæjar- klaustri. Upplýsingar og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Ársrit Útivistar 1994 er komið út. Efni þess er helgað Goða- iandi og Básum. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.